Leita í fréttum mbl.is

Nokkrum árum síðar...

Þegar Þuríður mín Arna var nokkra mánaða eða var hún kanski orðin árs gömul æjhi ég man það ekki heldur ekkert svo mikilvægt að muna en allavega þá ákvað ég að opna síðu á Barnalandi.  Síðan var ætluð vinum og ættingjum sem gætu fylgst með vexti og þroska Þuríðar minnar og var hún opin öllum enda fannst mér heldur ekkert svo nauðsynlegt að loka henni, ég hafði ekkert merkilegt að segja og svo voru bara fallegar myndir af fallegasta barninu og hélt heldur ekkert að fólk sem þekkti ekkert barnið væri að lesa eða skoða myndir.  Ég hafði sjálf engan áhuga að lesa síður annarra þar að segja hjá fólki sem ég þekkti ekkert og hvað þá að skoða myndir af börnum þeirra, sá bara engan tilgang með þeirri forvitni.

Einhverju síðar ákvað ég að opna mína eigin bloggsíðu bara af forvitni og svo var ég kanski líka að herma eftir Katrínu vinkonu www.katrin.is sem fékk og ö-a fær gífurlega mikla athygli með síðuna  sína enda segir hún allt sem henni dettur í hug eheh.  Ég hafði heldur ekkert merkilegt að segja á þeirri síðu, var bara að tala um hvað ég væri að gera og þess háttar.  Hafði engar ákveðnar skoðanir á einhverjum hlutum eða myndaði mér engar skoðanir, var bara að leika mér af forvitni.  Fannst þetta bara gaman og það voru kanski mesta lagi 40manns sem komu á síðuna mína á dag sem mér fannst nú eiginlega bara geggjað þar sem þetta voru bara vinir og ættingjar sem voru að forvitnast um okkur fjölskylduna.

Svo líða árin ég er ennþá með heimasíðu en tilgangurinn er ekki lengur þá sami, það er að koma 2000manns inná heimasíðuna mína á dag og afhverju skyldi það vera? (ég veit alveg afhverju)  64% ykkar þekkja mig ekki hin prósentin þekkja mig eða rétt kannast við mig, aðal málið er að fylgjast með Þuríði minni sem mig þykir ótrúlega vænt um en samt doltið óþægilegt.  Finnst alltof mikill fjöldi sem kemur á síðuna mína ég þekki ekki meira en helminginn, stundum finnst ég eiginlega að vera pína mig til að skrifa hérna bara til að halda ykkur við efnið þótt ég hafi ekkert að segja og ég hafi engan áhuga að skrifa.  Fólk kvartar þó ég þekki það ekki neitt ef ég skrifa ekkert, finnst alltílagi ef mitt fólk kvartar sérstaklega ef það býr faraway því mér finnst líka gott að hafa símann ekki á fullu allan daginn og alllir að spurja um líðan hennar Þuríðar minnar.  Þó mér finnist gott að tala um veikindin hennar sem hjálpar mér endalaust mikið hvað þá að geta skrifað hérna um líðan minn, hennar eða hinna í fjölskyldunni en þá vill ég stundum smá pásu frá öllu þessu álagi. 

Einsog Óskar minn sagði þegar hann fór að vinna 1.júní síðastliðin eftir margra mánaða fjarveru frá hvað honum finndist gott að komast aðeins í burtu og geta dreyft huganum við eitthvað annað.  Þó það geti ö-a verið álag í hans vinnu en þá er það allt öðruvísi en því miður get ég ekki hlaupið svona í vinnu þó ég glöð vildi bara til að komast aðeins í burtu til að hvíla hugan frá álaginu, enda held ég að engin vinnuveitandi vildi ráða mig í vinnu þar sem það geta komið margir dagar/vikur já eða mánuður sem ég þyrfti að vera í burtu vegna Þuríðar minnar og svo verða hin börnin líka veik þótt við höfum verið svakalega heppin með þau í vetur.  (7-9-13)

