Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt ár

Fallega Maístjarnan mín fagnaði nýju ári með því að sofa minna en venjulega og er örlítið hressariGrin.  Hún einmitt vakti í ca klukkutíma í kringum miðnætti á gamlárs svo hún náði að kveðja gamla árið með okkur og fagna því nýja sem ætlar að vera það besta hingað til.  Hún þolir samt ekki mikið áreiti, vill bara vera í rólegheitunum heima, hvíla sig í sófanum eða sitja við borðstofuborðið og perla.  Það er byrjað að trappa sterana vel niður og mikið hlakka ég til að fá Maístjörnuna mína "tilbaka" maður þekkir þetta barn varla útlitlega séð þar sem hún er útþanin af bjúg og líður ekkert sérlega vel vegna þeirra.  Í lok janúar vil ég þetta sé allt gengið tilbaka og við foreldarnir fáum svefninn okkar aftur sem er orðin frekar langrþáður á þessu heimili og þá verða börnin þokkalega send í næturpössun yfir helgi og við kíkjum í bústað í afslöppunWink.

Eldri pungsinn minn sem sat inni hjá afa Hinrik á meðan flugeldarnar voru á fullu er farinn að telja dagana í afmælið sitt og er hrikalega spenntur að fá að halda fyrsta sinn alvöru strákaafmæli en þann 23.janúar verður hann 5 ára gamall og er algjörlega tilbúinn að fara í skóla en verður víst að bíða í eitt og hálft ár í viðbót þó svo hann sé farinn að lesa og reyna við einföld reiknisdæmi.

Sá yngri var sko að fíla ljósin og lætin í tætlur og vildi henda öllum ragettunum í loftið, farinn að blaðra útí eitt, er endalaust kátur og er alltaf sami mömmupungurinn.

Blómarósin mín er farin að þrá smá mömmudaga sem er búið að lofa henni þegar hægist á hjá Maístjörnunni minni, hún er einmitt núna í næturgistingu hjá einni frænku sinni sem er annað sinn á þremur dögum(sitthvor frænkan samt).  Maður reyni að gera ALLT fyrir hana svo hún geti gleymt sér í skemmtilegheitum, hlakka líka mikið til þegar reglan kemur aftur og hún byrjar í fimleikunum enda hefur hún varla stoppað í æfingum hérna inní stofum kringum jólin. 

Sjálf hef ég ákveðið að fara í skólann eftir áramót, var reyndar boðið að koma í Keili en ég afþakkaði það pent þar sem það nám er hrikalega dýrt og svo þarf maður að vera oft þar um helgar í staðbundnum lotum sem ég treysti mér enganveginn í vegna Maístjörnu minnar en það er samt fjarnám þannig ég er búin að velja mér annað fjarnám sem verður léttara og ekki eins kostnaðarsamt og ég hlakka mikið til að byrja í og geta gleymt mér í einhverju.Sideways

Já desember-mánuður er búinn að vera virkilega erfiður ég sem trúði því að við þyrftum ekki að upplifa svona erfiða vikur aftur, ég vona svo heitt og innilega að það verður ALDREI aftur.  Þetta er eitthvað sem fallegasta Maístjarnan mín á ekki að þurfa ganga í gegnum, það er samt einsog hún hafi þroskast um einhver ár í desember rosalega skrýtið en gaman.

Eigið gott ár framundan einsog við ætlum að gera, erum þegar farin að plana það  ....fólki finnst ég oft OF-skipulögð.W00t

Svona er Blómarósin mín hálfan sólarhringinn en þessi mynd var tekin í sumar af henni:
standa_hondum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda og megi hamingjan hossa ykkur.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 22:24

2 identicon

Guð gefi ykkur gott ár, besta ár sem þið hafið fengið.

Guðrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 23:32

3 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda. Er sammála um að skulum hafa þetta gott ár. Gangi ykkur vel

aldis (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 01:35

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gleðilegt ár kæra fjölskylda og megi það vera heilsugott á alla lund. Þið kennið okkur hinum svo margt og mikið á hverjum dega og það er með ólíkindum hvernig þið náið að sinna öllu sem þið hafið í fanginu. Blessunnaróskir í bæinn ykkar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.1.2011 kl. 02:29

5 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda. Og takk kærlega fyrir að fá að fylgjast með líðan Maístjörnunar. Gott að það er byrjað að trappa sterana niður, þá fer þessi bjúgmyndun að minnka.

Guð gefi að árið 2011 verði ykkur gott á allan hátt. 

Vonandi verð ég oft svona þegar ég kíki á færslurnar þínar Áslaug mín.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 12:55

6 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda, og megi það vera ykkur heillaríkt, heilsugott og hamingjusamt. Frábært að Maístjörnuni er farið að líða aðeins betur, það  lofar góðu og er það mín einlægaósk að árið verði betra með hverjum deginum sem líður. Kærleikskveðja til ykkar allra Birgitta.

Bigritta (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 15:02

7 identicon

Gleðilegt ár kæra stórfjölskylda og ég vona svo innilega að árið 2011 fari mjúkum höndum um ykkur öll.

Huldís (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 16:55

8 identicon

Vildi ég gæti gert eitthvað meira en bara hugsað fallega til ykkar, ég á sjálf dóttur með heilaskaða, það er ekki auðvelt en samt yndislegt alltaf þegar eitthvað óvænt gerist :)

ókunn (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 21:50

9 identicon

Knús

Tinna Ósk Björnsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 22:32

10 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda, megi nýja árið vera ykkur gæfuríkt!!!

Kv. frá DK

Begga Kn. (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 07:21

11 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda - Gleðilegt ár og megi nýja árið verða ykkur gæfuríkt og gott :)

Bestu kveðjur

Hanna (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 07:57

12 identicon

Gleðilegt nýtt ár,Guð gefi ykkur blessunarríkt og gott nýtt ár.Kveðja frá Bergen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 09:18

13 identicon

Já elsku þið öll, fallega og duglega fjölskylda gleðilegt ár og megi 2011 verða ÁRIÐ!!!!

Þú Áslaug ert ein af hetjum ársins, það er öruggt.

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 09:53

14 identicon

Árið 2011 verður gott ár er sammfærð um það.  Sólin mun skína á hetjuna ykkar og við hin sem fylgjumst með höldum áfram að fara með bænir og tendra ljósin.  Gleðilegt ár duglega fjölskylda

með kærleiksknúsi yfir fjöllin blá

4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 11:35

15 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilegt ár og nú viljum við fá heilsugott ár

Ragnheiður , 3.1.2011 kl. 14:21

16 identicon

Gleðilegt ár elsku fjölskylda....vona að nýja árið verði ykkur gæfuríkt og gott...knús

Kristín Erla (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 14:46

17 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Gleðilegt ár og knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 3.1.2011 kl. 18:18

18 identicon

Gott að heyra að þetta er allt að koma,

hehe hér er lika talið niður en hún þarf að biða aðeins lengur 18 mars .

Risakærleiksknús á ykkur öll

Dagrún (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 22:28

19 identicon

Gleðilegt og gæfuríkt ár kæra fjölskylda!

Eyja (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 22:59

20 identicon

Gleðilegt nýtt ár, megi það færa ykkur gleði og gæfu og lífið brosa við ykkur með hækkandi sól.

Helga (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 09:30

21 identicon

Gleðilegt ár. gott að það er komið eitt skref áfram hjá hetjunni. Vona svo heitt og innilega að þetta fari að ganga betur ykkur í hag og krossa ég allt sem ég á og get krossað að þið fáið bestu fréttirnar 1feb. nk.

Helga ókunnug (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 11:40

22 identicon

Gleðilegt ár, vona að þið eigið eftir að eiga gott ár og að þessir erfiðleikar fari að víkja. Ótrúlegur dugnaður í ykkur alltaf hreint. Þú ert alveg til fyrirmyndar með þína bjartsýni Áslaug og hún Þuríður Arna er ótrúlega kraftmikil stelpa sem allir geta verið stoltir af.

Sigrún Þórisdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 14:51

23 identicon

Gleðilegt ár fallega og duglega fjölskylda og ég óska ykkur árið verði ykkur sérlega gott og gleðiríkt. Kveðja Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 23:41

24 identicon

Gleðilegt árið kæra fjölskylda :)

Hrundski (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 12:45

25 identicon

Auðvitað verður þetta gott ár, ekkert annað í boð Ég spái því að Maiístjarnan ykkar blómsti og þetta verði hennar ár með stuðningi, styrk og suði ykkar hinna. Sendi ykkur mínar bestu óskir um velgengi, góðan svefn og notalegheitum knus í hús

Sigga Gulludóttur (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband