Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
30.3.2007 | 10:53
2 daga seinkun
Það er búið að seinka myndatökunum hjá Þuríði minni um tvo daga eða þanga til 12.apríl og niðurstöður föstudaginn 13, hmmmm á ég að vera hjátrúafull? Það er nú í lagi að þeim seinkaði ekki meira en þetta en það skiptir svo sem engu við elskum að bíða eða þannig. Einsog læknarnir segja við okkur eigum við bara að horfa á Þuríði og sjá hvernig henni líður og henni líður vel, hún er súper dugleg. Hún var einmitt í sjúkraþjálfun í gær og hún er meira að segja farin að þrauka klukkutíma í þjálfun sem er æði, hún líka hjólað smá í þjálfuninni sem hefur ALDREI gerst. Reyndar var það með smá hjálp þar að segja hún er föst við petalana en sjúkraþjálfarinn ætlar að panta svoleiðis handa henni hjá TR þannig stúlkan getur farið út að hjóla í sumar þar að segja ef foreldrarnir gefi henni hjól í afmælisgjöf thíhí!! En Þuríður mín hefur aldrei haft krafta í að hjóla en með þessari aðstoð getur hún vonandi hjólað og það verður gaman hjá henni í sumar, víííí!! Kanski við fjölskyldan kaupum okkur hjól og hjólum hér í sveitinni í sumar?
Annars er flensna ennþá hér í sveitinni og það er sko alveg komið nóg, Theodór minn búinn að vera með hita í sex daga og það ekkert lágan eða milli 39-40, grrrrr!! Fór með hann til doktor Þuríðar í gær og þar voru teknar blóðprufur til að ath hvort þetta væri eitthvað alvarlegra en flensan en sem betur fer var það ekki. Drengurinn fer þá ekki í fermingarveisluna hjá honum Sindra Snæ okkar en tengdó ætlar að vera svo æðisleg að sitja hjá honum á meðan við hinum knúsum hann og borðum góðar kræsingar. slurp slurp! Vonandi verður hann orðinn hitalaus á morgun svo hann komist í næstu veislu. Dóóhh!!
Börnin hefðu átt að fara í næturpössun á morgun þar sem þau fóru ekki síðustu en það verður víst ekkert úr því vegna veikinda en Oddný mín Erla fær nú samt að gista hjá Evu sætu mús frænku og leyfa þeim frænkum aðeins að rífast thíhí!! En við Skari erum að fara í þrídugsafmæli (þá eru þau að byrja) en munum þá bara í staðin stoppa styttra, vonum bara að þessi flensa verði farin fyrir páska en þá ætlum við fjölskyldan að fara í sveitina, skoða dýrin og hafa það gaman.
Ætli ég fari ekki að sinna lasarasnum mínum sem er orðinn versti mömmukarl ever, má ekki líta af mér þá verður hann alveg snar. Hann liggur hérna hjá mér og segir "mamma" svona öðru hvoru en þá vill hann athygli þessi dekurrófa eheh!! Best að fara dekra við hann og góða helgi alle sammen. Njótið hennar í botn!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.3.2007 | 09:53
Tvær vikur
Ég áttaði mig á því í gærkveldi að það eru bara tvær vikur í næstu niðurstöður, ohh boy!! Ég veit ekki alveg hvort ég eigi að kvíða fyrir eðurei? Því náttúrlega úr síðustu niðurstöðum vissu þeir ekki hvort þetta væri stækkun eða bara svona miklar bólgur frá geislanum sem getur verið miklar líkur á þannig maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að vera.
Hún er að sjálfsögðu kraftaverk hún Þuríður mín, það er bara ótrúlegt hvað henni líður vel í dag og hvað hún er að taka miklu framförum sem engin skilur? Með réttu ætti henni ekkert að líða svona en kraftaverkin gerast sem ég hef verið vitni af.
Ég var líka að rifja það upp í huganum myndirnar af æxlinu, við fáum að sjálfsögðu að sjá myndirnar eftir hverja töku en síðast fengum við að sjá myndirnar frá því fyrir tveimur og hálfu ári og síðustu myndir og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað hefur verið mikil stækkun. Vávh!! Fyrstu myndirnar af æxlinu þá var það oggupínulítið reyndar alveg sjö cm eða eitthvað sem er reyndar mjög stórt í þessu litla höfði en síðast þakti það eiginlega bara yfir hann allan sem ég vona að mestu voru bólgur en það veit engin fyrr en eftir tvær vikur vonandi. En einsog ég hef sagt þá viljum við frekar bíða alla ævi heldur en að fá erfiðar fréttir þannig ég verð ekkert alveg miður mín ef þeir eru ekki vissir eftir tvær vikur en samt vil ég fá GÓÐAR fréttir en engar fréttir eru góðar vil ég túlka allavega með Þuríði mína.
Þegar æxlið uppgvötaðist fyrst þá var það góðkynja og læknarnir sögðu að það ætti ekkert að breytast, gæti kanski breyst þegar hún væri orðin eldri en svo kom annað í ljós. Þeir höfðu aldrei séð svona áður þess vegna gátu þeir heldur ekki greint hana alveg strax og svo er æxlið á versta stað þannig þeir geta aldrei tekið það nema hún verði fyrir miklu skaða alla sína ævi sem við viljum heldur ekki.
Í júní síðastliðin varð fyrsta breytingin á æxlinu en læknarnir hérna heima og læknarnir úti voru ekki sammála um hvort það væri að breytast í illkynja, þeir heima vildu meina að það væri stækkun til hins verra en þeir úti vildu meina að þetta væru bólgur frá lyfjameðferð en í það sinn höfðu okkar læknar rétt fyrir sér því verr og miður. Ég gæti öskrað!!
Þuríður mín hefur sýnt og sannað að hún er ein af þessum kraftaverkum og ég ætla mér að trúa því þangað til annað kemur í ljós.
Í lokin langar mig að senda kraftaverkaknús til einnar hetjunnar hérna til hliðar hennar Ástu Lovísu, þið megið alveg kveikja á kerti fyrir hana á kertasíðu hennar og senda henni kraftaverk. Knús til þín Ásta mín, mikið ofsalega langar mig að gefa þér alvöru knús núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.3.2007 | 11:47
Stífla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2007 | 17:19
Að kveikja á kerti
Þegar við fórum til New York skoðuðum við ótrúlega fallega kirkju og kveiktum á tveimur kertum fyrir Þuríði mína.
Annars er statusinn ekki góður á heimilinu, fórum ekki á Sálina á föstudagskvöldið og ekki heldur afmælið sem okkur var boðið í á laugarsdagskvöldið (dóóhh) þar sem ég var svona líka bólgin um augun af kvefi, Skari að slappast en hann er slappur núna, Oddný Erla mín er ég held hitalaus en var mjög slöpp á föstudagskvöldið en hún fær samt ekki að fara á leikskólan á morgun en hann Theodór minn Ingi er orðinn slappur og kominn með mikin hita. Ansas vesen!! Mín er orðin hress sem betur fer og þá er líka auðveldara að hugsa um sjúklingana sína og Þuríður mín er ennþá súper hress.
Mín er á leiðinni að hitta gærurnar, hmm núna segja sumir "gærurnar?". Jámm það erum við "gömlu" stelpurnar í badminton og við köllum okkur gærurnar, smá pasta-partý hjá einni og undirbúa vorhátíðina. Víííí!! Bara stuð!!
Hér er Skari minn að kveikja á sínu kerti fyrir Þuríði sína/mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.3.2007 | 09:49
Hor í nös
Skemtileg fyrirsögn ehe!! Hér sitjum við mæðgur horfum á imban og búnar með heila tissjú rúllu saman og það bara í morgun, er alltíeinu komin með bullandi kvef, hnerrandi útí eitt, hausverk og hef varla við að ná mér í snítipappír. Skemtilegt eða þannig!!
Ég sem hélt að ég væri öll að koma til og var búin að redda mér pössun fyrir kvöldið þar sem mín ætlaði að skella sér á Nasa á sjálfa Sálina en það stefnir ekki í það. Hef ekki kíkt á Sálarball síðan síðasta sumar og fannst eiginlega komin tími til þar sem minni og mínum var líka boðið í afmælispartý til verðandi mágkonu minnar Sirrýjar ásamt skemtilegu liði en verð ö-a að canselera þessu öllu og liggja bara undir sæng í kvöld og horfa á X-factor og fá mikin kjánahroll af henni Ellý. Afhverju í andskotanum er hún þarna?
Oddný mín Erla er líka að kvefast ofan í þetta allt saman og byrjað líka að gubba í gærkveldi en ég held samt að hún sé að koma til þessi elska. Hún er allavega byrjuð að biðja um að fá að fara í kjól þannig þá held ég að hún sé að koma til, víííí!!
Annars ofsalega lítið að frétta af stór fjölskyldunni, Þuríður mín er alltaf jafn hress ekki búin að krampa í rúman mánuð sem er bara best.
Góða helgi!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.3.2007 | 11:36
10.apríl'07
Já næst komandi 10.apríl mun Þuríður mín fara í næstu myndatökur og svei mér þá, þá held ég að ég sé bara bjartsýn á þann dag. Hún var í smá tjekki í gær sem gekk svona líka vel enda er stelpan sem hressust sem engin skilur, hún notar hægri hendina alltaf meira og meira sem er bara kraftaverk. Maður sér alveg hvað þroskinn hennar eykst með hverjum deginum sem er bara gaman því við vitum alveg ef hún fær tækifæri einsog núna þá kemur þetta allt saman hjá henni hægt og rólega. Well hún mun kanski aldrei (aldrei að segja aldrei) vera á sama þroskaleveli og heilbrigð börn á sama aldri og hún en mér er líka alveg sama á meðan ég hef hana hjá mér skiptir það engu máli.
Mér er samt farið að kvíða fyrir sem ég vil kvíða fyrir því þá ég veit líka að allt er einsog það á að vera að senda hana í skóla því mér finnst svo sjaldgæft að börn sem þurfa góða aðstoð í skólum og mikin stuðning að þau fái hann ekki. Mér finnst oftast þetta vera bara leiðbeinendur sem eru kanski bara í kringum tvídugt og vita ekki alveg hvað þeir vilja gera í lífinu og velja bara þetta til að fá eitthvað (ath þetta er bara það sem mér finnst, sumir verða eitthvað fúlir núna). Ég vill ekki að "einhver" ólærður sjái um Þuríði mína og er ekki að nenna því, hún þarf mikin stuðning og mikla þolinmæði enda er hún ofvirk, hvatvís og lengi mætti telja. Ég er ekkert að segja að ólærðir séu slæmir, enda eru ekkert bara lærðir sem sjá um Þuríði mína í leikskólanum og þær eru frábærar en þegar kemur að skóla þá vill ég fá faglærða. Takk fyrir!!
Ég man eftir einni stelpu sem bjó hliðina á mér í gamla daga og hún var ári eftir í skóla og þurfti virkilega mikin stuðning í skólanum og var að sjálfsögðu í sérkennslu sem mér finnst sú fáránlegasta í heiminum. Því þetta var engin kennsla, stelpan var alltaf að þeystast um allan bæ með sérkennaranum sínum og sinna hennar private verkefnum, fara útí búð að kaupa í matinn og þá var líka alltaf keypt handa þessari stelpu. Góða sérkennslan!! Þetta var einmitt í Langholtsskóla sem ég myndi aldrei senda barnið mitt í, ég hef orðið vitni af ýmsu í þessum skóla undanfarin ár og agi hjá ýmsum kennrunum þarna er ENGIN. Ég er ekkert að segja allir kennarnir þarna séu svoleiðis og vonandi bara þessir sem ég hef orðið vitni af því ég þekki líka til annarra kennara þarna sem er yndislegasta fólk en þetta væri samt síðasti skólinn sem ég myndi senda barnið mitt kanski því ég var í þessum skóla og kennarnir þá voru þeir ömurlegustu sem ég hef kynnst. (ég veit ansi mörg ár síðan ehe og vonandi engir kennarar af þessum eftir)
Annars er heilsan hjá mér orðin betri er bara komin með verki í allan líkaman því ég er búin að liggja svo mikið eheh, hlakka til að geta mætt í ræktina á morgun sem ég hef ekki gert í alltof langan tíma. Oddný Erla mín liggur ennþá fyrir fékk þessar leiðinlegu ofsjónir aftur í gærkveldi því hitin var svo hár, díssúss hvað maður verður hrædd þegar þetta kemur hjá henni svo óhugnalegt. Hún liggur bara uppí sófa og horfir á eitthvað skemtilegt, það er nú mikið sagt þegar hún liggur algjörlega fyrir og horfir á imban og biður ekki um að skrifa nokkra stafi eheh!! Hún er ekki mikill sjónvarpssjúklingur vill frekar sitja borðstofuborðið og skrifa stafi, teikna eða lita, það er alveg ótrúlegt hvað barnið getur. Ég skil eiginlega ekki alveg hvaðan hún fær allar þessar gáfur ehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.3.2007 | 08:36
New York-stutt ferðasaga í myndum
Hér erum við nöfnurnar mættar útá flugvöll í stuði
Mætt á svæðið og það var ógeðslega kalt og þá var líka gott að vera með góða úlpu og hvað þá góða hettu þar sem eyrun brotnuðu næstum því af mér vegna kulda.
Kíktum inná einn pöbbinn til að hlýja okkur og þar var sko stuð.
Óskari mínum leiddist ehe á meðan ég var að gera mig reddí fyrir "eitthvað".
St. Patricksday var þegar við vorum í New York og þarna er mega stór skrúðganga í gangi sem tók ég veit ekki hvað margar klukkustundir.
Í tilefni írska daga voru allir bjórar grænir og að sjálfsögðu urðum við að prufa fá okkur einn grænan.
Jeij það var aðeins farið að hlýna í veðri þannig ég gat tekið hettuna af mé, lúxus líf!!
Við létum duga í þetta sinn að fara svona nálægt frelsisstyttunni, þar sem það var margra klukkutíma röð í bátinn að styttunni og við vorum ekki með kuldagallana með okkur og svo var líka ógeðslegt í sjóinn.
Þannig ég lét bara duga að hitta þessa styttu í staðin ehe og svona án gríns þá leið mér einsog einhverri frægri manneskju að standa þarna því allir ferðamennirnir í kring tóku upp myndavélina sína og fóru að taka endalaust margar myndir af mér. Well ég fékk mínar 10 sekóndur þarna sem var STUÐ.
Það var skrýtin upplifun að fara á staðin sem tvíburaturnarnir stóðu, fólkið í kringum mann var hágrátandi enda fékk maður mikla gæsahús að skoða þetta allt saman og sjá öll nöfnin sem létust þennan dag.
Við kíktum í China town sem var bara einsog maður var mætt til Kína, ótrúlega gaman og þar fann ég fallegustu og ódýrustu kínakjóla ever á stelpurnar mínar sem smell pössuðu.
En ég ætla að láta þessa ferðasögu duga í bili þar sem mér líður ekki sem best þar að segja af flensunni og Oddný Erla mín er fárveik, var farin að sjá ofsjónir í gærkveldi vegna svo mikils hita ótrúlega skerí að sjá hana svoleiðis. Þessi elska vill líka að ég komi og kúri hjá sér undir sæng og vill horfa á jólasveina simpson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.3.2007 | 14:17
Yndisleg helgi búin
Það er alltaf gott að koma heim og knúsa börnin sín en því miður er engin orka í að skrifa ferðasöguna í dag þar sem einhver flensa er að hrjá mig og Oddnýju Erlu mína þannig hún verður að bíða betri tíma.
Þanga til næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.3.2007 | 08:49
Meinillafarin og búin að vera...
Sjúbbsjúbbsjarei..... Ég er nú ekkert meinillafarin og búin að vera en ég er allavega farin í smá frí ásamt mínum yndislega eiginmanni, Áslaugu frænku minni og Sigga hennar og við erum á leiðinni í "stóra eplið", hibbhibbhúrrey!! Skari að nota sína frábæru jólagjöf og að sjálfsögðu bíður karlinn mér en ekki hvað?
Ég held samt að börnin mín séu spenntari en við að fara til ömmu og afa eheh heldur en við að fara í "stóra eplið", búin að bíða svona lengi eftir því og loksins komið að því. Ef þau fengu að ráða einhverju þá myndu þau öll flytja þangað eða til Lindu sinnar og strákana eheh, ótrúlega hljótum við að vera leiðinleg.
Þá kveð ég bara að sinni og við skjáumst bara í næstu viku, ekki gleyma knúsunum og fallegu orðunum til ykkar nánustu það iljar manni svo mikið að fá falleg setningar til sín og stór og föst knús.
Bæjó en í bili þó......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.3.2007 | 09:07
Kraftaverkin gerast
Ég er svona næstum því farin að trúa því að þetta var allt geislunum að kenna að Þuríður mín var hálf meðvitundarlaus í tvær vikur þarna um daginn, geislalækninum fannst það frekar tæpið að það væri þeim að kenna því það var svo langt síðan hún var í þeim en það væri ekki hægt að útiloka neitt.
Það gerðist nefnilega eitt sérstakt í gær sem er algjört kraftaverk þannig ég er eiginlega farin að trúa þetta með geislana. Einsog flestir vita sem lesa síðuna mína þá er Þuríður mín búin að vera nánast lömuð í hægri hendi síðan ég veit ekki hvenær, jú hún getur lyft henni svona inná milli en ekkert notað hana. Hún hefur líka verið að lamast í hægri fæti þannig hún haltrar oft og svo kom líka lömun í ljós í munni en það staldraði stutt við sem betur fer. Hún er örfhent sem betur fer þannig hún gerir ALLT með vinstri hendi einsog þegar hún borðar, oftast þurfum við nú að hjálpa henni að borða sem er mjög oft leti í henni en svo er það líka oft bara kraftleysi en í gær gerðist kraftaverk. Hún Þuríður mín fór að borða og það með HÆGRI sem hefur ekki gert í marga marga marga mánuði því hún hefur verið nánast lömuð í henni en í gær fékk hún einhvern kraft og það var einsog hún hefði ákveðið sjálf, hingað og ekki lengra nú er komið nóg af þessu rugli og núna fer ég sko að nota hægri og núna ætla mér bara að læknast.
Þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig var að sjá hetjuna sína taka uppá því að nota hægri og sjá hana ekki svona máttlaus, þetta var þvílíkur draumur í dós. Yndislegast!! Ég fæ alveg gæsahúð núna að hugsa um gærkveldi þannig ég vill trúa því að hún er á uppleið, maður verður víst alltaf að halda í vonina og trúa á kraftaverkin og ég er svo sannarlega farin að gera það. Kraftaverkin gerast!!
Annars er ég orðin hrikalega spennt fyrir helginni sem við Skari ætlum að hafa það yndislega gott saman og Áslaug frænka og Siggi hennar. Smá vísbending en það er epli, thíhí!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
104 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 4870668
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar