Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
31.5.2008 | 08:56
Kem sjálfri mér sífellt á óvart
Þetta eru þessir dagar sem ég er ekki alveg að nenna setjast niður og blogga en ákvað nú að segja ykkur frá svarinu frá henni Frú Jóhönnu svo ég myndi ekki gleyma því og síðustu dögum.
Einsog fyrirsögnin segir þá kem ég sjálfri mér sífellt á óvart, ég er ekki þessi týpa sem ber í borðið ef mér er nóg boðið af einhverju, ég er ofsalega feimin og dáltið lokuð en hef lagast heilmikið síðustu ár ehe en sumir myndu kalla mann merkilegan með sig því oft eru það fyrstu kynni við ofsalega feimið fólk. En nei það er ég ekki, ég hleypi bara ekki hverjum sem er að mér þá er ég að meina persónulega því þið eruð nú farin að þekkja mig ansi vel en þá segi ég nú ekki allt hérna. Það getur stundum verið erfitt fyrir fólk að opna þessa skel en þegar hún opnast verður hún ansi opin eheh og lokast ekkert aftur, frekar flókin persónuleiki?
Þess vegna kom ég mér eiginlega sjálfri á óvart þá kanski sérstaklega Skara sem þekkir mig manna best að ég hafi sent henni Jóhönnu mail án þess að kóngur né prestur hafi sagt mér að gera það því ég var alveg búin að hugsa um það áður en ég skrifaði þetta hérna á síðuna en þið gáfuð mér ákveðið pepp að skrifa henni þess vegna lét ég skara skríða. Sé enganveginn eftir því, því ef við erum óánægð með eitthvað verðum við að láta í okkur heyra því annars lagast það ekki. Hún Jóhanna tók vel í mailið mitt og fór beint í málið, hún var ofsalega glöð með þessa ábendingu mína og sagði líka að kerfið væri mjög erfiður frumskógur sem þyrfti líka að breyta. Því það er alveg nógu erfitt fyrir okkur sem eru að berjast í þessu kerfi að þurfa berjast fyrir "okkar" veikindum en ekki líka kerfinu því það dregur úr manni endalausa orku. Að þeysast á milli staða til að reyna finna einhverja lausn á "okkar" málum er ofsalega erfitt og lýjandi, veikindin eru nógu erfitt. Allavega hún jóhanna stóð sig hrikalega vel í þessu og þetta er til bóta ef það er ekki þegar búið að breyta þessu með fæðingarorlofið því einsog hún segir eiga þessar "foreldragreiðslur" að koma í staðin fyrir laun (þó maður fengi hærri laun ef ég væri að vinna einhversstaðar) og þá á að ganga jafnt yfir alla, hvort sem maður á veikt barn eða sé á launum hjá vinnuveitanda. Bara flott hjá minni sem mun fá mitt atkvæði í næstu kosningum, hún hefur breytt ofsalega miklu sem tengjast langveikum börnum og fjölskyldum þeirra síðan hún byrjaði og ég veit að þetta á eftir að breytast en meira hjá henni. Gó Gó Jóhanna!! Flott kona.
Úti annað en þá útskrifaðis Þuríður mín Arna á miðvikudaginn úr leikskólanum sínum þó hún eigi tæpa tvo mánuði eftir og var hrikalega flott í útskriftinni sinni og kom okkur foreldrunum á óvart hvernig hún stóð sig. Jebbs Þuríður mín kemur líka sífellt á óvart, sem er bara best. Krakkarnir áttu nefnilega að dansa fyrir okkur foreldrana og Þuríður mín fékk að dansa við hann Óskar sinn en hann nær víst best til hennar af krökkunum í leikskólanum, að sjálfsögðu var ég búin að ákveða að Þuríður mín myndi ekki nenna þessu og fara gera eitthvað allt annað en að dansa. Ohh nei aldeilis ekki, þarna fór ekki brosið af minni og dansaði líka svona flott við hann Óskar sinn. Hann var líka svo flottur því ef Þuríður ætlaði að fara "púkast" eitthvað þá var hann svo góður í að stjórna henni og hún hlýddi sem mér fannst eiginlega æðislegt að sjá. Vildi óska þess að krakkarnir í hennar verðandi skóla muni taka henni svona einsog hann Óskar hennar Þuríðar minnar, ég veit að allir krakkar taka henni ekki einsog hún er og nenna ekki að hafa hana í kringum sig sem mér finnst ofsalega sárt að horfa uppá en þarna átti ég erfitt með að halda tárunum inni. Yndislegast! Núna segir hetjan mín að hún vilji fara í kjól því henni langar að dansa við Óskar sinn ehe.
Við erum búin að vera fundast á greiningarstöðinni þessa vikuna, bæði bara tvö vegna greiningar á Þuríði minni og líka með þeim af hennar verðandi skóla, leikskóla og fleirum sem tengjast okkur í þessum "bransa". Ofsalega góðir fundir en samt alltaf erfitt að fá greininguna þó við séum alveg meðvituð um hvernig hetjan okkar er og það eina sem ég mun segja við "ykkur" sem kom útur þessu þá er hetjan mín einsog þriggja ára gömul eða svona að meðaltali í öllum þroska en Þuríðar minnar vegna læt ég það vera nóg fyrir "ykkur". Jú hún er á hærra stigi félagslega enda finnst henni ofsalega gaman að kynnast fólki og er mjög opin en það kunna bara ekki allir að taka henni einsog hún er því verr og miður. En það sem kom okkur mest á óvart hvað hún er klár á tölvur, iðjuþjálfinn setti hana í einn leik í tölvunni og það var einsog hún hafði aldrei gert neitt annað eheh og þetta kom okkur mjög á óvart og iðjuþjálfanum. Vávh hvað það var gaman svo ef þið kæru lesendur vitiði um einhverja flotta og góða þroskaleiki fyrir hetjuna mína megiði benda mér á hvar ég get fengið þá (aslaugosk@simnet.is ), það þarf nefnilega að efla hana betur í þessu þannig ætli næsta jólagj. verði ekki fartölva eheh, DjÓk við eigum tölvu og hún fær að nota hana einsog hún vill þegar við höfum fundið réttu leikina fyrir hana. Ég fór nefnilega í BT í gær og þar voru bara til þessir Glóaleikir og starfsmaðurinn vissi ekki neitt um neina þroskaleiki (jú ég veit að Glóaleikirnir eru þroskaleikir en þá er ég að leita aðeins öðruvísi leikjum). Lélegt! Hún er nefnilega mjög áhugasöm að læra hlutina og gefst ekkert auðveldlega upp eða þar að segja ef hún heldur að hún geti þetta en stundum er hún búin að ákveða að hún getur þetta ekki og þá reynir hún ekki einu sinni.
Hún minnir mig stundum á sjálfan mig ehe en í dag veit ég samt að ég get allt ef viljinn er fyrir hendi þess vegna verð ég hrikalega fúl ef ég fæ eitthvað minni en tíu í skólanum, dóóhh!! Fékk t.d. lokaeinkunn 8 í ensku og ég hef aldrei fengið þá tölu í ensku bara svona rétt náð og orðið ánægð með það en ég var sko ekki ánægð með þessa tölu, grrrr!! Farin að gera meiri kröfur.
Úúúfffh orðin ansi langt blogg, ætlaði nú bara rétt að skrifa um Jóhönnu ehe. Helgin yfirpökkuð af allskonar skemmtilegheitum og mín farin að gera eitthvað hérna á heimilinu sem böggar ekki grindina. Hmmm hvað gæti það verið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
29.5.2008 | 10:56
Spítalaferðir, sumarhátíð og Jóhanna :)
Lítill tími til að blogga en mig langaði að segja ykkur að ég væri búin að fá svar frá Jóhönnu þar að segja lokasvar , önnur stjarna í minn kladda sem ég mun segja ykkur frá þegar ég get og hef tíma. Var nefnilega að koma úr sjúkraþjálfun með hetjuna mína, fórum beint uppá spítala og þangað þurfum við að mæta aftur á eftir í smá rannsókn og svo erum við svo heppnar mæðgur að það er sumarhátíð þarna í dag þannig við rukum í að ná í Oddnýju Erlu í leikskólannn til að leyfa henni að leika við okkur í dag.
Stelpurnar að finna til til í sumarkjóla og við roknar út.
Meira um allt síðar.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
28.5.2008 | 09:33
Svar frá Jóhönnu og fleira. Vaaarúúð laaangt.
Þið sem hélduð að hún myndi ekki svara mér, reyndar bjóst ég sjálf heldur ekki við því ehe en ég vil samt hrósa henni fyrir snögg viðbrögð þó mailið frá henni hafi ekki verið langt þá hafði hún fyrir því að svara. Ein stjarna í kladdann fyrir Jóhönnu. Hún ætlar að láta skoða þetta og sagðist vona að ég fengi svar fljótlega við þessu og við skulum vona það líka og sjálfsögðu fáið þið að fylgjast með.
Það er eitt sem mig langar að benda á, oft og mörgu sinnum hef ég fengið hræðilega leiðinleg mail og komment útaf veikindum Þuríðar minnar sem ég get ekki einu sinni talað um hérna því þau eru svo ógeðsleg. Fólk má segja allt um mig og rakka mig niður en ekki hetjuna mína sem gerir ekki flugumein. Ég hef fylgst með fullt af fólki sem ég þekki til sem er að berjast við þennan fjanda og mér finnst mjög algengt að fólk útí bæ sé að rakka þetta fólk niður, segja ýmsilegt niðrandi og mjög svo særandi. Það er greinilega algengt að við sem erum að berjast við alvarleg veikindi séum öfunduð af fólki útí bæ eða ég myndi kalla það öfund. Afhverju er það? Við megum ekki fara til útlanda án þess að fólk fari að tala, megum ekki gera neitt gott og fallegt með börnunum okkar sem eru að berjast við þennan fjanda án þess að fólk fari afstað. Megum ekki reyna gleðja börnin okkar og þá fer fólk að pæla í hinum og þessum hlutum, stundum finnst mér persónulega þurfa afsaka mig ef við erum að gera eitthvað skemmtilegt annaðhvort bara fyrir mig og Skara eða börnin líka. Það á ekki að vera svoleiðis.
Eftir að maður lendir í svona alvarlegum veikindum sérstaklega þegar barnið manns er ekki gefin mikil framtíð finnst manni maður vera missa af einhverju og verði að gera allt í gær fyrir hetjuna sína og láta alla hennar drauma rætast og systkin. Maður metur samt tímann miklu meir svo veit ég heldur ekki hvort ég verði hérna á morgun? Ég reyni að gleðja börnin mín eins mikið og ég get, þau eru númer 1,2 og 3 og ég er líka hætt að pæla í því hvað öðrum finnst þó mér finnist ég ennþá þurfa afsaka mig með suma hluti. Stundum er einsog Íslendingar (ekki allir samt nota bene) kunni ekki að samgleðjast með fólki ef aðrir eru góðir við þá og ef við erum að reyna gera eitthvað gott fyrir sjúklinginn sem á kanski ekki mikla framtíðarvon, afhverju er það? Við erum bara að reyna gott úr hlutunum og reyna láta okkur öllum líða sem best og þá er ég ekki bara að tala um okkur fjölsk. því ég veit að nokkrar fjölsk. sem eru í sömu stöðu og við hafa lent í þessu.
Útí annað eða kommentin sem ég fæ en þá held ég stundum að fólk viti ekki hvursu auðvelt sé að rekja kommentin, jú þau hafa öll sína ip-tölu og ég er ekkert svo tölvuheimsk eða tel mig það ekki þar sem ég get ekki fengið minna en tíur í tölvum ehhe. Ég þoli ekki falskt fólk, oft fæ ég falleg komment frá ykkur og oftast held ég að þau komi frá hjartanum en það er fólk þarna á milli sem er æjhi ég veit ekki rétta orðið? Ég fékk nefnilega eitt komment frá konu sem kallar sig "X" ætla ekki að segja fullt nafn hennar enda skiptir það engu en ég er bara að benda á hvursu auðvelt það sé að rekja komment í fyrra kommentinu sem hún er að segja hvað það sé æðislegt að hetjan mín sé orðin sex ára og óskar okkur til hamingju með daginn sem er bara gott og fallegt og þar skrifar hún líka undir fullu nafni en svo tæpri viku síðar kemur hún undir "lesandi" því þá var hún ekki að skrifa eins falleg komment til okkar eða var að segja við (vegna umræðunnar um mitt verðandi fæðingarorlof) okkur orðrétt "En jafnvel eitthvað sem þið hefðuð átt að hugsa út í áður en þið ákváðuð að fjölga ykkur meira?". Ekkert alvarlegt komment sem særði mig ekki eheh svo ég taki það fram en afhverju gat hún ekki komið undir fullu nafni þegar hún skrifaði þetta einsog þegar hún var að óska okkur til hamingju með daginn? Með þessu er ég bara að benda fólki á hvursu auðvelt það er að rekja komment með IP-tölum.
Hetjan mín er annars að útskrifast í dag af leikskólanum sínum, var svakalega spennt að fara í útskriftarferðina með leikskólanum og svo er "partý" í leikskólanum í kvöld sem við fjölsk. munum mæta í en ég held að perlan mín var spenntari fyrir því, því hún vissi að hún fengi að fara í pilsi eheh. Ef hún fengi að ráða væri hún í pilsum alla daga, yndislegust!
Ég fylgist mjög mikið með þessum linki þessa dagana : http://weather.yahoo.com/forecast/SPXX0238_c.html Hmmm afhverju skyldi það vera? Svo ég haldi áfram að afsaka mig þá vita margir að ég varð þrítug í fyrra og fékk "fullt" af peningum í afmælisgjöf, svo varð Skari 35 í jan og fékk líka nokkra aura og að sjálfsögðu tók ég alla þessa peninga og passaði þá vel. Mig langaði nefnilega að gera eitthvað stórmerkilegt fyrir þá eða eitthvað fyrir mig og Skara svo við gætum haldið áfram að rækta okkur og látið einsog kærustupar einsog sumir myndu segja. Núna er alveg að koma af því að við getum farið að njóta þessara gjafa frá vinum og vandamönnum, oh boy hvað það verður skemmtileg vika, húbbahúbba. Bara ég og Skari, engar búðir, engar skoðunarferðir, bara sól og sandur og afslöppun útí eitt. Svona án gríns þá verður þetta okkar fyrsta afslöppunarferð sem við förum bara tvö saman, jújú við höfum nokkrum sinnum farið út saman en það er bara til að skoða, hlaupa á milli búða svo maður kemur bara þreyttari tilbaka en NEI ekki núna eða bráðlega. Bara gott og gaman!!
Var alveg að gleyma segja ykkur að ég fór til okkar yndislegu ljósu í gær sem ætlar að sjálfsögðu að taka á móti okkar verðandi kríli en ekki hvað? Þetta var víst stelpuhjartsláttu thíhí en ég held samt að þetta verði strákur.
Orðin frekar löööööng færsla, ætli einhver sé ennþá að lesa hana? Hemmhemm!!
Læknaskoðun hjá hetjunni minni á morgun og ath hvort hún þurfi að fara hitta enn eitt teamið uppá spítala, þekkjum aðeins of marga lækna.
Slaugan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (58)
27.5.2008 | 09:33
Bréf til Jóhönnu
Ég ákvað að senda mail til Jóhönnu svo það verður fróðlegt að sjá hvort hún nenni að svara mér og ég leyfi ykkur að fylgjast með því.
Með þessari færslu í gær vildi ég bara að leyfa ykkur að sjá hvernig þetta er, vekja athygli á þessu ekki bara okkar vegna heldur allra þeirra foreldra sem eru eða gætu orðið í þessari stöðu og ég veit alveg um fleiri dæmi. Ég held að það yrði bara þannig að foreldrar verða að svindla á kerfinu (hvernig sem það er hægt) svo þeir geta lifað.
Mig langar líka að vekja athygli á öðru en þar sem ég fæ þessar foreldrargreiðslur á ég engan rétt neinstaðar. Ef ég þarf að leita til sjúkraþjálfara vegna grindarinnar eða annarra þannig þjónustu verð ég að borga fullt verð í staðin að fá niðurgreitt frá mínu stéttarfélagi. Ég held að margir sem eru í sömu stöðu og við hefðu engan veginn efni á því enda kostar allt sem þú þarft að leita til morðfjár. Þannig EF ég þarf að leita til þannig þjónustu get ég annaðhvort gleymt því og orðið að öryrkja eða farið á hausinn og selt allt sem ég á, hvort er betra? Nota bene ég er ekkert að endilega að tala um okkur fjölskylduna, ég er að beina þessu til allra sem eru í sömu stöðu og við þannig ég er bara að taka svona dæmi. Þetta kerfi er bara rugl.
Farin til ljósmóður minnar sem nota bene hefur verið með mig allar mínar fjórar meðgöngur, hvursu heppin get ég verið? Ég var svo heppin að hún lenti á heilsugæslunni "minni", víííí!! Gott að þurfa ekki að útskýra neitt og hún veit allt um okkur og hvernig mér hefur liðið á öllum mínum meðgöngu, hún tók meira að segja á móti Theodóri mínum og ég fengi stelpu myndi ég skíra í höfuð á henni ef hún myndi ekki heita sama nafni og ég ehehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.5.2008 | 14:07
Virkilega reið
Ég er ekki vön að blogga tvisvar yfir daginn en mælirinn er bara fullur þannig ég varð núna:
Vávh hvað ég er virkilega reið núna. Þar sem ég er mjög skipulögð manneskja ákvað ég að senda fyrirspurn um mitt væntanlega fæðingarorlof (sumum finnst ég of skipulögð ehe) en mér finnst ég bara þurfa að hafa hlutina á hreinu.
En ég sendi mail á þá á vinnumálastofnun eða þá sem sjá um þetta dæmi og fékk svar mjög fljótlega frá þeim sem ég vil hrósa þeim fyrir því ekki var/er ég vön að fá svona frá Tryggingastofnun þegar ég hef þurft að vera í sambandi við þá. Bara flott.
En málið er að þessar ákveðnu foreldrargreiðslur sem tóku gildi 1.febrúar sirka og ég á rétt á að fá sem er gott mál gilda ekki til fæðingarorlofs. Hvursu skítt getur það verið? Jú ég verð að vera búin að vera inná vinnumarkaðnum í 6 mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag væntanlega barns annars verða greiðslur mínar tæpar 45.000kr á mánuði. En bíddu ég get ekki verið útivinnandi vegna langveiks barns og hvernig á helvita (sorrý) maður að geta lifað á þessum greiðslum með fjögur börn á framfæri? Þetta kemur í staðin fyrir mín laun þar að segja foreldrargreiðslurnar þannig ég verð að vona sem ég geri svo heitt og innilega ekki að ég þurfi á þessum greiðslum að halda á næsta ári líka svo við fjölskyldan þurfum ekki að lifa á loftinu. En lágmarksgreiðslurnar eru 130.000kr á mánuði sem eru ekki háar en þær hjálpa, betra en að fá 0kr en ég gengst undir þær greiðslur. Svo þið skiljið rétt þá verð ég að vona að Þuríður mín verði áfram veik á næsta ári svo við getum haldið áfram að lifa, jú ég veit að stefnan er sett á að hetjan mín byrji aftur í krabbameðferðinni í haust en að sjálfsögðu væri óskastaðan önnur.
Þetta heilbrigðiskerfi er skítt eða bara kerfið útí eitt. Ég bara skil ekki hvernig þeir geta látið þetta ganga svona, verður einhver innan geirans að veikjast eða eignast veikt barn svo þetta breytist? Ég vill samt engu svo illt að það gerist en oftast þarf eitthvað svoleiðis því þeir vita ekkert hvað foreldrar eru að ganga í gegnum hvað þá þeir sem eiga engan rétt. Er ekki nóg með að foreldrar séu undirlagðir af álagi með veika barnið sitt hvað þá að leggja fjárhagsáhyggjur líka ofan á það. Ég er ekkert bara að tala um okkur, heldur alla þá foreldra sem eru að ganga í gegnum það sama. Álagið er gífurlegt og það getur engin sett sig í okkar spor nema lenda í þessu sjálfur sem betur fer hefur þetta bara styrkt okkur Skara en ekki farið í hina áttina sem alltof oft gerist því verr og miður. Ég gæti bara aldrei staðið í þessu ein.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
26.5.2008 | 09:23
Endalaus þreyta
Oh my, er búin að bíða eftir þessari þreytu síðan ég veit ekki hvenær. Allavega þessi eftir á þreyta sem kemur alltaf þegar vel gengur er mætt á svæðið og núna er það sem mig langar virkilega að fara í burtu og slappa af með Skara mínum. Gvuuuð hvað mig dreymir um sand, sól, hita, ís, (hefði langað að segja ískaldan bjór en það kemur víst ekki til greina ehe) og það er aldrei að vita að þessi draumur fari að rætast?
Lítið að frétta af verðandi stórri fjölskyldu, reyndar er Þuríður mín mjög slæm af asmanum og versnar bara ef eitthvað er samt búin að vera síðustu þrjár vikur á virkilega sterkum lyfjum einsog þessum sterum og núna reyndar á súper þriggja daga skammt af pensilíni því það var einhver skítur í öðru lunganu en ekkert er að hjálpa henni nema gera okkur foreldrana gráhærð með ræsi kl 5:30 á morgnanna (nóttinni reyndar). Erum búin að þurfa fara alltof margar ferðir (meira en venjulega allavega) uppá spítala í allskonar tjékk á henni, hún er reyndar ekki að metta fullkomlega en samt ekkert til að hafa áhyggjur af. Æjhi vonandi fer hún bara að hrista þetta af sér svo sumarið verði gott hjá henni.
Útskrift hjá henni í leikskólanum á miðvikudag sem hún verður spennt að bíða eftir þegar ég segi henni frá því en samt mun hún eiga eftir tæpa tvo mánuði á leikskólanum eða þanga til miðjan júlí þegar þau systkinin fara öll í sumarfrí. Mjög skrítið að eiga bráðum skólastelpu
Er alltof þreytt til að blogga meira..... En helgin var frábær hjá okkur, þreföld afmæli, euro-partý og svo lengi mætti telja.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2008 | 12:42
Eitthvað að frétta?
Tjah ekkert svakalega mikið. Hetjan mín er búin að vera á sterkum steratöflum síðustu þrjá daga og klára þann kúr á morgun en hún er með svo mikin asma að hún hefur átt erfitt með andardrátt. Þessar steratöflur áttu nú að virka strax en fannst hún samt hafa mjög þungan andardrátt í morgun, hmmm well eigum að hafa samband uppá Hring á morgun og láta vita af stöðunni.
Ef ég væri í fullri vinnu í dag þá væri ég væntanlega að fara hætta vegna grindarinnar minnar, bwaaahh!! Ég er strax farin að labba einsog ég veit ekki hvað og ekki komin langt á þessari meðgöngu þannig mér er farið að kvíða fyrir hvernig næstu mánuðir verða. Hef alltaf verið að "deyja" í grindinni á öllum meðgöngum nema verst á síðustu en þá þurfti ég bara að liggja fyrir síðasta mánuðinn því þá var ég hætt að geta labbað. Það sem maður leggur á sig til að fjölga mannkyninu eheh, vissi alveg að þetta myndi ske en samt ekki svona snemma. Ok þetta verður sem sagt síðasta meðgangan enda get ég líka verið í skýjunum að eiga bráðum fjögur börn og eiga mjög auðvelt með að fjölga þeim.
Þar sem ég er mjög forvitin að eðlisfari ákvað ég að skreppa í sónar og kíkja á litla krílið mitt sem er aðeins 5,5cm á lengd (en samt ekki hnakka.....). Langaði svo að sjá hjartað slá og alltaf finnst mér þetta alltaf jafn merkileg upplifun og alveg ótrúlegt að þetta skuli vera inní mér. Það er komin föst dagssetning á mig sem er 3.des sem sagt mun barnið koma 17.des þar sem ég er vön að ganga tvær vikur framyfir með börnin mín, dóóhh!! Nema reyndar Teddalíus en það var ástæða fyrir því en ég var sett afstað þegar ég var gengin 6 daga framyfir vegna Þuríðar minnar sem var að byrja í harðri krabbameinsmeðferð, mínar meðgöngur eru bara 42 vikur. $%#&#$% Mig hefur alltaf dreymt um jólabarn og það mun víst koma, alveg ótrúlegt að ég/við getum bara ákveðið "hey já við skulum eignast barn í des" Búúúúmmm það kemur í des, maður getur nánast ráðið hvaða mánuð það kemur, hvursu heppin getur maður verið? Margir hafa líka spurt okkur hvort við ætlum að vita kynið og þó að ég sé mjööööög forvitin þá er staðan þannig í dag að við ætlum ekki að gera það, en plönin geta breyst?
Þó ég eigi að eignast barn í byrjun des stefni ég samt á að útskrifast um jólin, það verður erfitt en ég mun geta allt ef viljinn er fyrir hendi. Ég kem bara beint af fæðingardeildinni (einsog einhver sagði) í útskriftina ehe.
Sveitaferðin sem við fórum í á þriðjudaginn með leikskólanum var bara skemmtileg, Teddilíus hélt fast í móðir sína, greyjið hefur svo lítið hjarta en hinar tvær voru með nefið ofan í öllum dýrum sérstaklega Þuríður mín. Hún er efnileg sveitakona.
Þuríður Arna mín fékk að sjálfsögðu að halda á einu lambinu og vegna þess að hún átti afmæli í dag fékk lambið nafnið Þuríður sem hún var svaklega stollt af en ekki hvað?
Systkinin stilltu sér upp í 10 sek fyrir myndatökur ehhe og ekkert svakalega glöð með einhverja svona truflun.
Ætla núna að fara mína síðustu ferð til að leita mér að meðgöngufatnaði, damn hvað mér finnst allt ljótt. Ég meina þó ég sé ólétt þarf ég ekki að líta út einsog tjald, fer ö-a í fýluferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
20.5.2008 | 07:27
Afmælisbarn
Elsku besta Þuríður Arna mín er sex ára gömul í dag, elsku besta stelpan mín hjartanlega til hamingju með daginn. Ég veit hvað þú ert búin að bíða eftir þessum degi lengi og loksins er komið af því að þú ert sex ára gömul og alveg að fara í skóla sem þú hefur beðið ennþá lengur eftir.
Við ætlum að byrja afmælisdaginn að fara í sveitaferð með leikskólanum, borða pulsur með þeim svo veit ég að þig langaði að baka vöfflur handa þeim sko krökkunum í leikskólanum og svo ætli þið systur að enda dagin að halda smá afmælispartý fyrir nágrannavini ykkar.
Njóttu dagsins elsku hjartans Þuríður Arna mín.
Hérna er hetjan mín að hitta eitt af goðunum sínum eða reyndar er bara eitt lag sem hún elskar með þeim eheh sem er furðuverk.
Þuríður Arna og Pétur Jóhann, held að henni langaði bara að knúsa hann því henni fannst hann svo krúttlegur. Hverjum finnst það ekki?
Sveppi er líka eitt af idolum hennar, kanski bara útaf prumpulaginu, veit ekki?
Besta vinkona hennar Þuríðar minnar er að sjálfsögðu Halla hrekkjusvín.
Svo ein í lokin af þeim systrum, endalaust fallegar systur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (71)
18.5.2008 | 15:56
Bara draumur í dós
Það var hrikalega gaman í gær í tívolíinu í Svíþjóð, komum heim um níu í gærkveldi og alveg búin á því en stelpurnar voru vakandi í 18 klukkutíma straight (fyrirutan 5 mín. dott í rútunni á leiðinni í tívolíið) sem sýnir bara að Þuríður mín er mjög orkumikil þessa dagana. Einhverntíman hefði hún ekki geta haldið sér vakandi meira en tvo tíma, bara gott og gaman.
Ætla bara að leyfa ykkur að njóta ferðarinnar með okkur hérna í nokkrum myndum, njótið!
Perlan mín dottaði í 5 mín í rútunni alveg til í lætin.
Þarna er Þuríður mín Arna að koma þjótandi niður og þið sjáið perluna mína fylgjast með hérna til hliðar, en þetta var fyrsta tækið sem hún fór í sem var að sjálfsögðu vatnsrússíbani ásamt pabba sínum. Verst að hún var of lítil í flest stærri tækin sem henni langaði í, það er svona að vera lítið miða við aldur.
Hetjan mín svaka stollt að sýna okkur hvað hún blotnaði mikið í rússíbananum.
Perlan mín stollt að sigla bátnum.
ÉG veit ekki alveg hvort skemmti sér betur í þessu tæki, Þuríður Arna mín eða Skari minn.
Þetta er eitt af uppáhalds tækjum systranna, þær hreinlega skríkja báðar af gleði allan tímann.
Komin smá svefngalsi í stelpurnar.
Að sjálfsögðu var Þuríður Arna mín að kæla sig niður í góða veðrinu með góðum drykk.
Oddný Erla glöð með ferðina, takk fyrir!! En þessi ferð var algjör draumur dós fyrir þær sérstaklega hetjuna mína sem ELSKAR tívolí.
Hefði getað sett trilljón myndir í viðbót en leyfi bara ættingjum og vinum að njóta þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.5.2008 | 09:00
Tívolííííííí
Stelpurnar mínar elska tívolí sérstaklega Þuríður mín sem hreinlega gæti búið þar og farið í öll tækin aftur, aftur og aftur þar er ein af þeim fáum stundum sem við höfum séð hana brosa allan hringinn allan daginn eða á meðan hún er í tívolíinu og svo skríkir hún hátt. Oh boy mínar uppáhalds stundir er að fara með börnin mín í tívolí sérstaklega hetjuna mína og ég fæ eina svona stund uppfyllta á morgun
Styrktarfélagið er nefnilega að bjóða öllum börnum í meðferð, nýbúið að ljúka meðferð og systkinum þeirra til Svíþjóðar í fyrramálið (nótt) og þangað ætlum við ásamt fullri flugvél af kátum krökkum og foreldrum að eyða laugardeginum og koma svo heim annað kvöld. Þetta gerir félagið árlega í boðið Icelandair en í fyrra fórum við í Legoland en núna ætlum við í einhvern svaka flottan skemmtigarð í Gautaborg og ég hreeinlega get ekki beðið eftir að heyra hetjuna mín skríkja af gleði og að sjálfsögðu perluna mína líka en Teddilíus ætlar að vera hjá ömmu Oddný og afa Hinrik í dekri á meðan. Við ætlum bara að njóta þess að vera með stelpurnar okkar, skipta okkur niður á þær og fara ÖLL tækin sem þeim langar í og hreinlega gera allt það sem ÞEIM langar sem verður bara gaman. Teddilíus fær bara að koma á næsta ári en það er nógur tíminn hjá honum því líka á næsta ári þá verða börnin orðin fjögur ef allt gengur að óskum eheh. Oh boy er að verða fjagra barna móðir. Hefði ég geta ímyndað mér það fyrir sex árum þegar Þuríður mín fæddist, niiiiiiihhhh!! Þetta verður bara gaman!!
Það hafa margir spurt hvenær ég sé sett jú það er mánaðarmótin nóv/des sem sagt jólabarn því ég er vön að ganga með börnin mín tvær vikur framyfir, alltaf dreymt um að eignast jólabarn og það er nóg að hleypa Skara inní herbergi níu mánuðum fyrir jól og þá bara búúúúúmmm (hann hefur nefnilega sofið inní stofu síðusta ár svo ég yrði ekki ólétt ehe því það er nóg að fá smá andardrátt frá honum ehe en það var ekki í boðið fyrr en í des). Ef allir væru svona heppnir og ég (við) og eiga svona auðvelt með að eignast börn.
Mér finnst líka endalaust fynndið hvað margir hafa rætt það sín á milli (fólk sem ég þekki ekki einu sinni) "gvuuuð gengur hún með tvíbura?" Það tóku allir þessu bókstaflega að ég gengi með tvíbura ehe, ég var orðið aðal umræðuefnið á vinnustöðum bæjarins sem mér finnst ennþá fyndnara en maður er að heyra ýmsar sögur. Mér er farið að líða einsog Stebba Hilmars mhúhahaha!! Jújú það eru allavega 1500 iptölur sem kíkja á síðuna mína á dag og ég fór að hugsa um það í gær eftir að ég las góða grein á einni heimasíðunni að ég væri allavega að tala við 1500 manns á dag, það vita alllir allt um mig (svona nánast) án þess að ég þekki 1/3 af þessu fólki. Skrýtið! Svo eru líka margir sem eru hneykslaðir á því að ég skuli vera ólétt jújú ég fékk það komment líka þegar ég var ólétt af Teddalíus, ég gef bara s... í þá. Það eru margir svo gamaldags og ef maður á veikt barn þá á maður ekki að eignast fleiri eða þó maður eigi ekki veikt barn þá á maður bara að eiga tvö börn, fólki í dag finnst það bara nóg. Bíddu hvað áttu ömmur okkar mörg börn? Jú amma mín átti þrjá stráka á þremur árum og svo komu þrjú önnur síðar og engin varð hneyklsaður á henni? Það er ekki einsog einhver annar þurfi að ala mín börn upp fyrir mig, hef ekki átt í vandræðum með það þó ég dekri aðeins of mikið við þau eða það finnst sumum eheh. Til þess eru þau.
En vitiði það, ég er hætt að kippa mér upp við þessi hneyksli jú þau fóru dáltið í mig þegar ég gekk með Teddalíus en ekki lengur. Þegar ég átti hann var rosalega erfitt tímabil með Þuríði mína, hún var mjög veik, krampaði sirka 50 krampa á dag, var að byrja í krabbameðferðinni, nýkomin frá Boston úr aðgerð þannig hann gat ekki komið á betri tíma. Ég veit ekki hvar ég væri án hinna barna minna í þessu stríði, þau hafa hjálpað ofsalega mikið. Sumir segja sem eiga veik börn að þau séu fegin að börnin væru ekki fleiri en þetta ákveðna veika barn svo þau gætu einbeitt sér alfarið af því en ég er fegin að ég átti fleiri en Þuríði mína í þessu stríði því þau hafa lyft okkur upp með gleði sína og rosalega glöð að ég fæ að fá eitt í viðbót. Þannig það er misjafnt hvað fólki finnst.
Kanski verður einhver svona rússíbani fyrir Þuríði mína á morgun en hún fer í öll stærstu tækin sem hún má fara í, gvuuuð hvað ég er orðin spennt.
Eigið góða helgi, við ætlum allavega að njóta hennar í botn og hafa það geggjaðslega gaman.
Knús í krús
Slaugan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
104 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 4870668
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar