Leita í fréttum mbl.is

Innskrift í dag og aðgerð á morgun

Þuríður Arna mín var mætt snemma uppá spítala í morgun í innskrift og núna erum við á fullu að sótthreinsa höfuðið á henni og svo munum við gera það aftur í fyrramálið eða rúmlega sex.  Þarf að þvo á henni hárið með einhverju sótthreinsandi, sem lyktar einsog spritt og er frekar geðslegt en þetta þarf víst.

Dagurinn á morgun á eftir að vera erfiður, einsog ég hef sagt þá er þetta nú ekkert svakalega stór aðgerð en mjög hættusöm.  Það verður borað gat í höfuðið á henni og meira vildi ég ekki vita, læknirinn bauðst til að útskýra aðgerðina fyrir mér í dag en ég afþakkaði pent verður nógu erfitt fyrir.  Finnst reyndar eitt dáltið erfitt í kringum þetta ferli en annað okkar má bara fara með henni inná skurðstofuna þegar hún verður svæfð.  Að sjálfsögðu viljum við vera bæði með henni en ég læt samt Óskar um þetta því ég veit að ég myndi bara brotna strax niður og þá er betra að láta "sterkari" aðilan sjá um þetta þó svo mér finnist það MJÖG erfitt.  Mér hefur alltaf fundist auðvelt að fara með hana í svæfingu fyrir utan þegar hún fór til Boston í aðgerðina sína og ég veit að þetta yrði ekki auðveldara.

Ég á mér eina ósk fyrir utan það að sjálfsögðu að Maístjarnan mín nái bata það er að þið kveikið á einu kerti, tileinkið henni því og hugsið fallega til hennar um leið.  Þúsund þakkir!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku duglega fjölskylda...við tendrum ljósin, biðjum bænir, sendum alla okkar góðu stauma til ykkar á morgun og næstu daga.  Gangi ykkur vel og guð gefi ykkur styrk, von og alla þá krafta sem þið þurfið

Í baráttu lífsins er vinningur vís
sé vonin í fylgd þessi bjartsýna dís.
Hún huganum lyftir á hækkandi braut
um háfjöll er rísa yfir jarðneska þraut
.

Með kærleikskveðju og knúsum 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 19:44

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mínar bestu óskir og batakveðjur      

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.5.2010 kl. 19:48

3 identicon

Gangi ykkur vel á morgun! Hugur minn er og verður hjá ykkur! Hér verður kveikt á kerti.

Sissa (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 19:49

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Tendra ljós hér sem og kertum mínum....

Sendi ykkur góða strauma og kærleik...

Guð veri með ykkur elsku fallega fjölsk...

Halldór Jóhannsson, 25.5.2010 kl. 19:51

5 identicon

Sendi ykkur hlýjar hugsanir og er með kveikt á kerti fyrir hetjuna ykkar.  Vona svo sannarlega að hún nái bata á ný

Petra Kristín Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 20:42

6 identicon

Elsku Áslaug og Óskar, engar áhyggjur af að eitthver gleymi að kveikja á kertum,hér er heil karfa af kertum sem er bara fyrir BROSdúlluna,svo hlýjar baráttukveðjur og margar bænir til ykkar fjölskyldunnar gangi ykkur rosa vel á morgun ,og að allt fari vel. Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 21:15

7 identicon

Kveikjum á kerti og hugsum til ykkar. Guð veri með ykkur.

Halla (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 21:24

8 identicon

gangi elsku stelpunni rosalega vel á morgun, allar góðar vættir veri með ykkur, búin að kveikja á kerti,  góðir straumar til ykkar, ljúfar kveðjur.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 21:38

9 identicon

Kæra fjölskylda bestu kveðjur og óskir um bata sendi ég ykkur...Og er með kveikt á stóru kerti hér fyrir hetjuna litlu.....Ég ætla að trúa því að þetta fari allt vel og hetjan geti verið úti með systkinum sínum í sumar....Knús....

Ragnheiður(ókunnug) (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 22:33

10 identicon

Ég kveiki á kertum og hugsa til duglegustu fjölskyldunnar sem ég þekki til.  Megi góður guð vera með ykkur í fyrramálið og styrkja ykkur í vegferðinni framundan.  Ég hugsa til ykkar.

fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 22:59

11 identicon

Komið þið sæl

Við hittum ykkur í morgun í innskrift og ég fékk aðeins að tala við stjörnuna ykkur. Mín 5 ára var handleggsbrotin og fór í aðgerð í dag Hún spurði mig mikið út í Þuríðu Örnu og af hverju hún væri lasin. Ég sagði henni svona upp og ofan. Þegar við komum svo niður úr vöknun tókum við eftir að það var búið að merkja rúmið á móti Þuríðu Örnu og þá vildi mín endilega fá að skrifa henni bréf og teikna mynd. Við settum það á koddan hennar í trúðarúminu.

Við kveiktum svo á kerti þegar við komum heim og á síðunni hennar. 

Við hugsum fallega til ykkar á morgun, með ósk um að allt gangi þetta sem allra best.  Arína Bára talar líka stöðugt um hana og þegar hún þrufti að fá stíl, þá harðneitaði hún þangað til Þuríður Arna var nefnd á nafn þá var þetta ekkert miðað við allt sem hún er að fara að ganga í gegnum.

Þið eruð í bænum okkar fjölskyldunnar og við munum vonandi geta sent ykkur einhvern styrk.  Stjarnan mun líklega eins og allt standa sig eins og hetja.

Knús á ykkur öll, (kunni ekki við að knúsa ykkur í dag). En hlýjir straumar duga vonandi eitthvað.

BARÁTTUKVEÐJUR til ykkar allra

Þórunn Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 23:15

12 identicon

Gangi ykkur vel                                                                              Hlýjar kveðjur og hugsanir. Hef ofurtrú á að allt muni fara vel og þið eruð að standa ykkur eins og ofurhetjur í þessari erfiðu og allt of löngu baráttu-kv.Inga

Inga (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 23:22

13 identicon

Gangi ykkur vel á mongun. Hér verður kveikt á 8 kertum á morgun eitt fyrir hvert ár og einu stóru fyrir framtíðinni.

Ókunnug (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 23:32

14 identicon

Sendi hlýjar hugsanir til ykkar allra og bið allar góðar vættir um að vera með ykkur.   Hún er alveg ótrúleg litla/stóra stjarnan ykkar og stendur sig örugglega eins og hún gerir vanalega, eins og HETJA

kv.Jóhanna

Jóhanna Svava (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 23:46

15 identicon

Hugsa nær stanslaust til ykkar elsku fjölskylda, kveikti á kerti í kvöld fyrir Þuríði hetju. Baráttukveðjur til ykkar allra.

Kristín (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 23:53

16 identicon

Hugur minn er ávalt hjá ykkur. Kveiki á kerti fyrir Maístjörnuna ykkar.

Baráttukveðjur frá Sólveigu 

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 00:16

17 identicon

Hugsa til ykkar og sendi ykkur baráttukveðjur. Kveiki á kerti fyrir Þuríði hetju. Vildi óska að ég gæti gert eitthvað fyrir ykkur. Gangi ykkur vel. Kveðja Auður.

Auður Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 02:26

18 identicon

Elsku fjölskylda. Megi guð og gæfan verða ykkur hliðholl og aðgerðin ganga vel. Knús til ykkar allra.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir. (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 03:05

19 identicon

Guð og allir góðir vættir vaki yfir hetjunni ykkar í dag. Kveiki á kerti fyrir hetjuna.

Baráttukveðja til ykkar.

Edda Björk (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 07:53

20 identicon

Knússs, búin að hugsa mikið til ykkar, gangi ykkur rosalega vel í dag, Maístjarnan á eftir að standa sig ofur vel.

Lilja ( ókunug ) (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 08:22

21 identicon

Hugsum til ykkar elsku fjölskylda og kveikjum á kerti.

Baráttukveðjur

Hrund og co. 

Hrundski (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 08:49

22 identicon

Gangi ykkur vel

Brynja (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 08:54

23 identicon

Búin að kveikja á kerti hér heima og einnig á síðunni hennar.

Baráttukveðjur og knús á ykkur elsku Óskar og Áslaug

Sigrún og co (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 09:10

24 identicon

Gangi ykkur rosalega vel. Hetjan ykkar mun hrista þetta af sér og standa upp eins og sönn hetja eftir þessa baráttu. Baráttukveðjur.

Unnur (ókunug) (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 09:36

25 identicon

Kveiki á kerti fyrir litlu Þuríði Maístjörnu og bið Guð og englana að vaka yfir henni

Kristín (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 11:14

26 identicon

Guð verði með ykkur í dag og alla daga. Bið fyrir hetjunni og kveiki á kertum. Baráttukveðjur á ykkur.

Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 11:27

27 identicon

Hugsa til ykkar kæra fjölskylda. Sendi ykkur sem og fallegu hetjunni orkustrauma sem ég vona svo sannarlega að geri gagn. Þið eruð búin að standa alltof alltof lengi í þessu og nú er mál að linni. Bið fyrir ykkur öllum.

Dagbjört ókunnug (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 11:48

28 Smámynd: Ragnheiður

Nú kveiki ég á kertinu og mínar bestu hugsanir á Þuríður Arna ...

Ragnheiður , 26.5.2010 kl. 12:40

29 identicon

Bið englana að vaka yfir hetjunni þinni og ykkur öllum.

Guð veri með ykkur

Sólveig ókunnug (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 13:39

30 identicon

Elsku fjölskylda hugsa til ykkar og sendi ykkur strauma hef ekki tök á að hafa kveikt á kerti en mun hugsa vel til ykkar

Þið eru svo endalaust dugleg og flott

kv stelpu mamma

stelpu mamma (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 15:12

31 identicon

Hugsa fallega til Maístjörnunnar ykkar og til ykkar allra á morgun.

Margrét (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 18:08

32 identicon

Gangi ykkur vel á morgun, sendi stórt knús og hlýja strauma og ljósið mun loga fyrir hetjuna.........

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 19:35

33 identicon

úff.. huxa til ykkar !!

kveiki á kerti fyrir elsku Þuríði Örnu og fjölskyldu

Megi englarnir vaka yfir ykkur.. og gefa ykkur styrk

Aldís

Aldís Páls. (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 19:48

34 identicon

Sæl, kvitta nú ekki oft en fylgist alltaf með ykkur og elsku hetjunni ykkar sem er sú fallegasta og duglegasta stelpa sem ég hef séð!!

Vildi bara senda kveðjur og góðar hugsanir til ykkar með heitustu von um að allt gangi vel í aðgerðinni.

Kveiki á kerti fyrir hana í kvöld.

 p.s. ég dreymdi Þuríði Örnu í fyrrinótt, hún var á spítalanum og hún var orðin HEILBRIGÐ! ég hef oft dreymt hluti sem hafa svo gerst og ég vona vona vona að þessi draumur sé einn af þeim!

Gígja (ókunnug) (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband