Leita í fréttum mbl.is

Og heimurinn hrundi...

Óskar skrifar:

Það var búið að lofa færslu hér í dag og við það er staðið.  Bráðabirgðaniðurstöður úr myndatöku Þuríðar Örnu í dag sýna mjög skýrt að það er stækkun í æxlinu.  Ég get ekki líst því hversu hræðilegt það var að heyra lækninn segja okkur þessar niðurstöður - heimurinn gjörsamlega hrundi á einu augnabliki.

Við fáum fund með læknunum á morgun þar sem farið verður betur yfir það hvað þessi niðurstaða þýðir og hvert framhaldið verður.

Kærar kveðjur og takk fyrir góðar hugsanir.
Óskar Örn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi ykkur hlýja strauma með von um að þetta þýði ekki neitt slæmt fyrir litlu hetjuna............knús í hús.......

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 17:02

2 identicon

Elsku fjölskylda...trúin og vonin haldið fast í hana.  Þetta er gríðarlega erfitt og nú tekur á hjá ykkur..æi hvað ég finn til með ykkur og enn í dag vildi ég óska þess að ég gæti gefið ykkur eina ósk.  Ég sendi ykkur hlýjar hugsanir, ég tendra ljósin og fer með bænir til handa ykkur.  Nú er það bænin, trúin og vonin og allt hið góða sem fylgir fallegu hetjunni ykkar.

Til þín duglega stúlka og haltu áfram að vera dugleg

Leiddu mína litlu hendi 
Ljúfi faðir þér ég sendi 
Bæn frá mínu brjósti sjáðu 
Blíði Jesú að mér gáðu

Með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 17:07

3 identicon

Kæra fjölskylda, ég sendi mínar sterkustu baráttukveðjur á þessum erfiðu tímum, er sjálf móðir og á von á öðrum strák síðar í sumar svo ég get reynt að setja mig í spor foreldris, enn foreldris með langveikt barn get ég ekki :-( Megi guð vera með ykkur.

Kveðjur.

Elísabet. (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 17:15

4 identicon

Með kærleikskveðju til ykkar kæra fjölskylda.

Þorgerður (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 17:15

5 identicon

Guð veri með ykkur kæru foreldrar og gefi ykkur styrk til að takast á við þessar slæmu fréttir.  Þið hafið margoft sýnt úr hverju þið eruð gerð og saman getið þið tekist á við og sigrað hvað sem er.

fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 17:35

6 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda. Ég hugsa til ykkar og sendi hlýja strauma. Gangi ykkur allt vel.

Oddný Hróbjartsd (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 17:46

7 identicon

Elsku fjölskylda, hugsa til ykkar á þessum erfiðu tímum. Vonandi gengur allt vel á fundinum á morgun, sendi ykkur kærleikskveðju og hlýja strauma.

Ellen (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 18:07

8 identicon

Hugsa til ykkar.

Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 18:50

9 identicon

Elsku hjartans fjöldskylda,ég hugsa svo hlítt og í bæn til ykkar í gegnum tárin,stórar og margar bænir um að allt gangi vel á morgun,elsku Þura mín(eldri)engin orð duga til þín en því meiri hlýjar kveðjur.Megi góður GUÐ vera með ykkur öllum.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 19:59

10 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Kæra fjölskylda

haldið áfram í trúna. Hún flytur fjöll. Hún hefur komið ykkur lengra en nokkur átti von á. Ekki missa móðinn. Þið eruð einhverjar mestu hetjur sem ég hef heyrt um.

Kv.Olga Clausen

Guðrún Olga Clausen, 11.5.2010 kl. 20:05

11 identicon

Bið Guð og allt sem gott er að vera með ykkur. Hugsa til ykkar héðan úr Lyngholti og kveiki á fallegu Lóu-ljós fyrir ykkur öll.

Auðbjörg Halla (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 20:57

12 identicon

*Knús*

Þóra (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 21:00

13 identicon

Elsku fjölskylda, mig tekur sárt að heyra þetta, sendi mína sterkustu strauma til ykkar

Kristín (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 21:06

14 identicon

Elsku Óskar og Áslaug.

Við hugsum til ykkar á þessum erfiða tíma og vonum heitt og innilega að allt fari vel að lokum.

Bestu kveðjur, Sóley ,Örvar og Vala

Sóley og Örvar (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 21:27

15 identicon

Sendi ykkur hlýja strauma, bið fyrir ykkur og vona að allt fari á besta veg.  Kraftaverk gerast enn og ég hef firna trú á henni Þuríði Örnu.

Kærleikskveðja,   Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 22:03

16 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Elsku fjölsk...Sendi hlýjar hugsanir og kærleik..megi algóður guð vera með ykkur.....Kærar kveðjur...

Halldór Jóhannsson, 11.5.2010 kl. 22:39

17 identicon

nneeeiiii var það sem kom upp í hugann minn. Gangi ykkur vel og haldið fast í trúna. Get ekki ýmindað mér hvernig er að ganga í gengum það sem þið eruð að ganga í gegnum. Knús á ykkur öll.

Helga ókunnug (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 23:12

18 identicon

Þetta eru erfiðar fréttir. Ég hef fylgst með ykkur í nokkurn tíma og sterkara fólki hef ég ekki "kynnst". Hef alla trú á Þuríði Örnu og hennar fólki, þið kunnið að berjast og munið klára þetta!

Baráttukveðja!!

Inga (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 23:19

19 identicon

Ég er orðlaus, en sendi ykkur hlýjar kveðjur og strauma.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 00:11

20 identicon

bið fyrir ykkur

Anna Kristín (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 00:16

21 identicon

Þetta voru ekki fréttirnar sem allir hafa beðið eftir, þvílík sorg. En ég hef mikla trú á litlu kraftaverkakonunni ykkar. Megi guð og allir góðir vættir vaka yfir henni og vernda um ókomna tíð.

Edda Björk (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 06:03

22 identicon

Elsku Áslaug maður getur lítið sagt. Hugsum til ykkar og sendum strauma.

Hrundski (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 08:30

23 identicon

Æi nei, elsku Áslaug, Óskar og börn, ég sendi ykkur bænir og hugsa til ykkar...

Katrín Ösp Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 08:56

24 identicon

Kæra fjölskylda! Hugur minn er hjá ykkur. Þið eruð alveg ótrúlega sterk og dugleg öll. Gangi ykkur vel í því sem framundan er.

Sissa (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 08:57

25 identicon

Ég bið bænir og kveiki á kerti mínu

ég bið guð að líta eftir barni sínu

ég bið að Þuríður Arna verði hress

ég bið að æxlið segi við hana bless

ég bið að foreldrar fá auka styrk

ég bið að bænin okkar verði virk

ég bið um kraftaverk hér og nú

ég bið um orku von og trú

kveðja

Asa

Ása Ásgrímsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 10:22

26 identicon

Kæra fjölskylda

Ég óskaði þess svo heitt að sjá aðra fyrirsögn en þessa hér inni.  Þekki ykkur ekkert en hef fylgst með síðunni í talsverðan tíma. 
Bið algóðan Guð að veita ykkur styrk og stuðning á erfiðum tímum.  Hugur minn er hjá ykkur.
kveðja Jóhanna (ókunnug)

Jóhanna Svava Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 10:48

27 identicon

Kæra fjölskylda, þetta er vissulega áfall en  haldið fast í trúna.  Litla Þuríður Arna er alltaf í bænum mínum og þið öll.  Gangi ykkur sem allra best. Sæunn (ókunnug)

Sæunn (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 11:25

28 identicon

Kæra fjölskylda mikið finn ég til með ykkur. Hjartað mitt missti slag við að lesa þetta.Elsku fallega Þuríður Arna það er ljótt að sjá hvað mikið er lagt á þessa ungu stúlku.

Gangi ykkur sem allra best.

kv.Guðmunda

Guðmunda (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 11:56

29 identicon

Elsku Áslaug,Óskar og fjölsk..ég sit hér og græt yfir elsku hetjunni minni,ég er ekki að trúa þessu,en ég bið guð að vera með ykkur elskurnar og hjálpa ykkur í þessum erfiðu raunum..þessi sjúkdómur er algörlega óútreiknanlegur og það er það sem er svo erfitt við þetta allt saman...en ég kveiki á kertum fyrir Þuríði mína og sendi ykkur öllum ljós og frið.Love you

Björk töffari (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 12:27

30 identicon

Kæra fjölskylda þið þekkið mig ekki en ég vildi bara segja ykkur að hugur minn er hjá ykkur á þessum erfiða tíma. Þetta eru erfiðar fréttir. Bið fyirr ykkur.

kær kveðja

Dagbjört (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 12:27

31 identicon

Hvað er hægt að segja. Var svo innilega í hjarta mínu að vona að þessum kafla væri lokið í lífi ykkar. En þið hafði sýnt það svo oft að trúin flytur fjöll. Guð gefi ykkur stryk til að klára þetta verkefni eins og önnur sem lögð hafa verið á litlu stúlkuna ykkar.

Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 12:29

32 Smámynd: Sólveig Adamsdóttir

Elsku hjartans þið.

Það var eins og sparkað væri í magann á mér þegar ég sá fyrirsögnina.

Ég var svo  100% viss um að það kæmi ekki minna en óbreytt, helst af öllu "HORFIÐ".

Þetta eru hörmulegar fréttir og við bara verðum að treysta Guði fyrir því að þetta sé ALLSEKKI alvarlegt.

kærleikskveðja í húsið frá Sólveigu

Sólveig Adamsdóttir, 12.5.2010 kl. 13:04

33 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég setti inn kveðju hér í gærkvöld, en var bara svo annars hugar eftir að hafa lesið um stækkunina að ég gleymdi að vista hana. En kveikti á kerti. Sendi ykkur allar mínar bænir, bataóskur, stuðning og styrk sem almættið hefur upp á að bjóða.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.5.2010 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband