Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
21.12.2013 | 19:09
Jólabingó Þuríðar Örnu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2013 | 11:28
"Sælla að gefa en þiggja"
Mikið ofsalega var gaman á bingói Þuríðar Örnu minnar í gær á barnaspítalanum - við erum ótrúlega þakklátar öllum fyrirtækjunum og einstaklingunum sem gáfu í bingóið. Þetta er þriðja árið í röð sem hún er að halda það fyrir jolin fyrir inniliggjandi börn, sem eru mikið á spítalanum og systkini þeirra. Tilgangurinn er að allir krakkarnir fara glaðir heim og ég held að það hafi tekist - mikið ofsalega líður manni vel í hjartanum eftir svona dag.
Einar Mikel kom og var með smá sýningu fyrir bingóið og svo fékk Þuríður Arna Góa sér til aðstoðar sem sló í gegn hjá krökkunum enda ofsalega skemmtilegur.
Hérna eru nokkrar frá deginum:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2013 | 08:36
Mikilvægt að hafa eitthvað til að hlakka til.....
Þessir sem birtast á myndbandinu hér að neðan hafa komið til okkar þrjú síðustu jól og það er aldrei að vita að þeir birtast aftur fyrir þessi jól - svo gott að hafa eitthvað til að hlakka til sérstaklega þegar Maístjarnan mín krampar á hverjum degi og hefur lítið úthald yfir daginn.
Klikkið á linkinn.
https://www.facebook.com/photo.php?v=10202437077478466&set=vb.1539791030&type=2&theater
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.12.2013 | 10:09
Krampa-aukning
Kramparnir hjá Maístjörnunni minni eru bara að aukast eða það er ca einn dagur á milli krampana og stundum eru þeir daglega. Þeir eru öðruvísi en venjulega - styttri og hún dettur ekki út í þeim. Jú ég get alveg viðurkennt að konan er komin með hnút í magann yfir þessari aukningu - orðin nokkur ár síðan hún krampaði svona mikið síðast og það er ERFITT!
Núna ætlum við samt að njóta aðvenntunar þrátt fyrir krampa - uppáhalds tíminn okkar allra. Krakkarnir spenntir að jólasveininn er að mæta á svæðið og þegar hann er að mæta þá er venjulega lítill svefn hjá Maístjörnunni minni fyrir spenning en hann er nú ekki mikill fyrir. Elska þetta jólasveinatímabil!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.12.2013 | 09:21
Þuríður Arna
Fyrir nokkrum vikum var Þuríður Arna mín gjörsamlega búin à því daglega, þurfti að leggja sig eftir hvern skóladag og var ekki að meikaða að vakna à morgnanna, hvað þà að fara í skólann. Þannig doktor Óli àkvað að minnka lyfjakokteilinn hennar og sjà hvort það yrðu einhverjar breytingar. Jú það eru breytingar - stelpan er ekki jafn þreytt (er samt þreytt) og nýtur skólans betur (auðveldar að koma henni á lappir í skólann) EN kramparnir hafa aukist eða það eru komnir þrír dagar af krömpum à sex dögum.
Einsog doktor Óli sagði stundum þarf maður að velja à milli mikilla þreytu eða fleiri krampa. Veit ekki alveg hvort er verra?? Doktor Óli var annars að hringja og við ákváðum í sameiningu að stækka ekki lyfjakokteilinn hennar og sjá hvernig desember verður hjá henni - það er allt gert í samvinnu hjá okkur læknunum.
Hún vill helst hafa það bara rólegt heima ef við fjölskyldan ætlum að fara gera eitthvað (alveg sama hvursu skemmtilegt það er) þá vill hún bara hringja í afa sinn Hinrik og hafa það kósý hjá honum, hún veit líka að hann snýst í kringum hana sem er alls ekki slæmt. En við getum heldur ekki gert hinum það að sleppa að gera allt það skemmtilega þó svo að Maístjarnan mín hafi ekki orku í það og þá er gott að geta hringt í fólkið okkar sem leyfa henni ALLTAF koma til sín og hafa það kósý.
Njótum desembermánaðar að vera saman - okkar uppáhalds mánuður þó svo hann hafi verið oft á tíðum mjög svo erfiður í gegnum veikindi Maístjörnu minnar.
XOXO
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
105 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4870654
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar