Leita í fréttum mbl.is

LOKSINS!!

Við erum ekki nema búin að bíða í mánuð sirka eftir dagssetningu fyrir Maístjörnuna mína og LOKSINS er hún komin, já LOKSINS!!  Fengum hringingu frá spítalanum í dag, þurfum að mæta tveimur dögum fyrir geisla því degi undan þarf hún að fara í einhver test á Karólínskaspítalanum (í Svíþjóð sem sagt) og reyndar hérna heima líka fyrir brottför.  Maístjarnan mín veit að hún er á leiðinni til Svíþjóðar og segir sjálf til að laga krabbameinið í höfðinu hennar, þetta SKAL takast eða þetta MUN takast einsog þegar Oddný mín Erla fer með bænirnar sínar á kvöldin endar hún alltaf á því að segja "kæri Guð þú átt að láta Þuríði mína lagast í höfðinu". 

Núna þegar dagssetning er komin þá hellist yfir mann mikið stress og kvíði. Það verður líka fróðlegt að sjá hvort að tryggingarnar (tryggingastofnun) okkar samþykki að við förum bæði með henni en þeir væru vísir til að segja að það væri nóg að annað okkar færi með henni sem reyndar kæmi ALDREI til greina hjá okkur.  Við förum bæði hvort sem við þurfum að borga sjálf eðurei, það er ekki einsog þetta sé einhver skemmtiferð.
P7029986 [1280x768]
Við fjölskyldan (ásamt góðu fólki) fórum í bústað um helgina og skemmtum okkur ótrúlega vel en hérna er Maístjarnan mín í góðum fíling á milli göngutúra hjá okkur.
P7020015 [1280x768]
Theodór fótboltatöffari æfði sig í innköstunum og er orðinn mikill snillingur í boltanum. 
P7029950 [1280x768]
Oddný Erla og Hinrik Örn voru í brjáluðu stuði alla helgina reyndar einsog hin tvö.

Já það er mikill léttir að það er komin dagssetningu hjá Maístjörnunni minni þó svo hún sé ekki alveg strax en þeir eru allavega farnir að undirbúa komu hennar til sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku kæra fjölskylda.

Guð gefi að þetta gangi allt vel

hjá ykkur.

Þið eruð hetjur.

Baráttu og batakveðjur frá okkur.

Halla fr.

Halla (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 23:42

2 identicon

Kæra fjölskylda. Loksins loksins segi ég nú bara með ykkur. Þetta skal takast.

Flottar myndir af þeim öllum. Þuríður er að verða svo miklu þroskaðri að sjá með hverjum mánuðinum. Theodór, já það leynir sér ekki einbeitnin í svipnu hjá fótboltamanninum

Oddný og Hinrik eru svooo lík á þessari mynd, bara aldursmunurinn greinir þau á.

Sendi ykkur styrk og vonir, kærleika og ástúð.  

Hólmfríður Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 00:18

3 identicon

Gott að heyra kæra fjölskylda, gangi ykkur vel og Guð veri með ykkur

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 00:20

4 identicon

flott börn, guð og gæfan fylgi ykkur, með ósk um góðan bata.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 09:54

5 identicon

Elsku þig öll

Gott að þessari bið er lokið og komið plan, það er alltaf ákveðin léttir þó eins og þú segir svo réttilega að þetta er ekki skemmtiferð.

Ég dáist endalaust að börnunum ykkar þau eru svoooo rosalega falleg, Oddný Erla og Hinrik nánast eins á myndinni, Stjarnan mjög lík þeim, en Theódór dálítið öðruvísi.

Nú er að treysta almættinu fyrir áframhaldinu 

Kærleikskveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 10:52

6 identicon

Kæra fjölskylda, ég les alltaf bloggið ykkar og hugsa mikið til ykkar. Vona svo innilega að allt gangi vel hjá ykkur.

kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 12:17

7 identicon

Er búin að fylgjast með síðunni í svolítinn tíma núna, gott að það sé komin dagsetning á þetta, óþægilegt að vera í óvissunni svona lengi. Ég vona að tryggingarstofnun borgi fyrir ykkur bæði enda bara alveg nauðsynlegt að vera bæði þegar það er svona mikið álag og erfitt framundan, vonandi að þau sjái það!

Gangi ykur vel :)

Guðrún (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 12:20

8 identicon

Frábært að það sé komin dagsetning...LOKSINS! Auðvitað farið þið saman út...vá ég gæti ekki farið ein. Ekki síður þið sem þurfið stuðning hvort af öðru. Verður pottþétt dekrað við hin börnin hér heima á meðan :)

Gangi ykkur rosalega vel...höldum áfram að kveikja á kertunum og hugsa fallega til ykkar.

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 12:25

9 identicon

Hæ elsku fallega fjölskylda...og elsku hetjan mín hún Þuríður sem er kraftarverkið okkar og duglegust allra..ég og hún erum mikilir jaxlar og ætlum báðar að sigra.Ég vona að þið skemmtið ykkur vel þar sem þið eruð núna og safnið orku fyrir framhaldið sem verður ekki auðvelt.En ég bið guð að gæta ykkar og við hittumst fljotlega og áður en þið farið út í alvöruna....elska ykkur og virði...töffarinn

Björk töffari (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 14:38

10 identicon

LOKSINS !

 En hvenær fariði ?

Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 14:39

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að tímasettningin er komin á hreint. Þið bara verðið að fara bæði, það hljóta að finnast einhverjir aurar til að hjálpa ykkur með þetta ef ríkið er í tómum blankheitum. Guð gefi ykkur styrk og vonir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2010 kl. 00:11

12 Smámynd: Signý og Svenni

Elsku fjölskylda, við hugsum til ykkar. Gangi ykkur rosalega vel. Dásamlegar myndir af fallegu börnunum ykkar.

Signý og fylgifiskar

Signý og Svenni, 6.7.2010 kl. 00:12

13 identicon

Kæru þið öll ,til hamingju að eithvað er að gerast í málum Þuríðar ,en reindar er júlí mesti sumarleifismánuður í Svíþjóð svo það er kanski ekki skrítið að þetta taki tíma . En þuríður má ekki þurfa að bíða vonum að allt gangi vel og það sem allra fyrst,baráttu kveðjur Erla

Erla (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 12:35

14 Smámynd: Ragnheiður

Gott að sjá að það er komin dagssetning, það er þá allaveganna komið eitthvað plan.

Kær kveðja :)

Ragnheiður , 6.7.2010 kl. 21:43

15 identicon

Gott að heyra að það sé komið plan , gangi ykkur vel

hugsum til ykkar og sendum ykkur Risaofuorkustrauma ,

kærleiksknús

kveðja að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 01:53

16 identicon

Ég hugsa sterkt til ykkar fjölskyldunnar og bið góðan Guð að styrkja ykkur og vernda og lækna litlu fallegu Maistjörnuna ykkar. 

Emma Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 14:29

17 identicon

Kæra fjölskylda. Ég er búin að fylgjast með ykkur nokkuð lengi og dáist að ykkur. Ég er mamma Sigrúnar Þórisdóttur og var með henni í Svíþjóð þegar hún fór í stofnfrumumeðferð 2008 þá 25 ára. Við höfum svo oft talað um að það versta sem við gætum hugsað okkur væri að eiga barn með krabbamein. Þetta hafið þið allt gengið í gegnum. Nú er komið nýtt plan og það er gott. Guð gefi ykkur styrk til að standa þetta af ykkur. Auðvitað verðið þið að fara bæði. Ef Tryggingastofnun stendur sig ekki (sem hún gerir reyndar sjaldnast) verða ættingjar ykkar og vinir að stofna styrktarreikning ef hann er ekki þegar til. Gott væri að fá upplýsingar , reikningsnúmer o.þ.h. Ef margir leggja inn t.d. 3000 þá getur það safnast upp.

Mínar bestu batakveðjur

Birna 

Birna (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 16:12

18 identicon

Þau eru öll svo falleg þessu elsku börn þín. Ég hef góða tilfinningu varðandi þessa meðferð, ég held að þetta fari allt vel.  Gangi ykkur rosalega vel í Svíþjóð, við fylgjumst öll með og hugsum sterkt til ykkar.

Lísumamma (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 17:11

19 identicon

Kæra duglega fjölskylda.

Gangi ykkur rosalega vel í öllu því sem framundan er.

Þið eruð öll sannkallaðar hetjur

Anna 

Anna (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 21:08

20 identicon

Fallega fjölskylda hef ykkur í bænum mínum. Er sammála henni Birnu hér að ofan ef ekki kemur til að TR greiða ekki fyrir ykkur bæði þá látið okkurvita þá söfnum við fyrir þessu. Það eru svo margir sem eru að fylgjast með ykkur og margt smátt gerir eitt stórt.

Berglind (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 23:19

21 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sendi mínar hlýju kveðjur úr Þingeyjarsveit

Sigurður Haraldsson, 8.7.2010 kl. 01:54

22 identicon

Loksins, gangi ykkur vel elsku fjölskylda. Baráttukveðjur

Kristín (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 12:06

23 identicon

Gott að dagsetningin sé komin. Fékk alveg kökk í hálsinn þegar ég las um bænirnar hennar Oddnýar..

Gangi ykkur rosalega vel.

Kveðja að norðan

Katrín

Katrín Ösp Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband