27.4.2010 | 11:15
11.maí
Ég man þegar Þuríður mín fór í sínar fyrstu myndatökur á heila þá héldu læknarnir að það hefði blætt inná heila og ég brotnaði strax niður án þess að ég vissi hvað það mundi merkja ef það hefði skeð. En eftir þessar myndatökur hélt hún áfram að krampa og þá var hún send í segulómun og þá sást æxlið hennar ENN okkur var aldrei tilkynnt að það hefðu fundist æxli, það voru bara einhverjar blöðrur. Ok það var nú svo sem ekkert slæmt að vera bara með einhverjar blöðrur en svo ropaði einn deildarlæknirinn eitthvað um æxli sem ég meðtók ekkert strax því hún var ekki með æxli hún var með blöðrur. Ég man, ég gisti hjá mömmu og pabba þessa nóttina þar sem ég var með Oddnýju Erlu mína litla og bjó í þannig blokk að þar var óreglufólk og ég treysti mér enganveginn að vera þar því oft var tekið í húninn að nóttu til, til að greina komast inn. Óskar var að sjálfsögðu með Þuríði uppá spítala enda upptópuð af lyfjum til að reyna halda krömpunum niðri og þegar ég labbaði inn til mömmu og pabba hálf dofin og tilkynnti þeim það að hún væri með æxli í höfði eða svo sagði allavega deildarlækninn en þau meðtóku það nú ekki sem var skiljanlegt enda voru þetta BARA blöðrur einsog okkur var tilkynnt. Ég man reyndar ekki framhaldið hvort við hefðum spurt aðal lækninn um þetta því þessir dagar eru frekar skýjaðir en útfrá þessu fengum við aldrei að syrgja það að hún væri komin með æxli en það var samt góðkynja og læknarnir sögðu rétt áður en við fórum út til Boston í aðgerð (ári eftir greiningu) að æxlið ætti aldrei eftir að breytast í illkynja, jú kanski þegar hún yrði eldri en ekki á meðan hún væri svona ung svo vorum aldrei stressuð yfir því þó svo það væri aldrei hægt að fjarlægja það.
Tæpu ári eftir aðgerð og 50 krömpum á dag síðar þá breyttist æxlið og hún farin að lamast þá kom líka mesta sorgin því við höfðum líka BARA heyrt slæmar fréttir af illkynja æxlum í heila, ekki af NEINUM sem hafði lifað illkynja heilaæxli. Hver hafði lifað af illkynja heilaæxli? Þetta var gífurlegt áfall, en við héldum samt í vonina fórum í áfallahjálp hjá Séra Pálma og vonin og bænin hefur verið okkar strekasta vopn. Séra Pálmi lét biðja fyrir Þuríði okkar í einni messunni sinni og ég hef alltaf trúað að svona hlutir hafi hjálpað þó svo ég fari aldrei í kirkju en þá fer ég alltaf með bænirnar með krökkunum mínum og þau enda ALLTAF á því að biðja hann (Theodór kalla HANN hana J)að láta krabbameinið hennar Þuríðar sinnar hverfa.
Núna ætla að ég að vona að bænir okkar haldi áfram að hjálpa okkur og láta æxlið hennar Þuríðar minnar minnka (í versta falli standa í stað) en síðast stóð það í stað og það eru níu mánuðir síðan en sex mánuðum þar á undan minnkaði það aðeins. En ég fékk smá áfall í vikunni þegar ég sá að félagi okkar (kynntumst honum í gegnum veikindi Þuríðar) sem greindist fimm mánuðum undan Þuríði að æxlið hans væri farið afstað aftur. Það er mikið áfall fyrir okkur sem lifum í þessum stressaða heimi, við viljum ekki heyra svona. Þessari baráttu á að vera lokið.
Mig langar að fá góðar fréttir 11.maí, mig langar að fara áhyggjulaus í sumarið, við höfum lifað alltof mörg erfið sumur. GETA, ÆTLA, SKAL!! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað hnúturuinn er orðinn stór, hann minnkar ekkert við hverja segulómun, frekar stækkar og það er hrikalega erfitt að lifa alltaf við mikla óvissu. Það getur byrjað að stækka, hvenær gerir það þá? en það getur líka hætt að stækka en hvenær??
Þuríður Arna mín kippir sér lítið upp við þessar myndatökur, elskar bara að fara á spítalana og hitta alla, fá sprautu í brunninn og svo mjólkina sína sem eru svefnlyfin því það þarf að svæfa hana við hverja segulómun. Margir eru hissa á því en jú hún Þuríður mín finnst leiðinlegt að liggja kjur í kanski 30-60 í einu en þú þarft að liggja alveg kjur.
11.maí ÆTLUM við að fá góðar fréttir. Ég er löööööngu komin mig fullsadda af leiðinlegum og erfiðum fréttum.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já elsku fjölskylda það er komið nóg af erfiðum fréttum hjá ykkur. Þið eruð búin með skammtinn finnst mér.
Nú sendum við öll sem lesum bloggið þitt jákvæðar hugsanir til ykkar.
Guð haldi áfram að verda Þuríði ykkar það er ekkert annað í boði .
Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 13:29
Ég ætla að biðja fyrir ykkur og því að 11. maí verði góður dagur fyrir ykkur öll.
sigríður (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 23:09
Kæra Áslaug,
takk fyrir gott komment á blogginu mínu.
Þó að ég hafi verið með hnút í maganum í tæp 6 ár þá get ég ekki ímyndað mér hvernig ykkur líður. Það er ótrúlegt hvað er lagt á sum börn og hvað þau standa sig vel eins og hún Þuríður er greinilega að gera. Mér finnst hún ótrúlega dugleg, magnað að hún skuli vera sátt við spítalann. Hörkukvendi hér á ferð
Ég held áfram að fylgjast með ykkur og sendi ykkur allar þær góðu hugsanir sem ég á til. Gangi ykkur vel !
Rakel Sara bloggvinur
Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 23:40
Bænir virka og það fara bænir frá okkur hjónum til æðri máttarvalda og í þeim verður beiðið um góðar fréttir fyrir ykkur og áframhaldandi bata fyrir Þuríði Örnu. Guð veri með ykkur öllum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.4.2010 kl. 00:41
Bara góðar fréttir til ykkar kæra fjölskylda.
Þorgerður. (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 15:26
Við hugsum til ykkar og sendum ykkur góða strauma.
Signý (mamma hans Gunnars Hrafns)
Signý og fylgifiskar (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 18:49
Ég vona að þetta muni ganga vel hjá ykkur. Er vongóð um það vegna þess að Þuríður virðist vera svo hress og dugleg.
Baráttan við krabbameinið kennir okkur öllum að þakka fyrir hvern dag með okkar nánustu.
Gangi ykkur vel!
Linda (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.