26.5.2010 | 22:16
Ég á góðan vin.
Þegar ég er þreytt,
þegar heimurinn vondur er,
huggar mig það eitt
bara að vita af þér hér.
Þú ert aldrei ein -
þótt eitthvað hendi þig,
þú ert aldrei ein
af því þú átt mig
- og af því þú átt mig áttu góðan vin.
Þegar Maístjarnan mín kom af vöknun í dag var það fyrsta sem hún bað um var ipodinn sinn og þetta var fyrsta lagið sem hún setti á og brosti. Mér hlýnaði ofsalega í hjartanu að horfa á hana raula þennan texta sem er hennar uppáhald.
Aðgerðinni á henni gekk þrusu, hún var reyndar dáltið lengi að vakna almennilega eftir aðgerðina, var óglatt og gubbaði sem hún er reyndar ekki vön að gera eftir svæfingar. En núna er hún súper hress, situr í sjúkrarúminu sínu, japlar á Doritos og horfir á Bangsimon, við gætum ekki haft það kósýara hérna á Hringnum.
Skurðlæknirinn okkar frábæri settist niður með okkur hjónakornunum eftir vöknun og mikið er ofsalega gott að tala við þennan mann sem er endalaust jákvæður og þá verður líka svo léttara yfir manni. Það var eitt en að bætast í það sem væri hægt að gera fyrir Maístjörnuna mína en ég ætla ekkert að ræða það fyrr en það kemur úr sýninu í næstu viku og stúlkan losnar við saumana. Þá verða læknarnir búnir að ákveða hvert næsta skref verður, þetta leggst allt saman ofsalega vel í mig og ég VEIT að þetta mun allt saman fara vel enda ekkert annað í boði.
Hérna er Maístjarnan mín á "vöknun" mikið ofsalega fannst henni gott að sofa. Endalaust falleg og flott.
Svo loksins þegar hún gat vaknað þá varð hún svona líka kát og hress.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábærar fréttir!! Auðvitað gekk allt vel, þið eruð hetjur. Gangi ykkur allt í haginn og bjarta framtíð :)
Linda (ókunnug) (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 22:26
Yndislegt, þá get ég farið að sofa
Halla (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 22:26
Mikið er gott að lesa þessa færslu þína Áslaug. Gefðu honum Óskari og hann þér, kærleiksknús frá okkur hjónunum. Skrifaði Þuríði í bænabókina okkar. Bið Guð að vera með ykkur og öllu fólkinu sem annast hetjuna
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.5.2010 kl. 22:28
Elsku hjartans BROSdúlla,altaf brosir þessi elska sama hvað gert er við hana,hún er engum lík,þvílíkt kraftaverkabarn sem hún er og bræðir mann alveg að innstu hjartarótum,megi algóður GUÐ gefa ykkur góða daga framundan,baráttukveðjur.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 22:30
Guð hvað ég er glöð elsku fjölskylda. Við hér höldum áfram að sameinast í bæn og trúum að þetta fari allt vel. Þið massið þetta. Knús á hetjuna. YESSSSSSSSSS
Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 22:32
Yndislegt - sannkölluð hetja svo brosmild og sæt, hef fylgst með ykkur frá byrjun en er að kvitta inn í fyrsta skipti núna - Ég veit af mörgum kertum sem loguði í gær og loga áfram henni til innblásturs !
XOXO
Unnur Magna (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 22:35
Frábært að allt gekk vel nú get ég farið að sofa Sofið rótt.
Ókunnug (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 22:35
gott að heyra að þú ert jákvæðari núna eftir aðgerðina það er svo rosalega erfitt að ganga i gegnum svona með börnin sín aldrei hægt að setja sig í ykkar spor
sigrun (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 22:54
En gott að allt gekk að óskum, varð að kíkja áður en ég leggst á koddann. Góða nótt öllsömul
Kristín (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 22:55
Æ þessi fallega elska,síkáta hetjan ykkar sama hvað blæs á móti.....Dreymi ykkur vel <3<3<3<3<3<3..
Halldór Jóhannsson, 26.5.2010 kl. 23:03
Yndislegt að heyra að gengið hafi svona vel. Held áfram að fylgjast með ykkur og sendi ykkur hlýjar hugsanir og netknús. Góða nótt kæra fjölskylda.
Jóhanna Svava (ókunnug) (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 23:09
Þetta eru dásamlegar fréttir að heyra að allt gekk vel. Hún er svo flott þessi stelpa ykkar. Arína Bára er mikið búin að spyrja um hana í dag og það verður mikið gott að segja henni í fyrramálið að Þuríður Arna hafi verið að borða dorritos og horfa á mynd.
Við höldum áfram að kveikja á kerti og hugsa fallega til ykkar allra.
Vonandi getið þið öll sofið í nótt, góða nótt
Þórunn Ragnarsdóttir og fjölskylda
Þórunn Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 23:13
Frábærar fréttir :) hugsaði mikið til ykkar í dag og sendi alla mína strauma!!! vonandi kemst hetjan fljótt heim og ég trúi því af öllu mínu hjarta að þessum veikindum fari að ljúka fljótlega !! Þuríður Arna er sko sönn hetja eins og þið fjölskyldan öll !!! :) knús á ykkur :)
Sigrún (ókunnug) (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 23:17
Elsku Áslaug og Óskar. Ég frétti bara af þessu í gær. Sendi ykkur risaknús og orku til að bretta enn og aftur upp ermar og takast á við þetta erfiða verkefni.
Gott að vita að stelpan ykkar er í höndum frábærra lækna og að allt gekk vel í aðgerðinni.
Fylgist með úr fjarska og bið fyrir ykkur duglega fjölskylda.
Knús knús
Þóra Skb mamma
þóra Pálsd (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 23:20
Takk kæra Áslaug fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þessu - hún Þuríður hefur verið ofarlega í mínum huga síðustu daga - og baráttustraumar streyma stöðugt héðan.
Ótrúleg hetja stelpan þín og þú ekki síður! Þú kennir manni hvernig maður lætur drauma barnanna sinna rætast :)
Ragnhildur, ókunnug (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 23:31
Kæra fjölskylda. Gott að heyra að aðgerðin gekk vel. Kveiki á kerti og sendi góða strauma til ykkar og hetjunnar hennar Þuríðar Örnu.
Kv. Hulda og fjölskylda.
Hulda Gunnarsdóttir (SKB mamma) (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 00:34
Ofsalega er gott að lesa að þetta gekk vel og að hún vaknaði kát og hress og lík sjálfri sér. Það liggur við að hún gefi okkur hinum styrk þegar við erum að reyna að gefa henni og ykkur styrk. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast svona vel með. Hugur manns er hjá ykkur alla daga og nætur. Knús og kossar til ykkar allra. Kveðja úr Borgarnesi.
Kristín Amelía Þuríðardóttir (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 00:42
Hugsa til ykkar :)
Þórir S. Þórisson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 01:27
Yndislegt að lesa hvað þetta gekk vel, og að hún hafi vaknað brosandi og glöð. Ótrúlega dugleg stelpa, sem þið öll.
Edda Björk (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 06:08
Mikið eru þetta nú góðar frétt hjá ykkur og af hetjunni. Gangi ykkur rosa vel núna á þessari vikur í óvissunni Var sjálf með kvíðahnút í maganum í gær og get þvi ekki ýmundað mér hvernig ykkur líður með þetta!!!! knús á línuna
MaggaK (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 08:23
Elsku Áslaug og Óskar
Það lyftir deginum á hærra plan að heyra þessar fréttir.
En það sem ekki síður lyftir honum það er tónninn í blogginu. Það má sjá brosið kraftinn og gleðina í þér, sem er náttúrlega bara FRÁBÆRT.
Það bara kemur ekkert annað til greina en sigur.
Kærleikskveðja í húsið og til allra aðstandenda ykkar.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 09:18
Gott að heyra - kæra fjölskylda !! <3
Aldís Páls. (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 10:11
Að sjá Maístjörnuna svona brosmilda, kalla fram tár og bros hjá manni. Gangi ykkur vel í framhaldinu. Þvílíkur dugnaður í ykkur öllum.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 10:26
gþ (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 11:14
Æ en frábært að þetta gekk svona vel :) Bið áfram fyrir ykkur öllum ... Þvílíkar hetjur!
Dagbjört ókunnug (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 11:20
Yndislegt. Kærleikskveðja til ykkar.
Þorgerður. (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 12:27
Frábært að heyra að þetta gekk vel , gott að sjá hana brosa
sendum ykkur Ofurkrafta og Risaknús
kveðja að austan
Dagrún (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 16:09
Æ hún er bara yndislegust þessi litla fallega hetja
Áslaug ókunnug (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 18:14
Í tilefni af þessari færslu langar okkur til að deila með ykkur uppáhalds textanum okkar þessa dagana. Gangi ykkur endalaust vel.
Signý, Gunnar Hrafn og fylgifiskar.
Ef eitthvað reynist ómögulegt
fyrst um sinn
aftur skaltu reyna
kæri vinur minn
Ei þýðir að gráta,
þú verður að játa
að með því að halda áfram
þú alltaf finnur
einhverja leið,
já treystu því að þú finnir
alltaf einhverja leið,
trúðu á þinn eigin mátt
ef vopnið er vilji,
þá ég vil að þú skiljir
á endanum
finnur þú farsæla leið
Signý og Svenni, 27.5.2010 kl. 19:33
Yndislegar fréttir...mikið líður mér vel í hjartanu :)
Sirrý (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 21:37
Frábærar fréttir... Þessi unga dama er algjör hetja, hún er endalaust dugleg. Guð blessi ykkur.
Klara (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 22:19
fallega fallega
Ragnheiður , 27.5.2010 kl. 23:46
Þekki ykkur ekkert - en hér var kveikt á kerti í allan dag! Gangi ykkur vel.
kv, ein tveggja barna móðir
Guðrún (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 00:00
Frábærar fréttir af hetjunni ykkar, gott að aðgerðin tókst svona vel. Þið eruð alveg dýrlingar í mínum augum og eigið allt það besta skilið .Ég hef kveikt á kerti á hverjum degi fyrir ykkar indislegu hetju, en lítið gert í að kvitta, mér líður betur í hjartanu og hugurinn er alltaf hjá ykkur. Ég sendi STÓRT knús á stórfjölskylduna. Guð veri með ykkur öllum.
Kærleikskveðja Birgitta
Bigritta (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 09:37
Þessi stúlka er svo ótrúleg að það er ekki hægt að lýsa því með neinum orðum. Ég fæ gæsahúð þegar ég heyri af því hvað hún er dugleg og sé myndir af henni.
Sigrún Þórisdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.