3.3.2010 | 10:50
Heimasíðan, Þuríður og ég
Fyrir ca fimm og hálfu ári byrjaði ég að blogga, fyrstu bloggin mín voru bara "fikt" langaði bara að prufa en svo veiktist Þuríður Arna mín og þá var komin ástæða fyrir að blogga. Jú við nenntum ekki að fá þrjátíu símhringingar á dag og allir að spurja sömu spurninguna þess vegna var bara ofsalega gott að skrifa líðan hennar á netið. Í fyrstu voru að sjálfsögðu bara okkar ættingjar og vinir að lesa síðuna en svo jókst aðsóknin og á tímabili voru hátt í 1000-2000 ip tölur á dag sem heimsóttu síðuna mína. Manni fannst það frekar "skerí" hvar margir voru að lesa og hugsaði oft hvort ég ætti að loka síðunni því þið getið ekki ímyndað ykkur í hverju við höfum lent að hafa síðuna opna fyrir almenning. Oftast hefur það verið á jákvæðan hátt og þið hafið peppað okkur upp þess vegna hef ég haft hana opna, jákvæð komment gera ofsalega mikið fyrir mann, miklu meira en þið getið ímyndað ykkur þó svo það er frá ókunnugum (finnst reyndar mörg ykkar ekki vera ókunnug lengur). Að vera með síðuna opna hefur líka verið á mjög svo neikvæðan hátt fyrir okkur fjölskylduna sem ég ætla ekki að tjá mig um hér en það er eitthvað sem þið getið ekki ímyndað ykkur. Bara eitthvað sem á að gerast í bíómynd.
Síðustu vikur hef ég mikið verið að spá í að hætta blogga því mér finnst að ég eigi bara að loka þessari bók, Þuríður mín er í bata og ætlar að sjálfsögðu að halda áfram þeim bata. Ástæðan jú fyrir þessari síðu er tileinkuð Þuríði minni og ég hef verið meira og minna verið að segja frá hennar veikindum, hennar líða, mínum líða eða okkar allra líða í gegnum veikindin. Þessi barátta er búin að taka rúm fimm ár og ég veit alveg að henni er ekki lokið og verður kanski aldrei lokið, hnúturinn í maganum mun aldrei fara sem reyndar fer stækkandi og ekki veit ég afhverju? Æxlið er ennþá til staðar en engin skuggamyndun og stækkun hefur ekki verið í meira en í eitt og hálft ár þannig ástandin er flott á hetjunni minni. Þessi veikindi hennar hafa hægt ofsalega mikið á þroska hennar, allir kramparnir, flogalyfin og krabbalyfin sem mér alltaf jafn sárt því Þuríður mín var heilbrigð þegar hún fæddist og frekar undan sínum jafnöldrum í þroska sem hefur hjálpað henni í þessu öllu. Tveggja og hálfs árs veikist hún og hefur ekki þroskast mikið síðan þá. ENN Þuríðu mín er ofsalega glatt barn, jákvæð og þrjósk sem hefur líka hjálpað henni í gegnum þetta allt saman og á meðan Þuríður mín er hamingjusöm er ég það líka. Þó svo mér finnist það ofsalega sárt hún sé ekki "einsog" jafnaldrar hennar þá er hún hérna hjá okkur sem skiptir mestu því einsog ég hef oft sagt áður þá átti hún að fara frá okkur fyrir ca þremur árum.
Einsog ég sagði þá hef ég mikið hugsað um að hætta hérna en svo fer ég að hugsa ....en ég hef samt svo margt að segja eða það er ennþá svo margt sem hvílir á mér og mér finnst ég þurfa koma því frá mér þó svo það tengist ekki beint hetjunni minni en samt. Mér finnst að þið þurfið að vita hvernig foreldrarnir geta líka "veikst" eftir svona baráttu, eftir svona mikið álag sem við fjölskyldan höfum verið undir síðustu ár. Þetta er ekkert búið þó svo barnið sé orðið hresst, það eru miklar aukaverkanir sem við foreldrarnir getum fengið eða einsog ég er að upplifa þessar vikurnar/mánuði. Hjartað mitt er í molum og líkaminn minn er gjörsamlega í rúst en þá er líka ofsalega gott að eiga góðan mann sem skilur mann best þó svo hann sé ekki að upplifa þetta sama og ég. Þetta er vont og venst ekki.
Þannig núna vonandi er ég "hætt" að tala um veikindi Þuríðar minnar þó svo ég skelli inn einni og einni frétt af hetjunni minni sem verða vonandi bara jákvæðar en ætla að leyfa ykkur í staðin að fylgjast með minni "baráttu" að komast í rétt stand eftir erfið ár. Nei ég er ekki með neinn illvígan sjúkdóm, mig langar bara að koma því til skila að við getum líka "veikst" eftir svona mikið álag.
Núna er litli mömmupungurinn minn farinn að heimta mömmuknús sem hann verður að sjálfsögðu að fá.....
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra Áslaug Ósk. Mig langar bara til þess að þakka þér fyrir bloggið þitt í gegnum tíðina. Þú og Óskar eruð búin að standa ykkur svo vel undir þessu mikla álagi og það er ekki að undra að þið finnið fyrir því. Ég hugsa til ykkar allra og vona svo innilega að þér gangi vel í þinni uppbyggingu. Knús í ykkar hús.
Anna Lára Steinda (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 11:30
Kæra Áslaug.
Þó svo að ég kommenti ekki oft á síðuna þína les ég hana mjög oft.
Í hvert sinn sem eitthvað batnar, þakka ég Honum og kveiki einatt á kerti, sem ég er með hérna við hendina.
Kerti er tákn þess, að betra er að kveikja eitt slíkt en bölsótast út í myrkrið, þ´vi það þýðir ekki nokkurn skapaðan hlut.
Kertið táknar einnig ljós Sannleikans sem lýsir upp myrkur lyginnar
Því bið ég þig að halda áfram bloggi þínu.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 3.3.2010 kl. 12:39
Sæl Áslaug. Ég kíki á bloggið þitt daglega og finnst þið algjörar hetjur öll. Þú hefur með þínum skrifum kennt svo ótal mörgum og þar á meðal mér að vera þakklát fyrir það sem við höfum, líta á björtu og jákvæðu hliðarnar og bægja þessum tilgangslausa pirringi yfir einhverju smálegu í burtu. Gangi þér sem allra allra best í þinni uppbyggingu.
Sigríður (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 13:03
Sæl og blessuð. Frábært að heyra að vel gangi með hetjuna þína, nú er kominn tími á að byggja ykkur foreldrana upp. Endilega haltu áfram að blogga, hópurinn sem fylgist með og óskar ykkur alls hins besta er örugglega margfalt stærri en hinn. Gangi ykkur allt í haginn, kv. Ragna
Ragna (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 13:37
Sæl
Ég er búin að lesa bloggið þitt svo lengi og það er magnað að fylgjast með því hvað þú sérð alltaf sólinna þó að hlutirnir séu ekki góðir. Þú hefur klárlega gefið manni aðra sýn á hvað það er sem skiptir raunverulega máli.
En gangi þér sem allra best að púsla þér saman og ná heilsu því að þú gerir ekki mikið fyrir þína fjölskyldu heilsulaus :)
Ég þekki þig ekki neitt en mér finnst þú samt sem áður mögnuð manneskja miða við það sem ég hef lesið inná þessu bloggi :)
Sigga (ókunnug) (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 16:27
Hvað sem þú gerir þá vil ég þakka þér kærlega fyrir skrif þín. Lífið leikur við mig en stundum líður mér illa, bara eins og gengur og þá finnst mér gott að fara inn á síðuna þína og það bregst ekki að það hjálpar mér að líta lífið og tilveruna aftur bjartari augum.
Gangi þér og þínum öllu vel í sérhverju því sem þið takið ykkur fyrir hendur.
Ólöf Stefnisdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 18:31
Kæra Áslaug,
Ef þér líður þannig að þú viljir hætta að blogga þá auðvitað bara gerir þú það að sjálfsögðu og þarft ekki að spyrja kóng eða prest.
Það er samt morgunljóst að ég myndi sakna þess að geta ekki kíkt inn á bloggin þín því þau eru svo einlæg og falleg og beint frá hjartanu, það er ekki á færi allra að opna sig svona og gefa af þeirri reynslu sem þú og þitt fólk hefur upplifað. Það er ómögulegt að setja sig í þau spor en ég er handviss um það að þú hefur með bloggi þínu kennt ókunnugu fólki ótrúlega margt.
Leggðu áherslu á sjálfa þig núna því litlu fallegu börnin þín og góði maðurinn þinn þurfa svo óskaplega mikið á þér að halda og því þarft þú að setja þig í fyrsta sætið til að þú getir verið til staðar fyrir þau.
Bestu kveðjur til þín og þinna,
Margrét
Margrét (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 18:39
Ég vill líka þakka fyrir afskaplega vel skrifað blogg sem alltaf gerir það að verkum að ég sé mín eigin vandamál í öðru ljósi. Þú ert ótrúlega jákvæð og hugrökk og ég lít mikið upp til þín sem móður sem og manneskju. Það er alveg jafn umhugsunarvert og gefandi að lesa um þína baráttu við að koma þinni heilsu í lag eftir þetta mikla álag sem á þér hefur verið. Ég á tvö börn og veit því hvað meðgangan ein og sér krefst uppbyggingar á líkama, hvað þá fjórar meðgöngur ásamt þeirri baráttu sem þið hafið staðið í.
Gangi þér rosalega vel að byggja þig upp. Það er líka ótrúlega sterkt af þér að berjast fyrir því að koma heilsunni í lag.
Ásta (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:15
Takk fyrir að halda áfram að blogga! Ég er búin að fylgjast með frá þvi áður en Þuríður veiktist og að geta fylgst með, tekið þátt í að senda góðar hugsanir og bænir hefur verið stór hluti hjá mér undanfarin ár.
Þín barátta er ekki síður mikilvæg enda getur andlegt álag haft mikil áhrif á andlega sem og líkamlega líðan. Ég hvet þig því eindregið til að halda áfram að blogga, um þig, börnin og stöku fréttir af hetjunni (en mér finnst þið öll hetjur - það veistu).
Gangi þér vel að byggja þig upp og ég hlakka til að fylgjast með því (og hver veit, kannski fæ ég uppbyggingarhugmyndir fyrir sjálfa mig í leiðinni hohoho).
Súsanna (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:45
ég sá þessa síðu i fyrra og síðan þá fer eg dagleg inná hana :) til að fylgjast með þessari fallegu hetju!
inga (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:54
Sæl Áslaug! Mér finnst alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, það skiptir engu máli um hvað þú ert að skrifa. Mér finnst yndislegt að sjá allt það góða sem þið eruð að gera með börnunum ykkar og það hversu lifandi lífi þið lifið. Ég held ég viti ekki um neitt fólk sem hugsar svona ofboðslega vel um börnin sín, svo eruð þið svo samtaka í því sem þið takið ykkur fyrir hendur. En ég vona að þú fáir bót meina þinna svo þú fáir aftur allan þann kraft sem hefur einkennt þig í gegnum öll árin sem ég hef fylgst með ykkur! Svo verð ég að segja að mér finnst alveg magnað hvað þér hefur gengið vel í skólanum með allan pakkann sem þið hafið haft! Ég hlakka bara til að halda áfram að fylgjast með lífinu hjá ykkur, þessari frábæru fjölskyldu. Kossar og knús á línuna, Ásdís.
Ásdís (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 22:32
komdu sæl Áslaug.
Ég hef aldrei kvittað fyrir mig áður, en ég hef fylgst með ykkur í langann tíma.Mig langar að segja þér að mér finnst þú ótrúega dugleg kona og frábær mamma. Börnin þín eru svo sannarlega heppin að eiga ykkur fyrir foreldra. Gangi þér og þínum allt í haginn. Bestu kveðjur
Ókunnug en samt finnst mér ég þekkja ykkur pínu
Heiða (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 23:44
Ég er svo mikið sammála þeim sem eru hér fyrir ofan mig. Það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með ykkur. Gangi ykkur öllum vel, og farðu vel með þig duglega eiginkona, móðir, dóttir, systir, námsmaður og hvað, það nú allt heitir.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 00:27
Ég er búin að fylgjast með síðunni þinni frá upphafi og er hún búin að vera lengi fastur liður hjá mér. Er svo hjartanlega sammála fyrri ræðumönnum og þú hefur gefið svo mikið af þér í gegnum skrifin og munt gera það áfram þó svo að þau verði meira um þína baráttu um að koma þér aftur á rétta braut í heilsunni. Það eru örugglega einhverjir foreldrar langveikra barna sem eru í sömu sporum og að lesa þína upplifun gæti gefið þeim heilmikið líka.
Gangi þér vel í þinni uppbyggingu og ég hlakka til að fylgjast með þér
kv. Hrafnhildur Ýr
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 10:03
Sæl Áslaug..
Langaði bara að segja þér að halda áfram því þó ég þekki þig ekkert þá fer ég reglulega hér inn og það er aðdáunarvert hvað þið/þú hafið þó verið sterk í allri þessari baráttu með hetjunni ykkar. það er líka lærdómsríkt fyrir okkur hin að sjá að þetta er hægt og maður á ekki að gefast upp þó á móti blási. Gangi ykkur roslega vel í baráttunni hvort sem er þinni eigin eða fyrir hetjuna ykkar..
Petra Kristín Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 10:27
ég hef fylgst með síðunni þinni frá upphafi þó ég hafi ekki kommentað mikið þá hefur hetjan þín og þið öll verið í bænum mínum ég þekki þig ekki mikið en kynnist þér aðeins í 10 bekk í langholtskóla og fékk að sjá hversu sterk manneskja þú ert og mundu að dóttir þín er ekki bara hetja heldur þú líka :) og ég dáist af þrautsegju þinni styrk og báráttu viljanum megi Guð blessa ykkur ríkulega og gefa ykkur vonaríka framtíð og fullkomna lækningu inn í allar kringumstæður
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 4.3.2010 kl. 11:23
Kæra Áslaug, ég hef fylgst með skrifum þínum hér og mikið er ég fegin að þú skulir ætla að halda áfram að skrifa. Þú ert að gefa svo mikið af þér til lesenda, skrifin þín eru svo tilgerðarlaus og algjörlega einlæg. Þið eruð öll sannar hetjur og ég vona að þér gangi vel í að byggja þig upp eftir allt sem þú hefur farið í gegnum síðustu ár. Takk fyrir að leyfa okkar að fylgja þér.
Inga-ókunnug (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 12:55
Þú, Áslaug og öll þín fjölskylda eruð hetjur :) hver á sinn hátt! Leiðinlegt að heyra að skrokkurinn þinn sé ekki í góðu standi en eins og þú veist, þá gerast kraftaverkin og ég vona svo sannarlega að þér fari að líða betur!
Bestu kveðjur og takk fyrir að hafa leyft okkur hinum að fylgjast með ykkur í þessi ár! Maður gerði sér engan vegin grein fyrir því hvaða áhrif þetta hefur á alla fjölskylduna að eiga veikt barn!
Inga (ókunnug) (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 15:57
Sæl Áslaug. Mikill er þinn kjarkur og einlægni. Þú varst í raun hvatinn að því að ég fór að kíkja inn í bloggheimana yfirleitt.
Mörg blogg hef ég lesið og ekki öll falleg eða jákvæð frá hinu og þessu fólki sem í raun ætti ekki að setja hugsanir á blað, heldur fara út í óbyggðir og öskra þar duglega.
Ef þú ætlar að hætta að blogga, (sem þú ræður auðvitað sjálf) þá hverfur af blogginu afar áhugaverður bloggari. Ég vil rökstyðja það með því að síðan þín hefur í senn verið að segja okkur frá afar erfiðum dögum vikum og mánuðum, en um leið hefur alltaf verið von og bjartsýni í hverri færslu.
Sá eiginleiki er svo dýrmætur fyrir okkur öll og við þurfum svo mikla þörf fyrir þessi viðhorf þín. Við skiljum auðvitað að þú sitjir ekki við á hverjum degi, en að fá eitt og eitt blogg annað slagið er það sem ég og örugglega margir fleiri værum afar glöð að sjá.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.3.2010 kl. 18:43
Kæra Áslaug.
Kannski á ég einhvern tímann eftir að segja þér í eigin persónu af hverju ég fór að fylgjast með þér og þínum skrifum en eftir að hafa lesið þessa færslu hjá þér vil ég að þú vitir að það hefur gefið mér óendanlega mikið að lesa bloggið þitt. Mér finnst þú dásamlega jákvæð og hughraust og það er líka hugrekki að geta sagt hreinskilninslega frá því sem ekki er 100% að ganga upp í lífi manns. Börnin þín eru svo falleg og yndisleg og mér finnst þið taka svo vel á lífinu og tilverunni og þar af leiðandi vera svo góð fyrirmynd fyrir okkur hin.
Ég tek undir það sem svo margir aðrir hafa sagt hér. Ef þú kýst að hætta að blogga, þá vil ég að þú vitir að ég er þakklát fyrir að hafa lesið skrifin þín og vil af heilum hug þakka þér fyrir að hafa leyft mér að eiga hlutdeild í lífi þínu og hugsunum. Ef þú heldur áfram að blogga þá á ég örugglega ekkert síður eftir að fylgjast með lífi ykkar áfram en ég hef gert hingað til og hrífast með í gleði og sorgum (vonandi meiri gleði samt).
Bestu batakveðjur og kærar þakkir
Óla Maja (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 20:25
sæl Áslaug . ég las bloggið þitt núna eins og svo ótal oft áður og hugsaði að það væri rétt að segja takk fyrir, ef þú skildir hætta og ég sé að það hafa margir hugsað eins . Ég hef alldrei áður kvittað hjá þér en lengi fylgst með og oft kveikt á kerti á kertasíðunni hennar Þuríðar. Ég og maðurinn minn eigum sitthvora frænkuna sem hafa verið mikið veikar og mig grunar að þú þekkir þær, Viktoría og Kolbrún, þær og Þuríður hafa verið mikið í bænum mínum eins og annara, og ég verð að segja að það eru engin orð sem lýsa því þakklæti og gleði sem allar batafréttir gefa manni. Þið eruð öll hetjur . Guð veri ávallt með ykkur.
mig langar að segja þér eitt að ganni, þegar ég var búin að fylgjast með síðunni þinni lengi þá ´held ég að ég hafi verið búin að komast að því að tengdaforeldrar þínir hafi búið á Beitistöðum. Ég var einusinni á leið með rútu í bandbrjáluðu veðri , við vorum búin að vera marga marga klukkutíma á leið frá Reykjavík ,þetta var líklega 1983-84 bílstjórinn gafst upp fyrir neðan Beitistaði og þar fengum við mat og gistingu , fjöldi fólks fyrirvaralaust, ég var 13-14ára þegar þetta var og mig rámar í að það hafi verið heima strákur sem mér dettur í hug að mundi geta verið maðurinn þinn. ef þetta er rétt hjá mér þá þakka ég fyrir mig :D
Herdís (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 00:28
Fallega hugrakka kona. Þú hefur kennt mér svo margt og mig langar til að segja þér það aftur.
Þú hefur kennt mér að elska "betur"
Þú hefur kennt mér að segja það oftar..."Ég elska þig"
Þú hefur kennt mér að þakka
Þú hefur kennt mér að hugsa
Þú hefur kennt mér að muna
Þú hefur kennt mér að faðma oftar
Þú hefur kennt mér kærleik
Þú hefur kennt mér að vona
og...þú hefur kennt mér hugrekki
Já þú hefur auðgað líf mitt. Gefur augaleið að ég mun sakna þín ef þú hættir að blogga en ákvörðunin ert þín. Framundan er mikið og erfitt verkefni og það er þú sjálf. Þú sem er svo mikilvæg öllum þínum fallegu gullmolum og Skara þínum og núna verður þú að setja þig í 1. sæti...ég veit að það er erfitt en það er mikilvægt. Það sem framundan er hjá þér er verkefni sem við getum öll lært af og eins og þú segir þá er mikilvægt að segja líka frá því. Bókina þín skrifar þú, bara ekki strax en hún kemur
Ég mun halda áfram um ókomna tíð að láta bæn mín vera til fyrir ykkur. Ég mun halda áfram að tendra ljós og þakka.
Guð gefi ykkur góða daga, með kærleikskveðju
4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 08:18
Áslaug mín þú hefur gefið svo mikið af þér með blogginu þínu. Auðvitað er ákvörðunin þín en ég held að þetta hjálpi þér mikið í gegnum þína uppbyggingu. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur styrk í gegnum lífið
Kristín (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 09:10
Kæra kæra
Mikið skil ég þínar pælingar.
En ég ætla rétt að vona að þú skerir ekki á fréttirnar. Því það er með okkur eins og þig, manni finnst að þið séuð fjölskylda sem maður þekkir náið. En sem betur fer eru ekki lengur þéttar fréttir af erfiðleikum, heldur sætum sigrum.
En nú er komið að þér sjálfri eins og ég hef sagt áður við þig, að þú ert náttúrlega í maski eftir þetta erfiða og allt of langa tímabil. Og það þarf að taka á því. Það er nefnilega þannig að maður finnur best eftir á hvað aðstæður hafa verið erfiðar á þeim orrustuvelli sem við höfum verið á.
En mig langar til að hvetja þig til að halda áfram eftir þínum ákvörðunum þó, að setja inná síðuna þína fréttir, því þið fallega stóra fjölskyldan skiptið allt of miklu máli fyrir okkur.
kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 13:47
Þið eruð ótrúlegar hetjur öll fjölskyldan. Ég hef lesið síðuna þína lengi en hef aldrei kvittað fyrir mig. Mér hefur fundist ótrúlegt að lesa um hetjuna þína og hversu vel henni vegnar í dag þrátt fyrir allar spár. Hún er ótrúleg hetja og hefur barist mikið en það hafið þið líka og án ykkar væri hún ekki þessi ótrúlegu hetja sem hún er. Hún sækir kraftinn frá ykkur foreldrunum og á skrifum þínum að dæma hefur systir hennar staðið eins og klettur við hliðina á henni og verndað hana, sem ég er ekkert viss um að sé sjálfgefið mörg börn myndu kannski finnast þau ekki fá þá athygli sem þau þurfa þegar svona aðstæður eru. En þið hafið staðið þétt saman öll sem eitt. Ég á barn sem hefur þurft að fara í 4 aðgerðir út af fæðingargalla sem hefur gengið illa að laga og hef því eitt smá tíma á Barnaspítalanum og þetta tekur þvílíkt á líkama og sál að þurfa að fara í gegnum veikindi með börnunum og þurfa að dvelja á spítala og passa upp á að systkinin sem heima sitja fái líka athygli ást og umhyggju. Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að ganga í gegnum eins alvarleg veikindi og dóttir þín hefur þurft að ganga í gegnum. Ég var með minn inn á spítala þegar þú komst með yngsta strákinn þinn í einangrun í fyrra og ég sá ykkur öll, manni fannst eins og maður þekkti ykkur og langaði bara að taka utanum ykkur og heilsa. Þú með skrifum þínum hefur gefið ótrúlega mikið af þér. Það er ekkert skrítið að líkaminn gefi eftir þegar aðeins slaknar á og spennan í líkamanum minkar aðeins, þá kemur allt fram sem er búið að byrgjast þarna inni í mörg ár og þú ekki leyft að koma fram sökum þess að þú hefur ekki haft tíma til að hlusta á þig. Gangi ykkur allt í haginn ótrúlega sterka fjölskylda. Vertu dugleg að gefa sjálfri þér tíma því við megum víst ekki gleyma að við foreldrarnir þurfum stundum að taka bensín og fá smá viðhald til að geta haldið áfram að vera sterk fyrir börnin okkar um ókomna tíð. Vonandi heldur þú áfram að leyfa okkur að fylgjast með þér og hetjunum þínum öllum.
Tveggja barna mamma (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:02
Ég ætla aðeins að bæta við: þið skiptið allt of miklu máli fyrir okkur til þess að þið hverfið á braut. sÓLVEIG
Sólveig (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:02
Ég ætla bara að þakka þer fyrir að gefa mér innsýn í líf ykkar fjölskyldunnar og langar að biðja þig að blogga áfram,þið eruð hetjur um það verður ekki deilt.Ég hef ekki kommentað hér inni áður en fylgist með.Baráttukveðjur.MArgrét gömul amma.
MArgrét Andrésdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 15:59
Hæ Hæ Áslaug hef skrifað hér nokkrum sinnum og búin að fylgjast með ykkur lengi. Ég hvet þig til þess að halda áfram að blogg því fók hefur gott af því að vita hvernig eftiköst eftir langvarndi álag kemur fram. Og bara frábært að þörfin fyrir að blogga um Þuríði fari minnkandi og gangi svona vel. Baráttu kveðjur Helga.
Helga ókunnug (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 19:56
Hefur gefið mér mikið að lesa bloggið þitt og vildi bara segja þakka þér fyrir :) Þuríður Arna og þið öll eruð oft í bænum mínum og ég óska ykkur alls hins besta. Hlakka til að halda áfram að fylgjast með ykkur ef þú kýst að halda áfram að blogga. Kærleikskveðja :O)
Edda Hlíf (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 14:47
Gott hjá þér, Áslaug mín. Við foreldrarnir veikjumst með börnunum og þurfum að fá að tjá okkur um það.
Endilega tjáðu þig. Þeir sem hafa áhuga, þeir lesa, hinir ekki.
Þó svo að það séu 15 ár síðan mín dama veiktist, þá er því enganveginn lokið í dag og mun aldrei ljúka. Hún glímir við langvinn veikindi og vanþroska sem þýðir að hún mun þurfa stuðning frá okkur foreldrunum (fullorðnum) allt sitt líf.
Þið Skari gerið það sem fleiri þyrftu að gera en það er að hlaða batteríin reglulega. Það er gott og nauðsynlegt ef þið ætlið að halda þetta út næstu tugi ára.
Fyrst að setja súrefnisgrímuna á sig áður en maður setur hana á börnin :)
Haldið áfram að knúsa hvort annað og hugið að ykkur sjálfum. Það er lífsnauðsynlegt.
Helga Linnet, 10.3.2010 kl. 11:03
Sæl Áslaug, ég les hér á hverjum degi og veistu hvað,,, þú ert orðin ein af fjölskyldunni, svo skrítið sem það er, ef dagurinn er dökkur þá nægir að kíkja hér inn og þá er allt eitthvað svo smátt og þú og þín fjölskylda svo dugleg að annað verður að engu..Endilega ekki hætt hér nema þú teljir þig tlneydda og það ber að virða,,, Óska ykkur duglegu fjölskyldu alls hins besta og bara áfram veginn eins og alltaf,,, þið eruð alveg ótrúleg og öðrum hvatning,,,KNÚS
Berglind (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 10:08
mig langar bara að tjá mig vegna þess sem Herdís skrifar um Beitistaði, á þessum árum hefur Óskar verið um tíu ára gamall og það var móður bróðir hans sem bjó þá á Beitistöðum en við foreldrar hans bjuggum og búum á Akranesi-- en það gæti vel verið að Óskar hafi verið staddur á Beitistöðum þegar þetta er-- vildi bara koma þessu að til gamans ;))
amma þura (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.