23.1.2007 | 09:40
Elsku Theodór minn!!
Í dag kl 10:23 er nákvæmlega ár síðan hann Theodór minn Ingi kom í þennan heim, litla ljósið okkar á sem sagt eins árs afmæli í dag. Elsku Theodór okkar hjartanlega hamingjuóskir með daginn, þú hefur hjálpað okkur heilmikið í veikindum hennar Þuríðar okkar þótt þú vitir ekki af því ásamt henni Oddnýju Erlu. Knús og kossar til þín
Annars hafa margir verið að spurja okkur hvert næsta skref er hjá henni Þuríði okkar? Stórt er spurt en fátt er um svör. Hún kláraði geislameðferðina sína föstudeginum fyrir jól og eftir það er bara bið jú einsog það hefur verið síðustu rúm tvö ár, andskotans helvítis en ég held að ég sé komin með ofnæmi fyrir biðum. Núna verður bara séð hvernig hún mun taka geisalmeðferðinni, ef hún heldur sé "góðri" næstu vikur/mánuði þá fer hún aftur í myndatökur í feb/mars til að ath hvernig æxlinu "líður" en ef henni versnar þá vita læknarnir hvað er í vændum og þá er óþarfi fyrir myndatökur.
Um jólin hitti ég yndislega fjölskyldu en húsbóndinn á heimilinu greindist með æxli í höfði í maí síðastliðin, jákvæðasta og hressasta fjölskylda sem ég hef hitt sem er að kljást við svona erfitt verkefni. Þau búa í Ameríkunni sem besta læknaliðið er sem ég vildi óska þess að ég ætti svo mikið af peningum að ég gæti bara "búið" þar til að reyna hjálpa Þuríði minni. Við fengum allavega að vita frá þeim hvernig læknarnir vinna þarna úti en það eru sko engar biðir eisnog hérna heima, hér erum við ALLTAF að bíða og sú bið er ekki hætt en þarna úti er ekkert sem kallast "bið".
Einsog t.d þegar Þuríður mín fékk sitt flogakast sem voru reyndar nokkur í röð fórum við með hana uppá Barnadeild og þar vorum við bara send heim með lyfseðil fyrir flogaköstunum og okkur tilkynnt að þetta væri nú ö-a "bara" störuflog sem myndi eldast af henni og þyrftum engar áhyggjur að hafa. Að sjálfsögðu trúðum við læknunum þar en svona voru ekki vinnubrögðin í Ameríkunni þegar þú færð einhver svona köst þar þá er allt ath og það hlýtur annahvort að vera blæðing í heila eða heilaæxli og það er STRAX ath en ekki beðið til að sjá hvort þetta lagist ekki. Aaargghh!!
Þuríði minni versnaði líka þessa nótt og var að krampa á nokkra mínútna fresti og þegar við mættum með hana daginn eftir uppá spítala sem hún fékk sinn stærsta krampa ever og þá fannst mér hjartað hafa verið fyrst kippt úr mér. Strax dópuð niður og loksins voru myndatökur teknar af henni og fyrst héldu læknarnir að það væri blæðing hjá henni en svo kom annað í ljós? Okkur var sagt að hún væri með einhverjar blöðrur í heilanum, tvær blöðrur? Ok það var nú ekki það versta sem gæti komið fyrir barnið sitt hugsaði maður en afhverju sögðu læknarnir blöðrur við okkur þegar voru "ekki" blöðrur? Það var einsog þeir hefðu verið að tala í kringum hlutina og ekki viljað segja okkur allan sannleikan, ég veit það ekki og hef reyndar aldrei spurt því mér brá svona líka þegar einn læknirinn kom og skoðaði Þuríði mína og það var svona viku eða tveim vikum eftir að þessar svo kölluðu blöðrur greindust hjá henni að þessi læknir sagði orðið "æxli". Ég hef ekki ennþá jafnað mig eftir þá fréttir en skil samt heldur ekki afhverju þeir segja manni ekki ALLAN sannleikan strax? Hvað er málið? Kanski eru blöðrur eitthvað læknamál yfir æxli en bara fallegra orð hjá þeim sem við eigum að skilja? Ég hef aldrei lært lækninn og afhverju ætti ég þá að skilja það?
Þó ég sé ótrúlega ánægð með okkar lækna hér á spítalanum þá er margt sem ég er ekki ánægð með ekki þá þeirra vinnubrögð heldur vinnubrögðunum á sjálfum spítalanum. Afhverju er fólk látið bíða svona? Kanski eru þetta læknarnir sjálfir ég veit það ekki, ég ætla ekkert að fara kenna einhverjum einum um þessar biðir þó ég ótrúlega ósátt og gæti gargað útí þetta kerfi. Hver ræður þessu? Afhverju er verið að leggja svona á fólk? Ohh, aaargh!! gaarghh!!
Afmælisbarnið kallar og svo ætla ég líka að hætta áður en ég fer að segja eitthvað sem ég á ekki að segja.....
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
til hamingju theodór og til hamingju þið hin
það var gaman að sjá ykkur í höllinni á sunnudaginn! var bara aaaaðeisn of upptekin við að hoppa og syngja og dansa til að getað heilsa upp á einn né neinn
vona þið eigið góðan dag í dag, elsku vinkona
katrín atladóttir, 23.1.2007 kl. 10:14
Hjartanlega hamingju óskir með drenginn. Megi guð og gæfan fylgja honum um ókomna tíð kær afmæliskveðja Guðrún Bergmann og co.
Guðrún Bergmann Franz (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 10:34
Til hamingju með krulla litla, mikið svakalega er tíminn fljótur að líða. Kann hann að blása á kertin Ég kíki relgulega hér inn, les og fylgist með ykkur. Ég finn svo mikið til með ykkur og velti fyrir mér hvað ég mundi gera í ykkar sporum. Áslaug ég held að enginn ætlist til að þú sért alltaf brosandi og sterk...ég held að flestir sem kíkja á þín skrif hér sjái hvað þú ert að ganga í gegnum og langi til að hjálpa og styrkja. Þú veitir okkur styrk og gefur okkur hinum innsýn í erfiðleika sem ekkert okkar vill upplifa og sýnir okkur þannig hvað við eigum það gott. Það er mjög góð og þörf ábending elsku stelpan mín, þótt þú hafir ekki áhuga á að vera þessi sterka týpa fyrir okkur þá ertu það samt og mörg okkar eru þér óendanlega þakklát fyrir
Með mig þá er það þannig að ég fer alltaf að gráta þegar ég kem nálægt þér, neinei engin sterk lykt eða neitt þannig ég bara skynja vanlíðan þína og vanmátt minn til að hjálpa þér.
Risa knús og gangi þér vel, þú ert með réttu forgangsrö það er alveg á tæru, að njóta þess er og hlakka til ........
kv Sigga gulludóttir
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 10:36
Til hamingju með daginn flotti töffari, með ljósu lokkana. Rosa gaman að sjá ykkur á sunnudaginn og öll svo spræk.
Bestu kveðjur
Magga og Andrea
Magga og Andrea (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 10:54
Innilega til hamingju með prinsinn.... vá orðinn 1 árs... man það eins og það hafði verið í síðustu viku sem prinsinn fæddist
Knús til ykkar allra. Liljakr
Lilja Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 11:07
hæ hæ og innilega til hamignju með littla kút :) hafið það gott í dag og við hugsum til ykkar :)
kosss og knús Þórunn Eva
Þórunn Eva (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 11:11
Innilega til hamingju með drenginn. Vonandi verður afmælisdagurinn ánægjulegur.
Álfheiður (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 11:19
Til hamingju með litla krullukallinn...
Knús
Súsanna (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 12:08
Var búin að skrifa afmæliskveðju í gestabókina en verð að gera það hér líka. Innilega til hamingju með 1 árs gæjan hann Theadór Inga. Njótið ykkar sem best í dag og alla daga. Knús og kossar, Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 12:53
Til hamingju með strákinn :)
Ástæðan fyrir því að heilbrigðiskerfið er svona á Íslandi er af því að þetta er ókeypis (svo gott sem) fyrir okkur sem notum það. Spítalarnir fá ákveðna fjárhagsáætlun frá Ríkinu og verða að standa við hana svo hjá þeim er mottóið: spara spara spara. Í Bandaríkjunum er heilbrigðiskerfið rándýrt og þeir þurfa ekki að standast neinar fjárhagsáætlanir frá Ríkinu. Svo að svo lengi sem þú eða tryggingarfélagið er borgunarfært þá gera þeir allar rannsóknir sem þeim dettur í hug. En ef þú ert ekki með tryggingarfélag og bláfátækur þá myndi ekkert vera gert fyrir þig (voða lítið allavega).
Þessi mismunandi kerfi hafa sína kosti og galla. Þess vegna eru margir á Íslandi hlynntir því að hafa einkaheilbrigðiskerfi líka
Linda (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 12:54
Innilega til hamingju með daginn öll sömul, prinsinn bara orðinn 1. árs vá vá vá:-) Ekkert smá mikið krútt
bk úr Hafnó Sólveig Ásta & fjölsk.
Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 13:19
Þegar dóttir mín fékk krampa og við fórum með hana á Barnadeildina var hún sett beint í myndatökur... Það var enginn biðtími á neinu. Leiðinlegt að þið hafið lent í því að vera alltaf að bíða eftir að læknarnir geri eitthvað og svari ykkar spurningum. Vonandi er eitthvað hægt að gera fyrir hana Þuríði litlu. Ef ekki á Íslandi þá bara annarsstaðar. Til hamingju með strákinn ykkar!
Ókunnug sem biður fyrir ykkur öllum! (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 13:22
Til hamingju með drenginn ykkar. Njótið dagsins:)
Odda (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 13:24
Til hamingju með strákinn, öllsömul. :-) :-) :) :) :)
Ég er ein af þessum algerlega ókunnugu sem kíkja stundum hérna inn til ykkar..
Skrifin þín frá í gær hafa setið aðeins í mér.. af hverju fer maður að fylgjast með lífi fólks sem maður þekkir ekki neitt? Mig langar að segja þér af hverju ég held að ég geri það.
Lífið mitt er gott, barnið mitt er heilbrigt og okkur gengur vel. Ég reyni hins vegar að vera meðvituð um það að maður veit aldrei hver er næstur.. Heimstyrjaldir verða ekki bara í öðrum löndum.. Þegar ég les skrifin þín þá þykist ég stinga öxlinni undir eitt hornið á byrgðunum ykkar og prófa að lyfta undir.. Þú sýnir mér hvernig hægt er að taka mótbyr lífsins á skynsamlegan hátt, án þess að gera lítið úr honum en líka án þess að leyfa honum að leggja allt í rúst. Þú (og þið öll) sýnir ótrúlegt æðruleysi í skrifum þínum og ég held að það sé okkur öllum hollt að fá að setja okkur í ykkar spor. Þú hefur kennt mér, ókunnugri mömmu útí bæ, að meta lífið enn meira en áður. Að lifa af nærgætni, að sýna meiri tillitsemi, að dæma ekki, án þess að þekkja til.. Takk.
Leyfðu þér samt að eiga þessi skrif, fyrir þig, fyrir ykkur. Ekki fara að líta á þau sem einhverja kvöð, að skrifa fyrir "kúnnana". En trúðu mér, skrifin þín bergmála.. og gera heiminn betri.
Gangi ykkur öllum allt í haginn!
Mamma útí bæ (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 13:25
Innilega til hamingju með drenginn ykkar! Ég vona að allt gangi vel með Þuríði!
Ókunnug (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 14:22
Til hamingju með afmælið pungur:)
Kv.Oddný og fjölskylda
Oddný sys (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 14:42
Innilega til hamingju með drenginn.
Gott svar frá Lindu ( Óskráður (Linda), 23.1.2007 kl. 12:54)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.1.2007 kl. 15:39
Til hamingju með fallega drenginn ykkar. Gangi ykkur sem best með litlu hetjuna, er ekki hægt að reyna að koma henni að á einkakliniki úti í USA eða Evrópu ? Veit að allt Ísland myndi leggja ykkur lið fjárhagslega ef þið finnið einhvern stað.
Svava, ókunnug (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 16:51
Til hamingju með litla drenginn ykkar.
Er ekki einhver söfnun til , handa ykkur svo þið getið fengið bestu fáanlega læknisaðsoð sem til er? Ég veit að ég myndi leggja ykkur lið. Ég hef lesið um bloggið hans Þóris (ef þið eruð að tala um hann) og það er frábært að heyra um hans bata.
Ég skora á fólk að stofna söfnunarreikning, og láta mig vita.
Kveðja úr firðinum
Jóhanna
Jóhanna (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 20:02
Sæl, og til hamingju með litla kútinn. Ég er ein af mörgum sem þekkja ykkur ekki neitt en les samt reglulega. Ekki vil ég meina til að forvitnast um hagi ykkar. Heldur minna skrif þín mig á hvað maður getur pirrað sig yfir fáránlega miklum smámunum. Þetta fær mig til að þakka fyrir það að ég á fjögur heilbrigð börn, sem er alls ekki sjálfgefið í þessum heimi, og minnir mig á að þakka fyrir allt það litla og smá en ekki einungis fyrir það stóra og mikla og ætlast svo til að fá meira. Ég vona og trúi að það séu fleiri sem lesa af þessari ástæðu. Eins vonar maður og biður að þið fáið sent kraftaverk fyrir litlu stúlkuna ykkar og þakkar fyrir hvern dag sem þið fáið að hafa hana hjá ykkur. Get engan veginn sett mig í ykkar spor. Veit bara að þetta er þung raun sem á ykkur er lagt. Vona að ég fái að fylgjast með skrifum þínum í framtíðinni.
kveðja Júlíana Ósk (ókunnug)
júlíana ósk (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 20:12
Til hamingju með strákinn þinn ég á líka einn sem varð 9 ára á hádegi í dag
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.1.2007 kl. 22:01
Vá! Er hann orðinn eins árs? Það þýðir að ég er búin að fylgjast með ykkur núna í um eitt og hálft ár! Mér finnst það alveg lygilegt. Hjartanlega til hamingju með kútinn. Ég þekki þrjá "gutta" á ýmsum aldri sem eiga afmæli í dag og eru allir ljúfir og góðir strákar - Theodór er það örugglega líka
Í sambandi við hugleiðingar þínar um bloggið og "þá ókunnugu" þá hafa margir skrifað svo góð orð á undan mér að ég sé ekki ástæðu til að endurtaka þau. Tek undir með t.d. Mömmu út í bæ (alveg frábærlega orðað) og Lilju (man ekki núna mamma hvers hún er). Þú hefur mikil áhrif á mig með skrifum þínum en ég styð það heils hugar að þú átt ALLS EKKI að hafa áhyggjur af því að skrifa hingað inn okkar vegna. Bloggið þitt hlýtur fyrst og fremst að vera þinn vettvangur til að "tappa af" og lýsa skoðunum þínum.
Gangi ykkur sem allra, allra best með lífið og tilveruna. Ég hef ykkur áfram í bænum mínum, öll sem eitt. Knús og hjartans kveðjur.
Ólöf María (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 22:16
Til hamingju með litla sæta Theodór !
Knús - Elsa
Elsa Nielsen, 24.1.2007 kl. 09:23
Mér finnst ég geta tekið undir með mörgum sem skrifa hér á undan mér ekki síst "mömmu úti í bæ" ....Einhvern veginn eru það vissir einstaklingar sem að höfða til manns, hvað sem það er og í þínu fari er það styrkur þinn og kjarkur sem ég dáist að. En með þetta læknabatterí þá hef ég sjálf þó nokkra reynslu af því ekki góða því miður ..læknamistök og vesen en það sem mér fannst vanta verulega var mannlegi þátturinn. Það er talað um að læknavísindunum hafi fleygt fram..já rétt er það en það er í tækjum og tólum en það vantar mikið upp á það að kenna sumum sem vinna við það að annast sjúklinga og aðstendur , mannleg samskifti og að þeir sem komi inn á sjúkrahús séu ekki bara eitthvað númer og merktir sem eign þvottahúss ríkisspítalanna..Ekki líkaði Davíð Odds það allavega..Það býr jú sál í þessum skrokkskjóðum okkar allra sem að læknar og hjúkrunarlið mætti muna oftar en það gerir .Sem betur fer eru jú líka frábærar manneskjur til þar líka en því miður er minna tekið eftir þeim vegna "skemmdu eplanna".En innilega til hamingju með litla stúfinn ..Ferlega er orðið langt síðan mínir 4 strákar voru svona litlir.. En samt eins og það hafi verið í gær...Kærar kveðjur til ykkrar allra.Agný.
Agný, 25.1.2007 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.