Færsluflokkur: Bloggar
6.9.2014 | 14:43
Bæbæ Blogg!!
Jæja ágæta fólk!!
Þá er komið að því að ég ætla að hætta blogga - ég hef enga löngun lengur til þess að segja frá okkar "daglega" lífi hér á opnum vef. EN ég ætla mér samt að vera með feisbúkksíðu um veikindi Þuríðar Örnu minnar en þar getiði sótt um aðgang að þeirri síðu ef þið viljið halda áfram að fylgjast með henni. Slóðin að þeirri síðu er https://www.facebook.com/groups/1462002030747507/ . Þar er líka svo auðvelt að henda inn nokkrum orðum með hennar líðan eða skella kanski einni mynd eða myndbandi af hetjunni sem braggast ofsalega vel þessa dagana.
Ég ætla mér að fara í næsta kafla í mínu lífi - LOKSINS!! Veturinn fer í að byggja mig upp, bæði andlega og líkamlega með hjálp VIRK - ég trúi því að ég mun koma ennþá sterkari úr þeirri uppbyggingunni og í framhaldi af því ég fái fasta vinnu, kynnist nýju fólki, fái að upplifa vinnustaðastemmningu en það hef ég ekki upplifað síðan 2002 (hætti í feb 2002) þegar ég vann í Íslandsbanka. Ég trúi því líka þó svo ég hafi ekki verið í fastri vinnu öll þessi ár (12 ár) og á langveikt barn sem gæti veikst aftur á morgun tjah eða eftir fimm ár, tíu ár þá vill einhver góður vinnuveitandi fá mig í vinnu enda þrusu dugleg, með bein í nefinu, fljót að læra og svo lengi mætti ég telja. Já sá vinnuveitandi verður hrikalega heppin að fá mig í vinnu :)
Endilega fáið aðgang að facebook-síðunni, ég mun samþykkja alla!! ....en þar verður líka aðeins talað um Þuríði mína.
Bless bless blogg - takk allir fyrir að fylgja okkur fjölsk. öll þessi ár - takk fyrir öll fallegu kommentin (ekki takk fyrir þau ljótu og leiðinlegu).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.9.2014 | 13:22
Fjáröflun....
Þá er komið að fjáröflun hjá fimleikakonunni henni Oddný Erlu - ef þið viljið kaupa þá endilega sendið mér skilaboð á mailið aslaug@vefeldhus.is
Kerti 27cm, 4 í pakka. (hægt að velja um fjóra liti) 700kr
Útikerti stórt 600kr
Útikerti lítið 400kr...
Kaffitvenna frá kaffitár 2x250gr (malað eða baunir) 2100kr
Wc rúllur, mjúkur, tvöfaldur, 40 rúllur. 4000kr
Eldhúspappír 20 rúllur 4000kr
Nautahakk 5x600gr 6000kr
Sænskar kjötbollur 1kg 1800kr
Hlaup blandað 500gr frá Góu 1000kr
Lakkrísaafsk. 600gr 1000kr
Bestu kveðjur
Áslaug og Oddný Erla.
pss.sss annars er ofsalega gott að frétta af Þuríði minni - konan hefur bara ofsalega lítinn áhuga á þessari bloggsíðu lengur, afsakaði!! ....kanski ég búi til litla síðu á feisinu fyrir hana sem ég segi ykkur stuttar fréttir öðru hvoru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2014 | 14:45
Smá fréttir....
Það er bara búið að vera of mikið að gera að ég gef mér engan tíma til þess að skrifa hérna en ef þið klikkið á tengilinn hér fyrir neðan þá getiði lesið smá fréttir af hetjunni minni:
http://www.visir.is/-a-medan-aexlid-heldur-ser-godu-tha-erum-vid-hamingjusom-/article/2014140819528
Annars erum við að fara hlaupa 10km á laugardaginn og það yrði ekki leiðinlegt ef þið mynduð heita smotterí á okkur : )
http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=21699
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2014 | 13:02
Reykjadalur og aðgerð....
Núna er sú allra flottasta í Reykjadal og nýtur sín væntanlega í botn - gat ekki verið meira sama þegar foreldrarnir kvöddu hana en mamma saknar hennar alveg gífurlega mikið.
Annars á hún að fara í aðgerð 12.ágúst - það fundust tvær "blöðrur" í síðustu myndatökum hjá tannréttingatannlækninum hennar sem þarf að fjarlægja sem fyrst en kjálkaskurðlæknirinn getur ekki sagt hvort þetta tengist hennar veikindum eða ekki fyrr en í aðgerðinni. Í þessari aðgerð þarf að fjarlægja tennur til þess að komast að þessum "blöðrum" og það gæti verið að það væru líka fullorðinstennur en vonandi ekki samt. Það tekur 10 vikur fyrir sjúkratryggingar að samþykkja þessa aðgerð þar að segja hvort þeir borgi hana eða við en það er því miður ekki hægt að bíða svo lengi og ef þeir samþykkja hana ekki þá liggjum við bara í "súpunni". Læknirinn sagði reyndar að það væri fáránlegt ef þeir samþykktu ekki þar sem þetta er eitthvað sem ÞARF að gera en þanga til ætlum við ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum "blöðrum" eða sjúkratryggingum - ætlum bara að njóta þess að vera til og gera eitthvað skemmtilegt þanga til.
Get samt ekki beðið eftir að fá hana úr Reykjadalnum - við erum ofsalega dugleg að hreyfa okkur fyrir maraþonið en hérna er ein mynd frá einni Esjuferðinni okkar sem krakkarnir elska að fara. Þau "drösla" mömmunni upp sem er stundum alveg að "andast" á leiðinni - reyndar skokkar Blómarósin mín léttilega upp og tekur nokkrar pásur svo hún verði ekki alveg langt á undan okkur hinum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2014 | 22:23
Treysti á ykkur :)
Hvað haldiði?? Jú konan sem hefur ekki hreyft á sig rassgatið síðan hún varð ólétt af DraumaDísinni sinni hefur skráð sig í 10km í maraþoninu í ágúst, konan sem er að drepast í grindinni eftir fimm meðganganir hefur ákveðið að koma sér í "form" - jú það er ógeðslega vont að hlaupa en hey hetjan mín sem hefur þurft að ganga upp margar brekkkurnar hefur kvartað lítið sem ekkert. Hún er mín hvatning og ég mun að sjálfsögðu hlaupa henni til heiðurs og þó svo ég verði kvalin í grindinni í hverju skrefi þá mun ég hugsa um allar hennar brekkur og halda ótrauð áfram. Ég mun hlaupa til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna sem er félagið sem hefur staðið þétt við bakið okkar í hennar veikindum og ég vona svo sannarlega að ég fái hvatningu frá ykkur og þið styrkið þetta flotta félag í gegnum mitt nafn.
Hérna er slóðin af styrktar"línunni" minni:
http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=21699
Ég, Óskar og Oddný Erla (10 ára)mín ætlum að hlaupa saman en Oddný Erla heimtaði að fá að hlaupa með okkur þegar hún heyrði að við ætluðum að skrá okkur en hún hefur fylgt systur sinni í þessu stríði og langar líka að hlaupa henni til heiðurs, hún er reyndar í þrusu formi enda æfir hún fimleika daglega einsog í sumar eru æfingarnar frá kl 10-16 alla virka daga nema í júlí fær hún frí en hún hefur samt aldrei hlaupið þessa vegalengd.
Ég er ofsalega spennt fyrir þessari áskorun - þetta er mín byrjun að koma mér í gott líkamlegt form.
Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með mér í þessu verkefni...... endilega klikkið á linkinn og styrkið þetta frábæra félag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2014 | 20:33
6.ágúst.....
Næstu rannsóknir Þuríðar minnar verða 6.ágúst en þanga til ætlum við að njóta lífsins og gera endalaust marga skemmtilega hluti í júlí.
Heyrumst í ágúst.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2014 | 21:02
Ég bara varð......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.6.2014 | 21:37
Stuttar fréttir...
Þuríður Arna mín er krampandi nánast daglega þessa dagana og hún er ofsalega þreytt þrátt fyrir að vera í afslöppun allan daginn - hún telur samt dagana í Reykjadal sem ég vona svo heitt og innilega að hún muni njóta í botn.
Við fjölskylda eyddum helginni uppá Skaga þar sem Gull-drengurinn okkar var að keppa á Norðurálsmótinu og stóð sig hrikalega vel, mamman er allavega endalaust stollt af honum (einsog öllum hinum).
Hérna eru tvær frá helginni:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.6.2014 | 21:48
Njótið sumarsins!!
Tveir mánuðir í næstu rannsóknir en þanga til ætlum við að njóta lífsins - einsog þið fáið að sjá á myndunum hér fyrir neðan:
*Við ætlum að grilla eins mikið af sykurpúðum og við getum enda elskum við sykurpúða
*Við ætlum að tjiilla á pallinum
*Við ætlum að fagna góðum fréttum í ágúst
*Við ætlum að busla í góða veðrinu
*Við ætlum að liggja en meira á pallinum
*Við ætlum að rúnta um landið og kanski fara í nokkra ísrúnta þá helst einhvernsstaðar annarsstaðar en í borginni.
Njótið sumarsins!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.5.2014 | 10:43
Yndislegur afmælisdagur
Þuríður Arna mín fékk yndislegan afmælisdag - gæti ekki verið hamingjusamari með hann. Hún er svo heppin að hafa verið með ótrúlega flottum stelpum í bekk í gamla skólanum sínum sem hún bauð í veislu til sín (14 stelpur) sem komu allar og gerðu daginn hennar ennþá betri. Þar sem hún er ekki flutt úr hverfinu en samt komin í annan skóla þá reynum við að halda tengslunum við þær enda hrikalega góðar við hana - þó svo hún sé ekki að tengjast þeim á "bestu vinkonu hátt" þá gæti hún ekki verið heppnari. Jú hún er langt á eftir þeim í þroska en það hefur samt ekki stoppað þær að vera svona við hana einsog þær eru - alltaf tilbúnar að leyfa henni að vera með, gera ekki grín af henni ef hún getur ekki eitthvað og svo lengi mætti telja. Greinilega vel uppaldar þessar stelpur :) Þeim finnst greinilega ekkert sjálfsagðara en að gleðjast með henni.
Við grilluðum hamborgara handa þeim, þær grilluðu sér sykurpúða, fóru í ratleik um hverfið og þar spretti Þuríður Arna með þeim um hverfið - ótrúlega gaman að sjá hvað hún var dugleg í þeim leik. Held að þær allar hafi skemmt sér jafn vel og Þuríður mín.
Fréttir af Þuríði minni - þá er hún ennþá krampandi, of oft að mínu mati. Hún er alveg fljót að þreytast og leggur sig oft þegar hún kemur til afa síns eftir skóla. Auðvidað er ég með STÓRAN hnút (það er stór stór steinn í honum sem mig verkjar í daglega) í maganum yfir agúst-mánuði en við ætlum að njóta þess að vera til þanga til og vonandi hverfur hnúturinn þá. Hún telur niður dagana í Reykjadalinn.
Set svo inn tvær myndir - önnur er af stelpunum í afmæli Þuríðar minnar, grillandi sykurpúða og hin er af DraumaDísinni okkar sem er dýrkuð og dáð af öllum á heimilinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
105 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4870654
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar