Bloggfærslur mánaðarins, september 2013
18.9.2013 | 10:10
Er ennþá uppi í skýjunum
Við fljúgum bara á bleiku skýji eftir síðustu rannsóknir - Maístjarnan mín fær alltaf reglulega krampa sem er alltaf jafn sárt en henni líður samt ágætlega. Jú hún er fljót að þreytast en þá hvílum við okkur bara. Hún er í fríi í skólanum í dag og hennar heitasta ósk var að mamman og hún myndu labba útá bensínstöð og kaupa eitthvað gott að borða sem við munum að sjálfsögðu gera. Þar ekki mikið til þess að gleðja hana.
Blómarósin okkar er á fullu að hanna fyrir okkur jólakortin - það er alveg ótrúlegt hvað barnið getur teiknað. Reyndar eru strax komnar inn pantanir hjá henni sem henni finnst nú ekkert leiðinlegt enda að safna sér í fimleikasjóð svo hún geti keypt sér það sem henni "vantar" í fimleikana og jú kanski einn flottan bol líka. En hún safnaði sér síðast fyrir utanyfirgalla sem er komin í hús en hún seldi afmæliskort hönnuð af henni svo hún gæti keypt hann.
Hérna eru hugmyndir frá henni:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.9.2013 | 08:28
Þumall upp og stórt bros.....
.....var það sem við fengum frà "teyminu" okkar uppà spítala þegar þau löbbuðu inn til okkar. Sem sagt konan er í skýjunum, hún svífur og "ekkert" amar að. Æxlið hefur meir að segja minnkað frà því síðast sem er að sjàlfsögðu FRÀBÆRT. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum send til Svíþjóðar 2010 þegar hún greindist síðast þà sagði doktorinn okkar að sú meðferð væri ekki til að minnka æxlið heldur til þess að stöðva vöxtinn à því og það hefur sko gert gott betur en það. Ekki hægt að biðja um betri fréttir.
Rétt àður en við kvöddum læknana okkar sagði annar þeirra "Áslaug ég ætla að skrifa uppà vottorð fyrir þig með að þú eigir að skella þér til London og njóta þess". Fylgdi reyndar ekki vottorðinu hver ætti að borga. :)
Jæja núna mega jólin koma......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
9.9.2013 | 12:42
Rannsóknir à morgun
Við tilkynntum Maístjörnunni minni í morgun að hún væri að fara í rannsóknirnar sínar og hún trylltist af gleði og sagði strax "loksins er komið að því" og svo var það næsta "mà ég fara í nàttbuxunum mínum"?. Þær eru ekki stórar óskirnar hennar!!
Við megum ekki segja henni frà sjúkrahúsaheimsôknunum hennar mörgum dögum fyrir þær því þà sefur barnið ekkert - er aðeins of spennt að hitta liðið uppà spítala sem er að sjàlfsögðu gott þvî þà vitum við að henni líður vel þarna og treystir fólkinu einsog við gerum.
Svo megum við foreldrarnir ekki gleyma að koma með samloku m/hangikjöti og salati og kókómjólk til hennar þegar hún er að vakna af svæfingunni því hún VERÐUR að borða um leið og hún vaknar. Ég klikkaði einu sinni à því og hún vAr alls ekki sàtt.
Ég veit að dagurinn à morgun verður góður - við förum allavega ekki af spítalanum fyrr en við fàum niðurstöðurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.9.2013 | 10:31
10.september
10.september verður okkar lukku-dagur en þà fer Maístjarnan mín í rannsóknirnar sínar og eftir þær getum við farið að hlakka til jólanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.9.2013 | 09:12
Mánuður rannsóknar
Maístjarnan mín er ofsalega hamingjusöm í nýja skólanum sínum - þar sem hún finnur sig sterka, er að leika við vinkonur í fríminútum sem hún þekkti ekki fyrir sem mér finnst BEST í heimi. Hún er líka ofsalega þreytt þessa dagana, mikil viðbrigði að vera komin alltíeinu á fullt og þurfa vakna mjög snemma á morgnanna enda rotast hún um leið og hún leggst á koddann sinn á kvöldin. Hún reyndar kvartar smávegis undan hausverk og mamman fær alltaf hnút í magann þegar það gerist enda mjög langt síðan hún fór síðast í rannsóknir sínar eða sjö mánuðir en hún á að fara næst 17.sept eða 24.sept. En að sjálfsögðu kemur allt vel út en ekki hvað.
Konan var annars matgæðingur vikunnar í nýjasta tölublaði Vikunnar svo ef þig langar að eignast eitt eintak þá myndi ég hlaupa útí búð NÚNA áður en það verður uppselt. Skemmtilegt að koma í einhverju blaði án þess að þurfa ræða veikindin - skemmtileg tilbreyting og gæti alveg hugsað mér að hafa þetta að venju þar að segja koma með uppskriftir vikulega. Gaman að geta gleymt sér í eldhúsinu og elda góða kjúklíngarétti en ef þig vantar góða uppskrift af kjúkling þá endilega kíktu á www.vefeldhus.is en þar eru allir girnilegu réttirnir "mínir" en Holta kjúklingar hafa styrkt mig um kjúkling svo ég get glatt alla kjúklingaaðdáendur. Ætla að reyna gera nýja rétti vikulega en krakkarnir mínir elska að smakka nýja rétti þess vegna er þetta líka svo gaman.
Verð svona í lokin að monta mig aðeins af snillingunum mínum:
Hérna er Gulldrengurinn minn á leiðinni í afmæli - hann elskar að klæða sig upp þrátt fyrir að elska líka að vera í fótboltagallanum allan daginn. Þvílíkur töffari og hann veit alveg af því.
Gulldrengurinn minn var að keppa um helgina í svona líka skemmtilegu veðri eða þannig - þvílíkt drullumall í Mosó en honum gat ekki verið meira sama og stóð sig FRÁbærlega en ekki hvað.
Hérna er DraumaDísin mín en hún varð fjagra mánaða á föstudaginn - eftir að hún lagaðist í mallakútnum sínum þá varð hún algjör DraumaDís þrátt fyrir að leyfa ekki mömmu sinni að sofa á nóttinni þá er hún bara svo yndisleg að það er ekki hægt að kvarta undan henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
105 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4870654
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar