Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Einu sinni...

....var morgunskammturinn hennar Þuríðar minnar þessi:
lyf
Jú þetta var BARA morgunskammturinn hennar og það var annað eins um kvöldið en í DAG er morgunskammturinn hennar ÞRJÁR töflur og skammturinn fer minnkandi.  Hver segir svo að kraftaverkin gerast ekki?  Jú þau gerast en við fáum of sjaldan að heyra frá þeim því einsog Pálmi Matt prestur sagði við okkur þá þorir fólk ekki að tala um kraftaverkin því það er svo hrætt við að þau verði tekin af þeim.  Ég bara neita að trúa því að kraftaverkið okkar verði tekið af okkur, ég trúi því að árin verði bara betri hjá hetjunni minni það eru svo margir að vaka yfir henni.


Gleðilegt árið

Gleðilegt árið og ég óska þess að sjálfsögðu að árið 2010 verði eins gott hjá okkur og það sem er að líða en árin verða bara betri og betri hjá Þuríði minni.  Jólin eru búin að vera yndisleg, allir hressir og kátir sem sagt eintóm hamingja.  Erum búin að slappa endalaust af og líka gera alveg heilmargt en hérna eru nokkrar frá líðandi dögum:
PC245571 (Small)
Á aðfangadag förum við alltaf að leiðunum hjá langömmu "Jó", langafa Óskari (krakkana sko) og systir Óskars.  Þegar amma "Jó" kvaddi þennan heim þá held ég ekki að það hafi verið tilviljun að hún valdi þann dag sem hún kvaddi okkur en það var á þeim mínútum að við vorum að fara í loftið til Boston með Þuríði mína í stóru aðgerðina sína.  En sólarhring áður var hún búin að spurja okkur hvort hún mætti koma með okkur til Boston sem við að sjálfsögðu neituðum ekki og eftir það trúi ég því að hún hefur setið yfir Þuríði minni og hjálpað henni í gegnum þessar raunir sem hún hefur þurft að berjast í gegnum.  Já ég TRÚI þessu.

PC245600 (Small)
Við förum svo alltaf í möndlugrautinn í hádeginu uppá Skaga og í þetta sinn fékk Oddný Erla mín möndluna og var svona líka stollt.
PC245653 (Small)
Töffararnir mínir komnir í jólanærfötin sín, bara laaaaaaang flottastir.
PC295760 (Small)
Við erum búin að fara í smá sleðaferð og hérna er Þuríður Arna mín svona líka hamingjusama í einni bununni.  Ég var búin að gleyma hvað þetta er gaman enda fór ég nokkrar ferðir með krökkunum og ö-a í hverri ferð flaug ég af sleðanum.
PC245636 (Small)
Það er ekki búið að borða lítið af þessu yfir hátíðarnar, Hinrik mínum fannst ekki leiðinlegt að hafa náð í þetta enda mikill nammigrís.

Þuríður Arna mín bíður rosalega spennt eftir áramótunum en það er hennar uppáhalds dagur, hún elskar þessar sprengjur og helst að vera MJÖG MIKILL hávaði.  Kíktum á eina flugeldasýningu áðan og var ekki sátt þegar henni lauk.

Eigið gleðilegt ár.


Jólaböll og aftur jólaböll

Endalaust mikið af jólaböllum þessa dagana, skiljanlega.  Við vorum t.d. að koma af einu eða hjá Styrktarfélaginu og það var æðislega gaman, allavega skemmtu börnin sér konunglega en hérna eru nokkrar þaðan:
PC200261 (Small)
Þuríður Arna mín er ekki vön að vera feimin en hún var rosalega feimin við þennan.
PC200265 (Small)
Oddný Erla var nú ekkert feimin og settist bara hjá honum.
PC205351 (Small)
Hinrik Örn var bara kátur helminginn af ballinu en þá sofnaði hann hjá ömmu Oddný.
PC200266 (Small)
Fannst það ekkert slæmt og lét ekkert trufla sig.
PC205464 (Small)
Theodór Ingi var með augun allsstaðar, hann er nefnilega svo hræddur við sveinka sem mátti ekki koma nálægt honum.


Er að meikaða þessa dagana...

Þuríður Arna mín er algjör snillingur og er alveg að meikaða þessa dagana sérstaklega eftir að hún fékk gleraugun sín enda hálf blind án þeirra og stúlkan loksins farin að sjá heiminn einsog við flest sjáum hann. 

Við vorum t.d. staddar í búð um daginn þegar einhver flautar á mig og ég er svo hrikalega ómannglögg og sá ekkert í gegnum rúðuna þannig ég veifaði ekki svo ég sný mér að Þuríði "Þuríður mín sérð þú hver er að flauta á okkur?"  Þuríður:" uuuuuu já mamma ég er með gleraugun".  Fannst þetta frekar fyndið því stúlkan er að átta sig á því að hún sér loksins og fannst frekar hallærislegt að ég myndi spyrja hana að þessu.  Einsog áðan vorum við mæðgur að baða Hinrik og Þuríður var alveg æst í að taka bróðir sinn uppúr baði og þurka honum og ég var ekki alveg á því enda á hún frekar erfitt með að lyfta honum þá heyrist í minni "já enn mamma ég er með gleraugun".  Að sjálfsögðu gat ég þá ekki neitað henni því hún sá alveg bróðir sinn hehehTounge. Í dag er annars fyrsti dagur í jólafríi hjá Þuríði minni og hún kallar þessa dagana "mömmufrí" því þá fær hún smá dekur hjá mér og nýtur sín í botn að vera "ein" með mér og Hinrik.  Ekki amalaegt!

Við fórum á fimleikaæfingasýningu hjá Oddnýju minni í gær og ég myndi ljúga því ef ég væri ekki stolltust af stúlkunni, þvílíkir hæfileikar á ferð.Whistling  Hún er bara snillingur, fékk þetta líka staðfest í gær þegar þjálfarinn hennar kom til mín og hrósaði henni svona líka mikið enda upprennandi stjarna á ferðinni og hinir þjálfararnir "gapa" yfir henni.  Jiiiii hvað ég er montin.  Hérna eru tvær frá æfingunni í gær:
PC175327 (Small)

PC175312 (Small)
Núna ætlum við mæðgur að taka smá til hendinni á meðan drengurinn sefur.  Brjálað að gera þessa dagana einsog hjá flestum einsog t.d. skötuveisla í kvöld en þá ætla ég að taka með mér nesti, Skatan er ekki mitt uppáhald. 

Eigið góða helgi kæru lesendur.


Tvær í tilefni dagsins.

oddny_jol
Þetta er hún Oddný Erla mín verðandi fyrirsæta, þessi mynd er á baksíðunni á síðasta tölublaði hjá styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.  Ég tók þessa mynd en hún Elsa mín Nielsen breytti henni.  Bara fallegust!!

PC125177 (Small)
Svo er hérna önnur af henni sem ég tók um helgina.

Lífið er FULLKOMIÐ

Vorum að fá niðurstöðurnar úr heilaritinu hjá Þuríði minni sem hún fór í fyrir viku sína og viti menn, fyrsta sinn í veikindum Þuríðar minnar kemur heilaritið FULLKOMLEGA út bara einsog það kæmi út hjá mér sem heilbrigðum einstaklingi.  Er lífið ekki dásamlegt og frábær byrjun á verðandi yndislegum jólum.Grin
PC125184 (Small)
Hérna eru þær systur saman á Geysi um helgina en við fórum með öllu tengdafólkinu mínu á fjölskyldujólahlaðborð sem var æðislega gaman.  Gert ofsalega mikið fyrir börnin, jólasveinarnir, sungið, dansað og svo gott að borða líka.Whistling  Við gistum í Miðhúsaskógi í sumarbústað og höfðum það ofsalega gott, bara afslöppun útí eitt og potturinn að sjálfsögðu mikið notaður.
PC125138 (Small)
Hinrik minn var líka í stuði á hlaðborðinu, þessi drengur er alltaf ótrúlega glaður, mikill mömmupungur (sem mömmunni finnst ekki leiðinlegt), farinn að sýna smá gaurastæla en er samt ekki ennþá farinn að labba enda liggur ekkert á.Shocking
PC125193 (Small)
Theodór minn hinn gaurinn minn og mömmupungur, hann er rosalegur gaur en samt með svo lítið hjarta.  Á þessari mynd er hann að bíða eftir jólasveininum og svo þegar hann birtist varð hann alveg snar af hræðslu, greyjið.

Lífið er annars yndislega fullkomið.


Fyrstur kemur, fyrstu fær.

Á svona fjóra kjóla eða í litunum:
Hvítan með bleiku munstri
Rauðan með bleiku munstri
Rauðan með hvítu munstri
Bláan með hvítu munstri
4468_75404359610_599854610_1773342_7568320_n
1500kr stk.
Hafið þá samband við mig á mailið aslaugosk@simnet.is

Á EINN kjól eftir sem er hvítur með bleiku munstri.


Er klökk

Er í þessum töluðum orðum að horfa á "styrktartónleikar Þuríðar Örnu minnar" sem voru haldnir í Bústaðarkirkju í nóv'06, vávh þeir voru svo fallegir og allt fólkið sem mætti.  Það var meira en uppselt á tónleikana og við þekktum að sjálfsögðu ekki helminginn af fólkinu sem mætti.  Á þessum tíma var Þuríður Arna mín mjög veik og það er reyndar líka virkilega erfitt að horfa á tónleikana að sjá hana svona veika, rifja upp slæman tíma en bara að sjá hana í dag er að sjálfsögðu KRAFTAVERK einsog ég hef oft áður sagt.  Munurinn á einu barni er alveg ótrúlegur, kanski get ég einn daginn hent inn smá videobroti af þessum degi hérna inn.  (eitt lítið brot komið hér inn - innskot ÓÖG).

Já það er virkilega erfitt að rifja upp þennan dag en það góða við það að við höfum bara átt góðar minningar síðan (svona næstum því), barnið mitt var ekki rifið frá mér einsog læknarnir voru búnir að segja við okkur.  Þessi stúlka er einstök sem sýnir framfarir á hverjum degi, hún er að þroskast ofsalega mikið og kemur okkur sífellt á óvart.  Hún á sér drauma þar að segja farin að segja manni hvað henni langar að gera í framtíðinni, hún er að finna að hún hefur tilfinningar eða er svona að átta sig á þeim, æjhi það er erfitt að útskýra það, farin að finna að hún getur ekki alveg allt einsog jafnaldrar hennar sem fer stundum í skapið á henni.  Vávh hvað ég tek hana Þuríði mína mikið til fyrirmyndar, það eru allir heppnir sem fá að kynnast henni, því miður hef ég þurft að læra meta lífið betur vegna Þuríðar minnar og tek ekki allt sem sjálfsagðan hlut.

Ég ætla að setja inn nokkrar myndir frá þessum degi:
tur_veik_2
Hérna er Þuríður Arna mín á tónleikunum með uppáhalds frændum sínum Ara Stein og Sindra Snæ, þeir eru líka mínir uppáhalds þó svo þeir séu orðnir 16 og 17 ára.InLove
tur_veik_3
Þessar tvær mættu á tónleikana, en þegar við fréttum af tónleikunum var okkar heitasta ósk að þær tvær myndu mæta enda í miklu uppáhaldi hjá hetjunni minni.  Þær hafa líka verið ofsalega góðar við Þuríði mína í hennar veikindum og gert mikið fyrir hana.
tur_veik_1
Séra Pálmi, presturinn okkar hjálpaði til á tónleikunum ásamt honum Kalla sem er líka á myndinni.  En Pálmi hefur staðið þétt við bakið okkar í veikindum Þuríðar minnar og á mikið hrós skilið, mætti heim til okkar óumbeðin bara til að ath hvernig okkur liði og svo lengi mætti telja.

Þið hafið líka ÖLL verið frábær, ég veit ekki hvar við hefðum verið ef fólkið okkar hefði ekki staðið svona þétt við bakið okkar á þessum erfiðum tímum.  Það þurfa ALLIR að eiga svona góða að einsog við, það er ekki auðvelt að ganga í gegnum svona raunir þetta er það erfiðasta sem við höfum upplifað og vonandi þurfum við ALDREI að gera það aftur.


Er komin í fríííííí ......þar að segja skólafrí

Mikið er æðislegt að þurfa ekki að vera með lærdóm hangandi yfir sér næsa mánuðinn í staðin er ég núna að hjúkra Theodóri mínum sem var í hálskirtlatöku á föstudaginn og Oddnýju Erlu minni sem vakti mig svo skemmtilega í nótt með upp og niður.  En mikið er nú samt gott að vera með svona "venjuleg" veikindi á bænum. 

Þuríður Arna mín var reyndar í heilariti í morgun og fær væntanlega úr því í lok vikunnar en það kemur að sjálfsögðu bara flott úr því og við munum geta haldið áfram að minnka flogalyfin hennar um áramótin en ekki hvað?  Jú einsog þið vitið fékk hetjan mín gleraugu fyrir ekki svo mörgum dögum en hún var sú allra óhamingjusamasta fyrir þann tíma en þvílík og önnur eins breyting á einu barni eftir að hún fékk gleraugun.  Þetta er allt annað líf fyrir hana, loksins farin að sjá eitthvað, fyrir þann tíma þegar hún var að skrifa, skrifaði hún MJÖÖÖÖÖG stóra stafi og frekar bjagaða og maður hélt að sjálfsögðu að það væri vegna þess að hún ætti svo erfitt með fínhreyfingarnar en nei nei hún bara sá ekki neitt sem hún var að skrifa.  Hún var nefnilega að skrifa nafnið sitt fyrir mig og það var bara einsog ég hafi skrifað það (já eða svona næstum því), ohh mæ god hvað það var fallega skrifað.  Hún er líka farin að sjá það sem hún les, LOKSINS!! ...og að við skulum ekki hafa fattað að hún hafi ekki séð neitt, hún hefur líka bara haldið að þetta ætti að vera svona.  Greyjið!!  Hún tekur heldur ekki af sér gleraugun því henni finnst þetta svo miklu betra, um leið og hún vaknar á morgnanna þá setur hún þau upp, óumbeðin.  Bara flottust og duglegust!!

Ég held að það stefni í bestu jól Þuríðar minnar og að sjálfsögðu okkar þá líka, jú jólin í fyrra voru þau bestu en þau verða bara betri og betri.  Fáum tvö jól í röð sem verða "án veikinda", best í heimi!! 

Í þessum töluðum orðum er ég að hjúkra sjúklingunum mínum tveimur og þess á milli skelli í ofninn tveimur sortum af smákökum og stefni í að hnoða í lagtertu.  Mmmmmm, gæti ekki verið betra.  Jú mín var að fá sína fyrstu einkunn í Stjórnun sem ég að sjálfsögðu brilleraði í en ég var að skrá mig á tvær brautir eftir áramót þannig eftir ár er stefnan sett á að útskrifast af tveimur brautum, ég veit ég er orðin kolrugluð.


Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband