Leita í fréttum mbl.is

Þreytt, svöng, þyrst og kvalin.

Er hægt að líða verr en það?  En svoleiðis líður litlu Maístjörnunni minni þessa dagana og mikið finn ég til með henni og ég get ekkert gert fyrir hana nema vera til staðar og knúsað hana.  Það er farið að myndast mikið bjúg á andlitinu hennar vegna steranna en hún kvartar ekkert undan því, hún fær bara allar aukaverkanir sem hægt er að fá vegna þeirra og er alls ekki að fíla það og ekki ég heldur.  Hún er endalaust svöng svo ég eyði mestum hluta af deginum að útbúa mat handa henni því einsog hún segir sjálf "mamma ég er alltaf svo svöng, þyrst, þreytt og illt".  Ég er samt ótrúlega glöð hvað hún er dugleg að láta mig vita hvernig henni líður en það er ákveðið þroskastig hjá henni, hún er dáltið pirruð þessa dagana (vegna sterana) en lætur það ALLT bitna á pabba sínum og afa Hinrik en sem betur fer eru þeir með breytt bak og skilja að sjálfsögðu hennar líðan.  Einsog hún og afi hennar eru góðir vinir og hún dýrkar að fíflast í honum þá lætur hún allt fara í pirrurnar á sér og hann má varla segja orð við hana.

Dagarnir líða mest þannig að hún liggur fyrir eða þegar við förum út þá situr hún hjólastólnum sínum enda finnst henni vont að labba en getur það samt alveg, við reynum líka að vera duglegar að kíkja uppá barnaspítala á leikstofuna til að lyfta henni aðeins upp og svo er "skólinn" hennar (sá allra besti) duglegur að kíkja í heimsókn sem er alveg ÆÐI.

Bestu kveðjur til ykkar allra og TAKK fyrir öll fallegu mailin sem þið hafið sent mér sem eru yfir fjögur hundrum og þá er ég ekkert að grínast, þau gefa mér endalaust mikið(getið ekki ímyndað ykkur).  Núna er komin tími fyrir okkur mæðgur að kíkja í heimsókn uppá Barnaspítala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kíki "á"ykkur áfram og læt vita af mér.Það er erfitt fyrir fullorðin að vera á sterum hvað þá litið stelpuskott.Gangi ykkur sem best og Þið eruð í bænabókinni hjá okkur .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 12:12

2 identicon

Oh,það sem er lagt á lítið barn:(  og verst að geta ekki mikið gert. Knúsin gætu þó gert gott...hljóta að gera það og hún hefur ykkur,frábæru fjölskylduna sína að.

Auður (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 14:22

3 identicon

Knús á ykkur! Vona að hetjunni þinni fari að líða betur. Ekkert verra en að horfa á barnið sitt líða illa og geta ekkert gert fyrir það :(

Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 15:33

4 identicon

jólakoss til ykkar, ég mun halda áfram að hugsa til ykkar og lesa bloggið.

Takk fyrir leiniorðið.

knúzar og kossar

Lára Kristín (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 15:45

5 identicon

Æi það er ekki gott... vonandi fer þessari elsku að líða betur svo þið getið öll notið undirbúningsins  og jólanna

Jóhanna Ól (ókunnug) (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 17:57

6 identicon

Takk fyrir að fá að fylgjast með ykkur kæra fjölskylda. Sendi ykkur heita og sterka strauma. Gleðileg jól. Kær kveðja Guðný

Guðný Elísabet Einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 19:06

7 identicon

Knús til ykkar:)

Kv. Áslaug (ókunnug)

Áslaug (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 20:57

8 identicon

Jólaknús á ykkur... :o)

Hafdís Björg Ástráðsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 21:32

9 identicon

Ekki gott að henni liður ekki nógu vel, en ég er sannfærð um að hún hrisstir þetta af sér eins og allt annað. Knús til ykkar

Guðný (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 21:54

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Blessuð stelpan, þetta er sko ekkert grín. Þegar hún er hætt að þola afa sinn er líka fokið í flest skjól. Það er svo sannarlega verið að reyna á þolinmæðina hjá ykkur. Sendi ykkur bata og friðarbænir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.12.2010 kl. 22:05

11 identicon

Gangi ykkur vel og eigið gleðileg og notaleg jól.

Erla (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 23:27

12 identicon

Takk fyrir traustið og að fá að fylgjast með. Hugsa til ykkar og sendi ykkur hlýja strauma.

Aldís (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 00:31

13 identicon

Það að geta pústað út pirring er traustyfirlýsing að mínu mati sérstaklega þegar eitthvað bjátar á hjá börnum og það er ekkert lítið sem þetta skinn þarf að ganga í gegnum... en sjaldan hef ég heyrt um annan eins dugnað... við trúum á uppskeruna og það mun koma sá dagur...

Hjartans þakkir fyrir að leyfa mér að fylgjast með... sendi hér með hlýjar strauma og jólakveðju í "viðhengi"

Mbk,

Guðrún Helga (ókunnug)

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 00:38

14 identicon

  Gangi ykkur alveg rosalega vel elsku fjölskylda. Vona ég svo innilega að þið eigið öll  gleðileg og friðsæl jól !!!

Kærleiksknús

Guðrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 00:53

15 identicon

æj ekki gott að heyra, skelfing er mikið lagt á eitt barn.  Vona að allt fari nú að lagast svo jólin verði nú sem allra best hjá ykkur. 

Þórleif (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 06:43

16 identicon

Það er nú ekki lítið að hafa mömmu sína til staðar og fá hjá henni knús þegar manni líður illa.

Þórgunnur (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 08:19

17 identicon

Skil vel að þú sért ánægð með að hún segi þér hvernig henni líður, því að það er fátt verra en að vita ekki hvað er að hjá þessum krílum. Það auðveldar þér náttúrulega að finna út hvað þú/þið getið gert fyrir hana ;o)

En knús og kærar kveðjur frá þið frá mér hérna í DK

Begga Kn.

Begga Kn. (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 09:31

18 identicon

Takk kærlega fyrir lykilorðið :)   

 Knús á ykkur og baráttu kveðjur

Rebekka Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 09:43

19 Smámynd: Ísbjörn

Ég sendi ykkur mínar bestu kveðjur með þökk fyrir lykilorðið og traustið, að fá að fylgjast með áfram! Samskipti ykkar mæðgna eru greinilega rosalega góð og nú uppskerð þú eins og þú hafðir sáð, átt yndislega stelpu sem treystir sínum nánustu og getur tjáð sig um sína líðan. Það er nú ekki lítið að geta það og vera bara barn! Gangi ykkur sem allra, allra best.

Sóley.

Ísbjörn, 17.12.2010 kl. 09:54

20 identicon

Takk fyrir lykilorðið.

Er að reyna að senda ykkur ljós og blessun á kvödin um leið og ég þakka fyrir daginn minn . Guð veri með ykkur .Sigga D

Sigríður K Dagbjartsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 10:01

21 identicon

Elsku hjartans þið öll, mér finnst hörmulegt að heyra þessar fréttir af stjörnunni.  Já alveg endalaust vont.

Sendi ykkur allt það besta og fallegasta sem til er í heiminum til að styrkja ykkur nú sem aldrei fyrr.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 10:02

22 identicon

Langaði að senda ykkur öllum jólaknús

Kveðja

Agnes

Agnes Linda (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 10:38

23 identicon

Litla dúllan... sendi alla mína strauma til ykkar :*

Dagný (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 12:57

24 identicon

Takk kærlega fyrir lykilorðið. Vonandi fer maistjörnunni að batna svo hún geti notið jólanna. Þetta er erfið barátta sem hún og þið öll eruð í en auðvitað vinnur hún!! Bestu jólakveðjur frá USA.

Guðrún

Guðrún Kristjansdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 13:53

25 identicon

Takk kærlega fyrir leyniorðið...Okkar fjölskylda fylgist með baráttu fallegu frænkunni okkar fjölskyldunni...við sendum ykkur baráttuknús og jólakveðjur með ósk um gleði..gleðileg jól Ingimundur Helgason og fjölsk. Ólafsfirði

Ingimundur (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 14:06

26 identicon

kærar þakkir fyrir leyniorðið.. Það kemur mér ekki á óvart að þú hafir fengið allan þennan fjölda af mailum.

Óska þess innilega að Maístjörnunni fari að líða betur. Svo þið getið öll sömul notið jólanna.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 14:21

27 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 17.12.2010 kl. 20:29

28 identicon

Kærar þakkir fyrir lykilorðið! Gangi ykkur sem allra best. óska þess að stjörnunni fari að líða betur. Njótið jólanna eins og þið getið!

Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband