Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Húmoristinn hún Þuríður Arna mín

Einsog alla þriðjudaga fórum við mæðgur í sjúkraþjálfun eftir skóla, hún bætir sig með hverri vikunni þessi elska.  Ég elska að fara með hana í þessa tíma því hún er svo mikill húmorist og alltaf að reyna snúa sjúkraþjálfaranum, plata hana í einhverja hluti sem stundum tekst og bara ótrúlega gaman að fylgjast með henni hvað henni gengur vel.  Einsog í tímanum í dag þá átti hún að gera sína æfingu sem var að hoppa jafnfætist milli hluta sem tókst svona glimrandi vel, alltaf að bæta sig í hoppunum.  Þegar hún var búin að hoppa ákvað mín bara að setjast á dýnu og sagði við sjúkraþjálfarann "jæja nú þú" hahaaha!!  Auðvidað átti hún að gera einsog hún eða það fannst Þurðíði minni sjálfsagt, afhverju á hún að gera þetta allt á meðan þjálfarinn fylgist bara með.Whistling

Það gerðist líka eitt kraftaverk í dag, Þuríður mín hún skrifaði Þ.  Jííííhaaaa!!!  Auðvidað var þetta bjagað Þ en samt flottasta Þ sem ég hef nokkurn tíman séð.  Hún var sjálf ótrúlega stollt af sér þá hvað þá ég, það var líka gaman því við vorum heima hjá mömmu og pabba þegar hún gerði þetta kraftaverk.  Jú hún hefur alltaf verið að æfa sig að gera O sem hefur tekist en að gera sinn eigin staf er bara best og gaman að sjá.  Æfing skapar meistarann!!  Flestum foreldrum sem eiga 6 ára heilbrigð börn finnst þetta ekkert merkilegt, bara eðlilegasti hlutur en þetta er sko STÓÓÓÓRT kraftaverk hjá hetjunni minni.

Það er samt eitt sem ég hef áhyggjur af, hún er farin að haltra enn eina ferðina og kvartar ekkert en einsog ég sagði við mömmu þá er betra ef hún myndi kvarta þá myndi ég vita að hún finndi til en það gerir maður ekki ef ástæðan er önnur hjá hetjunni minni (þar að segja ef þetta væri einhverskonar lömun sem ég er ekki að segja bara áhyggjur að það væri ástæðan).  Hún gerði þetta líka fyrir nokkrum vikum en það gekk tilbaka og komið svo aftur þannig maður veit ekki alveg ástæðuna og fer strax að hafa áhyggjur.  Erum að fara hitta doktorana hennar í næstu viku og látum þá ath þetta.

Enn meiri lyfjaminnkun byrjar á morgun, svo þegar þessi mánuður er liðinn þá er ein tegund af fjórum farin og vonandi mun þetta takast í þetta sinn.  Alltaf mikill kvíði fyrir þessu.  Engir krampar síðan í feb í fyrra, ótrúlegt en satt.


Við mæðgur erum heima á tjillinu....

Jebbs við Þuríður Arna mín erum heima í dag.  Vorum nefnilega að koma frá húðsjúkadómalækninum þar sem hún er mjööööög slæm af flökkuvörtum sem hún er búin að vera með í meira en ár og fær endalaust mikið exem í þær og þá klægjar henni mikið svo þetta er ekkert að lagast hjá henni.  Mikið ofsalega væri ég orðin pirruð ef mig klægjaði svona mikið en hún sýnir engan pirring.  Meira að segja búin að fá smá sýkingu í þetta og ekki segir hún neitt.  Lækninum brá dáltið þegar hann sá hvursu slæm hún væri þannig hann bar eitthvað á þetta og nú kl tólf þarf ég víst að þrífa það af og svo kemur í ljós eftir tværi vikur hvernig það heppnaðist.  Þess vegna er hetjan mín heima, ekkert alvarlegt bara ofsalega þreytandi fyrir hana greyjið.  En hún er annars á leiðinni í svæfingu útaf þessu og þetta verður "pússað" af og sem betur fer er hún vön svæfingum og þess háttar þannig það eru engar áhyggjur. Svo þarf líka að taka einn blett af henni í leiðinni, heldur engar áhyggjur af því.  Hún fær ekki bara eitt hún fær ALLT.

Þuríður mín er annars ágætlega hress, sofnaði kl sjö í gærkveldi alveg gjörsamlega búin á því og þurfti að vekja hana tólf tímum síðar í morgun.  Er núna bara að horfa á Alvin og íkornana sem er mikið uppáhald þessa dagana svo ætlum við að fara yfir stafina og hún búin að heimta að æfa sig að skrifa eitthvað á blað.  Langar svoooo mikið að geta skrifað stafina sem er ekki alveg að takast þessa dagana en það TEKST.

Helgin var ótrúlega róleg og góð hjá okkur Skara, bara afslöppun útí gegn þó svo ég hafi sofið og varla gert handtak alla helgina þá er ég gjörsamlega búin á því.  Hvað er málið?

Í lokin langar mig að benda ykkur á auglýsinguna "mína" hérna til hægri, endilega kíkið á sýninguna hjá Elsunni minni.  Bara flott málverk sem svíkur ENGAN.  Ég hef verið svo heppin að fá eitt málverk eftir hana að gjöf sem er endalaust flott getið kíkt á síðuna hennar á www.elsanielsen.com og skoðað verkin eftir hana.

Ætla að leggjast uppí sófa og lesa smávegis fyrir skólann, verð víst að klára heimavinnuna mína fyrir fimmtudag (á vanalega að skila á mánud.) þar sem ég verð ein heima með börnin nk helgi eða frá fimmtud. til sunnudags þá er best að klára það fyrir þann tíma.  Er ekki mikið að læra með börnin mín þrjú eheh vill frekar njóta þess að gera eitthvað með þeim.


Þreytt hetja

Þuríður mín er endalaust þreytt, tekur á fyrir svona lítinn "veikan" kropp að vera í skóla.  Kanski er maður að pína hana of mikið?  Veit ekki?  Hún er samt alltaf ótrúlega glöð og ánægð með lífið það vantar ekki, þurfti reyndar að gefa henni verkjalyf í gærkveldi því hún kvartaði svo mikið í höfðinu og hætti ekki fyrr en ég gaf henni verkjastillandi.

Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fínhreyfingar hennar hafa tekið miklu kipp, sjúkraþjálfarinn hennar er mjög dugleg að æfa hana í því og maður sér mikin mun.  Farin að kubba en ræður ekki ennþá við að skrifa, þær hreyfingar eru frekar erfiðar fyrir hana en hún er endalaust að æfa sig því henni langar svo að skrifa stafina einsog Oddný systir hennar.  Ég man svo vel eftir því fyrir tæpum fjórum árum (vávh hvað þetta er orðið langur tími) rétt áður en hún veiktist þá tveggja og hálfs árs gömul þá púslaði hún 25-50 púslum nánast blindandi en það gæti hún ekki í dag þó svo hún sé farin að geta púslað en þetta kemur allt saman, ég veit það.  Hún var ótrúlega "heppin" hvað hún var undan í þroska í felstu en jafnaldrar hennar þegar hún veikist því það hefur hjálpað henni mikið í veikindum sínum.

Mín hlakkar mikið til helgarinnar því við Skari ætlum að njóta hennar tvö, börnin fara uppá Skaga í pössun og við ætlum bara að njóta þess að vera saman og Zzzzzzzz.  Reyndar er ég búin að geyma gullið mitt (humar) inní frysti síðan í byrjun sumars sem við fengum gefins og bíða eftir rétta tækifærinu til að borða hann og að sjálfsögðu ætla ég að taka hann úr frystinum og láta Skara minn grilla hann handa mér.  Oh mæ god hvað ég er spennt að slurpa honum í mig.  Gæti líka hugsað mér að fara í bíó, hmmmm!!  Hvenær var það síðast?  Jú ö-a einhver barnamynd með börnunum mínum svo ætlum við reyndar ÖLL fjölskyldan að fara í leikhús á sunnudaginn á hann Gosa vin okkar.  Við fórum reyndar á hann fyrir ári síðan með styrktarfélaginu en samt ekki Theodór minn sem fær að sjálfsögðu að fljóta með núna og bíður spenntur eftir því.  Svei mér þá, þá gæti ég ö-a verið varaleikari í sýningunni því ég kann ÖLL lögin og ö-a alla textana eheh, búin að hlusta á diskinn 9999x.

Skari minn fer svo til Berlínar eftir viku og ég hefði sko ekkert á móti því að fara með honum, ráðstefna um börn með krabbamein.  Ætlaði reyndar kanski að gera það en áform breyttust og svo er orðið djöh dýrt að fljúga þangað.  Aaaaargghh!!

Brjálað að gera í lærdómnum, er byrjuð að hugsa um lokaritgerðina mína sem ég mun skila í byrjun nóv.  Að sjálfsögðu vel ég eitthvað sem ég veit mikið um sem ég er búin að gera og hlakka bara til að gera hana og fara létt með.
tur.flug
Set svo eina inn af hetjunni minni sem var tekin sumarið '06 rétt áður en æxlið hennar greindist illkynja, þarna var hún farin að krampa 10-50 krampa á dag og farin að lamast hægra megin.  Hún er þarna annars í útsýnisflug í fjölsk. útilegu hjá styrktarfélaginu, oh mæ god hvað henni finnst gaman að fljúga og tekur sig vel út.


Ótrúlegur kraftur í hetjunni minni

Á hverjum þriðjudegi förum við mæðgur alltaf í sjúkraþjálfun sem henni finnst oftast ekki leiðinlegt en nennir ekki þegar þreytan er of mikil sem er skiljanlegt því ég myndi ekki nenna í ræktina ef ég væri algjörlega orkulaus og myndi ekki láta neinn segja mér samt að fara og gera einhverjar æfingar.  En við "pínum" hana samt oftast en svo kemur bara alltaf í ljós í tímunum hvort hún orki þá hluti eðurei eða þá fær hún líka bara að æfa sig að blása sápukúlur eða fínhreyfingar sem er frekar afslappandi.  

Í dag var hún sko í stuði, hlakkaði til að hitta Marit sína og sagðist sko ætla að vera dugleg.  Hún byrjaði að gera sínar vikulegu æfingar og alltaf er verið að bæta við og láta þær vera erfiðari enda er komin dáltill kraftur í hetjuna mína sem eykst með hverjum deginum sem líður.  Fyrir sirka ári síðan þá gat hún nánast ekkert látið taka sig í "hjólbörur" þið vitið þá er haldið í lappirnar og hún labbar með höndunum enda þá var mikil lömun í hægri hendi.  Gat þá kanski tekið 1-2 skref með höndunum en hrundi þá bara niður, fyrir sumarið eða sirka hálft ár síðan var hún farin að geta "labbað" fjögur/fimm skref en svo áðan hélt kraftaverkið áfram að gerast því stúlkan "labbaði" heil 50 skref en þá hætti sjúkraþjálfinn eheh.  Þvílíkur kraftur í þessari stelpu sem er alltaf að sýna það og sanna að kraftaverkin gerast og maður á ALDREI að gefast upp.  Ég hef aldrei nokkurn tíma kynnst öðrum eins karakter sem ætla sér allt ef viljinn er fyrir hendi því svo eftir þessa hjólböruferð tók hún sig til og klifraði upp svona kaðalstiga sem væri erfitt fyrir heilbrigað manneskju að gera og það ALLA leið upp sem hefur ALDREI gerst áður enda vorum við sjúkraþjálfarinn hissa á þessari hetju, viljinn er hrikalega sterkur.  Ótrúlega gaman að sjá þennan rosalega mun á þessu eina ári og það er alltaf eitthvað að bætast við.  Hún var líka ótrúlega stollt af sjálfri sér og kom sérstaklega til mín til að gefa mér einn fimmara ehehe.  Yndislegust!!

Annars fór mín í blóðprufu í morgun og þá kom líka í ljós hvers vegna ég er þreytt ALLAN sólarhringinn, með endalausan svima, sjá þessar stjörnur og svo lengi mætti telja.  Jú ég er alltof blóðlítil einsog ég verð alltaf á meðgöngum mínum þannig ég verð að auka skammtinn af járninu og reyna gera eitthvað í þessu svo ég get kanski haldið mér vakandi í tvo/fjóra tíma í einu.  Dóóhh!!

Allir annars ágætlega hressir á heimilinu...


Kartöflukeppnin fræga

P9214791
Þá er sú keppni yfirstaðin í brjáluðu roki og rigningu á Stokkseyri en ég held að börnunum hafi ekkert funndist það leiðinlegt eheh.  Voru bara vel dúðuð og gátu drullumallað.... hérna eru krakkarnir mínir ásamt Evu systurdóttir minni lengst til hægri.

Nei við unnuð ekkert en skemmtum okkur svakalega vel og fengum líka nýjar fínar kartöflur til að sjóða í kvöldmatinn, slurp slurp!!  Jú öll börn yngri en ferming fengu að sjálfsögðu verðlaunapening fyrir þátttökuna en ég fékk ekki einu sinni svoleiðis eheh.
P9214862
Ég er samt fegin að ég fékk ekki þessi verðlaun eheh, skammarverðlaunin í ár.

Annars hefur gengið vel með lyfjaminnkunina hjá hetjunni minni en við munum minnka lyfjaskammtinn hennar enn meira um mánaðarmótin og svo verða þessi ákveðnu lyf tekin algjörlega af henni 1.nóv og þá eru "bara" þrjár tegundir eftir af fjórum en stefnan er reynt að láta hana "bara" vera á tveimur tegundum en það verður tekið hlé frá 1.nóv frammað myndatökum í byrjun janúar.  Þá verður séð hvernig þær myndatökur koma út og framhaldið ákveðið, þetta er ótrúlega stressandi en vonandi þess virði. 

Ég var hjá ljósuninni í morgun og að sjálfsögðu gekk það súper vel, er víst með mikið legvatn enda kúlan í stærri kantinum ehhe.  Fékk það staðfest í morgun að það má byrja ýta við bumbubúanum þegar ég er komin 38 vikur og þá kanski tekst mér að eiga á réttum tíma hemmhemm!!  Það er sem sagt kringum 20.nóv og það eru nú BARA átta vikur þanga til.  Jeijjíbbíjeij!!  Verður ö-a fljótt að líða sérstaklega ef það heldur áfram að ganga vel með hetjuna mína sem er jú reyndar alveg búin á því eftir daginn þrátt fyrir lyfjaminnkun. Hmmm!!

Ætla koma börnunum í rúmið og svo aðeins að kíkja í skólabækurnar, það er nefnilega svo gaman að læra þegar það er auðvelt og gengur vel.


Ár kartöflunnar

Vissu þið það?  Ehehe nei ég hefði ekki græn grun um það ef ég væri ekki í frægu kartöflukeppninni sem er haldin árlega í fjölskyldunni minni þar að segja afkomendur afa míns og ömmu sem er nú orðinn veglegur hópur og alltaf að aukast í hópnum.  Við erum t.d fjórar núna sem eigum von á okkur, ein sem er ö-a farin að bíða óþolinmóð og svo verðum við þrjár í kringum nóv og des.  Allavega við fjölskyldan förum á Stokkseyri á sunnudaginn og tökum upp okkar kartöflur og hittum allt liðið, það er alltaf stemmning þegar hver tekur upp "sína kartöflu" því svo er keppni um þyngsta aflann, stærstu kartöfluna og svo eitt en sem ég man ekki en því var bætt við vegna "ár kartöflunar".  Við erum allavega spennt fyrir helginni en hérna er ein af systkinunum síðan í fyrra en Þuríður mín varð í þriðja sæti sem þriðja þyngsta aflan og var ótrúlega stollt með medalíuna sína því að sjálfsögðu eru vegleg verðlaunGrin.

kartoflur
Þarna er hún ennþá með "strákakoll" en hárið hennar hefur verið ótrúlega fljótt að vaxa.  Bara flottust!!

kartoflur_1
Stollt með medalíuna sína.

Þuríður mín er annars ofsalega kát þessa dagana, þið sjáið hana varla öðruvísi en brosandi þó hún sé mjög þreytt þessa dagana og þarf því miður að leggja sig alla daga en maður hélt eða vonaði að hún væri komin yfir það en svo gott er það ekki þó að sé nú ekki að versta.

Ég skil ekki þessa þreytu sem er að hrjá mig, ég er ALLTAF þreytt.  Jújú ég er á sjöunda mánuði en fyrr má nú vera þreyta, hélt að það myndi líða yfir mig áðan þegar ég var að keyra fékk svona líka aðsvif en ég er nú að reyna japla á þessum meðgöngutöflum sem ég á að taka inn.  Ætli þetta sé ekki sá tími þegar þreytan kemur þegar vel gengur þá verður maður gjörsamlega búin á því bæði á líkama og sál.  Grindin er að sjálfsögðu ennþá ónýt verður bara ónýtari með hverjum degi sem líður en ég hef nú minnstu áhyggjur af henni, verra bara að geta ekki hlaupið á eftir krökkunum án þess að finna allt klofna í sundur og þurfa svo leggjast uppí sófa vegna verkja.  Aaaaaargghh!!

Skólinn hjá mér byrjar vel, ekki spurja af því.  Að sjálfsögðu mun ég brillera og taka þetta með trompi, skil ekki þessar gáfur mínar.Whistling  Hlakka til að fá fyrstu húfuna mína í des þegar ég útskrifast well þar að segja ef ég kemst í útskriftina verð væntanlega nýbúin að eiga 19.des þegar það á að vera? ....vona samt ekki. (skrifuð 3.des)  Er búin að fá leyfi frá kennurunum að taka prófin fyrr en þau eiga að vera þegar ég er skráð eða frá 1.des til eitthvað......

Við fjölskyldan ætlum að hafa "partý" í kvöld og núna er orðin sprengja hérna inní stofu.  Krakkarnir komnir með hálft herbergið hingað inn, úúúffhh!!  Perlan mín hún Oddný að dreifa sængum og teppum um alla stofu, er að reyna búa til tjald eheh en hin tvö horfa bara á og bíða spennt eftir að arkitektin sé búin að ljúka sinni vinnu.   ...og svo er að brullup á morgun.

Eigið góða helgi, við ætlum að reyna njóta hennar í botn.


Verðandi Ólympíufarar

P9154685
Þuríður Arna mín ótrúlega flott í bringusundinu

P9154693
Maður verður víst að fá að hvíla sig á bakkanum eftir "100 metrana".

P9174733
Oddný Erla mín er orðin frekar góð í sundinu. Mjög einbeitt á svipinn.

P9174738
Systurnar að fíflast í lauginni.

Oft er einsog þær séu tvíburar allavega hagar Oddný mín Erla sér oft þannig, því stundum í sundtímum t.d. verður hún hálf vængbrotin ef Þuríður Arna er of langt frá henni.  Ég held líka að hún sakni hennar af leikskólanum, er hálf leið oft eftir að hún hætti á leikskólanum og kanski er það vegna þess að henni vantar Þuríði sína.  Vill kanski halda ábyrgðinni sem hún hefur oft þegar kemur að Þuríði sinni?  Veit ekki?

Börnin sofnuð þannig þá ætla ég að njóta kyrrðarinnar og klára læra, oh mæ god hvað ég er klár í þessu öllu saman ehe.  Finnst þetta besti tíminn til að læra enda finnst mér frekar leiðinlegt að horfa á imbann.

Góða nótt kæru lesendur.....


"mamma ég er með mikið krabbamein"

Þetta sagði hetjan mín við mig í gær en ég held samt að hún viti ekkert hvað krabbamein sé en krakkarnir í skólanum eru væntanlega farnir að ræða þetta og þá grípur hún þetta orð.  Oftast segir hún við mig að hún sé hætt að vera lasin í höfðinu. Frændi hennar jafnaldri var í heimsókn hjá henni um daginn þegar ég heyri samtal þeirra á milli  frændinn: "Þuríður ertu hætt að vera lasin?", Þuríður: "jáhá".  Oftast þegar það kemur til tals þá segir hún að hún sé hætt og ég lít bara á að sem batamerki og hún sé ekki jafn oft með hausverk sem er bara gott.

Hún er líka alltaf að finna það meira og meira að hún getur ekki alltaf allt það sem hennar jafnaldrar geta einsog í leikfimi í síðustu viku brotnaði hún niður því hún gat ekki einsog hinir.  Þetta finnst mér reyndar sýna ákveðið þroskastig en samt ótrúlega vont þegar henni sárnar svona en þetta er ekki í fyrsta sinn hvað þá síðasta sinn.  Þó hún ætlir sér flest allt þá er getan ekki alltaf til staðar.

Núna var hún að heimta fá stafabókina sem við erum oft að lesa uppúr en oftast segir hún aldrei neitt þegar við förum yfir stafina þannig maður veit aldrei hvort hún er að veita þessu athygli eða ekki en einsog ég hef oft sagt áður þá leynir þessi stelpa á sér.  Hún kann miklu meira heldur en hún sýnir manni einsog ég er alltaf að taka meira og meira eftir.  Alltíeinu núna byrjaði hún að þylja upp stafina fyrir mig "mamma Á alveg einsog Áslaug", "L alveg einsog Linda", "J alveg einsog Jóhanna", "D alveg einsog amma dreki" (krakkarnir uppnefna oft ömmu sína Oddný og kalla hana ömmu dreka ehe), "Í alveg einsog Ísbjörn", "Ó alveg einsog pabbi", "E alveg einsog Eva" og svo lengi mætti telja.  Ég sit bara gapandi yfir þessu, oh mæ god en endalaust stollt af henni og svo er sagt að þroskinn hennar eigi að vera sirka við 3 ára sem við gefum bara prump í.  Þó hún viti ekki alveg hvað allir stafirnir heita þá veit hún hverju það tengist.  Endalaust dugleg.  Gæti ekki verið meira stolltari af henni.

Ég fékk annars spurningu frá litlu frænku minni um helgina "Áslaug hvort ertu svona feit eða með barn í maganum?" ahaha!!  Vissi ekki hvert ég ætlaði og átti erfitt með að halda haus en auðvitad gerði ég það og svaraði henni hreinskilnilega en mín er að byrja á 30 viku.  Víííí!!  Þetta verður bara fljótt að líða.....

Erum að fara ná í hin tvö og svo beint á sundnámskeið, oh mæ god hún er svo stollt hvað hún kann marga stafi og er ennþá að telja þá upp fyrir mér.


Orkuþjófur

Ég er þessi týpa sem vill hafa allt á hreinu og vill helst vita þá hluti í gær en ekki þurfa bíða í einhverja daga eða vikur eftir svörum.  Pabbi líkir mér oft við ömmu mína sem mér finnst alls ekki slæmt því við erum báðar þannig að við viljum að hlutirnir gerðust í gær og ef okkur dettur eitthvað í hug verður það að gerast NÚNA en ekki eftir þrjár vikur.  Ég er ofsalega óþolinmóð manneskja sérstaklega þegar hlutirnar tengjast veikindum Þuríðar minnar og þá vill ég hafa allt á hreinu, reyndar númer eitt, tvö og þrjú vill ég að henni líði sem best einsog hinum börnunum mínum.  Ef það væru einu áhyggjurnar sem foreldri langveiks barns væri með þá væri þetta allt saman aðeins betra þó mest ég vildi að mínar helstu áhyggjur væri tengt einhverju öðru, "afhverju gæti ég ekki keypt þennan stóra sjö manna bíl sem hefur dreymt um svo lengi?", "kemst ég bráðlega til NY?" eða þess háttar áhyggjur sem eru reyndar ENGAR áhyggjur að sjálfsögðu. 

En við sem foreldrar langveikra barna eigum ekki að þurfa hafa áhyggjur af neinu öðru en barninu sjálfu, við eigum ekki að þurfa berjast svona endalaust við kerfið og hafa áhyggjur af hinu og þessu sem tengist því þá er ég að meina fjárhaginum.  Einsog þið vitið þá hafði ég samband við Jóhönnu Sigurðardóttir í vor vegna míns verðandi fæðingarorlofs eða réttara sagt ég hélt að ég ætti rétt á því orlofi og var farin að anda léttar í vor þegar ég fékk svar frá henni að þetta væri tóm vitleysa hjá mér að ég ætti engan rétt gagnkvart því.  Nota bene hún svaraði mér STRAX annað en aðrir myndu gera í þessu "bransa" sem mér fannst frábært af henni en því verr og miður þá misskildi ég svarið frá henni. 

Ég hef nefnilega verið að vinna dáltið í mínum rétti síðustu viku sem er mikill orkuþjófur og ég er gjörsamlega búin á því andlega séð, þetta tekur hrikalega á.  Ég er búin að vera í sambandi við trilljón manneskjur í þessu kerfi sem eru ekki tilbúnir að svara manni öllu sem maður spyr þá.  Sem betur fer þá eru líka til félagsráðgjafar sem eru tilbúnir að starfa fyrir mann en einsog ég sagði þá vill ég fá svörin í gær en ekki eftir þrjár vikur sem oft gerist þegar maður biður aðra að vinna fyrir sig og það finnst mér óþolandi en að sjálfsögðu eru þessir starfsmenn að starfa fyrir trilljón manns og ég er kanski ekki efst á listanum hjá þeim.

Ég hafði t.d. samband við einn hjá TR og hann sagðist hringja í mig sama dag eða daginn eftir til að ræða smá mál tengt Þuríði minni en að sjálfsögðu hringdi hann aldrei þannig minn félagsráðgjafi hérna í styrktarfélaginu hafði samband við hann og þá fengum við loksins svör sem við vorum að bíða eftir sem voru kanski ekki þau sem ég vildi heyra.  Hinn félagsráðgjafinn minn uppá spítala var farin líka að "vinna" fyrir mig vegna míns verðandi fæðingarorlofs þar að segja ef ég fæ ekki áframhaldandi foreldrargreiðslur sem er víst ekki sjálfgefið í þessum bransa þó þú eigir barn með illkynja sjúkdóm, skil ekki þetta kerfi?  Í hvað er verið að spara?  Ég bað hana nefnilega um aðstoð núna því ég bara GET EKKI MEIR, ég þarf aðstoð og stundum þarf maður bara að viðurkenna það sem er oft á tíðum erfitt. 

Ég er nefnilega sú fyrsta eftir að þessar nýju greiðslur komu sem spyr um fæðingarorlof og hvort ég eigi einhvern rétt sem ég hélt en misskildi víst allt sem Jóhanna sagði við mig (var að fara yfir mailið frá henni til mín).  Það er búið að ræða við lögfræðing í þessum svokallaða fæðingarorlofsjóð og málið er að ég á ENGAN rétt á fæðingarorlofi þar sem þetta eru ekki laun sem ég er að fá, ég hef hvorki verið að fá laun né á atvinnuleysisbótum þá á ég ENGAN rétt.  Hvað er málið?  Jú ef ég fæ ekki áframhaldandi greiðslur þá verða "launin" mín 40.000kr á mánuði, hver lifir á því?  ENGIN.  Ég get það allavega ekki, þarf að sjá fyrir fjórum börnum og borga alla mína reikninga.  Jú við erum tvö en að er samt ekki nóg enda segir 40.000kr ekki neitt.  Þannig núna verður maður með magapínu þanga til sirka í nóv/des þanga til þeir í TR ákveði hvort ég eigi rétt á meiri greiðslum frá þeim vegna Þuríðar minnar sem væri náttúrlega bara fáránlegt ef svo væri ekki.

Ég er ekki að vekja athygli á þessu bara mín vegna heldur allra hinna foreldrana sem munu ö-a lenda í þessu sama þannig ég segi bara SKÍTT MEÐ KERFIÐ!  Þessar foreldrargreiðslur eiga að heita "laun" eða koma í staðin fyrir laun samt ekki hægt að nota það sem launatengt til að komast í fæðingarorlof.  DÍÍÍÍSSSÚÚSSS!!

Ég er líka farin að finna það að ég er undir dálitlu álagi þessa dagana, farin að sjá stjörnur, svimar(ó ég sitji bara algjörlega kjur), verki í brjóstið og svo lengi mætti telja.  Ógeðslega óþægilegt!

Annars er Þuríður mín ágætlega hress, fékk það komment um helgina hvað hún líti vel út sem mér finnst alltaf gaman að heyra þó hún sé oft á tíðum orkulítil en þá er hún endalaust glöð og hamingjusöm.  Fórum einmitt í tvö afmæli um helgina og henni fannst endalaust gaman að hitta alla sem hún þekkti og gargaði af gleði þegar hún hitti hina og þessa sem hún hefur ekki hitt lengi.  Endalaust gaman!  Hún er mikil félagsvera og finnst gaman að vera innan um annað fólk og á líka mjög auðvelt með að bræða alla í kringum sig.  T.d. í afmæli í gær (afi minn 80 ára) fóru allir stóru strákarnir út í fótbolta og hún varð alveg snar því hún fékk það ekki og reyndi að lauma sér hvað eftir annað í skónna sína og svo að lokum tókst henni það þannig hún reykspólaði út til allra strákana með fótbolta í annarri því hún ÆTLAÐI sér að vera með.  Hún ætlar sér alla hluti enda mikið kraftaverk og mikill kraftur í henni, alveg sama hvursu kvalin eða uppdópuð hún hefur verið í veikindum sínum þá lætur hún ekkert stoppa sig.  Einsog oft áður hef ég sagt, hún getur, hún ætlar og hún skal.

Skólinn minn er byrjaður en hann byrjaði á föstudag og ég er bara spennt að geta gleymt áhyggjunum í smá lærdómi, hvernig sem að fer?  Stefnan að sjálfsögðu tekin á útskrift um jólin og svo kemur það bara í ljós hvort að tekst eðurei.  GETA ÆTLA SKAL. 

Ætla að fara ná í hetjuna mína enda líka farin að sjá stjörnur hérna í tölvunni og svimar svona líka mikið, úúffhh!  Kanski ég fari líka að taka þátt í lottóinu þá þarf ég ekki endalaust að berjast við þetta kerfi eða heimti kanski 1% af þessu sem Björgólfsfeðgar ætla að eyða í Eimskip, úúffh hvað lífið væri ljúft þá nei kanski ekki ljúft þá væru allavega einar áhyggjur farnar.  Þá gæti ég sinnt hetjunni minni 199% án þess að þurfa hafa áhyggjur af einhverju öðru.

Líka orðið alltof lööööööng færsla.....


Fallegust

Ég er ekki í stuði að blogga endalaust þreytt einsog hetjan mín er þannig ég leyfi ykkur bara að njóta fegurðar hennar í staðin sem er nú alls ekki verra.

plastur
Eitthvað hissa á svipin!!  Sjáið að hún er með plástur en bróðir hennar hann Theodór stakk gafli í ennið á henni, alveg ótrúlegur þessi pjakkur. (sko ekkert alvarlegt eheh)


Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband