Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Aðgerðin í dag

Þuríður mín er að fara í aðgerð í dag og bíður spennt eftir henni, alveg ótrúleg þessi stúlka.  Var vakin fyrir sjö í morgun svo hún gæti fengið hafragrautinn sinn en svo þarf hún að vera fastandi til hálf tvö í dag eða þanga til aðgerðin verður gerð.  Ætli ég þurfi ekki að "berjast" við hana kringum ellevu þegar hún byrjar að vera svöng aftur, þá verðum við bara að fara læra stafina og þess háttar til að reyna láta hana hugsa um eitthvað annað hvernig sem það fer.  Hún verður líka ö-a orðin þreytt þá og þarf væntanlega að leggja sig enda vakin mjög snemma og það mun væntanlega bjarga okkur frá "barningnum" og halda henni frá matnum.  Að sjálfsögðu þarf ég að taka þátt með henni og vera fastandi líka og þá verður ö-a litla krílið brjálað í mallanum.  Dóóhh!!

Bumban mín er annars orðin huges, oh mæ god!!  Fólk er farið að nefna það hvort hún sé ekki farin að síga? eitt er víst að hún er orðin frekar þung ehhe enda ekki kanski skrýtið þegar ég er farin að skríða í níunda mánuð.  Úúúúffh hvað ég get ekki beðið þegar þetta klárast þó svo mér finnist æðislegt að vera ólétt en þá mættu verkirnir vera minni en þeir fara versnandi núna.  Grrrrr!! 

Áðan lág ég fyrir og þurfti að standa upp sem er orðið ansi erfitt þessa dagana, Þuríður mín hefur greinilega verið búin að taka eftir því enda var hún snögg að standa upp og rétta mér aðra hendina sína til að hjálpa mér. 

Þetta kreppuástand er farið að snerta fólkið mitt, allir að missa vinnurnar sínar.  Ótrúlega sorglegt og erfitt, kanski mun ég líka missa "mína vinnu" frá Tryggingastofnun(eru þeir líka að fara á hausinn?).  Þetta ástand er skítt, erfitt og tekur ofsalega á hjá fólki.

Ætli ég haldi ekki áfram að kúra með Þuríði minni og horfa á Ísöld.
Eigið góða helgi, verum góð við hvort annað og ekki gleyma knúsunum.


Læknadagur...

Það er læknadagur í dag og svo á föstudag er smá aðgerð hjá hetjunni minni.

Fékk smá svar/fyrirspurn frá Tryggingastofnun í gærFrown ...skrýtið kerfi, þoli ekki þetta kerfi.  Veit meira í næstu viku, væri ekki besti tíminn að fá ekki áframhaldandi greiðslur með hetjunni minni þar sem ég á engan rétt á fæðingarorlofi einsog ég hef oft sagt áður.  NEI ég á ekki rétt á fæðingarstyrk vegna þess ég er í námi því ég tek ekki nógu margar einingar. 

Farin til doktorsins og ætla að reyna hugsa um allt annað en TR.

Knús til ykkar allra.


Teymisfundur

Við vorum á svokölluðum "teymisfundi" í dag í skólanum hennar Þuríðar minnar sem gekk svona líka vel enda ekki við öðru að búast af svona undrabarni einsog Þuríði minni.  Hún er ótrúlega hamingjusöm í skólanum sem við vitum, á auðvelt með að laða að sér hina stelpurnar hvort sem þær eru 1eða 4 bekk sem við vissum líka enda mikil félagsvera.  Bara gott og gaman.

Við einmitt fréttum á þessum fundi að krakkarnir voru eitthvað að tala við Þuríði okkar að hún væri með krabbamein og þess háttar en Þuríður var sko ekki sátt við það.  Hún æsti sig svona líka við krakkana að sagðist ekkert vera lengur með krabbamein og var eiginlega brjáluð og sár yfir því að þau væru að segja þetta.  Enda oftast segist hún ekki vera lengur með krabbamein en þegar það kemur að hausverk þá kvartar hún en annars vill hún segja að það sé farið og við viljum sjálfsögðu trúa því en ekki hvað?  Hún segir það líka alltaf þegar við förum með bænirnar á kvöldin að krabbameinið sé farið og "hann" eigi að passa Þuríði.

Annars er lítið að frétta, Þuríði minni líður ágætlega þó svo hún sé oft þreytt.  Hinum tveimur eða ætti ég kanski að segja þremur líður líka vel, Theodór Ingi biður alltaf um stafabókina þegar hann kemur heim úr leikskólanum og er þvílíkt duglegur að læra stafina og stundum situr ODdný með þeim tveimur og er að kenna þeim stafina enda þekkir hún þá alla.  Hún er meir að segja farin að reikna pínu, þvílíkt brain! (kemur frá mér ehe)  Bumbubúanum líður svakalega vel að ég held, lætur allavega finna mikið fyrir sér bara þrjár vikur þanga til ég fer í svo kallaða punktanuddið, jíííhhaaaa!!  Mikil þreyta í gangi en það fylgir, er að setja í fimmta gírinn með lærdóminn og svefninn verður að bíða til betri tíma eða bara þanga til ég verð gömul.

Set eina svo í lokin af þeim flottustu á svæðinu:
spann.nr_1


Hvað um foreldrana

Mig langar að birta þessa grein sem ég fann ég heimasíðunni hans Benjamíns sem á tengil hérna til hliðar hjá mér.  Finnst mjög fróðlegt fyrir ykkur hin sem eiga ekki langveik börn að lesa hana sérstaklega kanski fyrir fólkið "okkar" Skara. 
Hvað um foreldrana?
Þegar sonur Eyglóar Guðmundsdóttur sálfræðings greindist með krabbamein var hún hissa á að aðstandendum stæði ekki til boða skilvirkari sálfræðiþjónusta. Nú vinnur hún að doktorsverkefni um sálfélagslegar aðstæður foreldra krabbameinssjúkra barna. Þórgunnur Oddsdóttir ræddi við Eygló um rannsóknina og baráttuna við krabbamein sonarins.
Benjamín Nökkvi Björnsson er hress fimm ára gutti sem hefur gengið í gegnum ýmislegt á sinni stuttu ævi.

Benjamín Nökkvi Björnsson er hress fimm ára gutti sem hefur gengið í gegnum ýmislegt á sinni stuttu ævi. Tæplega tíu vikna gamall greindist hann með ungbarnahvítblæði sem síðan tók sig upp aftur rúmu ári síðar. Í dag eftir tvenn beinmergsskipti, óteljandi daga á sjúkrahúsi, erfiðar aðgerðir og mikla þolinmæði er hann laus við meinið.

"Hann er í raun læknaður en þetta er samt alls ekki búið," segir Eygló Guðmundsdóttir, móðir Benjamíns, og á þar bæði við líkamleg veikindi sonarins og andlega líðan fjölskyldunnar allrar. Benjamín er höfðinu lægri en jafnaldrar hans, hann þyngist lítið, hefur verki í hnjám, lungun eru viðkvæm og því fær hann oft lungnabólgu svo eitthvað sé nefnt.

"Í dag er Benjamín ekki krabbameinssjúkt barn heldur langveikt barn. Sem betur fer komast mörg börn í gegnum svona lagað, jafnvel alheil, en stór hluti glímir við einhvers konar síðbúnar afleiðingar," útskýrir Eygló og segir marga ekki gera sér ekki grein fyrir þessum eftirmálum. "Skilningurinn er mjög mikill meðan á meðferð stendur, allir vilja hjálpa, vinir, ættingjar - samfélagið allt. En svo líða árin og barnið kannski læknast en þú situr eftir með áframhaldandi kvíða um að sjúkdómurinn taki sig upp aftur. Auk álagsins sem getur fylgt þeim erfiðleikum sem koma fram síðar vegna sjúkdómsins eða meðferðarinnar."

Andlega hliðin

Eygló og eiginmaður hennar, Björn Harðarson, eru bæði sálfræðingar. Þau höfðu því ef til vill aðrar forsendur en flestir foreldrar til að meta þá andlegu aðstoð sem þeim stóð til boða í krabbameinsferlinu sem síðar leiddi til þess að Eygló hóf að rannsaka líðan foreldra krabbameinssjúkra barna. "Að fá þær fréttir að barnið þitt sé með lífshættulegan sjúkdóm er gríðarlegt áfall. Það er eins og það sé sparkað í andlitið á þér með járnstígvéli. Fast!" segir Eygló sem var hissa á að við þær aðstæður væri ekki boðið upp á skilvirkari áfallahjálp á spítalanum.

"Þegar við fáum þær fréttir að Benjamín sé með krabbamein þá koma til okkar læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi og prestur en það kom enginn sálfræðingur. Okkur sem sálfræðingum, og fyrst og fremst sem foreldrum í áfalli, hefði fundist eðlilegt að vera boðin virk sálfræðiaðstoð á þessum tímapunkti. Það er ekkert víst að við hefðum þegið hana en hún hefði engu að síður átt að vera í boði."

Þegar Eygló fór að grennslast fyrir um hvernig þessu væri háttað komst hún að því að hún þyrfti að bera sig eftir þjónustunni sjálf.

"Sálfræðingar Barna- og unglingageðdeildar sinna þessum málum og mér var sagt að ég gæti hringt í þá ef mér fyndist ég þurfa á því að halda. Þetta hljómaði fáránlega í mín eyru. Átti ég, móðir í krísu, að fara að átta mig á því hvort ég þyrfti að tala við sálfræðing þegar ég var gjörsamlega dofin og átti ég þá að hringja í sálfræðing á Barna- og unglingageðdeild sem ég hafði aldrei séð og óska eftir tíma? Það ferli fannst mér allt of langt og flókið. Auðvitað á þessi þjónusta að vera inni í þessu teymi sem sinnir þér. Það á að vera fagmanneskja og ekki bara hver sem er heldur sálfræðingur sem er sérhæfður í að vinna með sorg, áföll og langvarandi streitu, sem sinnir aðstandendum við svona aðstæður," segir Eygló. Hún kveðst strax hafa fundið mun þegar Benjamín var kominn í meðferð úti í Svíþjóð. "Þar komu félagsráðgjafi og sálfræðingur til okkar einu sinni í viku. Kannski vildum við ekkert við þá tala en þeir komu alltaf reglulega, og létu vita af sér."

Annað áfall

Benjamín fór í beinmergsskipti í Svíþjóð tæplega átta mánaða gamall og var orðinn sterkur og stór ári síðar þegar Eygló fór með hann í eftirskoðun. Hún hafði hlakkað til að sýna starfsfólkinu á spítalanum ytra hvað Benjamín braggaðist vel en mergsýni og niðurstöður úr blóðprufum sýndu að krabbameinið hafði tekið sig upp á ný. Eygló segir að það hafi verið gríðarlegt áfall.

"Maður getur tekið einu svona kjaftshöggi, þú kemst ekki heil út úr því trúðu mér, en það er hægt að taka á því. Að fá síðan annað kjaftshögg þegar maður er ekki einu sinni kominn á þann stað að vera byrjaður að vinna sig út úr fyrra áfallinu, það var hræðilegt. Mér fannst hreinlega eins og það væri stigið ofan á mig. Ég fór í "blakkát", líkaminn setti á sjálfstýringu og ég labbaði út af spítalanum og kom mér heim en rankaði í raun ekki við mér aftur fyrr en á flugvellinum daginn eftir. Ég man ekki einu sinni hvernig ég komst þangað," segir Eygló.

Það var einmitt þarna á flugvellinum, í mars 2005, sem fyrstu drögin að rannsóknarverkefni Eyglóar voru lögð þótt hún hafi alls ekki verið að velta því fyrir sér þá að fara í doktorsnám á þeim tíma. "Ég hitti þarna hjúkrunarfræðing sem var í krabbameinsteyminu okkar á Íslandi. Hún segist hafa verið að koma af ráðstefnu þar sem meðal annars var verið að ræða áfallastreitu foreldra og nefnir nafnið Krister Boman sem ég hugsa svo ekkert meira um í bili enda fór þarna allt á fullt við að undirbúa seinni beinmergsskipti Benjamíns."

Að fara í ein beinmergsskipti er áhættusamt og taki sjúkdómurinn sig upp aftur eru gerðar afar strangar kröfur um hvort sjúklingi sé treyst í aðra slíka aðgerð. Þetta var þó eina von Benjamíns um lækningu og voru foreldrarnir meðvitaðir um það frá upphafi að líklegt væri að hann hefði það ekki af. Nokkrum sinnum hékk líf hans á bláþræði en allt fór vel að lokum.

Meðan Benjamín var að jafna sig eftir aðgerðina skaut nafni Kristers Boman aftur upp í kollinum á Eygló og fyrst hún var stödd í Svíþjóð ákvað hún að heyra í honum. Í heimsókn til Bomans kemst hún að því að til eru gögn um líðan sænskra foreldra krabbameinssjúkra barna sem lítið hafði verið unnið úr. "Þegar ég sá þessi gögn vissi ég að þetta var eitthvað sem mig langaði að vinna með og áður en ég vissi af var ég farin að vinna að doktorsverkefni. Ég þóttist vita að skorturinn á þessari stoðþjónustu snerist um pólitík og peninga - það snýst allt um pólitík og peninga. Til að breyta þessu þarf aukið fjármagn og til að fá aukið fjármagn þarf að sýna fram á að breytinga sé þörf," segir Eygló sem sendi sama spurningalista til 244 íslenskra foreldra barna sem höfðu greinst með krabbamein á árunum 1986 til 2006.

Íslenskir foreldrar verr staddir

Fyrstu niðurstöður liggja nú fyrir og sýna að íslenskir foreldrar eru að mörgu leyti verr staddir en þeir sænsku. "Íslensku foreldrarnir eru óöruggari og finnst þeir ekki eins vel upplýstir. Síðan sló það okkur svolítið að íslenskir foreldrar mælast með marktækt meiri sjúkdómstengda streitu en sænsku foreldrarnir," segir Eygló. Hún hefur ákveðnar kenningar um hvað kunni að skýra þennan mun. "Það þarf náttúrulega að skoða þetta betur en ég hef mínar getgátur. Til dæmis eru sérstakar krabbameinsdeildir fyrir börn á sjúkrahúsum í Svíþjóð. Barnið þarf því ekki að vera eins mikið í einangrun og á Íslandi þar sem börn í krabbameinsmeðferð og til dæmis börn með alvarlegar sýkingar eru vistuð á sömu deild. Þessar aðstæður gera það því miður að verkum að krabbameinssjúka barnið er oft í einangrun frá öðrum sjúklingum til að smitast ekki af vírusum og umgangspestum og þar með einangrast foreldrarnir líka. Það að geta umgengist og deilt reynslu með öðrum foreldrum sem eru í sömu stöðu getur verið ómetanlegt og jafnvel dregið úr óöryggi foreldra sem eru að koma inn í þennan ókunnuga reynsluheim."

Sjálfri fannst Eygló hún óttalega ein oft þegar hún sat yfir syni sínum á spítalanum. "Þú situr þarna dag eftir dag, verður dofin, og það eina sem þú hugsar um er að barnið þitt deyi ekki. Þannig var það hjá mér. Ég svaf lítið sem ekkert, sat bara og horfði á Benjamín og var dauðhrædd um að ef ég færi frá þá myndi eitthvað koma fyrir."

Foreldrana í forgang

Eygló vill sjá gjörbreytta þjónustu við foreldra krabbameinssjúkra barna.

"Þetta snýst um forvarnir. Að sinna þér frá byrjun mun gagnast betur en að sinna þér þegar þú dettur í gólfið eftir fimm ár. Það er svo algengt að áfallið segi til sín síðar. Maður hleypur ekki í gegnum svona og jafnar sig síðan bara, það er ekki svo einfalt. Barnið kannski læknast og þú ferð heim og tekst á við hversdagsleikann á ný og það er þá sem allar tilfinningarnar sem þú setur í frost meðan þú ert í þessu "akútástandi" koma upp á yfir-borðið. Meðan á meðferðinni stendur ertu bara að einbeita þér að barninu sem er með lífshættulegan sjúkdóm og gæti dáið. Þú ert ekki svo mikið að hugsa um það hvernig þér líður eða hvernig hjónabandið gangi."

Eygló segir marga foreldra upplifa það að vera komnir í algjört þrot þegar kemur að því að fara út í lífið á ný. "Þú ert bara eins og tómur rafgeymir, svefnvana, kvíðinn og tættur. Og þannig gengur þú kannski í mörg ár og segir: "jú, jú, það gengur bara ágætlega hjá mér," en grætur svo á nóttunni af því að enginn skilur þig. Barnið þitt er orðið frískt, af hverju ertu ekki glöð? Foreldrar þurfa kannski ekki allir sömu stoðþjónustuna en ég held að enginn komist frá þessu ósnertur. Áfallið eitt og sér, að fá þær fréttir að barnið manns sé með krabbamein, skilur alltaf eftir ör."

Eygló bendir á að rannsóknir sýni að markviss sálfræðiþjónusta, sem ekki þarf að bera sig eftir, og eftirfylgni dragi úr streitueinkennum.

"Þessi þjónusta á að vera virk. Ég myndi meðal annars vilja sjá að fagfólk með sérþekkingu í þessum málum tæki á móti þér á spítalanum þegar barnið þitt greinist með sjúkdóm. Síðan fylgi þeir aðilar þér í gegnum allt ferlið og áfram eftir að krabbameinsmeðferð barnsins er lokið. Það er beinlínis vandræðalegt hvernig þessu er sinnt í dag og það hefur ekkert með fagfólkið að gera. Starfsfólkið á Barnaspítalanum er yndislegt og hefur reynst okkur frábærlega vel. Ég ætla alls ekki að leita að sökudólgi heldur langar mig að leita úrræða. Það þarf að setja þessi mál í forgang, það þarf að setja foreldra langveikra barna í forgang vegna þess að foreldri sem er betur á sig komið með andlegri umönnun er betur í stakk búið til að sinna veika barninu og fjölskyldunni allri."


Vitiði hvað þetta er? :)

3D VIKA29+_6

3D VIKA29+_42

Annars er frí hjá hetjunni minni í skólanum, svokallað vetrarfrí og við erum búnar að hafa það ofsalega kósý í dag og í gær.  Henni finnst ekki leiðinlegt að fá svona tíma ein með mömmu sinni þó svo að við séum ekki að gera margt, bara kúra uppí sófa og horfa á Kalla á þakinu hehe.

Áðan kom ég að henni liggjandi á eldhúsborðinu (var að borða og lá hálfpartinn yfir matnum) og ég fékk dáltið í magann þegar ég sá þessa ákveðnu stellingu því ég hélt að hún væri í krampa.  Ég spurði hvað væri að?  "mamma mín, ég er með krabbamein í höfðinu" og var ofsalega leið, ætli það hafi ekki verið einhver hausverkur til staðar en sem betur fer skjatlaðist mér með krampann þó svo það sé ekkert betra að hún sé að þjást með þennan blessaða hausverk.

Hún bíður annars spennt núna með töskuna sína því hún er á leiðinni uppá Skaga og ætlar að fá að gista hjá ömmu og afa um helgina, bara alein sem henni finnst ótrúlega spennandi og hinum tveim finnst líka spennandi að fá að vera "ein" heima hjá okkur réttara sagt mér því Skari er að vinna á morgun og fer svo á árshátíð hjá styrktarfélaginu en ég treysti mér ekki til að sitja lengi vegna grindarinnar og svo er ég líka orðin hrikalega þreytt að ég nenni ekki að vera geispandi allt kvöldið ehhe.  En svo er það leikhús á sunnudaginn með Styrktarfélaginu, farið verður á Skilaboðaskjóðuna sem þau bíða spennt eftir enda miklir leikhúsaðdáendur.  Bara gaman!!

Eigið góða helgi kæru lesendur.......


Alltaf gaman að leika í snjónum...

PA234946
Hérna er Þuríður Arna mín með nágrannavinum sínum í dag að leika sér í snjónum sem henni fannst sko ekki leiðinlegt.  Hún elskar líka að borða snjóinn einsog sést hehe.

PA234949
Bara flottust!!

 

 


"Svona er þetta bara, það þarf að hafa fyrir hlutunum"

Þetta svar heyrði ég einn starfsmann hjá Tryggingastofnun segja við eina gamla konu og mikinn öryrkja þegar ég var stödd þar í síðustu viku.  Það versta var að þetta var eini upphálds starfsmaðurinn minn sem sagði þetta þar að segja í frontinu, það fór ekki framhjá neinum sem var staddur þarna því gamla konan heyrði greinilega illa og starfsmaðurinn þurfti að tala aðeins hærra við hana en aðra kúnna.  Starfsmaðurinn var með ótrúlega leiðinlegt viðmót við þessa ákveðnu konu og hún varð eiginlega kjaftstopp enda heldur ekki með getu né orku í að labba á milli staða til að leita réttar síns þannig ég hélt að starfsfólkið ætti að hjálpa "okkur" í gegnum þetta frumskógarkerfi en það er víst mesti misskilingur.  Vávh hvað ég fann til með henni, því þarna var engin sem var tilbúin að aðstoða hana og eiginlega bara sagt við hana "leiðinlegt fyrir þig".

Það er ekki einsog maður sé að leika sér að þurfa hafa samband við þessa stofnun, ég gæfi allt til að geta sleppt því.  Ef ég ætti fullt af peningum eða sem væri miklu betra að ég ætti heilbrigt barn, þá þyrfti ég allavega ekki að hafa áhyggjur af framhalds greiðslum með hetjunni minni um áramótin en þær áhyggjur eru að éta mann upp til agna.  Ég var líka að spá ef ég ætti ekki rétt á því hver ætti það þá?  Ég meina ég á barn með illkynja heilaæxli, illvíga flogaveiki og vott af lömun.

En starfsfólkið þarna í frontinu er ekki að nenna sinna sínu starfi, það er svo leiðinlegt hjá þeim eða það hlýtur að vera fyrst að það getur ekki verið með gott viðmót.  Hvernig væri þá að skipta um starf?  Ég man þegar minn félagsráðgjafi hætti uppá spítala, yndislegasta kona í heimi, tilbúin að gera ALLT fyrir okkur án þess að við báðum hana um það, hringdi í okkur til að ath hvernig allt væri hjá okkur og þess háttar.  Sú besta í þetta starf og svo hætti hún uppá spítala og ég varð ógeðslega fúl en það góða við það að hún færði sig til Tryggingastofnunar en samt ekki í frontið þannig ég get haldið áfram að leita til hennar ef eitthvað er.  Hún er tilbúin að leyfa okkur að leita til sín en það væri ekki hver sem er og ef það er eitthvað þá er hún ennþá til staðar fyrir okkur sem er ofsalega dýrmætt fyrir okkur því það er ekki lengur í hennar verkahring.

Ég hef allavega ákveðið mitt fyrsta starf að sækja um þegar ég get farið aftur á vinnumarkaðinn verður í frontið hjá Tryggingastofnun, ég veit hvernig er að þurfa berjast við þessa stofnun, ég kann mannleg samskipti, ég get verið kurteis þó svo ég fái "erfiða" og væri tilbúin að aðstoða þá.  Annað en þetta lið þarna niður frá. 

Útí annað þá er komið dagssetning á "aðgerðina" hjá hetjunni minni sem verður á föstudaginn í næstu viku og í leiðinni verður fjarlægður ljótur blettur á bakinu sem þarf að fara í ræktun.  Hún er ágætlega hress, erum að reyna koma meiri reglu á líf hennar þar að segja ath hvort það sé hægt að taka svefninn af henni yfir daginn og það gengur sæmilega.  Ein flogalyfin farin og það hefur gengið súpervel að taka þau af henni, allavega engir krampar og núna verður tekið smá frí frá lyfjaminnkun þanga til um áramótin. 

Þuríður mín neitar orðið að horfa á t..d Latabæ á íslensku og æsir sig svona líka ef ég set yfir á íslensku "nei ég vil horfa á ensku" hehe.  Svo segist hún vera farin að tala ensku og byrjar að telja one, two, three sem er mikið þroskamerki en ég var að kenna hinni að telja á ensku en þá tók hún svona líka vel eftir og farin að telja líka þó svo hún sýndi engan áhuga að læra.  Bara flottust!

Núna erum við farin að sitja fjögur yfir stafabókinni hennar Þuríðar minnar og læra stafina því hann Theodór minn er búinn að bætast í hópinn og mikill áhugamaður um stafina og farinn að læra þó nokkra.  Kom meira að segja til mín áðan og þá var drengurinn búinn að skrifa O og T, oh mæ gof hvað ég á velgefin börn.  Nota bene þá verður hann þriggja í jan, bara snillingur!  Hann verður líka alveg snar ef við hættum að fara yfir stafina og vill þá bara vera einn í sínu horni að fara yfir þá og svo spyr hann endalaust mikið hvaða stafur er hvað?  Þau fá greinilega þessa vel gefnu hæfileika frá móðurinni haha!!


Ble ble ble

Ætlaði að skrifa einhverja rosa færslu en svo bara "æjhi ég nenni því hreinlega ekki".  Hrikalega þreyta í gangi og svo er hetjan mín eitthvað óhamingjusöm þessa dagana, ótrúlega erfitt að sjá hana svoleiðis.  Margt ómöglegt hjá henni, svo grátgjörn og leið.  Veit ekki alveg hvað er í gangi?

Farið er að líða á seinni hluta þessara meðgöngu "Katrín bara 4-8 vikur eftir"Wink.  Var í mæðraskoðun í gær og að sjálfsögðu gekk allt vel þar.  Er alltaf með mikla samdrætti sem eru bara fyrirvaraverkir enda er ég líka vön að ganga með börnin mín í 42 vikur sem ég vona að það gerist ekki í þetta sinn.  Þreytan er endalaus sem fylgir bara og þá á móti er ég ekki alveg jafn dugleg að nenna læra, úúffhh!! Ég sem þarf að fara byrja á lokaritgerðinni minni.

Ætla að rembast við að reyna læra....


Þarna átti ég heima...

-Og mikið finn ég til með gömlu nágrönnum mínum, veit að flestir búa þarna ennþá.  Knús til ykkar allra.


mbl.is Unnið að rannsókn á eldsupptökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsku besta mamma mín...

á afmæli í dag. Sú besta í heimi, sem ég get alltaf leitað til, sem er alltaf tilbúin aðstoða mig/okkur ef eitthvað bjátar á, sem er alltaf fyrst á staðinn ef það er eitthvað og sú sem við elskum mest í heimi. Til hamingju með daginn elsku besta mamma, þú ert lang best og flottust.  Hlökkum til að koma í dag í kökur. Knús í tætlur.
Slauga og co.

Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband