19.1.2007 | 09:56
Litli kútur
Litli kúturinn minn hann Theodór er frekar slappur núna eða vaknaði í morgun með 39,4 þannig hann vill bara kúra í mömmukoti, æjhi það er svo gott þegar þau kúra svona hjá manni en það mætti líka vera oftar þegar þau eru ekki svona slöpp. Hann verður víst að hrista þetta af sér drengurinn þar sem það styttist óðum í fyrsta afmælisdaginn en hann er 23.janúar en það verður stórveisla í "sveitinni" á sunnudaginn, oh mæ god hvað mér finnst gaman að halda uppá afmæli barnanna minna já eða okkar allra í fjölskyldunni. Erum frekar veisluóð þessi fjölskylda, bara gaman!!
Það er alveg brjálað að gera hjá minni, hef varla sest niður síðan við komum heim. Læknaheimsóknir að hejast aftur eftir fríið okkar og einhverjar fleiri heimsóknir en það á víst að reyna gera eitthvað meira fyrir hana Þuríði mína þannig mér leiðist sko ekkert á daginn. Það halda margir að heimavinnandi húsmæður hafa endalausan tíma fyrir sjálfan sig, oh boy ég vildi óska þess að það væri satt? Ætla mér samt að fara gera mér meiri tíma eða allavega reyna fara mæta oftar í ræktina en ekki bara þessa þrjá tíma sem ég er með fasta á viku, reyna um leið og ég hendi stelpunum í leikskólan og leyfi Theodóri mínum að leika við krakkana hjá mömmu, hann hefur gott af því drengurinn. Ræktin gerir mér nefnilega ótrúlega margt gott, aukaatriðið mitt er að grennast en það yrði stór plús þegar af því kæmi eheh!! Mér líður bara svo ótrúlega vel að geta mætt í ræktina og reyni að gera eitthvað fyrir sjálfan mig, þó svo að það er ekki langur tími sem ég fæ fyrir sjálfan mig þá gerir það alveg heilmikið. Mæli með því fyrir alla, þetta er svo ótrúleg lækning á allan hátt.
Annars vissi ég ekki að ég þekkti svona marga en ég er búin að vera í því að svara fólkinu mínu með nýja lykilorðið okkar, ég ætti kanski að skipta um lykilorð í hverri viku eheh!! Það er svo hrikalega gaman að fá svona mörg mail og fallegu kveðjurnar sem fylgja þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta gerir fyrir mig. Ég reyni að fara klára svara ykkur en það eru ansi margir eftir, taka mér bara smá pásu frá mail-skrifum og skirfa nokkrar línur hér þó ég hafi ekkert að segja, bara bulla!! Þið megið annars alveg halda áfram að senda mér svona falleg mail eða komment hér á síðunni þó svo ég ætli mér ekki oftar að skipta um lykilorð.
Þuríður mín er annars "hressari" en síðustu vikuna, ekkert búin að krampa í nokkra daga. Ég er bara ekki að skilja þetta með krampana eða ekki neinn hvort sem þú kallar þig læknir eða eitthvað annað? Hún var reyndar mjög óhamingjusöm þegar hún vaknaði í morgun, stúlkan er greinilega farin að þreytast og jú maður veit afhverju hún þreytist. Hún vill orðið bara fá að sofa þannig ætli ég fari ekki að leyfa henni að sofa út á morgnana og svo fara í leikskólan því ég veit að hún verður vonandi aðeins hressari við það. Hún verður víst að fá að ráða ferðinni sjálf, hún er líka farin að tala oftar um það að hún sé lasin í hörfðinu og kanski er ástæðan að hún sé alltaf með hausverk en hún á ofsalega erfitt með að tjá sig útaf því sem er kanski ekkert skrýtið. Hún er nú bara fjagra og hálfs og þekkir ekkert annað en að vera veik en veit ekkert afhverju henni líður svona eða heldur bara að öllum líði svona einsog henni. Hún er líka farin að versna tífalt af exeminu og finnst ofsalega gott þegar við nuddum henni, æjhi greyjið hún er ótrúlega slæm ég sem hélt að fólk með exem ætti að lagast í sólinni? Það hefur allavega alltaf verið sagt við mig en ég er með psoriasis en það er einsog Þuríði minni versni alltaf við að fara í sólina? Skrýtið!
Jú ég "hitti" hann Geir Haarde í gær, síðan mín var nefnilega tilnefnd sem besti einstaklingsvefurinn ásamt fjórum "fríkum" í viðbót en að sjálfsögðu vann ég ekki, finnst þetta frekar bara fyndið. Það var nefnilega smá "hóf" í gær í Iðnó í gær sem ég var reyndar ekkert að fíla mig að vera, er ekki alveg þessi tölvugúru einsog allir sem voru þarna. Bara fyndið og gaman!!
Var annars að bæta við albúmum frá Flórída en það eru komin þrjú albúm sem þið endilega kíkið á og vonandi fer ég að geta svarað öllum mailunum sem ég hef fengið með fyrirspurnum um lykilorðið. Ég á bara ekki til aukatekið orð hvað ég hef fengið mörg mail og næstum því öll frá fólki sem ég þekki, svo gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með. Knús til ykkar!!
Farin að kúra hjá veika stráknum mínu..
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
342 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haltu áfram að bulla, það gerir ekkert til Að vera tölvugúru er enginn skömm
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.1.2007 kl. 12:08
Halló. Afsakið að ég er alltaf að commenta hér en mér datt í hug þegar ég las um exemið hennar Þuríðar að ég er með exem líka og þegar ég er mikið í sól og hita þá versnar mér og líka þegar ég fer í saltvatn. Eins og ef ég hef vogað mér í Bláa lónið. Þannig að kanski er þetta raunin með hana Þuríði líka. Vildi bara benda þér á þetta. Hafið það annars bara ofsalega gott og ég kveiki á kerti fyrir hana Þuríði á kvöldin.
Petra (ókunnug) (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 12:23
já hef heyrt þetta líka með exemið var að vinna stundum í bláa lóninu á sumrin og sumir stunda lónið grimmt og finna fyrir litltum einkennum af exeminu á meðan aðrir og sem betur fer fáir geta vart snert vatnið ekki gott það en ég veit ekki hvort það sé þá líka veikt fyrir sól eða hvort það er persónubundið :( vonandi fer hún að lagast, það er sko ekki gott að vera svona :( og vonandi fer T.I að hrista þetta af sér ekkert fútt í því að vera alltaf lasin ;(
hafið það gott knús og koss til ykkar frá okkur í grindavíkinni :)
Þórunn Eva (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.