Þar sem ég er að reyna segja, þá ætla ég núna að hætta pína mig til að skrifa hérna þó ég hafi sagt það áður en þá stend ég við þau orð núna.  Ég er bara eitthvað svo þreytt, mér finnst þetta erfitt, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég hugsa daglega og það reynir virkilega mikið á bara það eitt og sér að hugsa um að geta misst barnið sitt tekur virkilega mikið á.  Þó að Þuríði minni líði "vel" krampar lítið og er ekki eins slöpp einsog hún er oft á tíðum hætti ég aldrei að hugsa um það sem læknarnir hafa sagt við okkur og geri það á hverjum degi og kvíði fyrir ALLTAF næstu dögum um að henni fari að hraka.  Ég reyni alltaf að vera jákvæð og sterk þá sérstaklega hérna þó ég sé það reyndar kanski ekkert alltaf bara því þið eruð alltaf að tala um hvað við stöndum okkur vel og tökum þessu vel þá reyni ég að gera mitt besta.  Að sjálfsögðu er það gott að fá öll þessi klöpp á bakið sem ég get þakkað ykkur endalaust oft fyrir og það heldur manni líka gangandi en mér finnst þetta samt allt endalaust erfitt.  Ég er með magapínu á hverjum degi og hjartað í buxunum en þá er líka gott að eiga alla þessa vini og ættingja sem við eigum, knús til þeirra!!  Við erum ótrúlega heppin með alla í kringum okkur og allir þessir sem hafa staðið einsog klettar á bakvið okkur er ómetanlegt, mér líður samt illa.  Mér líður ekkert verra núna en síðustu vikur eða tvö ár, ég verð bara alltaf opnari með líðan minn bara það sem líður á veikindin hennar Þuríðar minnar og á auðveldara að skrifa um þau.

Það sem við Skari reynum til að halda okkur gangandi er að hafa eitthvað til að hlakka til sem er nauðsynlegt fyrir alla hvort sem þú ert veikur sjálfur, átt veikt barn eða bara ert alheilbrigður, það er reyndar mikið að gera hjá okkur næstu helgar sem við getum hlakkað til og ég ætla reyndar að fara í vinnu til hans þegar litli krulluhausinn minn (jebbs komið nýtt orð á hann þar sem hann er algjör krullukarl sem hann fær frá pabba sínum ekki leiðinlegt) er búinn að taka lúrinn sinn og þá ætlum við að búa til smá til að hlakka til eftir sirka þrjá mánuði eða svo.

Verð víst að fara láta hann fara sofa þar sem hann er orðinn frekar órólegur, svo þið vitið það þá er ég alls ekki hætt að skrifa hérna því ég veit að það hjálpar mér mjög mikið sérstaklega þegar ég fæ falleg komment og mail en það verður kanski ekki jafn oft en kanski verður það oftar ég veit það ekki?  Ef mér líður þannig að mig langar að skrifa oft á dag þá geri ég það, ef mig langar ekki að skrifa í marga daga þá geri ég það líka.

Takk fyrir mig í dag og verið góð við hvort annað og farið að búa til eitthvað til að hlakka til.  Þurfa ekki að vera stórir hlutir, þessir litlu skipta líka svo miklu máli.

Knús til ykkar allra þó ég þekki ekki meiri en helmgininn sem lesa síðuna mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Nielsen

Auðvitað átt þú bara að skrifa þegar þig langar Áslaug mín!!

Mér þótti voða vænt um að sjá ykkur Þuríði Örnu í Höllinni um helgina :)

Knús knús

Elsa Nielsen, 22.1.2007 kl. 12:51

2 identicon

Elsku Áslaug ég hef verið að hugsa undafarið hvar u færð þennan tíma til að blogga ég fatta það núna.. það er enginn tími heldur finnst þér þetta vera orðin kvöð u verðir að gera þetta fólkið er að bíða, ohh ég verð að gera þetta núna, og eitthvað annað bíður á meðan, er það ekki málið ?? held það :( sammála Elsu þú átt bara að skrifa þegar þér langar :)

koss og knús Þórunn Eva

Þórunn Eva (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 14:03

3 identicon

Sæl kæra fjölskylda

Það sem er að gerast er að þið eruð komin í þann vítahring að þurfa vera sterk fyrir alla aðra bæði nákomna og ókunnuga og þannig á það ekki að vera.  Orka ykkar þarf að nýtast þar sem hjarta ykkar liggur og það er hjá börnum ykkar.  Það er yndislegt að lesa skrifin þín og fá að geta fylgst með litlu hetjunni ykkar en það verður að vera algerlega þitt að ákveða hvort þú skrifar, hvenær þú skrifar og hvað þú skrifar.  Fólk getur ekki sett fram kröfur um hvernig þú eigir að vera, láta eða hreinlega líða.  Þetta er ykkar líf og þið hafið svo sannarlega veitt okkur hinum ókunnugu innsýn í ykkar líf og það er eitthvað sem allavega ég mun varðveita enda er litla dóttur ykkar ávallt í huga mínum og bænum en stundum verður maður að taka ákvarðanir sín vegna og það er alfarið ykkar. 

Ég sendi ykkur baráttukveðjur og mun halda áfram að biðja fyrir litlu dóttur ykkar og ykkur.

Kveðja

Lilja, mamma Nadíu Lífar

Lilja (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 16:17

4 identicon

Hæ hæ, ég er ókunnug en les síðuna ykkar. 
Það sem fær mig til að lesa ykkar síðu er krafturinn sem ég sé frá ykkur, einnig fær það mig til að hugsa minn gang og þakka fyrir lífið og hvern dag í hvernig mynd sem það kemur!  Þótt þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því að þá eru margir sem sækja styrk til ykkar. En allavegana þá snertið þið líf margra!  Gangi ykkur rosavel, hef ykkur í mínum bænum!

Ókunnug (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 18:01

5 identicon

Sæl extra duglega fjölskylda :)

Já sjálf á ég langveikt barn og 2 önnur ung börn.þau eru 7,6,og 3 ára og er það yngsta hjartveikt.Ég veit hvað það er slítandi að vera stanslaust á vaktinni,en maður gerir bara sitt besta og meira getur maður ekki.Og að sjálfsögðu segir þetta allt til sín og að sjálfsögðu skilja allir að það sé erfitt að uppdeita stanslaust síðuna.Þú gerir þetta bara í réttri förgangsröð.... börnin og heimilið.þú sjálf og svo það sem þér þóknast.Eitthvað fólk útí bæ hefur enga kröfur á þig,þú þarft að hugsa um það sem er mikilvægast:börnin!!!

Ég er endalaust þakklát fyrir að geta fylgst með enn ég ætlast ekki til að þetta hvíli á þér.Vonandi líður ykkur vel og haldið áfram að vera sterk fyrir ykkur og börnin ykkar :)

Lilja Dögg (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 19:42

6 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég held bara að mönnum fari að þykja ótrúlega vænt um þá sem þeir fylgjast með á blogginu, sérstaklega þá sem tala opinskátt um líf sitt, gleði og sorgir. Og það gerir þú. Menn byrja kannski að lesa fyrir forvitnis sakir, en síðan finnst fólki því það fara að þekkja þá sem það les um og það verður því hjartfólgið. Þannig að það má segja að mun fleiri hefðu átt að merkja við að þeir þekktu ykkur í skoðanakönnuninni vegna þess að þeir ´þekkja ykkur´ í gegnum bloggið, jafnvel þó þið hafið aldrei hist og þið þekkið þá ekki.
Ég kíkti upphaflega á bloggið þitt af því að ég mundi eftir nafninu frá því við bjuggum hlið við hlið þegar þú varst lítið kríli. Systir mín er frænka þín. Mér brá ansi mikið við að sjá að litla stelpan við hliðina á var sjálf orðin mamma og væri með svona mikið veikt barn.

Þetta er þitt blogg og þú skrifar bara þegar þig langar og um það sem þig langar. Þetta á ekki að vera kvöð sem bætist ofan á allt annað álag. Það skilja það auðvitað allir. Þó menn verði kannski áhyggjufullir þegar ekkert heyrist, þá er það bara allt í lagi. Menn verða bara að þola það og sýna skilning. Ekki hafa neinar áhyggjur af því.
Það er ekki nokkur leið að ímynda sér hið gífurlega álag sem þið standið undir nema hafa reynt það sjálfur. Það er gott að vita til þess hvað þið eigið góða að, og hve margir hugsa hlýlega til ykkar á hverjum degi. Ég vona að Þuríður Arna hafi það eins gott og kostur er.
Baráttukveðjur

gerður rósa gunnarsdóttir, 22.1.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband