17.5.2010 | 19:42
Maístjarnan mín komin með hita
Elsku flottasta Maístjarnan mín hún Þuríður Arna er núna komin með hita, finn hvað hún er að slappast. Andardrátturinn er orðinn svo þungur og svo kvartar hún mikið vegna verkja. Jú manni verkjar alltaf í hjartað þegar börnin manns eru með mikin hita og beinverki en mér finnst einsog það sé verið að rífa úr mér hjartað núna. Ég verð smeyk þó svo það sé ö-a af ástæðulausu en þetta er sárt. Þuríður Arna mín hefur ekki fengið hita í tvö ár svona án gríns en ég man svo vel eftir því þegar hún greindist fyrst þá fékk hún kjölfari 41 stigs hita og lungabólgu og þá hafði ég ALDREI séð jafn veikt barn. Mikið væri lífið ljúft ef það væru einu skiptin sem mig verkjaði í hjartað þegar börnin mín fengju flensuna.
Hún fór til augnlæknis í dag og sjóninn hefur versnað um +0,75 á öðru en alveg eins á hinu.
Oddný Erla blómarósin mín á ofsalega erfitt, hún er döpur og það er líka erfitt. Hún finnur og veit alveg að það er erfitt tímabil framundan og neitar að fara á leikskólann því hún vill bara vera "ein" heima hjá mömmu sinni og gera allt og ekkert. Hún segist ætla að gera lista fyrir okkur mæðgur sem við eigum að gera á mömmudaginn og ég er frekar spennt að sjá listann. Hún er á fullu að æfa sig fyrir sýninguna sína í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn, finnst það frekar spennandi og það er eiginlega það eina sem kætir litla hjartað hennar þessa dagana.
Eitt er víst að við þurfum að vefja Þuríði mína í bómul næstu daga þar sem hún er að fara í aðgerðina í næstu viku og það má ekki frestast. Ég vona samt svo heitt og innilega að hún verði orðin góð fyrir fimmtudeginum en þá á hún afmæli og við búin að lofa að fara á Fabrikkuna (meir að segja búin að panta borð) og hún er hrikalega spennt fyrir því.
Mikið rosalega á ég erfitt með að hvílast, reyni allt sem ég get en ef ég vakna um nóttina þá ná ég mér ekki niður, hugurinn fer í marga hringi, hnúturinn í maganum stækkar og hjartað fer í ennþá fleiri mola. Mikið asskoti getur lífið verið ósanngjarnt.
Blómarósin mín með lítinn hvolp sem við hittum í sveitinni í dag og hún búin að biðja um eitt stk, ef við hefðum meiri tíma til að sinni hundi þá væri ég stokkin út og redda einum hundi handa henni.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skelfilegt að heyra þetta með hitann hjá Þuríði. Hún sem þarf að vera vel undirbúin fyrir sýnatökuna. Og sjónin að versna úpps. Sendi þér styrk og ró, bata og bjartsýni. (þetta hljómar svo innantómt, en er það samt ekki) Guðsblessun til ykkar allra
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.5.2010 kl. 21:44
Hjartanskveðjur elsku fjölsk....
Halldór Jóhannsson, 17.5.2010 kl. 22:20
Úr farlægð hef ég fylgst með ykkur, Þuríður er hetja sem kennir mér að meta börnin mín. En á þessum tímum þá kveiki ég á kerti fyrir þína dóttir og líka alvöru kerti. Með mætti bænarinnar kemst maður lengra en maður heldur:)
Kata með börn á þínum aldri......
eva (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 22:41
Æi leiðinlegt að heyra með hitann, en vonandi er þetta "bara" pest sem gengur yfir. Hugsa stöðugt til ykkar og hef ykkur ávallt í bænum mínum.
Kristín (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 22:42
Megi guð og englarnir vera með ykkur og passa.
Þetta er svo ósanngjarnt að ég get ekki hætt að grenja, sit bara við tövuna og hristi hausinn. Vil ekki trúa því sem ég er að lesa.
Þið verðið áfram í mínum bænum og ég sendi ykkur ljós og kveiki á kerti fyrir ofurhetjuna litlu.
Kv. Hildur
Hildur ókunnug (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 22:44
Ég er búin að kveikja á Þuríðar kertinu hér heima og allar okkar bænir í kvöld voru til ykkar...sendum alla okkar strauma og vonum að hitinn lækki svo að hægt sé að framkvæma aðgerðina í næstu viku.
Sirrý (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 23:08
Gangi ykkur rosalega vel !!
Guðrún Hauksdóttir, 17.5.2010 kl. 23:15
Elsku fjölskylda, máttur bænarinnar er mikill það er satt, höldum áfram að biðja fyrir Þuríði Örnu og hennar fjölskyldu.
Sæunn ókunnug (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 00:13
Kæra fjölskylda
Ég leit hér inn í kvöld, með tilhlökkun að kveðja ykkur, þar sem að síðasta bloggið ykkar átti að standa hér. Ég sit og græt yfir þessum tíðindum sem standa hér og sendi allan þann styrk og góðar hugsanir sem ég á. Það er engin leið að setja sig í ykkar spor, vona að þið finnið þann styrk sem þið þurfið á að halda til að komast í gegnum þetta.
kær kveðja
Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 00:52
Æi, sendi hetjunni ykkar batakveðjur og guð veri með ykkur öllum.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 01:17
Vonandi er þetta "bara" smá hiti og venjuleg pest. Bið fyrir hetjunni ykkar og vonandi náið þið að fara á Fabrikkkuna og borða á afmælisdeginum hennar.
Sendi ykkur öllum baráttukveðjur og kraftaverkaknús
Jóhanna Svava (ókunnug)
Jóhanna Svava Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 08:27
Kæra fjölskylda
sendi ykkur orkustrauma og bið fyrir ykkur. Vona að hetjan ykkar nái sér fljótt.
Dagbjört ókunnug (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 11:46
Hjartaknús til ykkar
Ragnheiður , 18.5.2010 kl. 13:33
Elsku Áslaug
Og elsku litla maístjarnan ég hef ákveðið að trúa því að þetta sé eðlilegt slen í henni.
Mjög slæmt að eiga ekki góð ráð við hjarta og magakvölunum ykkar, þetta er svo hrikalega erfitt hjá ykkur.
Bið bara eins og vant er Guð og alla englana að vera með öllum hópnum því hann er trúlega allur meira og minna laskaður.
Kærleikskveðja í húsið
frá Sólveigu
Sólveig Adamsdóttir, 18.5.2010 kl. 15:36
Ég skoða bloggið þitt daglega og hugsa alltaf jafn sterkt til ykkar. Vona að hitinn hjá stjörnunni lækki sem fyrst og að henni geti liðið eins vel og hægt er.
Kærar kveðjur frá Svíþjóð
Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 16:37
Knús á ykkur elsku Áslaug mín. Það er bara það eina sem ég get sagt núna. Þuríður Arna er efst í bænum mínum.
Orkukveðja, Helga
Helga Arnar (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 17:49
Halló kæru vinir.
Ósköp er þetta ósanngjarnt ástand hjá ykkur. Ég hugsa til Þuríðar Örnu minnar og hversu erfitt þetta er fyrir hana en mínar hugsanir og bænir liggja líka hjá henni elsku Oddnýju Erlu minni sem ber allar heimsins áhyggjur af systir sinni á herðum sér því hún er svo elskandi, hlý og góð og varð svo fljótt "fullorðin. Farðið vel með ykkur, bið fyrir ykkur. Kveðja Kristín Amelía.
Kristín Amelía Þuríðardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 22:11
Æj vonandi jafnar hetjan sig fljótt svo þið getið haldið saman upp á afmælið eins og búið var að plana!
Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 07:20
maður fékk sting í magan að lesa þetta , var svo ánægð að sjá hvað allt gengi vel og þú að loka þessari síðu , nei maður veit aldrei hvað tekur við , sendi ykkur ofurknús og ofurorku .
hugur okkar verður hjá ykkur
kveðja að austan
Dagrún (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.