Leita í fréttum mbl.is

Svíþjóð á morgun

Þá er alveg að koma að þessu og kvíðahnúturinn orðinn frekar stór.  Þuríður mín leggst undir "gammahnífinn" á fimmtudaginn og verður þá haldin sofandi allan daginn og mig kvíður óendanlega mikið fyrir því. 

Við fórum í okkar síðustu læknaferð uppá Barnaspítala áðan fyrir ferðina, hittum taugalækninn okkar góða sem ætlar ekki að stækka flogaskammtinn hennar alveg strax og vonandi verður ekki þörf fyrir það, bara EF hún krampar aftur þá verður hann stækkaður sem mun ekki gerast en samt að sjálfsögðu mikil hætta á.

Oddný Erla, litla viðkvæma blómið mitt mun koma með okkur til Svíþjóðar.  Hún á ofsalega erfitt einsog ég hef oft sagt áður og við viljum bara sýna henni að þessi meðferð er ekki eins slæm og hún heldur og reyna gera gott úr henni í leiðinni(þar að segja ferðinni).  Hún á mjög auðvelt með að brotna niður bara útaf engu og fær martraðir og það er ofsalega sárt og erfitt að horfa á hana svona leiða.  Hún ítrekar líka alltaf í bænum sínum á kvöldin að "Hann EIGI að láta Þuríði lagast í höfðinu" og hann SKAL gera það, fyrir fullt og allt.

Litlu mömmupungarnir mínir taka þessu ekki jafn mikið inná sig, Hinrik veit náttúrlega ekkert hvað er að ske en hann er á sama aldri og blómarósin mín hún Oddný þegar við fórum til Boston með Þuríði mína.  Theodór er alveg sama þó svo hann sé ekki að koma með bara ef við kaupum Spiderman dót handa honum þegar við komum heim en hann spáir samt dáltið í veikindin.  Spyr oft "mamma allir sem þekkja Þuríði eru þeir leiðir?" ...."en þeir sem þekkja hana ekkert, eru þeir nokkuð leiðir?"  Fannst samt gott að hann byrjaði að tjá sig aðeins um þetta í einum "hóptíma" á leikskólanum.  Strákarni verða líka í geðveiku dekri á meðan við erum úti.Wink

Þuríður mín flotta Maístjarna er ágætlega hress nema þreytan er farin að segja til sín, hún er farin að kúpla sig mikið útur fjöldanum og einsog ég hef sagt þá vill hún helst bara liggja fyrir og horfa á DVD eða spila tölvuleiki.  Maður veit ekki hvað þessi þreyta merkir hjá henni en vonandi bara gott því ég er líka ofsalega þreytt þessa dagana þó svo við séum nýbúin að ljúka góðu fríi sem við þráðum mjög mikið til að byggja okkur upp fyrir verðandi stríð.

Núna þarf maður víst að henda nokkrum flíkum ofan í tösku og vonandi verður netið á spítalanum eða hótelinu sem við verðum á svo ég get hent inn fréttum daglega.

Ha det bra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Áslaug og Óskar, ég óska ykkur góðrar ferðar megi guð og góðar vættir fylgja ykkur í þessari ferð...knús og kossar

Konný Agnarsdóttir

Konný Agnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 11:56

2 identicon

Gangi ykkur sem allra best elsku fjölskylda! Mér líst vel á að þið ætlið að nýta ferðina sem best og taka Oddnýu með. Ég hugsa til ykkar og er viss um að margir englar fylgja ykkur hvert sem þið farið og leggja sitt af mörkum í bata Þuríðar Örnu.

Karín Ösp Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 11:56

3 identicon

Gangi ykkur sem allra allra best kæra fjölskylda. Hugsa til ykkar.

Dagbjört ókunnug (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 11:58

4 identicon

Hugsum til ykkar.

Góða ferð

xxxxx

Hrundski (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:06

5 identicon

Mig langar til að óska ykkur góðrar ferðar og vona að allt gangi vel hjá ykkur og hetjunni ykkar.

Kveðja Heiða (ókunnug)

Heiða Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:14

6 identicon

Mig langar að óska ykkur góðrar ferðar og gangi ykkur vel.  Mun senda ykkur góða strauma.

kv Díana Guðjónsdóttir

Díana Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:18

7 identicon

Mig langar að óska ykkur góðrar ferðar og gangi ykkur sem allra best!

Esther ókunnug (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:22

8 identicon

gangi ykkur vel þið verðið í bænum mínum  anna hanna

annahannavaldimarsd (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:28

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég bið þess að allt gangi að óskum ef maður trúir því einlæglega sjálfur fer allt eins og maður vill maður á ekki að gera sjálfum sér og öðrum það að gera ráð fyrir því versta.  Ég er þess fullviss að Þuríður þín hefur mun minni áhyggjur af þessu en þú.  Bestu óskir um góða ferð..........

Jóhann Elíasson, 26.7.2010 kl. 12:46

10 identicon

Kæra fjölskylda mínar bestu óskir að allt gangi vel hjá ykkur það er ekkert annað í boði.

Kristín ókunnuga (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 13:12

11 identicon

Tendra ljós og sendi ykkur hlýjar hugsanir.  Þið verðið í bænum mínum duglega fjölskylda, gangi ykkur vel og ég er sannfærð að hetjan ykkar fari í gegnum þetta allt saman eins og henni einni er lagið.  Ást ykkar og kærleikur fer með ykkur alla leið.

Bænir mínar eru fyrir ykkur

kærleikskveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 13:13

12 identicon

Guð verði með ykkur og bestu óskir um góða ferð

Sigga ókunnug (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 13:15

13 identicon

Enn og aftur óska ég ykkur góðrar ferðar. Og gangi ykkur rosalega vel.

Hugsa til ykkar. 

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 13:41

14 identicon

Ég sendi ykkur baráttukveðjur og hlýja strauma.

emma (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 14:43

15 identicon

Gangi ykkur vel!

Kveðja Dagný (ókunnug)

Dagný Gísladóttir (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 14:45

16 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Góða ferð kæru vinir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.7.2010 kl. 15:26

17 identicon

Vildi bara óska ykkur góðrar ferðar og vona að Guð verði með ykkur og að allt gangi að óskum   Ein sem fylgist alltaf með og hefur ykkur alltaf í bænum sínum.

Kristín Pétursdóttir (Ókunnug) (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 15:29

18 identicon

Gangi ykkur vel!!!

Sissa (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 15:51

19 identicon

Elsku þið öll

Eins og svo oft áður blæs um ykkur, því miður.

Ég ætla að biðja almættið að vera með ykkur og gefa að allt gangi í kraftaverka taktinum, það hefur sem betur fer gerst stundum.

Góða ferð og líðan þið sem farið og góða líðan til hinna sem ekki fara.

 kærleikskveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 15:57

20 identicon

Allt hið góða í heimi haldi í hendur ykkar. Og megi englarnir vaka yfir ykkur.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 16:32

21 identicon

Fallega fjölskylda. Baráttukveðjur. Megi allir englar heimsins fylgja ykkur.

Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 16:44

22 identicon

Gangi ykkur rosalega vel, ég hugsa til ykkar og þið eruð í bænum mínum. Sendi ykkur styrk. Kv Helga

Helga ókunnug (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 17:05

23 identicon

kæra fjölskylda gangi ykkur rosalega vel í Svíþjóð ég mun hugsa til litlu kraftaverkastelpunar og senda henni hlýja strauma.   

kærleikskveðja Guðrún

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 18:28

24 identicon

Gangi ykkur sem allra best!

Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 18:41

25 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Megi almættið vera með ykkur kæra fjölsk...Góða ferð.

Halldór Jóhannsson, 26.7.2010 kl. 20:22

26 identicon

góða ferð og góðar óskir til ykkar allra, ljúfustu kveðjurog knús.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 21:27

27 identicon

Guð verði með ykkur kæra fjölskylda

Þorsteinsina Gestsd (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 22:42

28 identicon

Góða ferð yndislega fjölskylda.  Megi góður guð stýra höndum læknanna þegar þeir meðhöldla djásnið ykkar hana Þuríði.

Guð blessi ykkur öll,

Hanna (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 22:42

29 identicon

Bestu kveðjur til ykkar allra, vona að það gangi sem best hjá ykkur úti og megi allir góðir vættir styðja ykkur og hjálpa.

Katrín (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 23:40

30 identicon

Elsku fjölskylda,megi þessi ferð ganga sem best hjá ykkur,veit að góður GUÐ og allir hans verndarenglar vaki og vernda ykkur og þið fáið allt það besta sem völ er á í lækningu handa BROSdúlluni,tára og baráttukveðjur.Hrönn.

hrönn (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 00:13

31 identicon

Elsku fjölskylda,

gangi ykkur sem allra best í Svíþjóð, sendi góða bata-og orkustrauma á ykkur.

kv. Ókunnug

Berglind (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 09:08

32 identicon

Sendi ykkur allar góðar hugsanir og kraft sem ég á til. Gangi ykkur vel.

Álfheiður (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 10:03

33 identicon

gangi ykkur vel ... sendi með ykkur góða strauma ..

Katrín Anna (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 12:31

34 identicon

Kæra fjölskylda! Gangi ykkur rosalega vel úti, ég kveiki á kerti á hverju kvöldi og sendi ykkur baráttustrauma!!! Hún mun rúlla þessu upp þessi baráttukona, hún er ein mesta hetja sem ég hef fylgst með lengi og þið öll!!!!

Kv. Hafdís Ebba Guðjónsdóttir

Hafdís Ebba Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 15:48

35 identicon

Þeir eru líka leiðir sem þekkja ekki Þuríði. Hún eins og þið öll eruð stöðugt í huga okkar.

En gangi ykkur sem allra best kæra fjölskylda. Við munum senda hlýja strauma og hafa ykkur með í bænum okkar.

Kv.

Þórunn (ókunnug)

Þórunn R. (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 16:27

36 identicon

Mínar allara bestu kveðjur og hlýja strauma sendi ég ykkur kæra fjölskylda. Hef fylgst með ykkur og ykkar endalausa dugnaði lengi.

Baráttukveðjur

Ragna (ókunnug.)

Ragna (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 17:28

37 identicon

Góða ferð og gangi ykkur alveg rosalega vel. Hef fylgst með blogginu ykkar kæra fjölskylda

Kær kveðja Guðný ókunnug

Guðný Elísabet Einarsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband