Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
21.2.2013 | 10:17
Fréttir þriðjudagsins.
Maístjarnan mín var mætt uppá spítala kl 8:30 og kl 11:50 var hún vöknuð, búin að klæða sig, borða og við komin með fréttir frá rannsóknunum. Jú æxlið hefur ekkert breyst síðan síðast sem eru bara góða fréttir - þannig núna verður haldið uppá það næstu fimm mánuðina eða til næstu rannsókna. Búum okkur til eitthvað til að hlakka til og auðvidað er stærsta tilhlökkunin í byrjun maí þegar lillan okkar kemur í heiminn. Maístjarnan mín verður að sjálfsögðu með páskabingó uppá barnaspítala eða fjórða árið í röð sem hún sér alveg sjálf um eða ég sé um að senda á fyrirtækin til að þess að "sníkja" og hún heldur bingóið sem hún ELSKAR!! Er ekki málið að fara undirbúa sumarið líka?
Svona vaknar Maístjarnan mín eftir hverja svæfingu - aldrei neitt vandamál og öskrar á mat.
Blómarósin okkar fékk að fylgja stóru systur á spítalann í rannsóknirnar sínar og á meðan svæfingin stóð skellti hún sér á besta staðin á spítalanum, leikstofuna og föndraði smávegis handa lillunni í maganum.
Maístjarnan mín var að byrja þriðja eða fjórða árið sitt í röð á sjúkraþjálfun á hestum sem hún elskar enda mikil tilbreyting en þarna fékk Sjarmatröllið okkar að skella sér líka á bak með henni sem honum fannst heldur ekki leiðinlegt.
Núna getur konan allavega andað léttar næstu mánuði og notið þess að pirra sig yfir öllum smáhlutum sem eru að bögga hana. Einsog ég hef oft sagt áður mun baráttu Maístjörnu minnar væntanlega aldrei ljúka en æxlið getur byrjað að vaxa á morgun - þess vegna tökum við alltaf bara nokkra mánuði í einu en hættum samt aldrei að plana hluti, mjög mikilvægt að hafa eitthvað til að hlakka til.
Þanga til næst XOXO
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
18.2.2013 | 08:54
Rannsóknir á morgun....
Rannsóknir á morgun hjá Maístjörnunni minni og við fáum væntanlega niðurstöðurnar strax eða síðasta lagi á miðvikkudag. Maístjarnan mín er búin að telja niður dagana í tvær vikur - er svo spennt að hitta alla uppá spítala, samt förum við þangað mánaðarlega (allavega) í spautur. Samt mjög fegin að þetta er í þetta átt heldur en ég þurfi að berjast við hana í hvert skipti sem við förum þangað.
Að sjálfsögðu verða bara góðar fréttir - en ekki hvað :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.2.2013 | 12:32
"Nördinn" minn hann Theodór Ingi
Theodór minn ný orðinn sjö ára (er í fyrsta bekk) elskar að fræðast um heiminn og veit ótrúlega mikið - sem hann lærir þá bara af sjálfum sér. En það var keyptur ipad fyrir Maístjörnuna okkar sem hefur hjálpað henni rosalega mikið - bæði með fínhreyfingar og andlegan þroska, þá höfum við reynt að finna þroskandi leiki og fleira fyrir hana í ipadinum og systkinin hennar græða dáltið mikið á því líka. En Theodór bað pabba sinn um að finna eitthvað um heiminn í ipadinn og þetta sem þið sjáið á myndbandinu lærði hann alveg sjálfur:
Hann er alveg ótrúlegur þessi drengur - hann t.d. ákvað tveggja og hálfs árs gamall að læra stafina án þess að biðja okkur foreldrana um aðstoð. Sat bara einn daginn í fanginu hjá afa sínum Hinrik og var að sýna honum stafabókina og þuldi upp alla stafina fyrir hann án þess að við vissum að hann kynni þetta. Snillingur!! Ef honum langar að læra eitthvað - gerir hann það bara sjálfur án þess að biðja neinn um aðstoð.
Annars er allt sæmilegt að frétta - vika í rannsóknir hjá Maístjörnunni minni. Hún er rosalega spennt að fara uppá spítala, telur niður dagana. Elskar að hitta alla þar!! Mamman er náttúrlega að tapa sér úr kvíða - einsog alltaf! Jú hún er oft ofsalega þreytt, krampar of mikið, dáltið stutt í þráðinn hjá henni en það er margt að berjast í kollinum hjá henni sem hún ræður kanski ekki við og er orðin ofsalega þreytt á því að vera alltaf að berjast og langar svo marga hluti sem er oft erfitt að leyfa henni. Já þetta er frekar skítt en auðvidað fáum við góðar fréttir á þriðjudaginn eftir viku (19.febrúar) en ekki hvað - hnúturinn fer bara aldrei alveg sama hvursu vel gengur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2013 | 09:11
VARÚÐ - mont dagsins!
Ég get montað mig endalaust af börnunum mínum enda aðeins of stollt af þeim og skammst mín ekkert fyrir það og ætla mér ekkert að hætta að monta mig af þeim.
Í þetta sinn ætla ég aðeins að monta mig af Blómarósinni minni sem var að keppa á sínu fyrsta FSÍ-móti í fimleikum í gær og stúlkan kom heim með eitt gull og tvö brons. Langar að sýna ykkur myndband af gull-æfingum hennar:
Hún er ótrúlega dugleg í öllu sem hún gerir - stendur sig rosalega vel í skólanum og þar eru bara tíur, hún hefur mikin metnað í öllu, vill vera best í öllu og stundum þurfum við foreldrarnir aðeins að "róa" hana niður, hún sýnir engum neitt nema hún viti að það sé fullkomið hjá henni, hún æfir fimleika alla daga og finnst það æðislegt, ef hún er ekki á æfingum er hún að gera æfingar hérna heima. Hún er ótrúlega feimin og lokuð en fimleikarnir hjálpa henni mjög mikið í því - því henni finnst fátt skemmtilegra en að sýna sig fyrir öðrum þó svo hún opni sig ekki fyrir hverjum sem er eða tali við hvernig sem er af fyrra bragði. Þrátt fyrir að vera aðeins átta ára þá er hún einsog 15 ára í þroska - búin að þurfa þroskast aðeins of hratt vegna veikinda Maístjörnurnar. Hún ber mikla ábyrgð gagnkvart henni, stundum of mikla, hefur ekki fengið að njóta þess að vera barn. Hætti t.d. of snemma (af mínu mati) að leika sé rmeð dót eða rúmlega 6/7ára gömul.
En ég er ótrúlega stollt af þessari stelpu og elska hana meira en allt.
Hérna eru tvær af henni frá mótinu:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
104 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 4870668
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar