Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
30.4.2010 | 10:12
Afmælis prinsessa
Eigið góða helgi einsog hún verður hjá okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.4.2010 | 11:15
11.maí
Ég man þegar Þuríður mín fór í sínar fyrstu myndatökur á heila þá héldu læknarnir að það hefði blætt inná heila og ég brotnaði strax niður án þess að ég vissi hvað það mundi merkja ef það hefði skeð. En eftir þessar myndatökur hélt hún áfram að krampa og þá var hún send í segulómun og þá sást æxlið hennar ENN okkur var aldrei tilkynnt að það hefðu fundist æxli, það voru bara einhverjar blöðrur. Ok það var nú svo sem ekkert slæmt að vera bara með einhverjar blöðrur en svo ropaði einn deildarlæknirinn eitthvað um æxli sem ég meðtók ekkert strax því hún var ekki með æxli hún var með blöðrur. Ég man, ég gisti hjá mömmu og pabba þessa nóttina þar sem ég var með Oddnýju Erlu mína litla og bjó í þannig blokk að þar var óreglufólk og ég treysti mér enganveginn að vera þar því oft var tekið í húninn að nóttu til, til að greina komast inn. Óskar var að sjálfsögðu með Þuríði uppá spítala enda upptópuð af lyfjum til að reyna halda krömpunum niðri og þegar ég labbaði inn til mömmu og pabba hálf dofin og tilkynnti þeim það að hún væri með æxli í höfði eða svo sagði allavega deildarlækninn en þau meðtóku það nú ekki sem var skiljanlegt enda voru þetta BARA blöðrur einsog okkur var tilkynnt. Ég man reyndar ekki framhaldið hvort við hefðum spurt aðal lækninn um þetta því þessir dagar eru frekar skýjaðir en útfrá þessu fengum við aldrei að syrgja það að hún væri komin með æxli en það var samt góðkynja og læknarnir sögðu rétt áður en við fórum út til Boston í aðgerð (ári eftir greiningu) að æxlið ætti aldrei eftir að breytast í illkynja, jú kanski þegar hún yrði eldri en ekki á meðan hún væri svona ung svo vorum aldrei stressuð yfir því þó svo það væri aldrei hægt að fjarlægja það.
Tæpu ári eftir aðgerð og 50 krömpum á dag síðar þá breyttist æxlið og hún farin að lamast þá kom líka mesta sorgin því við höfðum líka BARA heyrt slæmar fréttir af illkynja æxlum í heila, ekki af NEINUM sem hafði lifað illkynja heilaæxli. Hver hafði lifað af illkynja heilaæxli? Þetta var gífurlegt áfall, en við héldum samt í vonina fórum í áfallahjálp hjá Séra Pálma og vonin og bænin hefur verið okkar strekasta vopn. Séra Pálmi lét biðja fyrir Þuríði okkar í einni messunni sinni og ég hef alltaf trúað að svona hlutir hafi hjálpað þó svo ég fari aldrei í kirkju en þá fer ég alltaf með bænirnar með krökkunum mínum og þau enda ALLTAF á því að biðja hann (Theodór kalla HANN hana J)að láta krabbameinið hennar Þuríðar sinnar hverfa.
Núna ætla að ég að vona að bænir okkar haldi áfram að hjálpa okkur og láta æxlið hennar Þuríðar minnar minnka (í versta falli standa í stað) en síðast stóð það í stað og það eru níu mánuðir síðan en sex mánuðum þar á undan minnkaði það aðeins. En ég fékk smá áfall í vikunni þegar ég sá að félagi okkar (kynntumst honum í gegnum veikindi Þuríðar) sem greindist fimm mánuðum undan Þuríði að æxlið hans væri farið afstað aftur. Það er mikið áfall fyrir okkur sem lifum í þessum stressaða heimi, við viljum ekki heyra svona. Þessari baráttu á að vera lokið.
Mig langar að fá góðar fréttir 11.maí, mig langar að fara áhyggjulaus í sumarið, við höfum lifað alltof mörg erfið sumur. GETA, ÆTLA, SKAL!! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað hnúturuinn er orðinn stór, hann minnkar ekkert við hverja segulómun, frekar stækkar og það er hrikalega erfitt að lifa alltaf við mikla óvissu. Það getur byrjað að stækka, hvenær gerir það þá? en það getur líka hætt að stækka en hvenær??
Þuríður Arna mín kippir sér lítið upp við þessar myndatökur, elskar bara að fara á spítalana og hitta alla, fá sprautu í brunninn og svo mjólkina sína sem eru svefnlyfin því það þarf að svæfa hana við hverja segulómun. Margir eru hissa á því en jú hún Þuríður mín finnst leiðinlegt að liggja kjur í kanski 30-60 í einu en þú þarft að liggja alveg kjur.
11.maí ÆTLUM við að fá góðar fréttir. Ég er löööööngu komin mig fullsadda af leiðinlegum og erfiðum fréttum.
Bloggar | Breytt 29.4.2010 kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.4.2010 | 20:43
Fallegur texti...
Gult fyrir sól, grænt fyrir líf,
grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð.
Hvítt fyrir börn, sem biðja um frið,
biðja þess eins að fá að lifa´eins og við.
Er ekki jörðin fyrir alla?
Taktu þér blað, málaðu´á það
mynd þar sem að allir eiga öruggan stað.
Augu svo blá, hjörtu sem slá,
hendur sem fegnar halda frelsinu á.
Þá verður jörðin fyrir alla.
Var sungið af 5 ára (300stk) leikskólakrökkum á barnamenningarhátíðinni og eitt af þessum krökkum af Oddný Erla mín og maður var gæsahúð nánast allan tíman. Þau voru rosalega flott og lögðu mikla vinnu við þetta atriði.
Þuríður Arna mín er ágætlega hress, mætti sofa meira en hún sefur alltof lítið en samt nánast alltaf svo hress, reyndar skipti kanski litlu máli fyrir mig hvenær hún vakni á morgnanna þar sem ég er farin út rétt fyrir sex í Cross-fitið en það lendir bara á pabba hennar í staðin sem við sjáum frekar lítið af þessar vikurnar. Jú eiginmaðurinn er í 100% vinnu, fullu háskólanámi og svo er kosninga"baráttan" hafin, nóg að gera en þetta er nú bara tímabundið ástand.
Jú það styttist hratt í rannsóknirnar hjá hetjunni minni og verkirnir í maganum verða bara verri, mér finnst kvíðin alltaf verða verri þó svo það lengist á milli rannsókna og ekkert sérstaklega bendir til breytinga í æxlinu til hiðs verra. Mikið verður gott þegar 11.maí verður liðin og við búin að fá góðar fréttir og eftir að við höfum fengið þær fréttir þá er stefnan sett á að fjarlægja "brunninn" hennar enda lítið sem ekkert notaður. Það yrði rosalega stórt skref að fjarlægja hann en okkur finnst tími til komin að losa okkur við hann ÞEGAR við erum búin að fá góðu fréttirnar.
Sumarið framundan og það er svo margt skemmtilegt til að hlakka til, Þuríður Arna mín er komin inn í sumarbúðir hjá þeim í Reykjadal og ætlar að vera þar í viku. Veit ekki alveg hvursu mikið móðirin er spennt fyrir því en ég veit að við höfum báðar gott af þessu en ég er samt hrikalega kvíðin en ætti að nýta þann tíma og gera eitthvað fyrir sjálfan mig......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.4.2010 | 09:17
Bæði gleði og dapurleiki smita út frá sér. Hverju dreifir þú?
Ég fór í síðasta prófið mitt á laugardaginn eða réttara sagt seinna prófið mitt og að sjálfsögðu mun ég ná, er búin að fá einkunnina fyrir fyrra prófið sem ég að sjálfsögðu brilleraði í en ekki hvað. (nía sem sagt) Ég ætlaði að taka mér pásu í sumar frá skólanum en svo hef ég ákveðið að taka tvær greinar í fjarnámi og þær tengjast svona meira í heilbrigðisgeiran en mig langar dáltið að blanda náminu mínu við það svo er aldrei að vita með framhaldið. Ég útskrifast vonandi um áramótin eða þanga til annað kemur í ljós.
Ég er byrjuð í Crossfit sem er alveg geggjað þá meina ég geggjaðslega erfitt og gaman, ég er gjörsamlega búin eftir hvern tíma og ég finn alveg mun á mér bæði líkamlega og andlega. Ég hef reyndar alltaf vitað að hreyfingin er minn besti sálfræðingur en það hefur bara verið svo erfitt að koma sér afstað en svo fékk ég smá "spark í rassinn" og þarf ég að vera í svona föstum tímum svo ég skrópi ekki. Tímarnir mínir eru kl sex á morgnanna þannig það er ræs hjá mér 5:30, jú það er dáltið erfitt að koma sér framúr svona snemma en alveg yndislegt að byrja daginn svona snemma. Ég finn líka hvað líkaminn minn er frekar slappur, vantar rosalegan styrk í hann og hann er alveg búinn eftir þessa tími en hausinn á mér getur samt miklu meira þar að segja þolið en ég verð víst að vera þolinmóð því þetta kemur, áðuur en ég veit af verð ég farin að taka þátt í þrekmeistaranum, NOT!!
Ég er komin á lyf við gigtinni sem eru að gera góða hluti, ég get allavega farið að nota hendurnar mínar án þess að vera kvalin og vonandi get ég farið að prjóna á ný. Þannig ég get setið á pallinum í sumar og prjónað
Hinrik minn er kominn inná leikskóla um miðjan ágúst svo mín ætlar sér að fara vinna þá en ekki hvað?? Jú það verða mikil viðbrigði en mikið hlakka ég til.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í fyrramálið kl sex þá mun mín byrja á fjagra vikna námskeiði í Crossfit, er frekar spennt og líka kvíðin. Kvíði því alls ekki að vakna kl hálf sex ca enda alltaf vöknuð um sex þar sem hetjan mín er ALLTAF vöknuð þá, stúlkan þarf lítið sem engan svefn. Skiljum þetta ekki??
Já ég er nett kvíðin því að fara byrja hreyfa mig ALMENNILEGA og taka virkilega á því en það er komin tími til enda MINN TÍMI er kominn. Núna ætla ég að kveðja auka kg sem hafa fengið að hlaðast á mann síðustu átta ár eða síðustu fjórar meðgöngur og ætla mér líka að kveðja gigtina mína sem er óþolandi. Hef reyndar ekki mætt í sjúkraþjálfun síðan fyrir páska enda á fullu í prófum og lítill tími en síðasta prófið mitt er á laugardaginn. Hef aldrei verið svona búin snemma í skólanum og ætla að nýta vikurnar/mánuði eftir það í að byggja mig almennilega upp og byrja í Crossfittinu sem ég trúi að það eigi eftir að laga alla verki og kveðja þessi blessuðu kg. Leyfi ykkur að fylgjast með því. En samt mest í þessari hreyfingu þá fer manni að líða svo vel andlega.....
Ef einhver sem les þessa færslu og er góður í að gera almennilega matardagbók væri þá sú/sá svo vænn að senda mér svoleiðis aslaugosk@simnet.is Tak so mukket!!!
Ætla núna að læra fyrir mitt síðasta próf og mikið verð ég fegin að vera laus við skólann þanga til næsta haust þó svo hann hafi ekki verið erfiður eða mikil birgði á mér enda gengið þrusu vel og bara í tveimur greinum sem ég fer létt með.
Hérna eru tvær fyrir og eftir myndir af gaurnum mínum honum Theodóri Inga en drengurinn bað okkur að raka krullurnar því hann var ekki að fíla vera með svona mikin lubba og að sjálfsögðu fórum við eftir hans bónorði og var rakaður um helgina:
Orðin nett pirraður á þessum krullum....
Svoooooo glaður að vera laus við hárið.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.4.2010 | 13:20
Yndislegri páskahelgi að ljúka og staðfestar fréttir.
Við vorum að renna í sveitina en við eyddum páskahelginni í sumarbústað í Húsafelli sem var alveg yndislegt. Ætla bara að leyfa myndunum að tala sínu máli frá helginni:
Oddný Erla mín slappaði líka af á leiksvæðinu úti.
Gengið mitt var ótrúlega ánægt með páskaeggin sín.
Theodóri mínum var svo heitt í bústaðnum þannig hann ákvað að kæla sig niður í snjónum enda veitti ekki af.
Þuríður Arna mín skemmti sér svakalega vel í snjónum.
Hinrik minn Örn var líka kátur í bústaðnum.
Það þarf mikið til að Þuríður Arna mín fari að gráta þegar hún meiðir sig og ef það kemur fyrir þá hefur hún virkilega meitt sig einsog á þessari mynd.
Staðfestar fréttir eru að Þuríður Arna "stjarna" mín fer í rannsóknir sínar 11.maí og ég veit að mikill kvíðahnútur mun myndast hjá mér þanga til. Jú aðrar staðfestar fréttir að mín ÆTLAR að fara vinna í haust því ég er að sjálfsögðu búin að ákvað að það kemur allt gott úr rannsóknum hennar "stjörnu" minnar en ekki hvað, við förum ekkert að breyta úr vananum. ....er strax farin að hlakka til. Jú ég svo tvær greinar eftir að skólanum mínum sem ég mun útskrifast um jólin nk og er strax farin að reyna ákveða hvað ég ætla að læra næst í fjarnámi eða kvöldnámi. Bara gaman!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
105 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4870654
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar