Leita í fréttum mbl.is

Komin heim í sveitina...

Elsku bestasta og flottasta Maístjarnan mín er komin heim í sveitina og mikið er ljúft að vera komin heim.  Það komu endalaust margir gestir í heimsókn til hennar á spítalan, bekkjar- og skólasystur voru duglegar að heimsækja hana, kennarar hennar, skólastjóri og fullt af ættingjum en fólkið okkar einmitt spyr oft í gegnum veikindi Maístjörnu minnar hvað það geti gert fyrir okkur?  Jú það er einmitt að koma í heimsókn sérstaklega þegar maður er fastur á spítalanum því það styttir daginn um heilan helling.

Dagurinn sem hún var að lamast var ótrúlega erfiður, þetta gerðist allt svo hratt og það rifjaðist upp margar erfiðar minningar en sem betur fer er hún á uppleið.  Hún er núna á stórum steraskammti sem á að minnka bólgurnar í æxlinu og á móti fær hún kraftinn sinn aftur sem er allur að koma tilbaka, hún er ennþá mjög þreytt og kraftlaus svo við tökum bara einn dag í einu. Hún getur, hún ætlar og hún skal. 

PC115033 [1280x768]
Hérna er fallega Maístjarnan mín á Geysi í gær en í september þá ákváðum við að panta okkur á fjölsk.jólahlaðborð á Geysi ásamt foreldrum mínum og við ákváðum að sjálfsögðu að standa við okkar plön og gistum í sumarbústað í Miðhúsaskógi.  Hún var ótrúlega spennt að fara enda ótrúlega skemmtileg skemmtun þar sem börnin fengu að hitta jólasveinana líka, hún hafði ekki mikla orku í þessa skemmtun eða ca klukkutíma en allt þess virði að lyfta okkur aðeins upp.
PC115035 [1280x768]
Hinrik minn fylgist spenntur með jólasveinunum sem hann er mjög hrifinn af líka fyrsta sinn sem drengurinn setti skóinn útí glugga og skilur náttúrlega ekkert í því afhverju það var eitthvað í honum þegar hann vaknaði.  Hann kippir sér ekkert mikið upp vegna veikinda stóru systur nema þegar ég brotnaði  niður á sunnudeginum og þá leið Maístjörnunni minni alls ekki vel, hálf meðvitundarlaus og farin að lamast hratt þá var mamma að knúsa mig en hún mátti það sko ekki, hann ýtti henni í burtu knúsaði mig, klappaði mér á bakinu og sagði "svona, svona".  Elsku litli mömmukarlinn minn, fann að mömmu sinni leið ekki vel.
PC115052 [1280x768]
Oddný Erla mín var eina sem vildi fá mynd af sér með jólasveininum.  Þessi stúlka er alveg ótrúleg, þvílík væntumþykja sem hún sýnir systir sinni sérstaklega daginn sem hún var að lamast þá sat hún yfir henni nánast allan tíman.  Þær eru einsog tvíburar, ótrúlega tengdar og oft með þessa "tvíburatakta".  Þær eru bara ótrúlega heppnar að eiga hvor aðra að.
PC115046 [1280x768]
Þó svo að eldri mömmupungurinn minn nálgist 5 ára aldurinn þá er hann ennþá skíthræddur við jólasveininn, hérna er hann að passa sig að hann komi ekki of nálægt sér.  Hann fékk einmitt 80 púsla púsl í skóinn í morgun og var að klára það, hann er þvílíkur snillingur þessi drengur en veikindi stóru systur fara dáltið í hann en hann sýnir það á þann hátt að hann verður dáltið erfiður í skapinu og það bitnar á okkur foreldrunum.  Hann er einmitt alveg öfugur við Blómarósina, hún verður döpur og brotnar auðveldlega niður en skapið hans verður "erfitt".

Núna langar mig bara að óska ykkur gleðilegra jóla svona rétt áður en ég loka og set lykilorðið.  Vonandi fer ég að finna jólaskapið mitt aftur sem datt alveg niður þegar Maístjarnan mín var lögð inná spítala fyrir viku síðan.

Takk fyrir öll fallegu kommentin, þau gefa mér ofsalega mikið en þá er líka aftur á móti mög auðvelt að brjóta mig niður með leiðindar kommentum.  Kanski myndi ég taka þessu öðruvísi ef það væri ég sem væri veik en það er bara litla/stóra barnið mitt sem er að berjast og þá er líka auðvelt að brjóta mig niður, JÁ mér finnst þetta virkilega erfitt en sem betur fer eigum við líka gott fólk sem hjálpar okkur í gegnum þetta og við stöndum saman ég og Skari minn.  Gæti þetta ekki án hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að hetjan sé komin heim og vonandi gengur vel með hana áfram. Fallegar myndir af börunum ykkar og þau eru líka svo falleg öll sömul. Hugsa til ykkar og kveiki á kerti fyrir ykkur alltaf og megi jólin vera ykkur ánægjuleg og ég vona að allt gangi eftir óskum.

kv. Ella.

Ella (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 12:33

2 identicon

Gott að vita að batinn er að koma hjá Maistjörnunni. Yndislegar myndir. Knús í hús

Jóhanna Ól (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 12:37

3 identicon

Svo falleg börn sem þú átt og Maístjarnan algjör pæja á myndinni.

Hef ekki kommentað hér mikið þó ég lesi alltaf reglulega en verð bara að hrósa ykkur foreldrunum fyrir hvað þið eruð dugleg að skapa börnunum ykkar góðar minningar og gera með þeim skemmtilega hluti. Það er örugglega ómetanlegt sérstaklega þegar veikindi og erfiðleikar sækja að.

Bestu kveðjur og ósk um gleðiríka jólahátíð þrátt fyrir allt.

Björg (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 12:44

4 identicon

Þið erur einstök kæra fjölskylda og eigið aðeins það besta skilið.

Þorgerður (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 12:54

5 identicon

gott að heyra að litla hetjan er komin heim í heiðardalinn, þið eruð frábær og skuluð ekki láta neinn segja ykkur neitt annað hafið staðið ykkur eins og hetjur í öllum þessum áföllum.  Og dásamlegt að sjá hvað þið eruð dugleg að skapa börnunm fallegar minningar og eyða góðum tíma með þeim margur sem mætti taka sér það til fyrirmyndar.

knús og kram og gleðileg jól.

Guðrún

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 13:04

6 identicon

til ykkar allra elskurnar þið eruð ótrúleg, svo samstíga og samheldin, margir sem mega taka ykkur sér til fyrirmyndar ! Það veit ég að ég geri

Risaknús til ykkar allra, kveikjum alla daga á kerti fyrir elsku Þuríðar hetjuna ykkar

Stína (Garðars) (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 13:11

7 identicon

Þau eru svo yndisleg og falleg börnin ykkar Óskars. Gleðilegar fréttir að þið skuluð öll vera heima núna og líka að þið gátuð farið í jólahlaðborðið. Það er svo frábært að gera sér dagamun :)

Hafið það gott elskulega fjölskylda og bestu kveðjur til ykkar allra :)

Hanna

Hanna (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 14:29

8 Smámynd: Ragnheiður

Njóttu þess besta í heimi. Skil vel að vond komment særi þig, það er eðlilegt. Maður get alltaf sagt að ekki eigi að hlusta á svoleiðis en þau í raun særa mann inn að beini.

Hann er nú samt sætastur að vera svona skelkaður við jólasveininn haha....

Kærleikskveðja og hjartansknús til ykkar allra.

Ragnheiður , 12.12.2010 kl. 14:41

9 identicon

Takk kærlega fyrir að leyfa mér fylgjast með hetjunni þinni í þessi ár, ég skil ekki hvaða óeðli veldur því að einhver leggjist svo lágt að skilja eftir leiðinda komment til ykkar og skil það mjög vel að þú viljir læsa blogginu. Gangi ykkur sem allra best í framtíðinni.

Kær kveðja Valgerður

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 15:26

10 identicon

Gott að hetjan er komin heim og að allt sé í rétta átt ;)

Vonandi hellist jólaskapið yfir ykkur af fullum krafti og ég vona að jólin verði ykkur öllum góð :)

Risa jólakveðja til ykkar allra!

Arna Ósk (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 16:28

11 identicon

Svo falleg börnin ykkar og mikið svakalega er Hinrik líkur þér :)

Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með blogginu ykkar hingað til. Ég skil vel að þú þurfir að læsa því. Gangi ykkur vel í framtíðinni!

Knús og kreist....

Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 16:28

12 identicon

guð gefi ykkur öllum gleði og frið á jólum og alla aðra daga, kæra fallega fjölskylda, hugsa ávallt til ykkar, stórt knús og faðmlag.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 17:18

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kæra Áslaug

Þú hefur í gegnum veikindi Þuríðar Örnu sýnt okkur, almenningi í þessu landi mikið traust og skrifað af mikill einlægni um stöðu mála á hverjum tíma. Stundum betri og stundum verri og jafnvel óbærilega. Það þarf mikinn kjark og einlægni til að gera slíkt. Hvoru tveggja átt þú mikið af, ásamt kærleika og óbilandi von.

Þessi lokafærsla þín á opinni síðunni þinni er mjög kærleiksrík og sterk og ég vil færa þér mínar bestu þakkir fyrir hana og allar hinar.

Ég mun fylgjast með þér áfram.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.12.2010 kl. 17:56

14 identicon

Yndislegt að hún er komin heim.

Og ég verð að taka undir með öllum hinum... börnin ykkar eru svooo falleg! Og samband ykkar hjóna til fyrirmyndar.

Farið vel með ykkur :)

Svandis Ros (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 18:08

15 identicon

Mikið er gott að heyra að hún er komin heim , er búin að vera með hana og ykkur í huganum síðustu daga , þó að maður þekki ykkur ekkert nema bara hér , þá  eru þið búin að snerta einhverja strengi í hjarta mans og manni finst maður eiga pinkupons í ykkur :)

Takk innilega að leyfa mér og mínum að fylgjast með ykkur . Gangi ykkur rosalega vel , guð gefi ykkur gleðileg jól .

Langar að fá að fylgjast með ykkur áfram en finst einhvern vegin ekki hægt að fara fram á það , finst að þið verðið  að ráða þessu .

með kærleikskveðju að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 18:15

16 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Ég vil taka það fram að ég svara ÖLLUM sem biðja um lykilorðið og gef það væntanlega öllum sem biðja um, ástæðan fyrir því að ég loka blogginu þá vill ég bara vita hverjir eru að fylgjast með.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 12.12.2010 kl. 18:43

17 identicon

Ég óska þess af heilum hug að litla skottan finni orkuna sína aftur og þetta hundleiðinlega æxli bráðni bara!!

Dásamlegar myndir af fallegum börnum. Sat hérna með gæsahúð að lesa pistilinn þinn. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með og vonandi getum við eitthvað sent ykkur orku.

Svo sat ég skælbrosandi að horfa á myndina af Hinrik og hugsaði með mér að hann verður örugglega lengi kallaður mömmupungur :D

Óska ykkur heilsusamlegum jólum, venjulegum jólum.

Hulda Magg Elínardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 19:40

18 identicon

Frábæra fólk, gaman að sjá að þið eruð komin heim og farið að ganga betur með hetjuna.  Óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þau verði ánægjuleg og veikindalaus.

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 20:03

19 identicon

Yndislegt að vita að þið eruð komin heim. Heima er alltaf best. Skemmtilegar myndir af fallegum systkinahóp. Takk fyrir að fá að fylgjast með, ég er alltaf að reyna að læra af þér. Óska ykkur gleðilegra jóla kæra fjölskylda.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 20:20

20 identicon

takk fyrir bloggið, yndislegt að allt gegur betur

Lára K (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 21:14

21 identicon

Kæra fjölskylda

Ég er búin að fylgjast með ykkur síðan janúar 2007.

Óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og vona að þau verði ykkur ánægjuleg.

 Kveiki á kerti fyrir Maistjörnuna ykkar.

Mér þætti vænt um að fá að fylgjast áfram með henni.

Bestu kveðjur.

Anna Elín

Anna Elín Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 21:16

22 identicon

Ég fylgist reglulega með síðu hetjunnar. Ofsalega falleg börn sem þið eigið og æðislegt að sjá hvað þið eruð dugleg að bralla margt. Kærar kveðjur :)

Dagný (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 21:35

23 identicon

Æ hvað það var yndislegt að Maistjarnan skyldi hressast það að þið gátuð haldið jólahlaðborðsplaninu - þið eruð óendanlega dugleg að skapa jákvæða stundir með fjölskyldunni ykkar þrátt fyrir þessa miklu erfiðleika sem ykkur hefur verið úthlutað. Eigið greinilega gott samfélag hvort við annað foreldrarnir sem er svo mikil snilld  þegar fólk nær að vera hvort öðru allt .Guð geymi ykkur og verdi ,ég mun minnast ykkar í bænum mínum allt hjálpar. Fullt hús af kærleik er ósk mín til ykkar.

Kær kveðja 

Sigríður K Dagbjartsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 22:38

24 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda. Ég hef fylgst með ykkur um þó nokkurn tíma en ekki lesið kommentin frá fólki, en það hryggir mig mikið ef einhver er með leiðindar komment, ég bara skil ekki hvers konar fólk það er. 'Eg ætla að reyna að hafa þetta stutt og hnitmiðað, þið eruð dásamleg öllsömul fallega fjölskylda, þið eruð í bænum mínum ALLTAF, skil vel ef þú vilt ekki að ég fái lykilorð, hugsa mikið til ykkar og auðvitað sérstaklega til Þuríðar :) Gangi ykkur vel KNÚS

Kær kveðja Magga

Margrét Arnþórsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 22:42

25 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fagna því að hetjan er að hressast. Frábært að þið haldið ykkar áætlunum um skemmtilega viðburði. Það hefur örugglega MJÖG mikið að segja fyrir ykkur öll. Njótið stundarinnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.12.2010 kl. 22:56

26 identicon

Ég er búin að fylgjast með ykkur lengi, en hef ekki oft kommentað, mér finnst yndislegt að heyra að elsku dúllan er að hressast og vona að svo verði áfram.

Ég skil bara ekkert í fólki, að vera með skítkast, þið eigið það sko ekki skilið.

Mínar bestu jólaóskir til ykkar allra og kærar þakkir fyrir hreinskilið og heiðarlegt blogg.

Kær kveðja, Helga Haralds (ókunnug)

Helga Haraldsdottir (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 22:59

27 identicon

Yndislegt að heyra þetta,gangi ykkur vel.

Steina (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 23:20

28 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Vá hvað ég dáist að þér fallega kona..svo einlæg..hlý og kærleiksrík. Börnin þín gætu ekki óskað sér betri mömmu..þú ert bara flott...

Takk fyrir einlægni þína Áslaug mín..það er svo dýrmætt að fá að fylgjast með Maistjörnunni þinni og baráttunni hennar..ég trúi því að einn daginn verður hún sigurvegari og veikindi heyra sögunni til.

Bergljót Hreinsdóttir, 12.12.2010 kl. 23:40

29 identicon

Gott að allt gengur vel.... knús  Yndislega fallegt börn sem þig eigið :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 00:16

30 identicon

Ég tek undir það sem aðrir hafa skrifað, allt svo satt og rétt, ég óska ykkur Gleðilegara Jóla og farsæls komandi ár kv María Ó

María (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 00:34

31 identicon

Ég er búin að fylgjast með ykkur lengi, þið eruð ótrúleg fjölskylda. Þið Skari eruð svo dugleg algjörar hetjur. Það er yndisleg að Maístjarnan sé að hressast þetta er svo erfitt fyrir ykkur fjölskylduna. Bestu óskir um fögnuð og frið á Jólahátíðinni og farsæld á komandi ári. Guð veri með ykkur.

Sigga

Sigga ókunnug (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 00:46

32 identicon

Eins og svo margir aðrir, þá hef ég fylgst með ykkur fjölskyldunni takast á við veikindi dóttur ykkar allann þennann tíma.  En ég hef aldrei kommentað áður.  Það eru ófá tárin sem hafa steymt niður kinnar hér, hvort sem það eru gleði tár þegar vel gengur eða sorgar tár þegar verr gengur.  Fallegu börnin ykkar hafa svo sannarlega valið sér góða foreldra þegar þau ákváðu að koma í heiminn, það er sko alveg ljóst.

Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með ykkur í gegnum súrt og sætt og gangi ykkur sem allra best í framtíðinni.

Ingveldur Á. Sigurðard. (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 03:18

33 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er búinn að lesa alla þína pósta frá upphafi.

Niðurstaðan er að þið eruð alveg ótrúlegar hetjur.

Og einnig að gammageislarnir eru sem betur fer að þrælvirka úr því að svona mikið gengur á.  

Með öllum okkar framförum, sem eru alveg ótrúlegar á þessu sviði, er svo vonandi hægt að gera þetta aftur og aftur þar til æxlið verður úr sögunni.

Guð gefi ykkur gleðileg jól.   

Viggó Jörgensson, 13.12.2010 kl. 07:47

34 identicon

Elsku fjölskylda, gott að heyra að Þuríður Arna er að koma til baka og yndislegt að þið gátuð gert ykkur dagamun um helgina og lagt inn á minningabankann því hann er ómetanlegur.  Eigið gleðilega og yndislega jólahátíð.

kv. Berglind (ókunnug)

Berglind (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 09:06

35 identicon

Mikið er gott að heyra að Þuríður sé komin heim, óska ykkur öllum alls hins besta;)Guð blessi ykkur og gefi ykkur gleðileg jól.

Sigrún (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 09:07

36 identicon

Elsku Áslaug.

 Takk fyrir samfylgdina, ég hef fylgst med i ein 2 ár held ég en kommentad i mesta lagi einu sinni.

Óska ykkur gódra jóla og alls hins besta á næsta ari. Ég bid fyrir Thuridi nú sem endra nær og sendi ykkur ljos og frid.

Kær kvedja

Hulda

Hulda (okunnug) (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 09:43

37 identicon

Yndislegt að þið eruð komin heim, og allt á beinu brautinni.  Augun í honum Hinriki og augnumgerðin á þessari mynd eru ótrúlega falleg.  Já þessi börn eru endalasut falleg.

Gaman að heyra að þið fóruð í Geysi þó í styttra lagi væri, þetta er trúlega eitt af því sem er að hjálpa ykkur þ.e. að gera ykkur dagamun þegar hægt er, og þið vitið best hvenær það er og hvað það á að vera.

Sendi stóra gleði og kærleikskörfu í húsið ykkar.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 10:09

38 identicon

Kæra fjölskylda, ég hef fylgst með raunum ykkar í langan tíma en ekki kommentað nema einu sinni. Það er alveg ótrúlegt hvað þið eruð dugleg,

Guð gefi að litla hetjan ykkar eigi dásamleg jól  og framtíð í faðmi frábærustu fjölskyldu,sem hægt er að hugsa sér.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og blessunar í framtíðinni.

Lilja Pétursdóttir.

Lilja Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 10:30

39 identicon

Er búin að vera fygjast með hetjunni ykkar og auðvitað allri famelíunni í langan tíma en aldrei kommentað.

Þið eruð svo jákvæð og frábær að það er sko til fyrirmyndar og get ég vel skilið að þið vijið loka þegar fólk gerist svo smáborgarlegt að vera með leðindi.

Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar í framtíðinni og innilega takk fyrir að hafa leyft mér að fylgjast með.

Kveðja

Úlla Káradóttir (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 10:48

40 identicon

Fallega duglegasta fjölskylda ... Frábært að Þuríður er komin heim. Hún er hetja. 

Finn ekki orð, en sendi ykkur hlýja strauma, kraft og góðan hug. Trúi því að þú Áslaug mín finnir jólaandann, ef þú getur það ekki getur enginn það. Ef þig vantar aðstoðamann er ég boðin og búin.

Kveiki á kerti fyrir ykkur og bið þess að þið eigið ástríka góða hátið, held reyndar að allir ykkar dagar séu fullir af kærleik.

Ég kommenta ekki oft, en hugur minn flýgur oft til þín.

knús á ykkur öll,

Anna Lind 

Anna Lind (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 11:03

41 identicon

Mann langar bara að gráta þegar maður les um svona fólk sem særir svona miskunnarlaust! Ég fæ tár í augun! 

Alltaf best að taka eitt skref í einu og "fagna" hverju góðu skrefi sem hún tekur í þessum erfiðu veikindum. Alltaf er e-n tímann e-ð huggun harmi gegn.  Hafið það eins gott og mögulegt er,þó kvíðakassinn sé þarna nálægur. Ekki horfa á þann kassa og hlúið hvort að öðru.

kv. Auður

Audur Brynjolfsdottir (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 11:19

42 identicon

Óska fjölskyldunni innilega gleðilegra jóla. Gott að þið gátuð farið í þessa ferð. Ykkur virðist einstaklega lagið að njóta góðu stundanna. Vonandi kemstu í jólaskap fyrr en varir. Ég veit að athugasemdir fólks sem þykist vita betur eru særandi. Óviðkomandi fólk á ekkert með að segja ykkur hvernig ykkur eigi að líða eða hvað þið eigið að gera.  það er auðvelt að segja að þið eigið ekki að taka mark á því og það skrýtna er að svona fólk ætlar sér ekki að særa, það heldur bara að það viti betur. En hver getur vitað betur en þið sem standið í baráttunni alla daga. Óska ykkur innilega gleðilegra jóla og vona að þið sleppið við spítalastúss yfir jólin

Birna

Birna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 11:21

43 identicon

Hilda (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 11:29

44 identicon

Gott að heyra að það sé allt upp á við núna. Vona svo sannarlega að það haldi bara áfram upp á við.

Gaman að sjá hvað börnin eru sæt og fín og alltaf jafn hress sama hvað á dynur sem og þið Óskar alltaf svo dugleg að finna það jákvæða í lífinu.

Gefið börnunum ykkar svo mikið með því.

Vona svo sannarlega að þið fáið gleðileg jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir að leifa mér að fylgjast með.

Skil ekki í fólki að vera með óviðeigandi komment á ykkur - það á greinilega bara eitthvað erfitt sjálft.

Jóla knús og kossar.

Helga S (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 11:33

45 identicon

gleðileg jól elsku álslaug mín og þið öll

hverngi get ég nálgast lykilorðið inná síðuna ?????

knús og krem til ykkar...... komin með nýtt msn rakelvid@hotmail.com akkaðu mer inná þig :-)

rakel (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 14:35

46 identicon

Kæra Áslaug Ósk og fjölskylda!

'Eg er búin að fylgjast með  ykkur í nokkur ár, en aldrei kommentað, þó skömm sé frá að segja.  Ég dáist óendanlega að því hvað þið eruð samhent fjölskylda og haldið ykkar striki hvað sem á gengur.  Þuríður Arna er auðvitað ekkert annað en gangandi kraftaverk!

Mér þætti mjög vænt um að fá að fylgjast áfram með ykkur, þó við þekkjumst ekki neitt.  Ég ætlaði ekki að þora að fara fram á það, fyrr en ég sá að þú neitar engum, en vilt bara vita hverjir lesa bloggið þitt.

Innileg ósk um gleðileg jól, til ykkar allra.

Jóhanna

Jóhanna Eyþórsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 14:45

47 identicon

Ég hugsa til ykkar og vona að Þuríði líði eins vel og hægt er.

Linda (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 15:59

48 identicon

Guð gefi ykkur gleðileg jól og megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur fallega og sterka fjöldkylda.

Ása

Ása (ók) (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 16:46

49 identicon

Þið eruð flottustu hetjurnar öll sem eitt!!

Þuríður Arna verður áfram í mínum bænum!!

Megi guð vera með ykkur og mikið vona ég að þið eigið gleðileg jól!!!

Hildur ókunnug (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 18:27

50 identicon

Elsku Áslaug....takk fyrir að leyfa mér að fylgjast áfram með ykkur. Ég bara skil alls ekki fólk sem er að kommenta með einhver leiðindi hérna. Sumum er bara ekki sjálfrátt og það er ekki fallega gert að vera með einhver leiðindi í ykkar garð. Guð gefi ykkur yndisleg og gleðileg jól og megi nýja árið færa ykkur þá gjöf að Maístjarnan nái sér að fullu. Kveiki sem fyrr á kertinu hennar í stofunni hjá mér. Hjartaknús........

Þóra Björg Ottósdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 21:01

51 identicon

Segi það enn og aftur, þið eruð frábær fjölskylda! Eigið gleðileg jól og takk fyrir að minna okkur hin a hvað er mikilvægast í lífinu, þið eruð einstök!

Kveðja úr Mosó

Eyja (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 21:25

52 identicon

Þú ert svo ótrúlega dugleg og hugrökk kona.  Megi andi jólanna svífa til þín nótt.  Njóttu og lifðu

kveðja, Kristín

Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 21:25

53 identicon

Sæl fallega fjölskylda, í víðasta skilningi þess orðs.  Gott að heyra að Þuríði Örnu líður betur.  Ég óska ykkur Gleðilegra Jóla og bið Guð að gefa Þuríði Örnu heilsu og gott líf.  Kær kveðja,  Unnur Hreins.

Unnur Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 21:30

54 identicon

Kæra fjölskylda

Vá ég mátti til með að kasta kveðju því að ég hef fylgst svo með ykkur bara alveg frá því að ég sá viðtalið við ykkur í DV hér um árið það snerti mig svo því eldri stelpan mín er jafn gömul , alltaf kíkt hér inn annað slagið og fundist frábært hvað hún Þuríður Arna er með mikinn viljastyrk og bara yndislegt sko , þetta kennir manni líka að meta lífið og eiga heilbrigð börn og ég  dáist að þér og fjöslkyldunni þinni, börnin þín eru sko heppin að eiga svona frábæra mömmu. Frábært að henni líði betur núna og vonandi berst hún áfram þessi frábæra stelpa

 Kv úr Ólafsvík

Marta Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 21:55

55 identicon

Þið eruð algjörar hetjur, æðrulaus og dugleg að lifa lífinu..Dáist að ykkur :-)

Gangi ykkur allt í haginn xxxoxxx

kveðja Bidda

bryndís Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 22:07

56 identicon

Það er einmitt málið eins og þú segir, að taka einn dag í einu.

Njótið helgarinnar í sveitinni

Áslaug (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 23:10

57 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.

Ég hef lengi fylgst með þessa síðu þína og dáist af ykkur og þér fyrir að skrifa svona hreinskilið blogg! Ég get vel ímyndað mér að það sé erfitt og niðurbrjótandi að fá leiðinleg komment frá fólki þegar það eina sem þú ert að gera er að deila með þér sögu fjölskyldu þinnar, sem hefur haft mikil áhrif á mig! Það hefur verið mjög gefandi að fá tækifæri til að fylgjast með ykkur og óska ég ykkur alls hins besta um ókomin ár!

Það hefur verið frábært að fá að fylgjast með ykkur og væri gaman að fá lykilorðið og kannski bið ég um það seinna. Óska ykkur gleðilegra jóla og sendi þér innilegar þakkir fyrir að fá að fylgjast með fjölskylduna þína stækka og dafna undanfarin ár.

 Alveg yndiselgt að heyra að Maístjörnunni  líði betur og megi jólin verða ykkur gleðileg og megið þið eiga gæfurík komandi ár.

 Bestu kveðjur, Helena, Reykjavík

Helena (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 09:43

58 identicon

Svo sammála Björg hér fyrir ofan. Ég ætla að taka ykkur til fyrirmyndar. Gangi ykkur sem allra best kæra fjölskylda.

ásta (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 15:11

59 identicon

Gangi ykkur sem best kæra fjölskylda.Takk fyrir e-póstinn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 16:26

60 identicon

Þið eruð sko einstök, öll sem eitt :) Ég hef fylgst með ykkur nánast frá byrjun og dáist að styrk ykkar! Leiðinlegt að fólk sé með skítkast og hafi ekki vit á því að halda svoleiðis utan fyrir sig sjálft.

Þið eruð mínar fyrirmyndir og algjörar hetjur. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þann tíma sem það hefur verið í boði.

Bestu kveðjur til ykkar allra.

Þóra (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 18:40

61 identicon

Frábært að heyra að Hetjan ykkar er komin heim, og að það gengur betur, þið eigið það svo sannarlega skilið að fá smá upplyftingu, og Miðhúsaskógur og Geysir eru bara dásamlegir staðir.

Áfram bata og orkustraumar á ykkur indislega fjölskylda

Jóna (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 18:56

62 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

já heima er best og þar er alltaf gott að vera .það er gott að allt er á uppleið og ég vill senda knús til ykkar allra og þú sendir mér lykilorðið þegar þið hafið tíma .knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 14.12.2010 kl. 21:54

63 identicon

Frábært að heyra að Maístjarnan ykkar sé komin heim :)  Langar bara að þakka fyrir að hafa fengið að fylgjast með skirfunum þínum í gegnum árin, manni finnst maður bara hálfpartinn þekkja ykkur, þó það sé bara í gegnum netið og það snertir mann mjög allar þær fréttir sem þú skrifar  hér inn, góða og slæmar. 

Batakveðjur á listlu/stóru hetjun og gangi ykkur vel í framtíðinn og Gleðileg Jól :)

Kærar kveðjur,

Kristín

Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 22:26

64 identicon

Kæra Áslaug

Það er hrein snilld hvernig þú hefur getað tjáð þig hér í gegnum tíðina og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgjast með. Ég þekki ykkur ekkert en hef trúfastlega beðið fyrir Þuríði Örnu í nokkur ár. Það mun ég gera áfram þó ég hætti að fylgjast með, mér finnst ég ekkert eiga með það fyrst þú ætlar að loka. En takk fyrir samfylgdina og gangi ykkur allt í haginn, ég trúi að þið munuð uppskera fullan sigur og heilbrigða stelpu!!

Arna (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 22:39

65 identicon

gangi ykkur allt í haginn,yndislegt að heyra að daman er að hressast,óska ykkur góðra jóla

ingileif Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 23:33

66 identicon

Mikið er ég glöð að sjá að allt er á uppleið , ég hugsa mikið til ykkar

Gleðileg jól

Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 01:09

67 identicon

Sendi ykkur mínar bestu kveðjur með ósk um áframhaldandi bata hjá hetjunni litlu, þið eruð ótrúleg fjölskylda.  Væri þakklát að fá að fylgjast áfram með ykkur, gleðileg jól til ykkar allra og þið verðið áfram í bænum mínum, bestu kveðjur.

Sigga (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 09:16

68 identicon

Þetta eru aldeilis góðar fréttir. Nú liggur leiðin til áframhaldandi bata.  Guð gefi ykkur gleðileg og góð fjölskyldujól.

Stína (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 13:26

69 identicon

Hæ elsku vinir!!!

Hugsum mikið til ykkar og biðjum fyrir góðu ári!!! Vonandi sjáum við ykkur sem fyrst. Knús og kossar frá Borgarnesi, Kristín Amelía.

Kristín Amelía Þuríðardóttir (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 15:01

70 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda

Yndislegt að Þuríður sé komin heim og frábært að þið gátuð farið í sveitaferð :)

Ég hef fylgst með mjög lengi en aldrei kommentað, mér þætti mjög vænt um að fá lykilorðið en skil alveg ef þú vilt ekki senda mér það, þar sem ég er ókunnug. Tölvupósturinn minn er kranjon@hotmail.com ef ég má fá lykilorðið þá getur þú sent það þangað.

Annars óska ég ykkur gleðilegra jóla og vona að ykkur gangi vel í baráttunni. 

Kveðja

Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 17:49

71 identicon

Mikið rosalega eru þetta yndislegar myndir af börnum þínum.

Ég alveg dáist af ykkur hjónum hvað þið eruð dugleg.

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband