Leita í fréttum mbl.is

Óglatt af kvíða (breytt)

Þegar ég sá lækninn hennar Þuríðar minnar labba inná biðstofuna til okkar síðastliðin þriðjudag kom steinninn í magann, ég sá að hann var alvarlegur og byrjaði ekki strax að tala um niðurstöður en svo kom vondi draumurinn sem mig langar ennþá að vakna við.  Áður en maginn byrjaði að þyngjast þá gjörsamlega sprakk ég og tárin hafa varla hætt að renna síðan, Þuríður Arna rölti til mín og byrjaði að knúsa mig  og hefur varla hætt síðan.  Mig langaði líka að hlaupa inná klósett að æla því mér varð svo óglatt við þessar fréttir og átti mjög erfitt með gera það ekki.

Oftast hef ég reynt að láta börnin mín ekki sjá mig gráta þó svo það sé engin skömm en ég bara get það ekki lengur, þetta er of vont og erfitt.  Að sjálfsögðu skynja þau að það er eitthvað að og Theodór minn spyr mig oft hvað sé að, afhverju ég sé að gráta?(hann er mikil tilifinngavera)  Ég reyni að svara honum skynskamlega en við höfum aldrei leynt þeim sannleikanum og þau vita (Theodór og Oddný, Hinrik skilur náttúrlega ekkert) að Þuríður er orðin lasin aftur enda ekki hægt að leyna því þar sem stúlkan mun þurfa fara í aðgerð (allavega að taka sýni) og svo kemur framhaldið í ljós.  Við fáum líka mikið hrós frá þeim uppá spítala að hafa ALLTAF sagt þeim sannleikan en Oddný mín hefur "lent" mest í þessari veikindasúpu og hún er ofsalega viðkvæmt blóm þessa dagana og á smá erfitt þó svo hún sýni það ekki mikið enda mjög lokuð og feimin en þá var dagurinn hjá henni í gær frekar erfiður.  Svo núna þurfum við að byrja á okkar "mömmudögum" sem við gerum allt og ekkert eða njótum bara þess að vera saman.  Bara að fá að vera ein með mömmu sinni skiptir hana rosalega miklu máli og að sjálfsögðu mér líka, börnin mín eru þau dýrmætasta sem ég á og ég vil að þeim líði vel.

Annars líður mér hrikalega illa, ég svaf mjög lítið í nótt þó svo ég hafi fengið mér eitt stk svefntöflu jú ég rotaðist hálftíma eftir að ég tók hana en vaknaði svo og er ennþá vakandi.  Mér er svo óglatt sem er mikið af kvíða, ég reyni að troða í mig mat þó svo mig langi EKKERT í hann.  Ég fékk mér nokkra dropa af pepsí í morgunmat, ég veit ekki skynsamlegt en hélt kanski að mig vantaði smá sykur í blóði vegna ógleðinnar en nei mig langar ennþá að æla. 

Þó svo það eru bara tveir sólarhringar síðan við byrjuðum að upplifa þessa martröð þá er bensínið búið, ég sem hélt að ég hefði verið að fylla á tankinn í vetur??  Ég hef lítið sem ekkert sofið og þetta mun bara versna en ég þarf á minni orku á að halda og þarf að finna einhverja lausn að finna hana fyrir baráttuna sem er að fara hefjast.  Veit bara ekki hvað??

Núna erum við mæðgur að undirbúa smá bekkjarsystra-afmælisveislu og Þuríður Arna mín er hrikalega spennt fyrir deginum svo núna ætla ég aðeins að knúsa hana og reyna róa hana niður, spenningur í hámarkiWink.

Læt fylgja eitt ljóð í lokin þar sem ég er mikil ljóðakona en þetta er eftir hana Anný frænku mína, ég að sjálfsögðu tileinka því henni Þuríði minni Örnu.

Elsku litla ljósið mitt
lofað verði lífið þitt
Skíni stjörnur þína leið
sindri skært þitt æviskeið

Við hamingjunnar ljúfa lag
leiki lífið þér í hag
Brosi mót þín framtíð bjarta
breiði yl um blítt þitt hjarta

Þótt blási gegn og bylur berji
baráttan á herðar herji
Gefst´ei upp og gakktu mót
gæfan situr á þinni rót


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Áslaug ,engifersdrykkur úr heilsuhúsinu í glerflösku er rosa góður til að stilla magan virkar vel á bílveiki,gangi ykkur vel,hlýjar baráttukveðjur.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 10:04

2 Smámynd: Þórunn Eva

awwwwwwwww sæta mín - mikið ertu samt dugleg að geta tjáð þig hér því það gefur þér hellings útrás -(eins og þú veist) málið með að ná að róa þig niður og reyna að róa þína sál þá þarftu að finna e-h sem virkar - þegar mér leið illa reyndi ég að finna mér e-h skemmtilega mynd til að horfa á bara svona til að dreyfa huganum í smá stund (veit að dugar ekki lengi en smá stund allavega)

veit líka að um leið og þú leggst uppí rúm þá ferðu að hugsa og hugsa og hugsa og hugsa - geturu ekki prófað að finna e-h og setja á i-pod og hlusta á þar til þú sofnar - sögu or some !? (bara hugmynd)

allavega er ég til staðar fyrir þig - veist það vonandi!!

Þórunn Eva , 13.5.2010 kl. 10:34

3 identicon

Kæra fjölskylda, ég hef fylgst með ykkur í langan tíma en aldrei skrifað í gestabókina. Mér finnst þið ótrúlega dugleg og dáist að hvað þú ert meðvituð um að hugsa um liðan allra í fjölskyldunni. Haltu því áfram og ég held að með því að tala um hlutina þá líði manni miklu betur. Ég sendi ykkur góða strauma og hugsa til ykkar. Bestu kveðjur að vestan

Kristín (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 11:00

4 identicon

Æi elsku stelpan, maður finnur sársauka þinn greinilega í gegnum skrifin....það er mikið á ykkur lagt. Auðvitað er tankurinn ekki hlaðinn strax eftir að maður fær svona ofboðslega sárar fréttir. Þú verður að vera dugleg að leyfa sársaukanum að koma í ljós...maður getur ekki endalaust verið sterki aðilinn. Leyfðu börnunum að gefa þér styrk, þau eru skynsöm og það þarf einmitt ekkert að leyna fyrir þeim slíkum sársauka, þau mega alveg taka þátt í honum og mér finnst frábært að þið skulið gera það. Við sem lesum bloggið þitt finnum óendanlega mikið til með ykkur, mann langar bara að koma til ykkar og gera eitthvað, en það eina sem við getum er að sýna þér og ykkur að þið eruð ekki ein...hugurinn er hjá ykkur.

Svo er bara að leggja í næstu atlögu Áslaug mín, baráttuþrekið kemur smám saman og þú átt eftir að finna einhvern óútskýranlegan styrk næstu daga. Mundu bara að þú verður að borða, það er grunnurinn að öllu. Þið eruð í bænum mínum alla daga elsku fjölskylda.

Kristín (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 11:04

5 identicon

Ég hef fylgst reglulega með blogginu þínu og lesið færslurnar þínar um gleði sorg og baráttu og finnst þið miklar hetjur öll, sérstaklega Þuríður Arna, sendi ykkur styrk í huganum því hugurinn er sterkur og ég bið þess að þú fáir kraft til að G.Æ.S  á nýjan leik.

Kveðja Arndís, (ókunnug kona sem dáist að hetjunni ykkar)

Arndís (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 11:34

6 identicon

Kæra fjölskylda.

Ég hef nú ekki skrifað hér lengi, enn alltaf fylgst með úr fjarska. Ég sendi ykkur alla mína orkustrauma og kraft og bið góðann guð að vera með ykkur í gegnum þetta erfiða tímabil (sem að þið komið að sjálfsögðu öll 5 teinrétt útúr;) Litla hetjann ykkar rúllar þessu upp þótt erfitt verði, hún hefur margsinnis sýnt það og sannað að hún lætur ekki bugast og ætlar sér áfram, og nú verður það ekkert öðruvísi:)

Vildi óska að ég gæti veifað töfrasprota og kippt þessu burt, ég hugsa til ykkar og hef ykkur í bænum mínum. Gangi ykkur vel.

B.Kv. Steinunn (strunsa)

Steinunn (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 12:11

7 identicon

Kæra fjölskylda, hugurinn er hjá ykkur. Ég hef fylgst með ykkur lengi og glaðst yfir því hvað Þuríður virtist hafa verið á batavegi. Nú er bakslag og þá er mikilvægt að missa ekki kjarkinn. Þið eruð svo ótrúleg og ég hef fulla trú á að þetta sé tímabundið en ekki óyfirstíganlegt. Sendi mínar bestu kveðjur og bænir til ykkar!!  María

María (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 15:55

8 identicon

kæra fjölskylda, knús og kram til ykkar, trúi á kraftaverk þau gerast, allar góðar vættir veri með ykkur, hugsa oft til ykkar og bið, ljúfar kveðjur.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 21:15

9 Smámynd: Signý og Svenni

Elsku fjölskylda.

Við hugsum til ykkar.

Signý, Gunnar Hrafn og fylgifiskar

Signý og Svenni, 13.5.2010 kl. 21:33

10 identicon

Kæra fjölskylda,

Ég finn til með ykkur.  Þið eruð að ganga í gegnum það erfiðast sem til er.  Hjarta mitt grætur með ykkur þó svo ég þekki ykkur ekki neitt.  Það er ekki hægt að segja neitt í svona aðstæðum sem huggar eða lætur ykkur líða betur.  Þau orð eru ekki til.  En bænir mínar eru ykkar og ég mun biðja mikinn bænaher að fara af stað og biðja fyrir ykkur öllum.   Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur bærilega daga með von í hjarta.  Kveðja,

Hanna (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 22:01

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið ertu þroskuð kona og þið bæði hjónin. Gott að þið segið börnunum hvað er í gangi. Þetta er sorgarferli og það verður að ganga sinn gang með grát og öllu tilheyrandi. Bið almættið um að senda þér ró svo þú getur sofið, von svo þú getir horfst í augu við morgundaginn og svo auðvitað bata fyrir hana Þuríði Örnu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.5.2010 kl. 00:03

12 identicon

Elsku Áslaug og Óskar

Okkar bænir eru til ykkar, Þuríðar Örnu og barnanna. Knús og fallegar hugsanir.

Kær kveðja

Unnur, Jói, Atli, Helgi og fjölskylda.

Unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 01:21

13 Smámynd: Ragnheiður

elsku Áslaug, ég kom með knús til þín- rafrænt knús. Þetta er svo erfitt

Ragnheiður , 14.5.2010 kl. 09:35

14 identicon

Sæl kæra fjölskylda,

ég þekki ykkur ekki en langaði að senda ykkur bata og styrktarkveðjur á langri erfiðri leið sem þið virðist ekki fá næga hvíld frá.

Þá langar mig líka að koma inn á að ljóðið er guðdómlega fallegt, innilegt og einlægt. 

Gunnhildur Eva (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 13:00

15 identicon

Hugsa til ykkar og sendi ykkur hlýja strauma.

Gangi ykkur vel

kv Díana Guðjónsdóttir

Díana Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband