12.10.2010 | 22:08
17.október 2006
Það er mánudagur 17.október06. Við Óskar vorum að koma á Barnaspítalann en við eigum fund við læknanna okkar vegna Þuríðar minnar en hún fór í sínar rannsóknir 11.okt. Með réttu hefðum við átt að koma daginn eftir á fund með þeim en við báðum þá að fresta því aðeins því við ætluðum að gera eitthvað skemmtilegt helgina eftir og vildum ekki eyðileggja þá helgi ef við fengjum slæmar fréttir sem við töldum að við fengjum vegna þess hvað Þuríður mín var orðin veik.
Hjúkkan okkar kemur fram og vísar okkur inn í eitt viðstalsherbergið, eftir henni koma tveir læknar okkar. Þau eru öll frekar þung að sjá og óvenju róleg. Mér verður óglatt, ég fæ verki um allan líkamann og langar mest að hlaupa útur viðtalsherberginu. Eftir smá þögn þá heyrist í lækninum hennar Þuríðar minnar eða sá sem hefur fylgt henni frá því hún veiktist, við höfum ekki góðar fréttir, æxlið hefur stækkað mjög mikið og núna í fyrsta sinn er hægt að skilgreina það illkynja. Mig langar að öskra en kem engu frá mér, mig langar að gubba en get það ekki enda hafði ég ekkert borða um morguninn vegna kvíða, ég berst við tárin en það er ekki hægt nema í sekóndubrot eftir að læknirinn hafði sagt þessa setningu. Það fyrsta sem kom í huga minn var hver hefur lifað af illkynja heilaæxli? Engin sem ég vissi um því við vitum líka bara alltaf af því slæma, við fáum aldrei að vita af kraftaverkunum, kanski vegna þess fólkið er svo hrætt um að það kraftaverk er tekið af þeim ef þau deila því? Læknirinn heldur áfram og við getum ekkert meira gert fyrir hana, hún mun hætta í lyfjameðferðinni sem hún er í því hún er ekkert að gera fyrir hana. Ennþá koma hugsanir mínar ha ætla þeir bara að gefast upp, bara sísvona, það kemur ekki til mála. Ég spyr lækninn hvort þeir geta EKKERT gert meira, hvað með að hafa samband við þá í Boston og leita ráða hjá þeim sem jú þeir samþykktu, væntanlega bara til að róa okkur en létu okkur samt vita að það væru frekar litlar líkur á því að þeir gætu gert eitthvað. Þeir voru alltaf búnir að segja að þeir gætu kanski skorið aftur en töldu það samt litlar líkur ef æxlið myndi stækka meira, bara ef það minnkaði en mér var alveg sama ég ætlaði ekki að gefast upp, hún Þuríður mín fær ekkert að fara frá mér.
Hjúkkan okkar tekur við hún Þuríður er ekkert að fara frá okkur á morgun en hún á mesta lagi nokkra mánuði ólifaða og það fyrsta sem ég hugsaði hvernig í andskotanum getur hún sagt þetta?. Við höfum reyndar ALLTAF sagt við læknanna okkar að við viljum að þeir séu hreinskilnir við okkkur og ekkert að tala í kringum hlutina, við viljum aðeins heyra sannleikan og loksins þegar við heyrðum hann þá var hann of sár til að heyra. Mig langar að klípa mig, mig langar að vakna af þessari martröð, þetta er ekki satt, Þuríður mín mun læknast, hún gefst ekki svo auðveldlega upp eða við. Við finnum lækningu fyrir hana, hún getur, hún skal og hún ætlar. Hjúkkan heldur áfram að tala þið fáið svo að ráða hvar hún fær að eyða sínum síðustu dögum hvort sem það er hér á spítalanum eða heima. Hvað er hún að rugla hugsa ég strax, er ekki alltílagi? Hvar hún eigi að eyða sínum síðustu dögum? Hún er ekkert að fara frá okkkur, alveg sama hvað helvítis læknavísindin segja þá er þessi hugsun ekki í boði.
Ég er alltíeinu hætt að hlusta á læknanna, ég get ekki höndlað meir, augun mín eru næstum því það bólgin að ég var hætt að geta séð með þeim. Mig langar að fara útur viðtalsherberginu NÚNA, mig langar að fara heim og knúsa Þuríði mína og segja henni að þetta verði alltílagi.
Það síðasta sem ég heyrði frá hjúkkunni þið getið fengið að hitta prestinn núna ef þið viljið. Svo var ég rokin heim til mömmu og pabba, knúsaði börnin mín og hágrét.
Svona upplifði ég versta tæpan klukkutíma í lífi mínu sem mig langar aldrei nokkurn tíman að upplifa aftur en þið vitið að sjálfsögðu framhaldið af þessari sögu en það styttist óðum í næstu rannsóknir hjá Þuríði minni eða 9.nóvember og þá ætla ég að fá laaaang bestu fyrirfram jólagjöf sem ég get nokkurn tíman fengið.
Munið hvað er mikilvægast í lífinu!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eruð hetjur
Helga (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 06:44
úff...ég er með gæsahúð um allann kroppinn eftir þessa lestningu. Þvílík martröð sem þessi dagur hefur verið fyrir ykkur....en já maður á svo sannarlega að hugsa um það hvað er mikilvægast í lífinu og láta ekki þessa veraldlegu hluti ráða för. Gangi ykkur áfram vel í baráttunni.
Linda (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 08:26
Þvílík barátta sem þið eruð búin að vera í síðan, en sú barátta hefur líka skilað því að HETJAN ykkar er ennþá hjá ykkur og það stóðst hjá þér Áslaug, hún var sko aldeilis ekkert að fara frá ykkur.
Gangi ykkur vel með framhaldið!!!
Og takk fyrir að minna okkur á það, statt og stöðugt, hvað er mikilvægast í þessu lífi ;o)
Kv. frá DK
Begga Kn. (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 08:49
ég barðist við tárin við að lesa þetta, get rétt ímyndað mér hvernig það var að sitja þarna.
En það er rétt, þið skuluð fá bestu fyrirfram jólagjöf sem hægt er að hugsa sér :)
Þið eruð algjörar hetjur og hafið staðið ykkur rosalega vel, aldrei halda annað.
knús og kremjur!
Lilja ( ókunnug ) (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 09:15
ljósið ykkar skín svo skært
þó hjartað hefur verið sært
þolinmæðina hafið þið lært
einlægnis skrifið er svo tært
þið eigið að trúa á kraftaverk
því þið bæði eru svo voða sterk
Guð gefi ykkur styrk
kveðja
Asa
Asa (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 09:31
Þú ert ALLTAF láng duglegust og flottust að rifja upp þessa martröð er mikill hetjuskapur og trúlega hreinsandi fyrir fallegu sálina þína.
Allt í einu dettur mér í hug að það þyrfti að kvikmynda ykkur og þessa sögu ekki síður en söguna af Kela, því þetta er svona kraftaverkasaga sem aldrei er of mikið af. Allt sem þið hafið gert fyrir ykkur og börnin á þessum tíma það getur bara kraftaverkafólk, aðrir eru bara meira og minna í rusli þó þeir auðvitað standi þennan þunga straum.
En hvað sem öllu líður þá er hugur minn hjá ykkur og óskir um áframhaldandi kraftaverk fyrir ykkur fallega duglega fjölskylda.
kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 09:45
ÞIÐ ERUÐ MÖGNUÐ! Kærleikskvitt frá Sólveigu.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 10:13
Ég er með gæsahúð og grátbólgin af því að hafa lesið þetta. Þetta sýnir okkur að það á ALDREI að gefast upp! Þið eigið eftir að fá ykkar bestu jólagjöf...það er enginn sem á betri jólagjöf skilið en þið :)
Sirrý (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 11:00
Þið eruð öll hetjur, ég hugsa til ykkar á hverjum degi og fylgist reglulega með blogginu þínu. Kærleikur til ykkar allra
Kristín Erla (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 11:49
Hún er sko hörkutól þessi stúlka og þið öll. Bestu kveðjur, Ásdís
Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 12:03
Það er svo vert hjá þér að setja inn þessar síðustu tvær færslur og fær mann til að hugsa svo öðruvísi..................þó svo að ég/við fjölskyldan höfum upplifað líka mikla erfiðleika í kringum krabbameinssjúkt barn, maður er svo fljótur að gleyma og taka öllu/öllum sem sjálsögðum hlut.
Vordís Heimisdótir (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 13:48
úff ég man svo eftir þessum dögum sem þið genguð í gegnum... maður sat og beið eftir fréttum...
en þetta sannar að læknavísindin hafa ekki alltaf rétt fyrir sér!!
Gangi ykkur vel elsku Áslaug. Þið standið ykkur alltaf eins og hetjur.. og ég veit fyrir víst að þið eruð fyrirmyndir fyrir marga foreldra sem eru að ganga í gegnum erfið veikindi barna sinna....
Katrín Ösp (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 15:27
Það renna tár niður kinnar mínar. Þetta er átakanleg frásögn, svo sorgleg. Sendi ykkur allar góðar hugsanir sem til eru.
Guðný þ (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:23
Þið eruð sannar hetjur. Ég man þennan dag vel, ég var í óperunni með Hönnu Þóru og hún var niðurbrotin.
Takk fyrir að minna okkur á hvað skiptir máli í lífinu! Þú ert hetja og mátt þakka fyrir að geta skrifað um tilfinningar þínar. Það er ekki á allra færi !!!
Takk fyrir að vera til.
kv
Hulda (söngskólasystir Hönnu Þóru, þó þú vitir ekkert hver ég er :D )
Hulda Proppé (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:42
Knús elsku Áslaug, ömurlegt að lesa þetta. Ég á afmæli 17 október og fyrir mér er það góður dagur en greinilega ekki fyrir þig *hrollur*
Ragnheiður , 14.10.2010 kl. 09:52
er ekki í lagi með sumt fólk, þau áttu ekki að segja þetta svona, ég er bara orðlaus, gæsahúð og allt, guð veri með ykkur og allar góðar vættir að eilífu.
Didda ókunnug (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 14:44
Ég hef fylgst með ykkur s.l. ár og bæði fundið til með ykkur og dáðst að ykkur. Þessi færsla núna hreinlega greip mig þvílíkt, fékk hroll, kökk og allan pakkann. Þótt ég þekki ykkur ekki nokkuð (man eftir mömmunni í TBR, er það ekki rétt hjá mér?) skal ég hafa ykkur í bænum mínum. Megi Guð vaka yfir litlu stúlkunni ykkar og allri fjölskyldunni.
Sjöfn (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 09:25
Ég sit með tár í augum eftir þessa áhrifaríku lesningu. Dóttir þín er gangandi kraftaverk og á eflaust bestu móður í heimi! Það sem þú getur verið sterk og þrjósk Áslaug ,það er magnað!:) Krossum putta fyrir góðum fréttum í nóvember:)
Kristín (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 11:35
Takk fyrir að minna mann stöðugt á það sem MESTU máli skiptir í þessu lífi !!!
Ég get ekki sagt það nógu oft hvað þið eruð miklar hetjur.
Þuríður Arna er ávalt í mínum bænum.
Megi guð og englarnir hjálpa ykkur í baráttunni, sem þið munið sigrast á!!!!
Hildur ókunnug (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 20:20
Nú eru liðin 4 ár og margt erfitt gerst. Hvílíkt álag og hvílíkir sigrar. Bið um góðar fréttir úr rannsókninni 9. nóv.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2010 kl. 01:06
Þessi mynd af fjölskyldunni í stikunni uppi er mjög skemmtileg
Nú eru liðin 4 ár og margt gerst, bæði erfitt og yndislegt. (svona á setningin að vera)
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2010 kl. 01:10
Takk Áslaug fyrir þessa færslu hún vekur mann svo sannarlega til umhugsunar. Lífið, heilsan er ekki sjálfsagt og þið hafið staðið ykkur eins og hetjur í þessari baráttu.Dóttir mín litla er 7 ára í dag og mér var hugsað til ykkar þegar afmælissöngurinn hljómaði að við eigum að njóta þessara dýrmætu augnablika með börnunum okkar. Bið Guð um góðar fréttir þann 9. nóv.
Kristín (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 22:08
Mikid svakalega áttu falleg börn!
Jón (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 09:28
Vá hvað þessi lesning vakti hjá mér sterk viðbrögð. Þvílíkt og annað eins sem þið hafið gengið í gegnum. Bið fyrir Þuríði Örnu og fjölskyldunni allri á hverju kvöldi og sendi hlýja strauma. Þið eruð æði og Þuríður er svo mikið hetja og ég veit að hún á sko eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Kærleikskveðja :O)
Edda Hlíf Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 20:39
Þökk sé Guði að ég las fyrirsögnina aftur...og sá að þetta var 2006 en ekki 2010! Ég grét af samúð til ykkar og af öllu sem þið hafið þurft að þola gegnum árin. Hún Þuríður lítla, sem mér finnst ég hafa þekkst svo lengi þó ég hafi aldrei hitt hana, er sannarlega gangandi kraftaverk! Bið fyrir ykkur öllum og kveiki á kertum.
Auður Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 18:55
ÚFF! Mikið er ég fegin að hafa lesið fyrirsögnina aftur... gömul færsla. Mér brá! ÖMURLEGT að nokkur þurfi að upplifa slíkan dóm!
Hugsa sterkt til ykkar og trúi því að litla yndislega hetjan ykkar nái fullum bata með tímanum.
Bið fyrir ykkur fjölskyldunni.
Emma Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.