Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Einelti - ég varð fyrir svoleiðis

Ég veit ekki hvursu oft ég hef byrjað að skrifa inná "eineltis-wordskjalið" mitt en alltaf hætt við eða strokað allt út sem ég var búin að skrifa.  Veit ekki alveg afhverju ég hef strokað það út eða hætt við, kanski vegna þess mér fannst það ekki nógu vel skrifað er nefnilega ekkert svakalega góður penni og oft erfitt með að koma með réttu orðin.  En núna ákvað ég að hætta ekki við, alveg sama hvursu slæmt þetta mun koma út eða hvursu illa skrifað þetta yrði.

Mig hefur nefnilega oft langað að tjá mig um "mitt" einelti eða sem ég varð fyrir í grunnskóla fyrst að þetta er svona mikið í umræðunni og fólk sem hefur ekki lent í þessu þarf að vita hvursu slæmt þetta getur orðið enda margir svipt sig lífi vegna þess.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað manni getur liðið illa, hvað þetta reynir mikið á líkama og sál og þetta er ekkert búið þegar eineltinu líkur þetta eltir mann alla ævi.  Þetta skemmir svo mikið allt sjálfstraust, álit á sjálfri þér, þér finnst þú aldrei geta neitt, þú ert svo ljót, leiðinleg og svo lengi mætti telja.

Ég var 10 ára þegar þetta fyrst byrjaði en þá var ég ný flutt í stór borgina frá Stokkseyri sem var náttúrlega hrikalega erfitt, ég fór fyrst í Hlíðaskóla og eyddi þar einu ári.  Ég tengdist krökkunum ekkert þannig enda mjög feimin að eðlisfari (verst hvað Oddný Erla mín er lík mér í því) en einelti var kanski ekkert slæmt þetta árið þar sem það var "bara" gert grín af mér því ég var með svo mikið psoriasis og engin vildi koma við mig og þess háttar.  En samt nógu erfitt að mér leið illa þá sérstaklega vegna þess hvursu "ógeðsleg" ég var vegna psorisasis.

Þegar ég 11 ára gömul fluttum við aftur og þá fór ég í Langholtsskóla og upplifði með því versta ári sem ég hef upplifað (fyrirutan veikindin hennar Þuríðar minnar). Eineltið gerðist reyndar aldrei í skólanum af skólafélögunum mínum, heldur eltu þau mig heim, hræktu á mig og börðu mig.  Ég sagði aldrei mömmu og pabba þetta (eru væntanlega bara að lesa þetta í fyrsta sinn núna, sorrý), þetta var of mikil skömm fyrir mig og svo vildi ég ekki að mamma myndi hringja í skólann því þá hélt ég að þetta myndi versna helmingi meir.  En það samt versta var að kennarinn tók þátt í þessu en þau þau skipti sem þetta skeði í skólanum var það þá kennaranum að kenna, ef ég gat ekki e-ð dæmi sem hann setti upp hló hann að mér og létt að sjálfsögðu bekkinn taka þátt.  Þetta hafði hann að vana í smá tíma því að sjálfsögðu fór ég bara að segja að ég kynni þetta ekki þó svo ég gæti þetta alveg því ég var svo hræddum að þetta væri vitlaust hjá mér og hann myndi hlæja að mér.  Þessi vetur var hrikalega erfiður þar sem þetta var minn umsjónarkennari og ég þorði aldrei að segja neitt og hætti að vilja læra enda er það líka fyrsta sinn í dag að ég þori að trúa því að ég get alveg lært og fer reyndar létt með það.  Mikil synd en ég held að það séu þessum ákveðna kennara að kenna.  Ég hef nota bene aldrei verið sár við þessa ákveðnu bekkjarfélaga enda við "bara" ellevu ára gömul en ég myndi ALDREI vilja hitta þennan kennara í dag, fullorðninn manneskja að leggja barn í einelti er eitthvað sem ég hef aldrei skilið.

Eftir að ég kom í tólf ára bekk, varð allt ofsalega gott eða þanga til í þrettán ára bekk hélt eineltið áfram og það af stelpum í tíunda bekk sem ég þekkti ekki neitt og hef aldrei þekkt þannig séð.  Ég veit ekki alveg hvað ég gerði þessum stelpum jú ég var kanski systir bróðir míns sem tengist vinkonu þessara stelpna.  En það gerðist heldur oftast ekki heldur í skólanum, nema kanski á skólaböllum sem ég hætti að sækja vegna þeirra því þær hótuðum mér öllu illu.  En sem betur fer hættu þær svo í skólanum og mér fór að líða vel en fór samt ekkert að læra því þessi ákveðni kennari var búin að eyðilleggja allt fyrir mér.  Jú ég veit að ein af þessum stelpum les síðuna mína og mér gæti ekki verið meira sama en það fyndna við það finnst mér en þá bað hún aðra vinkonu sína sem ég þekki ágætlega um lykilorðið af barnalandssíðunni minni, æjhi hún hefur e-ð skammast sín greyjið.

Ég stytti nú ágætlega þessa eineltisgrein en mig langaði bara að koma þessu á framfæri og láta ykkur vita hvursu mikið þetta getur eyðilagt fyrir fólki og þetta fylgir manni ALLA ævi.  Vegna veikinda Þuríðar minnar hef ég lært heilmargt og það er hún sem hefur hjálpað mér mikið að fá mitt sjálfstraust tilbaka og trúa því að ég get allt sem mig langar að gera/geta.  Fyrst að Þuríður mín getur alla þessa hluti sem hún getur í dag þá get ég líka allt, HETJAN MÍN!  Það er ekkert grín að vera lagður í einelti og ég get sett mig í spor þeirra sem hafa stytt líf sitt vegna þess, þetta er hrikaleg upplifun og líka það að þora ekki að segja neinum frá þessu og það er líka svo auðvelt að fela þetta fyrir foreldrum sínum.

Ég vona svo heitt og innilega að börnin mín verði aldrei lögð í einelti hvað þá að þau leggi e-h annan í einelti því þá verður sko tekið á því.  ...og það eru ekki bara börn sem gera þetta það eru líka fullorðnir sem ég fékk því miður að upplifa.

Takk fyrir mig í dag en núna þarf ég víst að þjóta til doktor sála sem er að byggja mig upp eftir veikindasúpuna hennar Þuríðar minnar og reyna koma mér í rétt ástand fyrir komandi framtíð og svo beint með Theodór minn til doktorsins sem vonandi getur gert e-ð fyrir hann en hann er svo kvalinn greyjið í hálskirtlinum.

Knús á línuna.


"mamma mín ég elska þetta ekki"

Theodór minn er kominn með sýkingu í hálskirtilinn sem hylur alveg helminginn af hálsinum á honum, hefur lítið sem ekkert borðað síðustu daga og er frekar kvalinn litla skinnið.  Var látinn á sýklakyf þanga til á morgun en þá verður framhaldið ákveðið en ég varð að gefast upp í morgun að gefa honum þau þar sem ég fæ hrákuna tilbaka af sýklalyfjunum þar sem honum finnst þau ógeðsleg og öskrar "mamma mín ég elska þetta ekki".  Hann "vann" þessa baráttu þannig það verður að ákveða e-h aðra lausn til að koma sýklalyfjunum ofan í hann.

Þuríður mín er frekar óhamingjusöm þessa dagana, veit ekki hvað er að bögga hana.  Hún bara grætur þegar hún á að fara í skólann og neitar því algjörlega.  Það rieynir alveg gífurlega á mömmuhjartað að horfa uppá hana svona.

Annars er mín bara á fullu í skólanum, búin að fara í nokkur próf og búin að brillera, ótrúlegt en satt því ég er engan veginn að nenna þessu en að sjálfsögðu vinn mína vinnu. 


25.okt'04

Í dag eru fimm ár síðan Þuríður mín veiktist og ég man þennan dag einsog hann hafði gerst í gær.  Þuríður mín er búin að berjast í fimm ár og aðeins sjö og hálfs árs, ekki sanngjarnt.  Hún þekkir ekkert annað en veikindi sem ekkert barn á að upplifa.  Þuríður Arna mín er ein af þeim fáum sem ég lít upp til.  Hún er hetjan mín!  Baráttan er ekki búin en henni líður vel í dag og er hamingjusöm og á meðan það er er ég líka hamingjusöm.

Ég er búin að upplifa alltof margt með henni sem ekkert foreldri á að þurfa upplifa með barninu sínu, ég er búin að þroskast um nokkur ár síðan hún veiktist, eitthvað sem mig langaði ekki að upplifa en þetta hefur kennt okkur ofsalega margt sem mig langaði heldur ekki að læra.  Væri frekar til í að vera fúl yfir því að geta ekki keypt allt sem mig langar í heldur en að vera sár yfir veikindum Þuríðar minnar og horfa á hana ekki þroskast einsog hennar jafnaldrar.  Jújú ég er líka mannleg og verð stundum svekkt yfir þessum "litlu" hlutum en er fljót að jafna mig því ég veit hvursu dýrmætt lífið er, ég á fjóra yndislega gullmola og vill ekki breyta neinu einsog staðan er í dag þó svo það særi mig oft að Þuríður mín geti ekki tengst hennar skólafélögum einsog heilbrigð börn gera og hún eigi sína bestu vinkonu, geti labbað yfir í næstu götu og farið að leika, jú oft er það virkilega særandi því hún er svo mikil félagsvera en það böggar hana samt ekkert voðalega mikið þó svo hún er farin að finna að hún er e-ð "öðruvísi".

Þuríður mín þekkir ekki uppgjöf, alveg sama hvursu veik hún hefur verið þá ætlar hún sér ALLT, hún er þrjósk og það er það sem hefur hjálpað henni.

Þessi fimm ár hafa verið gífurlega erfið og ég vona að við þurfum aldrei að upplifa svona ár aftur, árið í ár hefur verið besta árið hennar Þuríðar minnar síðan hún veiktist og ég trúi því að þau verða betri með árunum.  Þuríður mín á eftir að fá að upplifa sína drauma sem eru þó nokkuð margir og ég hlakka til að fá að vera með í þeim og láta þá rætast.

Það er svo skrýtið hvað margir tengjast þessum degi sem Þuríður mín veiktist, amma Jó átti afmæli þennan dag og Siggi bróðir mömmu sem var minn uppáhalds frændi í "gamla daga" hefði líka átt afmæli og ég veit að þau tvö hafa hjálpað Þuríði minni í gegnum þessi veikindi og passa vel uppá hana ásamt fleiri englum.
tur_3
Hérna er ein af Þuríði minni uppá spítala, einsog þið sjáið þá skipti engu máli hvursu veik hún var þá var hún alltaf hamingjusöm og aldrei langt í hláturinn.

Baráttunni er ekki lokið en mun kanski aldrei ljúka en við ætlum samt að vinna hana alveg sama hvað okkur hefur verið sagt.

Tilefni dagsins í dag að það eru BARA tveir mánuðir til jóla ákváðum við börnin að föndra okkar fyrsta jólaskraut og ö-a ekki það síðasta og bara mánuðir í fyrsta afmæli Hinriks míns.  Svoooo margt til að hlakka til.


Byrja í dag...

Jebbs byrja í dag að byggja mig upp og er bara spennt.  Dagurinn byrjaði líka vel, well Hinrik minn svaf t.d. í alla nótt sem hann hefur ekki gert síðan hann fæddist og vonandi er það til að vera því svo fær drengurinn rör í eyrun á morgun.  Fékk líka þessar flottu fréttir að ég brilleraði í prófinu mínu á föstudaginn, ég hélt nefnilega að ég væri gjörsamlega að kú.. á mig í lærdómi en nei nei svo er víst ekki.  Sagði mig reyndar úr einu fagi og er þá bara í fjórum fögum því mig langar frekar að vera með háar einkunnir í þeim öllum en kanski falla í einu, þoli ekki svoleiðis.  Líður líka miklu betur að hafa sagt mig úr því, ekkert stress lengur.

Tilefni dagsins þá langar mig að birta eina "flipp" mynd af honum Hinrik mínum "skriðdreka".*
hinrik_grin
Eigið góðan dag.

Minn tími er kominn

Í tæp átta ár hef ég verið heimavinnandi, fyrstu rúm tvö árin var ég heima með Oddnýju mína og Þuríði og svo þegar ég ætlaði að fara vinna þá veiktist Þuríður mín.  Jú þetta var minn stærsti draumur að vera heimavinnandi og sá draumru rættist en samt ekki vegna þess að ég hafði efni á því, nei því verr og miður ég hafði bara enga aðra kosti.  Þuríður mín veiktist og líf okkar breyttist á einum degi, eftir að hún veiktist hef ég átt mér þann draum að komast aftur á vinnumarkaðinn.  Skrýtið hvað draumar breytast, ef hún hefði ekki veikst þá ætti ö-a þann draum ennþá að vera heima þegar hún kæmi heim úr skólanum og væri að dúlla mér að baka, þrífa og þess háttar en það er ekki svo gott. 

Það er búið að vera hrikalega erfitt að vera búin að vera svona lengi heimavinnandi, ég hef mikið á þessum tíma verið föst á spítala eða hérna heima vegna veikinda Þuríðar minnar og hefði að sjálfsögðu ekki viljað að e-h annar hefði verið hjá Þuríði minni til að halda í hendina á henni, strjúka á henni hárið, setja "mama mia" í dvd spilarann eða syngja með henni að einhver datt í kolakassann.  ALDREI hefði ég viljað breyta því.

Ég er búin að eignast fjögur börn á sex og hálfu ári og það hefur tekið sinn toll á líkamanum mínum, ég er hrikalega kvalin í skrokknum sem ég hef aldrei viljað tala um almennilega því mér hefur fundist það frekar asnalegt því Þuríður mín hefur verið að glíma við miklu alvarlegri sjúkdóm.  Ég hef heldur aldrei viljað leita neitt almennilegra "hjálpar" vegna þess því einsog ég sagði þá fannst mér það asnalegt vildi líka bara að allur minn tími og orka færi í ummönnun Þuríðar minnar og hinna þriggja, þau hafa þurft á mér að halda og þurfa að sjálfsögðu enn.

Enn alltíeinu kom þessi löngun að fara koma mér í form, þetta er fyrsta árið hennar Þuríðar minnar sem hefur henni hefur liðið sem "best" á alveg fimm árum og þá fer mér líka að líða betur.  Svona án gríns þá er ég mjög kvalin í líkamanum, ég á mjög erfitt með að sofna á kvöldin, erfitt með að hreyfa mig, sit ekki lengi án þess að vera deyja í líkamanum, reyni að pína í ræktinni og svo lengi mætti telja.  Svo langar mig ofsalega mikið að fara vinna, þá er ég ekkert að meina fulla vinnu heldur bara komast út eina og eina helgi eða kvöld og kvöld.  Bara vera innan um annað fólk.  Þess vegna fór ég til heimilislæknis sem benti mér á gott "team" sem er í gangi og það er búið að samþykkja mig í endurhæfingu sem ég er bara að fara byrja í.  Ég er sem sagt að fara byrja hitta sjúkraþjálfara, sálfræðing og fleira fólk í þessum dúr sem ætlar að hjálpa mér að byggja mig upp fyrir komandi framtíð sem ég er ofsalega spennt fyrir.  Mig langar svo að fara vinna, mig langar svo að geta hreyft mig almennilega, mig langar svo að fara geta notið lífsins án áhyggja sem ég veit að ég mun aldrei gera reyndar því ég mun alltaf hafa áhyggjur af Þuríði minni en þá samt kanski gleymt mér í e-h einsog vinnu eða í ræktinni.

Þannig einsog ég sagði "minn tími er kominn", núna ætla ég að reyna byggja mig upp og fara njóta lífsins ekki það að ég hafi ekki notið þess en vonandi viti þið hvað ég á við.

Mín farin að ná í Þuríði mína sem segir að jólin séu komin því Theodór vill að þau komi og þá eiga þau að koma, Þuríður líka búin að setja skónna hjá öllum útí glugga og varð alveg "brjáluð" þegar ég sagði henni að ná í skónna sína hehe.  Svo tilkynnti hún mér líka að hún er að fara til London á "mama mia" showið hehe, það sem henni dettur í hug.  Yndislegust!!


Fallegustu módelin mín

elsan (Small)
Börnin mín fjögur, ég eeeeeeelska þessa mynd.  Væri til í að veggfóðra einn vegginn hjá mér með henni.  Elsan mín Nielsen var að gera þetta fyrir okkur, þvílíkur snillingur á ferðinni.

Myndir

PA144798 (Small)
Vöðvatröllið mitt hann Theodór Ingi, vildi vera dáltið grimmur.  Sést nú ekki að þessi drengur sé mikið lasinn.
PA144800 (Small)
Verð nú að motta mig smávegis af pilsinu sem ég var að prjóna.
PA144804 (Small)
Hérna sést það miklu betur, ég er frekar stollt af þessu stykki mínu.Grin   Ekkert skrýtið að ég sé að kafna úr lærdómi þegar ég læt prjónana ganga fyrir hehehe.

Flensan mætt í sveitina

...og það var hann Theodór minn sem fékk hana fyrstur og er svakalega glaður með það hehe, finnst geðveikt kúl að vera lasinn heima.   Reyndar finnst honum leiðinlegt að komast ekki á fótboltaæfingar og talar mikið um Arsenal, Liverpool og Manchester því hann ætlar að sjálfsögðu að spila með Arsenal í framtíðinni.  En í staðin þá situr hann með skriffærin og skrifar niður nöfnin okkar og vill læra stafa ALLT.  Snillingur!!  Núna rétt í þessu var hann orðinn leiður að skrifa nöfnin þannig hann tók bara tússinn og tússaði bróðir sinn í framan og þá er ég sko ekki að meina eitt strik heldur allan í framan. Hahahaha!!W00t

Þuríður mín er hressari þessa dagana, fékk langa helgi og það dugði fínt fyrir hana og svo verður ennþá betra fyrir hana að fá vetrarfríið sitt sem verður eftir eina og hálfa viku, fær að hvílast dáltið sem hún þarf mikið á að halda þessar vikurnar. Hún hefur sýnt miklar framfarir í sjúkraþjálfuninni og mun fara svo í sjúkraþjálfun á hestum eftir áramót sem hún getur ekki beðið eftir.InLove

Hinrik minn er farinn að standa upp með öllu og labbar með en veit ekki hvað hann á að gera þegar hann er kominn útá enda á sófaborðinu heheh.  Hans helsta áhugamál er að gramsa í skúffunum þá sérstaklega þar sem dvd diskarnir eru.  Hann er búinn að vera með í eyrunum í marga mánuði, togar mikið í eyrun og sefur illa á nóttinni en aldrei hafa þessir blessuðu læknar viljað gera neitt því það er ekki nógu mikil sýking þannig ég ákvað að fara með hann til eyrnalæknis og viti menn drengurinn mjög kvalinn í eyrunum og vantar heilmikið uppá heyrnina hans vegna þess.  Þannig í næstu viku fær drengurinn rör í eyrunum og þá förum við kanski að fara sofa á nóttinni og hann að heyra mig "skamma" sig.Sideways

Oddný mín er bara hress, elskar fimleikana og æfir sig hérna heima á hverjum degi enda er líka rosalega gaman að sjá framfarirnar hjá henni.  Ég bíð eftir flikkflakkinu, hún gerir nefnilega þessar erfiðu æfingar einsog  ekkert sé.  Um leið og hún er búin á erfiðari þrekæfingu (er sko ekki að grínast með erfiðin) sem tekur einn og hálfan tíma þá spyr hún hvenær næsta æfing er hehe.LoL

Sjálf er ég að drukkna í lærdómi, veit ekki alveg afhverju ég var e-ð að stressa mig á því að reyna útskrifast í vor frekar að taka aðeins minna núna og útskrifast af tveimur brautum um jólin eftir ár.Wink Ætti t.d. að vera læra núna en nenni því enganveginn, aaaarghhh!

Ætla frekar núna að taka upp prjónana og klára pilsið á Þuríði mína, er búin með á Oddnýju mína.Smile


76 dagar til jóla... Vúúúúhúúú!!

....og við erum löngu farin að undirbúa þau þar að segja með að kaupa jólagjafir og þess háttar, nánast bara börnin mín eftir og þarf að fara klára þau svo að desember getur bara verið einhvernveginn og ekkert stress.  Við fjölskyldan erum hrikalega mikil jólabörn og hlökkum alltaf jafn mikið til.  Önnur hver jól hjá okkur hefur alltaf bæst einn grislíngur við hópinn hjá okkur en ég held að það verði ekki aftur hehe, þetta bara komið gott Whistling.

Þuríður mín er annars í fríi í dag, vorum að koma af foreldrafundi og að sjálfsögðu kom allt flott út þar enda er stúlkan alveg að standa.  Hún ætlar sér allt alveg sama hvursu þreytt hún sé, GETA ÆTLA SKAL er hennar mottó.  Eftir fundinn er "mömmudagur", ætli við kíkjum ekki í Smáralindina og fáum okkur e-ð gott í gogginn og skoðum okkur aðeins um.  Henni finnst það ekki leiðinlegt.  Einsog kennarinn hennar sagði þá er líkaminn hennar rosalega þreyttur en ALDREI kvartar hún samt, jújú stundum neitar hún að fara út í frímínútum en hallóóó værum við e-ð að geta pínt okkur ef líkaminn okkur væri gjörsamlega búinn á því og segði stop?  Niiiiii, ég myndi allavega ekki gera það. 

Ætlið við mægður ásamt Hinrik Erni förum ekki að gera okkur til og skreppa aðeins í mollið og fá okkur smá bita.

Eigið góða helgi kæru lesendur.


Þreyttir dagar

Þuríður Arna mín er búin að vera svakalega þreytt síðustu vikur og ég ætla mér að kenna álaginu um það, ætla að reyna að hella mér ekki í neinar slæmar hugsanir en álagið er náttúrlega gífurlegt á þessum litla kropp.  Hún er í endurhæfingu 4x í viku og hver verður ekki þreyttur að mæta alltaf í ræktina eftir vinnu?  Það er samt alveg sama hvursu þreytt hún sé þá gerir hún ALLTAF sínar æfingar í sínum tímum, viljinn er ótrúlega sterkur og hrikalega er hún alltaf dugleg.  Tek hann mikið til fyrirmyndar með þetta allt saman.  Hún er ekki vön að leggja sig lengur yfir daginn en hún sofnaði í gær og þá hélt maður að hún myndi ekki sofna fyrr en mjög seint en nei stúlkan sofnuð rúmlega átta og svo fékk hún aðeins að dorma í skólanum í dag.  Auðvidað verður hún að fá að leggja sig ef kroppurinn segir stop og getur ekki meir, ekki spurning!  Ég veit alveg hvernig ég verð ef ég er mjög þreytt og það er búið að vera mikið álag á mér en HEY ég er heilbrigð, vonandi verður þetta fljótt að líða hjá.

Annars ætlum við kanski ekki að minnka flogalyfin hennar svona hratt einsog það var búið að ákveða þar að segja við og læknarnir.  Æjhi við erum bara pínu smeyk og viljum aðeins hægja á þessu því núna er verið að taka þau lyf af henni sem gerðu sem mest fyrir hana.  Við þurfum ekkert að flýta okkur, höfum allan okkar heimsins tíma til þess að gera þetta þó svo við seinkum þessu kanski um hálft ár eða ár.  Bara ef okkur líður vel með þetta.

Mér finnst nú ekki leiðinlegt að monta mig af börnunum mínum, hverjum finnst það leiðinlegt?  Allavega Theodór kom til mín í gær og stafaði allt nafnið sitt fyrir mig, jújú ég vissi að hann kynni alla stafina en ég vissi ekki að hann kynni þetta því ekki hef ég eða Óskar verið að kenna honum þetta.  Þá tekur hann bara uppá þessu sjálfur svo hann farinn að heimta fá að lesa lestrabókina hennar Þuríðar ehhe þannig ætli hann verði ekki farinn að lesa án þess að ég viti af því.  Oddný Erla las allavega fyrir mig í síðustu viku, geðveikt stollt.  Theodór er einmitt að fara á sína fyrstu fótboltaæfingu á eftir og bíður spenntur eftir því að hann fari að spila með Arsenal hahaha.  Hann tilkynnti okkur það allavega að pabbi sinn, Hinrik Örn og afi Hinrik ættu að koma og horfa á hann spila með Arsenal því við stelpunar ætlum að fara að sjá "mama mia showið" í London því hann veit að Þuríði langar á það.  Alveg ótrúlegur þessi drengur.  Ég er þegar orðin spennt að fá ársmiða á alla Arsenal leikina.Whistling


Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband