Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
30.3.2008 | 21:25
Mynd tilefni sunnudagsins
Hérna eru fallegustu börnin mín á páskadag eftir að þau voru búin að finna eggin sín og svona líka kát með þau.
Allir ennþá hressir og kátir, Þuríður mín farin að geta hjólað á þríhjóli sem er krafaverk útaf fyrir sig þá meina ég án allra hjálpartækja sem hún hefur þurft á að halda. Að sjá hana hjóla EIN í fyrsta sinn á þríhjóli var einsog að sjá barnið sitt taka fyrstu skrefin, eintóm hamingja. Ég meina fyrir rúmu ári síðan komst hún ekki uppí efri koju þeirra systra vegna lömunar þannig hún er þvílíkt uppá við þessa dagana, það er alveg ótrúlegt að horfa á hana taka þessi þroskastig. Sjá þær systur leika sér saman inní herbergi hefur nær aldrei gerst, þá meina ég að sjá hana í leik. Hún Þuríður mín hefur aldrei verið vön að leika sér, hefur ekki haft þolinmæði í hálfa mín en um helgina léku þær systur sér allan daginn tvær inní herbergi. Vávh hvað það var gaman að sjá það. Hún er eitthvað svo glöð, ég fer að þurfa segja stop á litla átvaglið mitt og þá er nú mikið sagt en það gæti breyst þegar hún fær að byrja aftur í krabba-meðferðinni sinni sem verður vonandi um miðjan þennan mánuð eða þegar hún er búin að fara í myndatökurnar sem verða 15.apríl og æxlið búið að minnka enn meira. Kemur ekkert annað til greina.
Það er eitthvað svo létt yfir manni þessa dagana, engin þreyta í gangi en ég veit að hún á eftir að koma. Það er bara svoooo gaman að sjá hana svona, sjá hana tjá sig, leika sér, hjóla og vonandi kemur það fljótlega að hún hafi krafta og getu og hjólað á sínu 16" hjóli. Hennar tími kemur.
Þuríður mín byrjar á morgun í undirbúningi fyrir skólann sinn í greiningarstöðinni sem verður bara gaman að sjá hvernig hún mun koma útur því. Fer í einhver "próf" á morgun og hinn en þau verða nokkur og við hlökkum bara til eftir útkomuninni.
Helgin var æði hjá okkur, eyddum henni ásamt mömmu og pabba uppí bústað og þar var ekki farið út náttgallanum alla helgina, endlaus afslöppun sem ALLIR nutu í botn.
Sæluvímu-kveðja úr sveitinni
Slaugan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
27.3.2008 | 14:33
Sjúbbsjúbbsjarei
Það sem ykkur finnst eðliegt að sjá hjá fimm ára þarf mér ekki að finnast eðlilegt einsog hjá henni Þuríði minni sem verðu nota bene 6 ára 20.maí.
Að upplifa að sjá barnið sitt brosa, gráta, rífast, frekjast, fara í fílu, skríkja af gleði í bíó, borða á sig gat af páskaeggjum, synda einsog selur í sundi (svona næstum því), skella á eftir sér hurðum þegar það er skammað, stríða, vera hitalaust í rúma viku og svo er ég ö-a að gleyma einhverju en þetta finnst ykkur eðlilegt að sjá hjá heilbrigðu barni en ekki okkur. En við fengum samt að upplifa þetta allt saman um páskana hjá hetjunni minni sem er búin að vera súper hress síðan þá, þvílík og önnur eins hamingja sem við finnum. Hún er svo hress og er farin að borða einsog pabbi sinn ehe og þá er nú mikið sagt. T.d. á páskadag þá fékk hún tvö páskaegg (takk Steinunn og Nói og Siríus) og það varð að opna þau bæði í einu setja þau í poka og svo dröslaðist hún með þetta hvert sem hún fór. Við komum t.d að henni uppí rúminu okkar, undir sæng og át eitt stk páskaegg sem okkur fannst bara fyndið og GAMAN. Svo í lokin var hún farin að ná í páskaegg systkina sinna og reyna lauma þeim ofan í poka sinn thíhí og ekki voru allir sáttir með það. Þannig í dag og síðustu daga hefur Þuríður mín verið í sína besta formi og það gerist ekki betra.
Allt gott að frétta sem sagt nema ég þurfti að ná í ODdnýju perluna mína í leikskólann í dag því hún er orðin lasin, hefur ekki sofið neitt síðustu nætur vegna verkja í eyrum þannig hún var send með Þuríði uppá spítala í morgun og er komin á pensilín og sömu sögu er að segja af honum Theodóri mínum sem er líka á pensilíni en það vegna bólgu í auga. Oddný mín er alveg að fíla þetta, var bara glöð að fá að fara heim og fá að knúsast með mömmu sinni.
Núna teljum við Oddný mín Erla perla niður dagana í mömmu-helgarinnar okkar sem eru nákvæmlega tvær vikur í, jíhaaaa!! Það verður reyndar hjá henni mömmu-, ömmu og frænku-helgi sem hún getur ekki beðið eftir og ég ekki heldur. Baaaaaaaaaaara gaman!
Ég ætlaði að setja inn nokkrar myndir frá páskunum en ég er ekki að meika þetta myndakerfi í dag þannig það verður bara að bíða til betri tíma.
Knús í krús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
26.3.2008 | 08:11
Erfiður heimur
Já þetta er frekar erfiður heimur sem ég lifi í, "allir" veikir í kringum mann og alltof margir hafa látist úr þessum krabba sem ég þekki til.
Einsog þið vitið mörg ykkar en þá var ég með ferð til London síðastliðið haust fyrir níu foreldra sem ættu börn sem væru að berjast við þennan fjanda sem ég hef oft sagt áður þá gerði þessi ferð endalaust mikið fyrir okkur foreldrana og er ég ennþá að fá hrós fyrir að hafa skipulagt þetta frá foreldrunum. Alltaf gott að fá klapp á bakið enda fá líka styrktaraðilarnir mikið hrós fyrir þetta ég hefði aldrei getað þetta án þeirra. Eftir þessa ferð höfum við foreldrarnir verið að hittast og aðrir hafa tengst betur og orðnir góðir vinir eftir þetta sem er bara gott(alltaf gott að geta spjallað við einhvern sem skilur mann fullkomnlega). Þegar við höfum hist þá er EKKERT talað um veikindi einsog þegar við fórum saman til London voru læknarnir dáltið hræddir við að þessi ferð færi bara útí veikindatal og "leiðindi" en svo var raunin ekki, við gleymdum okkur algjörlega og áttum svo skemmtilega stund saman. Ómetanlegt fyrir alla.
Einsog ég sagði þá fórum við níu foreldrarnir saman og af þessum níu foreldrum eru þrír búnir að missa börnin sín (síðan í sept), ótrúlega erfitt og sorglegt. Því miður tapaði ein hetjan sinni baráttu um helgina og það er svakalega erfitt. Þó ég hafi ekki þekkt hetjuna persónulega en þá var maður farin að tengjast foreldrunum og við hin sem höfum ekki misst barnið okkar getum enganveginn sett okkur í þeirra spor og við viljum það heldur ekki. Þetta er bara alltof nálægt manni og mikið svakalega er maður hrædd við að lenda í þessari stöðu, ég hef aldrei á ævinni þurft að fara í svona margar jarðafarir einsog síðustu mánuði og er það með því erifðasta sem maður gerir. Alltof ósanngjarnt að taka svona ungan einstakling frá okkur.
Elsku fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur þessa dagana og verður það alltaf. Sendum ykkur stórt knús í Fjörðinn.
Áslaug og fjölsk.
psss.sss sorrý en ég er ekki í neinu blogg-stuði þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
20.3.2008 | 10:53
Páskar fyrir einu og tveimur árum
Þessi var tekin af systkininum fyrir tveimur árum á páskunum, svakalega stollt af páskaeggjunum sínum. Þarna erum við í Fljótshlíðinni í sumarbústað.
þessi er fyrir ári síðan á páskunum og þarna erum við á Flúðum í sumarbústað. Þuríður mín að fá hárið sitt aftur, bara gaman!
Þessa páska ætlum við að vera heima sem er mjög óvanalegt enda búin að vera í burtu ég veit ekki hvað mörg ár í röð um páskana, ö-a síðan Þuríður mín fæddist. Ég vona svo heitt og innilega að Þuríður mín haldist hitalaus þó það væri ekki nema bara um helgina svo við getum notið þess að gera eitthvað fyrir þau einsog að fara í bíó, veit að þau myndu ekki slá við því að fara í sund, Þuríði minni langar að labba útí skóla og sjá sinn verðandi skóla, út að hjóla og svona mætti lengi telja. Núna krossa ég alla putta og tær og fer með bænirnar mínar en hetjan mín er hitalaus núna, kraftlítil en samt ágætlega "hress". Svo ætlum við að éta á okkur gat af páskaeggjum á sunnudaginn, oh mæ god!! Reyndar er Þuríður mín farin að segja mér hvar ég eigi að fela páskaeggið hennar eheh, yndislegust!
Vona svo heitt og innilega að þið eigið gleðilega páska, við ætlum allavega að njóta þess að vera saman og vonandi hitalaus og hress.
Enda hérna á einni ótrúlega flottri af hetjunni minni síðan síðasta sumar:
p.ssss. Oddný systir og Sammi hennar verðandi maður (21.júní) góða ferð til NY, gvvuuuuuð hvað ég öfunda ykkur. Minn tími kemur "aftur".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
18.3.2008 | 09:56
Að gefnu tilefni (breytt, bætti við tveimur myndum neðst)
Ég ætlaði ekkert að setjast hérna niður og skrifa í dag en fannst eiginlega tími til kominn því mail-boxið mitt hefur verið að fyllast af því ég er að fara nefna hérna.
Síðustu vikur hefur það verið að aukast að ég sé að fá allskonar beiðnir frá hinum ýmsu aðilum. Þessar beiðnir eiga allar það sameiginlegt að það er verið að biðja mig um að vekja athygli á einhverju á síðunni minni. Ekki misskilja mig, ég er voðalega þakklát fyrir það hvað síðan mín vekur mikla athygli og hefur hún oftar en ekki veitt okkur fjölskyldunni mikinn styrk í gegnum alla þessa baráttu. En ég er búin að ákveða að hér eftir birti ég engar tilkynningar frá ókunnugum aðilum hér á síðunni. Þetta ákveð ég fyrst og fremst til að koma í veg fyrir það að þessi síða breytist í einhverja auglýsingasíðu fyrir ókunnuga aðila. Vona að þið ágætu lesendur virðið þetta og takið ekki illa upp.
Annars er mikil þreyta á heimilinu bæði hjá mér og hetjunni minni(finn samt ekkert til með mér). Hún kvartar mikið hvað hún sé þreytt og vilji bara sofa, hún hefur legið alfarið fyrir síðan á laugardag og kvartar mikið um hitt og þetta. Finn ótrúlega til með henni. Litli pungsi minn átti að fara í leikskólann í morgun en á leiðinni í leikskólann tók hann uppá því að gubba yfir sig þannig það var snarhætt við þá ferð.
Páskafríið alveg að nálgast, Þuríður mín bíður spennt eftir því að fara með múttunni sinni á morgun að velja sér páskaegg. Við ætlum að gera allt og ekkert um páskana vonandi verður hetjan mín bara hressari svo það verði eitthvað hægt að gera, var einmitt að hugsa um það hvað það væri núna gaman að eiga wiiii tölvuna og leika sér í Mario bros alla helgina og rifja upp gamlar minningar síðan í denn. "Skari viltu kaupa tölvu handa mér?" ehe!
Ætlaði að fara "kveðja" hérna þegar Þuríður mín sagðist þurfa gubba þannig það var hlaupið inná klósett og losað aðeins um, það er einmitt EKKI það sem hún þarf á að halda "gubbupest". Kanski ég kaupi bara stærsta páskaeggið handa henni, númer hvað er það eiginlega? Hún þarf á því að halda þar að segja borða eitthvað sætt og það mikið af því.
Fallegasti KR-ingurinn, þeir gerast ekki fallegri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
17.3.2008 | 10:37
Veit ekki hvað ég að hafa hérna....
- Ef þú vilt vera hamingjusamur, settu þér þá markmið sem endurspeglar hugsanir þínar, leysir úr læðingi orkuna þína og lýsir vonum þínum og þrám.-
Að sjálfsögðu erum við mæðgur heima en ekki hvað? Vorum að koma af spítalanum og hetjan mín er komin með lungabólgu og er drullu slöpp en hitalaus samt. Helgin hjá henni hefur að mér finnst sú versta á þessu ári, hefur verið algjörlega útur heiminum og sofið útí eitt enda þegar mesti hitinn var þá fór hann uppí 40,2.
Svo batnar það ekki en hún hefur lést um tæpt hálft kg síðan í síðustu viku. Hún átti reyndar að fara í aðgerðina í síðustu viku útaf tappanum en það gleymdist víst að panta tíma sem við erum kanski ekkert ofsalega sorrý yfir því hennar besta vika í marga mánuði var í síðustu viku svo hún á ekki pantaðann tíma í þetta fyrr en fyrstu vikuna í apríl því við vildum ekki fá núna fyrr páska svo hún þyrfti að liggja inni yfir páskana. Það er ekki hægt að taka "allt" af henni. Við viljum leyfa henni að vera heima og leita að páskaeggjum með systkinum sínum og ef heilsa leyfir að skreppa kanski í bíó eða gera aðra skemmtilega hluti.
Er núna að reyna pína smá mat í hana sem gengur sæmilega og svo ætlum við að leggjast saman uppí rúm og fá okkur smá kríu ásamt litla pungsa mínum honum Theodóri en hann var víst heima í dag vegna heilsu sinnar en fer ö-a á morgun í leikskólann.
Eigið góðan dag kæru lesendur....... góða "nótt"(dag)
- Að hafa trú á sjálfum sér er viðhorf -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.3.2008 | 16:15
Æjhi ekki aftur
jebbs við Skari ákváðum að skella okkur á Sálina í gærkveldi, það hefði eiginlega verið saga til næsta bæjar ef við hefðum ekki farið ehe. Að við skulum hafa virkilega haldið að við gætum sleppt þessum tónleikum, stupid kid!! Það var hrikalegt stuð, ég var gjörsamlega ónýt í löppunum. Hver fann eiginlega uppá þessum háum hælum? Takk Skúli og Þórunn Eva fyrir frábært kvöld, sé sko ekki eftir því að hafa farið. Þvílík endurnæring að skreppa aðeins svona og tjútta.
Við ætluðum að tjilla bara í dag og njóta þess að slappa af og gera ekki neitt og sækja börnin ekki fyrr en seinni partinn en það varð því miður ekkert úr því, hetjan mín nefnilega komin með 40 stiga hita og við ekki lengi að bruna uppá Skaga þegar við fréttum það. Hún er algjörlega í móki núna, má ekki koma við hana en það versta finnst mér að hún vill ekkert drekka né borða. Hún átti þó bestu vikuna sína síðan ég veit ekki hvenær alla síðustu viku en er aftur orðin mjög slæm. Ömurlegt! Ógeðslega er þetta erfitt. Ætli þetta sé fjórða/fimmta sýkingin sem hún fær á þessu ári, það hafa nefnilega að mig minnir komið þrjár sýkngar í blóðið hjá henni og tvær í hægðirnar og ekkert hægt að gera og á meðan fær hún ekki að vera í krabbameinsmeðferðinni sinni. Hún var farin að hlakka svo til að fá að skreppa í Bónus og velja sér páskaegg (fyrir páskana að sjálfsögðu) sem var búið að lofa henni en að sjálfsögðu ekki hægt. Það er tekið svo margt af henni greyjinu, aldrei hægt að lofa neinu. Hvursu ósanngjarnt getur þetta verið?
Ætla að fara knúsa hetjuna mína verst að ég má ekki gefa henni neitt verkjastillandi fyrr en eftir hálftíma/klukkutíma því henni er svo illt allsstaðar.
- Það er alltaf réttur tími til að gera það sem rétt er -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
14.3.2008 | 09:07
Krabbamein er ekki smitandi...
Ég hef oft og mörgu sinnum fengið þá spurningu hvernig ég hafi þorað að eignast fleiri börn eftir að Þuríður mín greindist með krabbamein eða illkynja heilaæxli. Eru sumir einstaklingar svona "vitlausir" (sorrý að ég nota þetta orð) eða fáfróðir um þennan sjúkdóm og halda að öll börnin mín eiga eftir að greinast með krabbamein því hún greindist með hann? Eftir að ég eignaðist Theodór var ég einmitt spurð "hvernig þorðiru að eignast fleiri börn?" og ég var eiginlega mjög hissa á þessari spurningu. "Afhverju ætti ég ekki að þora því?" svaraði ég ofsalega glær en þá fattaði ég ekki heldur að það væri að spurja mig að þessu vegna Þuríðar minnar. Nei krabbamein er ekki smitandi, þú færð ekki þennan kúkalabba við að snertast og þetta er ekkert í genunum hjá okkur þannig að öll börnin okkar smitist. Jú ég verð alltaf hrædd ef eitt af börnunum verður veikt og fær mikin hita og held alltaf að eitthvað slæmt sé að ske en það eru mjög litlar líkur á því, það verða bara allir foreldarar (að ég held) ef það á barn með illvígan sjúkdjóm og eitt af hinum verða veik.
En hey þó ég eigi barn með illvígan sjúkdóm er ég ekki hrædd við að eignast fleiri börn og vonandi verð ég heppin í framtíðinni að eignast fleiri því ég reyni að láta okkar allra drauma rætast þó oft á tíðum sé erfitt en það stoppar okkur ekki í neinu sem okkur dreymir um. Við skipuleggjum okkur með margra mánaða fyrirvara en ég hef heyrt að það eru mjög fáir sem þora því sem kljást við svona "pakka" en auðvidað verðum við að halda áfram að lifa og hafa eitthvað til að hlakka til. Við t.d. ákváðum í október síðastliðin hvað við ætluðum að gera í sumar en það er okkar árlega sumarfrí sem við öll fjölskyldan förum saman sem krakkarnir hlakka endalaust til og njótum þess í botn. Við verðum ALLTAF að hafa eitthvað til að hlakka til alveg sama hvað það gengur á, það er svo auðvelt að breyta ef það tekst ekki að halda við plönin.
Þetta lærði ég af einni konu sem er reyndar ekki meðal okkar í dag, hún var með illkynja heilaæxli og hún var svo dugleg að skipuleggja sig og gera einhverja skemmtilega hluti og plana þá með margra mánaða fyrirvara ef hún var mjög veik þegar ákveðnir hlutir áttu að gerast breytti hún bara planinu og frestaði því um óákveðin tíma. Þessa ákveðnu konu hitti ég reyndar bara einu sinni en lærði svo mikið af henni þennan hálftíma sem ég talaði við hana og leit svona líka upp til hennar. Kraftarkona!!
Útí annað en það fer ofsalega í mig þegar ég les um það þegar fólk óskar þess að það væri frekar með krabbamein en þennan ákveðna sjúkdóm sem það er með, djöh verð ég reið þegar ég les svoleiðis eða heyri. Afhverju í andsk.... vill maður vera frekar með krabbamein? Ekki vildi ég óska þess að Þuríður mín væri með einhvern annan sjúkdóm, auðvitað vildi ég helst af öllu að hún væri heilbrigð og væri ekki búin að berjast við þennan krabba í þrjú og hálft ár (og stelpan alveg að verða sex ára) sem sagt meira en hálfa sína ævi og þekki ekkert annað en það er bara ekkert svo einfalt því verr og miður. Æjhi ég ætla kanski ekkert að tjá mig mikið um þetta því ég veit að þetta gæti farið útí tóma vitleysu og ég kanski sært einhverja, en maður óskar sér samt ekkert um krabbamein frekar en annað.
Jú enn og aftur er helgina framundan, börnin fara öll uppá Skaga eftir leikskóla og vera þar í eina nótt og á meðan ætlum við Skari að gera eitthvað. Hmmm!! Hvað eigum við að gera? Hugmyndir? Bíó, Sálin, út að borða, "æfingabúðir" ehe, video eða .......?
-Ekki eyða lífinu..... Njóttu lífsins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
13.3.2008 | 08:39
Mikill heiður
Einsog sum ykkar vita var ég tilnefnd sem "afrekskona" Létt bylgjunnar sem var mér mikill heiður að vera meðal þessara fimm heiðurs kvenna. Það voru víst tilnefndar 300 konur og þar valdar 5 úr þeim hópi og svo kosið um, þó ég hafi ekki "unnið" þá fannst mér þetta mikill heiður og hefði reyndar frekar viljað sjá nafnið hennar Þuríðar minnar þarna í staðin fyrir mitt þá er ég samt stollt. Langar að þakka ykkur öllum sem kusum mig fyrir, ég er ótrúlega stollt af því að þið vilduð gefa mér þessa nafnbót. Stórt knús til ykkar allra.
Ég fór á þetta kvennakvöld Léttbylgjunnar í gær og skemmti mér ótrúlega vel, fórum fimm saman og hlógum mikið. Var samt fegin þegar sú sem fékk þessa nafnbót að hefði ekki verið ég eheh því ég hefði aldrei getað staðið þarna uppá sviði fyrirframan 100-200 konur (veit ekki hvað þær voru margar) og þurft að segja nokkur þakkar orð. Það hefði ö-a liðið yfir mig ef ekki það þá bara "kú..." á mig ehe. Púúúfffhh, hefði aldrei getað það. Allavega Léttbylgjan takk fyrir skemmtilegt kvöld sem ég skemmti mér frábærlega á.
Ætla bara að hafa þetta stutt í dag, er á leiðinni í ræktina og fá smá útrás og reyni svo að nýta restina af deginum til að liggja yfir bókum og læra smotterí en þetta er mín fyrsta vika á þessu ári sem ég hef geta einbeitt mér eitthvað almennilega að lærdómi.
Stóóóóóórt knús til ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
12.3.2008 | 10:47
Draumar
Þegar Þuríði minni líður mjög illa þá líður mér illa, verð hálf þunglynd af sársauka hennar vegna, sef varla dúr, hjartað hamast og allt verður hreinlega ómögluegt. En það er samt einsog ég eignist einhverja krafta og get gengið með henni þann veginn og hjálpað henni eftir minni bestu getu gegnum þessa baráttu enda hef ég heldur ekkert val. Samt er þetta svo skrýtið með orkuna sem maður fær þegar henni líður þannig?
Þegar henni líður vel þá verð ég svo þreytt og þrái mest í heimi að fá hvíldina og komast aðeins í burtu og gleyma mér í smá stund. Já mér líður vel í dag en væri alveg til í losna við þessa þreytu sem er að gera útaf við mig. Aaargghh!
Langar að minna ykkur á þetta svona í lokin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
105 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4870654
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar