Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Rússíbaninn heldur áfram....

Ég er bara búin á því - erfiður dagur hjá Maístjörnunni minni á mánudag og þá bognaði ég ekki bara heldur brotnaði  niður fyrir framan fjöldan manns sem ég skammast mín engaveginn fyrir.

Ætlaði að skrifa ótrúlega margt og mikið en bensínið er búið.....


Síðasta færslan mín um Bjarnabófana......

Þá er það komið á hreint að fáum ekki KRÓNU frá tryggingafélaginu þar sem það var smá rifa á glugga sem þeir þurftu að "rífa upp".

Nei við fengum ekki allt dótið okkar tilbaka og ég hefði nú ekki boðið í það ef við hefðum EKKERT fengið tilbaka frá Bjarnabófunum. Svona koma þessi blessuðu tryggingafélög framm við okkur - elska að fá okkur til sín en svo þegar við þurfum " á þeim að halda" þá gefa þeir okkur bara puttann.

Auðvidað er maður sár yfir þessu - ekki bara búið að brjóta mann niður, heldur er ekkert að "marka" þessi tryggingafélög, það er alltaf eitthvað smátt letur......

En ég vil samt taka það framm að það kom maður hérna á föstudaginn til okkar og gaf Maístjörnunni minni nýja myndavél og honum gat ekki verið meira sama þótt við fengjum hana greidda frá tryggingafélaginu (sem við fáum augljóslega EKKI), honum langaði bara að gleðja hana sem ég er endalaust þakklát fyrir enda var hún gjörsamlega í skýjunum.  Hennar myndavél var líka afmælisgjöf sem hún fékk 20.maí og tekin jafn snögglega af henni.

Svona eru tryggingafélög í dag!!


Gleðilega þjóðhátíð...

Tilefni dagsins þá langar mig að sýna ykkar lang flottasta 6 ára strák sem ég þekki - verðandi fyrirsæti og atvinnumaður í fótbolta.LoL

Gull-drengurinn minn var að útskrifast af leikskólanum sínum í síðustu viku og það var ofsalega falleg og skemmtileg stund, gott að geta gleymt sér í einhverju skemmtilegu.
027.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Að sjálfsögðu fór maður í sitt fínasta enda stór dagur - minn maður að fara í skóla í haust.
081.jpg














Stolltur verðandi skólastrákur en mér finnst ofsalega sniðugt af leikskólanum að kveðja þau með tré sem fá að gróðursetja sjálf til minningar um þennan flotta leikskóla.  Við ætlum að byrja á því að setja það í pott á pallinum okkar og svo er aldrei að vita um framtíðina.

Dagarnir eru annars búnir frekar erfiðir en sem betur fer koma svona skemmtilegir dagar til að gleyma sér í enda á ég líka fjögur fullkomin börn sem ég þarf að hugsa um og passa að þeim líði vel.


Skilaboð til ykkar sem brutust inn til okkar.

Ég vona að ykkur líði vel á sálinni að vera eyðileggja líf annarra en ekki bara ykkar.  Hvernig haldiði að fjölskyldum ykkar líði? Ég finn til með þeim. En ég finn EKKI til með ykkur, þið hafið VAL en ekki einsog Þuríður MÍN sem hefur barist við illkynja heilaæxli 75% af ævi sinni.  Við viljum glöð skipta við YKKUR og við fáum YKKAR val

Eftir að þið höfðuð farið innum herbergisgluggann MINN, labbað á MÍNU rúmi, hent lyfjum Þuríðar MINNAR útum allt, farið í alla skápana MÍNA, rótað í öllum MÍNUM eignum og tekið "allt" sem við EIGUM og allt sem börnunum MÍNUM þykir væntum þá líður mér fáránlega illa. 

Ég get ekki verið heima hjá mér EIN einsog mér fannst það notalegt, ég get ekki hugsað mér ef ég verð einhverntíman ein heima að fara í sturtu einsog mér fannst það líka notalegt.  Þegar ég var nýbúin að fara útað hlaupa á morgnanna og skella mér í heitt og langt bað, það get ég ekki hugsað mér að gera.  Ég get ekki setið á pallinum heima hjá mér með ipodinn í eyrunum því ég er svo hræddum að þið birtist á meðan ég hef það notalegt, ég gæti ekki hugsað mér að leggja mig á morgnanna ef ég væri ein heima.  Ég er alltaf hræddum að þið birtist hérna heima hjá MÉR þar sem mér á að líða VEL en þið hafið tekið þetta ALLT frá mér.  Allt mitt ÖRYGGI þar sem mér á að líða BEST.  Ég vona að ykkur líði vel með það.   

Ég get ekki sofnað á kvöldin því ég er svo hrædd við að loka augunum þar sem ég sé íbúðina mína bara í rúst eða einsog ég kom að henni og ef ég sofna þá fæ ég martraðir.  Þegar ég kem á daginn ég verð ég að byrja á því að kíkja innum gluggann á útidyrahurðinni því ég er svo hræddum að þið séuð þarna inni.  Mér líður illa að fara í fataskápinn MINN þar sem þið rótuðuð í honum,  mér líður illa í fötunum MÍNUM, mér líður illa að sitja í sófanum MÍNUM því kanski voru þið í honum.  Ég veit að þið fóruð í ísskápinn MINN og við það líður mér illa, ég veit líka að þið fóruð í hnífaparaskúffuna MÍNA þar tóku þið hnífa sem þið notuðuð við að brjóta upp bauk barnanna MINNA og taka pening sem ÞAU voru búin að vera safna sér inn.

Þið fóruð uppí skáp og tókuð veski stelpnanna minna, pening sem ÞÆR voru búnar að safna sér inn og voru ótrúlega montnar með það því þær ÆTLUÐU að kaupa sér eitthvað sem ÞEIM langaði í.  Þið tókuð myndavélina hennar Þuríðar minnar sem var hennar HENNAR draumagjöf og hún skilur enganveginn í því afhverju hún fær hana ekki tilbaka, þið megið alveg skila okkur myndunum sem hún tók en okkur gæti ekki verið meira sama um myndavélina sjálfa.

Þið eruð gjörsamlega búnir að RÚSTA sálinni minni, einsog ég sagði hér að ofan þá gat ekki sofnað á kvöldin en með hjálp lækna stelpu minnar þá fékk ég lyf til að hjálpar mér til þess og það tókst í gærkveldi en hvursu lengi mun það endast, veit ég ekki???

Mér finnst þið vera allsstaðar, mér finnst þið vera fylgjast með okkur einsog þið voruð væntanlega að gera þegar við fórum útur húsi á föstudaginn.

Þið eruð búnir að rústa sálum stelpnanna minna, eldri stelpan mín sá að það var opið útá pall í gær "mamma afhverju er opið?".  Ég spurði hana að sjálfsögðu hvort það mætti ekki vera opið, "nei" það mátti ekki og hún lokaði og læsti hurðinni því hún er svo hrædd að þið komið aftur.  Við komum heim áðan og hún lokaði hurðininni og tók nokkrum sinnum í hurðahúninn "já mamma það er vel læst núna".  Ég vona að ykkur líði vel með þetta.

Yngri stelpan mín (8ára) sem hefur þurft að þola margt í gegnum veikindi stóru systur, fer ekki ein út að hjóla því hún er svo hrædd að þið komið til hennar, hún þorði ekki í bekkjarafmæli í gær, hún þorir ekki uppá næstu hæð í blokkinni okkar, hún sefur ekki ein, ég þarf helst að halda í hendinna hennar þegar hún fer að sofa og sefur á milli okkar.  Hún passar að allt sé vel lokað og læst og ég vona að þið séuð stolltir af ykkur, þið hafið eyðilagt öryggi dætra minna.

Við fjölskyldan vorum nýbyrjuð að bera út Moggann því okkur langaði svo að hafa eitthvað til að hlakka til og safna okkur fyrir utanlandsferð sem við gætum kanski farið næsta sumar, þetta á að vera OKKAR.  En nei þið hafið tekið það af okkur - ég get ekki hugsað mér að vera "ein" á ferli kl fimm á morgnanna.  Takk fyrir það!!

Já ég vona svo sannarlega að þið séuð stolltir af gjörðum ykkar, gjörsamlega trampa á okkur og eyðileggja svo margt fyrir okkur og ekki bara okkur heldur öllum hinum sem þið hafið brotist inn til.  Ég hef heyrt í mörgum sem hafa verið í sömu stöðu og við og ein af þeim sem ég hef hitt en það eru 12 ár síðan það var brotist inn hennar og henni er ekki enþá farið að líða vel en hún flutti strax útur íbúðinni sinni og það hafa margir gert sem hafa lent í sama og við. Ég ætla EKKI að leyfa ykkur að hrekja mig útaf OKKAR heimili, ég ÆTLA að láta mér líða vel, ég ÆTLA mér að láta börnunum líða vel og finna öryggið sitt aftur.  Það mun taka tíma en okkur MUN takast það.

Ég vona að ykkur líði vel með þetta, ég vona að ykkur líði vel hvað þið hafið eyðilagt mikið fyrir OKKUR.


Þetta er virkilega SKÍTT!!

Sumarið sem átti að vera það besta hingað til breyttist í martröð.  Við höfum fengið eitt súper gott sumar síðan Maístjarnan mín veiktist'04 og þetta átti að vera sumarið númerið tvö, við ætluðum svo að njóta þess í botn að vera saman.  Vávh hvað ég ætlaði "bara" að njóta þess að vera heima með þau hérna í sveitinni okkar en ég get það ekki lengur, mér líður ekki lengur vel HEIMA hjá mér. 

Ég get ekki verið ein heima, ég hefði átt að vera ein heima eftir hádegi í gær en gat það ekki, ég gat ekki hugsað mér að fara heim og stinga lyklinum í skráargatið - ég var svo hræddum að þessi sama sjón myndi birtast mér einsog á föstudag.  Jú ég veit að það eru litlar líkur á því en ég er samt hrædd, þessi sjón fer ekki úr huga mínum.  Sjá að einhver hefði labbað í rúminu mínu, rótað í lyfjum Maístjörnu minnar, sturtað úr þeim yfir allt eldhús og stofu, rótað í öllum skápum, tekið bauk barnanna minna og brotið hann upp (ég er búin að henda tveimur hnífum sem þeir notuðu við það),  hent öllu um koll í svefnherberginu mínu, farið inní ísskápinn minn, farið inní "brúðkaups"skápinn okkar og tekið þar hluti sem mér eru mikilvægir.  Þetta hryllir mig!

Maístjarnan mín skilur enganveginn afhverju hún er ekki búin að fá myndavélina sína sem var henni svo kær - allar myndirnar sem hún var búin að taka eru farnar - "mamma hvar er ipodinn minn?".  Nei hún skilur þetta enganveginn, hvað þá hvar eru peningarnir sem ég var búin að safna og ég ætlaði að kaupa mér fyrir en það var síðasta sem hún spurði mig um í morgun.  .....ég varð að plata hana og segja henni að það væri á kortinu mínu en auðvidað eru þeir ekki þar, sagði henni bara að við yrðum að nota það þegar hún ætlaði að kaupa sér eitthvað fyrir þá en hún er ekki sátt. 

Þeir stálu ÖLLU, þeim er ekkert heilagt en jú við erum búin að fá hluta þýfsins en einsog ég hef sagt áður þá gæti mér ekki verið meira sama um það allt saman nema myndavél Maístjörnu minnar þar sem allar hennar flottu myndir sem hún var búin að taka og mig langar bara að hætta að vera með þetta kramda hjarta, mig langar að öðlast öryggið mitt aftur, mig langar að líða vel á mínu EIGIN heimili þar sem ég elskaði að vera, fannst oft notalegt að vera ein heima en það er enganveginn í boði á næstunni.  Mig langar að henda ÖLLU út og byrja uppá nýtt.

Blómarósinni minni (8ára) líður hörmulega, hún hangir utan í mér, þorir ekki að vera ein en hún var farin að þora að vera ein heima á meðan ég skrapp útí búð en þeir eru gjörsamlega búnir að brjóta hana líka niður.  Hún sofnar uppí hjá okkur á kvöldin en ég verð að vera hjá henni þanga til hún sofnar, við ætlum bara að taka einn dag í einu í þeim málum.  Hún verður ekki pínd til neins og ekki ég heldur.

Maístjarnan (10 ára) mín skilur ekki afhverju hún fær ekki dótið sitt einsog ég sagði hér að ofan og er eitthvað að átta sig á þessu öllu en hún á við mikla þroskahömlun vegna sinna veikinda bæði andlega og líkamlega.  Þegar hún var t.d. að fara sofa á laugardagskvöldið þá mátti hún ekki heyra þrusk frammi þá byrjaði hún að "ofanda" og var virkilega hrædd en ég sé hana ekki oft hrædda eða smeyka.

Já þetta er SKÍTT og hrikalega erfitt!!

Við hittum prestinn okkar uppá spítala hann Vigfús Bjarna sem hefur hjálpað okkur mikið í veikindum Maístjörnu minnar og mikið ofsalega var það gott.  Yndislega gott að tala við þennan mann.  Blómarósin mín hafði virkilega gott af því og ég veit að það hjálpaði henni, það hjálpaði mér.  Ég VEIT að við komumst í gegnum þetta á endanum - þó svo ég viti líka að það mun taka tíma og ég ætla heldur ekki að pína mig í einhverja hluti sem ég er hrædd við.  

Það hefur verið grátið mikið á mínu heimili síðustu daga og núna ætla ég mér að gráta ekki fyrirframan börnin mín -  nota bara Skara-fang.  Þau verða að finna öryggið sitt aftur en strákarnir mínir (3 og 6 ára) taka þessu ekki alveg jafn illa og systurnar.  Þeim verður að líða vel á OKKAR heimili, þeir mega ekki skemma okkar líf líka.

Ég skil bara enganveginn í því "afhverju er alltaf eitthvað slæmt að henda okkur?"  Hvað höfum við gert?  Nei ég þoli EKKI meir!  Þetta er komið gott!

GETA - ÆTLA - SKAL!!

Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið sent mér - bæði hérna á síðunni minni - tölvupósti og símtölum.  Jú þau gera ofsalega mikið!! 


Og heimurinn hrundi en eina ferðina.....

Það er föstudagur 8.júní, mamma er í fríi svo við mæðgurnar ætluðum aðeins að "dúllast" saman.  Ég fór útur húsi ca 10:15 og náði í mömmu en við ætluðum að skreppa í Bónus og Rúmfatalagerinn sem er kanski ekki frásögufærandi en við keyptum okkur smá mat fyrir hádegið og ætluðum að borða saman.  Þar sem mamma og pabbi eiga heima hérna í sveitinni líka ákvað ég að henda henni út ásamt stelpunum mínum (og dætrum systir minnar)heima hjá henni þar sem ég þurfti að hoppa við heima og taka úr þvottavélinni.

Þegar ég keyri frá mömmu (rúmum klukkutíma eftir að ég fór útur húsi)sé ég löggur hlaupandi um sveitina mína og nokkra löggubíla þannig ég ákvað að slá þráðinn til mömmu og segja henni að það væri svaka "action" í hverfinu og svo hoppa ég útur bílnum heima.  Þegar ég kem að hurðinni heima hjá mér þá sé ég að gardínan á herbergisglugganum okkar Skara er ekki einsog hún á að vera þrátt fyrir að ég hef alltaf litla rifu á glugganum þá fíkur gardínan ekki svona upp.  Ég varð smá stressuð en ok ég opna íbúðina og við blasir ekki einsog ég skyldi hana við, ég labbaði ekki innum andyrið þar sem ég sá að það hafði einhver komið þangað inn.  Ég hringi grátandi í SKara minn sem skilur væntanlega ekki orð sem ég segi og við það kemur löggan í innkeyrsluna hjá mér leitandi af einhverjum, ég bendi honum á íbúðina mína þar sem ég kom ekki upp orði enda í áfalli.  Hann hleypur inn til að ath hvort einhver var inni en svo var ekki svo ég fór inn á eftir honum, jú íbúðin okkar var í rúst þá meina ég það virkilega.  Það hafði verið brotist inn til okkar, lyfin hennar Þuríðar minnar voru útum allt, herbergið okkar Skara var hrikalegt, búið að fara inní alla skápa, henda öllu útum allt og stela ÖLLU sem hægt var að stela nema sjónvarpinu þar sem það var væntanlega of þungt fyrir þá.

Aðkoman í íbúðina mína var hrikaleg, ég gat ekki verið inní henni og bíð útí garði eftir Skara mínum og sé þá löggurnar útum allt hverfi þar sem þeir voru búnir að brjóstast inní fleiri íbúðir í sveitinni.
 
Fyrirutan daginn sem mér tilkynnt að Þuríður mín ætti bara nokkra mánuði ólifaða þá hefur mér aldrei liðið jafn illa en sem betur fer var ég búin að keyra stelpurnar mínar til mömmu og sem betur fer voru þær ekki einar heima einsog stundum gerist ef ég skrepp útí búð en verður ekki gert framvegis (allavega ekki strax).  Ég gat heldur ekki verið lengi í íbúðinni minni þar sem mér leið fáránlega illa enda eitthvað pakk búið að rústa íbúðinni minni, koma inní hana óboðnir og taka ALLT sem börnunum mínum þykir vænst um.  Sárast fannst Þuríði minni að missa skólatöskuna sína og ferðaspilarann sinn sem hún elskar að liggja yfir ein inní herberginu sínu.  Þeir rótuðu í dóti barnanna minna, löbbuðu í rúminu mínu, hentu öllu um koll, þeir rústuðu sálinni minni sem er öll í molum núna.  Ég get ekki sofið því þá dreymir mig innbrot, ég þori ekki að labba ein að útidyrahurðinni okkar til að opna því ég er svo hrædd við sjónina sem birtast því ég sé íbúðina mína bara í rústi.

Við erum líka heppin að eiga góða að, systir mömmu og maðurinn hennar komu og hjálpuðu Skara mínum að taka til í íbúðinni minni þar sem ég gat ekki verið inní henni og á erfitt með það.  Börnin fengu ekki að koma heim fyrr en hún var orðin hrein en Oddnýju minni líður fáránlega illa hérna, hún víkur ekki frá mér, verður að sofa í fanginu mínu og svo grátum við bara saman.  Hún er svo hræddum að þeir komi aftur, það er hryllilegt að lenda í svona.  Það er ekki nóg með að þessi plebbar eyðileggja líf sitt, þeir þurfa líka að eyðileggja líf annarra.  Þeir rústuðu svæðinu þar sem mér hefur liðið sem best - okkar einkasvæðið og komu þangað inn óboðnir og tóku allt sem okkur er kærast.

Hvernig er hægt að laga sálina við svona aðkomu? Mér líður fáránlega illa, ég er með stóran stein í maganum sem ég sé engan veginn frammá sé að fara.  ´

Við fjölskyldan vorum nýfarin að bera út Morgunblaðið og það átti að vera "okkar" peningur, okkur langaði svo að safna okkur í sjóð fyrir næsta sumar og fara eitthvað saman, hafa eitthvað til að hlakka til.  Ég sé enganveginn frammá að ég þori að vera ein úti á næstunni, þeir hafa rústað "öllu".  Ég gat enginn veginn sett mig í spor hjá fólki þegar ég hef lesið í fréttunum að það hefði verið brotist inn í einhverjar íbúðir en því miður get ég það núna og hef heyrt sögur af fólki sem hefur ekki viljað búað lengur í íbúðinni sinni vegna innbrotsins sem ég skil mjög vel.

Hvernig er hægt að vera svona - hafa engar tilfinningar og vera slétt sama um alla í kringum sig, hugsa bara um hvernig það eigi að redda næsta "spítti"??  Ég mun aldrei skilja þetta og ég finn til með fjölskyldum þessara manna, jú þjófarnir þeir náðust og eitthvað af þýfinu en við vitum ekki ennþá hvað við eigum af því.  Mér gæti ekki verið meira sama um dótið mitt nema dót barnanna minna - mig langar bara að mér líði vel á sálinni og Oddnýju minni sem líður jafn illa og mér.  En við ætlum að hitta prestinn okkar uppá spítala á mánudaginn og vonandi mun það hjálpa eitthvað, það hjálpar mér pínulítið að skrifa þetta hérna.  Smá útrás!!

Einsog okkur var farið að líða vel - einsog allt var farið að ganga vel en svo kemur þessi sprengja sem eyðileggur ALLT.

Rannsóknarlögreglan er búin að standa sig ótrúlega vel í þessu öllu - erum búin að vera í beinu sambandi við hana og búin að ráðleggja okkur mikið.  Vil bara þakka þeim fyrir velunnin störf þótt dótið okkar allt finnist ekki en þjófarnir náðust sem verða reyndar fljótlega lausir og halda áfram þessum störfum en ég vona svo sannarlega að fleiri eigi ekki eftir að lenda í þessu þar sem þetta er hreint HELVÍTI.

Áslaug sem líður einsog í helvíti og með sál í milljón molum.


Frjálsíþróttastjarnan mín

Maístjarnan mín er að æfa frjálsar íþróttir og ég er óendanlega stollt af þessari stelpu en hún er að keppa á Íslandsmóti hjá fötluðum um helgina og er endalaust spennt.  Held að hún sé búin að bjóða hálfri ættinni að horfa á sig enda ekki oft sem hún er að keppa svona.
Hérna eru tvær af henni á æfingu í vikunni:
p6046783.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 





Það er alltaf gott að kyssa spjótið áður en maður kastar því - er það ekki svona happa? :)
p6046774.jpg





















Hver hefði trúað þessu fyrir ári síðan??  Sú allra flottasta að fara kasta spjótinu.  Ég er hrikalega spennt að sjá hana stíga sín fyrstu skref í fjálsum - aldrei að vita að það verða ÓL fatlaðra eftir ekki svo mörg ár.Kissing

Annars er hún rosalega fegin að vera komin í sumarfrí frá skólanum en við tekur uppbyggingin - hún mun verða á tveggja vikna sundnámskeiði sem ég veit að það mun styrkja hana en okkur finnst líka mjög mikilvægt að stúlkan læri að synda en oft eru samhæfingarnar frekar erfiðar hjá minni því miður.  Styttist líka að gull-drengurinn hætti á leikskólanum en hann byrjar í skóla í haust, ótrúlegt en satt.  Bara spennandi vikur framundan í uppbyggingu og sumarfríi með krökkunum sem við ætlum "bara" að njóta hérna í sveitinni.

Eigið góða helgi en framundan er kjúklingastuuuuuð í boði Holtakjúklinga:
p6066814.jpg


Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband