Leita í fréttum mbl.is

Illt í hjartanu

Hvert skipti sem ég horfi á Þuríði mín á ég auðvelt með að brotna niður, vanlíðan er mikil hjá henni og svo á hún erfitt með allar hreyfingar.  Mér er svo illt í hjartanu að hálfa væri miklu meir en nóg.  Hún getur ekki horft á sjálfan sig í spegli segist bara vera ljót enda orðin ofsalega slæm af bjúg þetta er hrikalega sárt og erfitt.  Hún hefur ekki orku í neitt nema að sitja við borðstofuborðið og perla og það er mjög gott að hún getur gleymt sér í einhverju enda ætla ég mér að fara útí búð og kaupa fleiri perlur og perluform, aðeins að gleðja litlu óhamingjusömu Maístjörnuna mína.  Hún á erfitt með að bera sjálfan sig enda fer hún nánast allar sínar ferðir í hjólastól, ég þarf að hjálpa henni uppí bílinn því hún ræður ekki við sig.  Þetta alltof erfitt fyrir mömmuhjartað.

Við fórum uppá spítala í morgun til að hitta doktor Ólaf og hann var að sjálfsögðu ekki ánægður með hana einsog við höfum líka verið síðustu vikur.  Hún er ofsalega þreytt og vakir ekki lengi í einu, hún var líka senda í blóðprufur vegna þess hvað doktor Ólafur var óánægður með hana og við fáum niðurstöður úr þeim í fyrramálið.  Við getum líka búist við því að hún verði svona allavega út janúar-mánuð þó svo það steraskammtarnir voru minnkaðir í dag. 

Þar sem orkan er alveg á þrotum hjá okkur hjónunum er ég búin að panta móðir mína að koma yfir sólarhring hingað í sveitina og vera hjá barnabörnunumJoyful.  Reyndar ekki alveg strax en ekki svo langt í það, þar sem við fengum gjafakort í leikhús í jólagjöf ætlum við að nýta það og vildarpunktana okkar í hótelherbergi og ég er strax farin að telja dagana.  Sakna þess líka að eiga kósý-stund með Skara mínum.  Fáum mikið að heyra það frá heilbrirgðisstarfsfólkinu okkar að gleyma EKKI okkur en það er hægara sagt en gert en núna VERÐUM við bara þó svo ég fái dáltið mikið samviskubit en það er ekki einsog börnin séu í slæmum höndum.

Eigið góða helgi kæru "þið", vona að hún verði sem best hjá Maístjörnunni minni og okkur hinum líkaWink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér verður illt í hjartanu af því að lesa þetta. Og skortir orð. Kveiki á kerti fyrir ykkur öll og óska þess að Þuríði fari að líða betur. Þið þurfið svo sannarlega á því að halda öll sem eitt.

Góða helgi, kæra fjölskylda. 

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 20:04

2 identicon

Óskaplega er maður vanmáttugur ,elsku fjölskylda þetta er mikið álag á ykkur öll þó fyrst og fremst blessaða Maistjörnuna með vanliðan alltaf. Er að ég held ALVEG nauðsynlegt fyrir ykkur að komast frá foreldrana þó ekki sé nema einn sólarhringur , hvíldin er nauðsynleg og að hlúa að ykkar kærleikssambandi maður fer nefnilega ekki langt á bensínlausum bíl . Sendi ykkur alla mínu bestu strauma.

Guð gefi ykkur  styrk í baráttunni .Kærleikskveðja Sigga D (ókunnug)

Sigríður K Dagbjartsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 20:22

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 6.1.2011 kl. 21:23

4 identicon

Kæra Áslaug, sendi ykkur ljós og styrk og vona að Maístjarnan verði betri sem fyrst.  Gott að þið hjónin fáið smá tíma fyrir ykkur, enda er það alveg nauðsynlegt að hlaða batteríin. 

Góða helgi kæra fjölskylda

Berglind (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 21:34

5 identicon

Gott að þið getið komist aðeins í burtu :) og börnin ykkar eru sko í góðum höndum hjá mömmu þinni elskulegri. Njótið þess og gott að þið hafið eitthvað að hlakka til.

Bið til Guðs að hetjunni fari að líða betur. Góða helgi

Anna Kristín (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 21:52

6 Smámynd: Ragnheiður

Það er svo erfitt að lesa hversu lasin hún er og svo veit maður ekkert hvað maður getur sagt en langar svo að styðja, styrkja og hjálpa smávegis til.

Elskurnar mínar,endilega reynið að komast í að hlaða batteríin. Það er bara bráðnauðsynlegt

Ragnheiður , 6.1.2011 kl. 22:06

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þið bara VERÐIÐ að hvíla ykkur HENNAR vegna. Mikið er það sárt að les um ástandið hjá henni Þuríði, vona svo sannarlega að einhver lausn komi til eftir að niðurstað liggur fyrir úr blóðprufunni. Sendi ykkur kærleika og orku. Ef ég væri nær ykkur væri freystandi að koma og reyna að leggja hönd á plóg með einhverjum hætti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2011 kl. 22:09

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er ekki tímabært að búa til einhverskonar afleysingateymi fyrir ykkur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2011 kl. 22:12

9 identicon

Sæl Áslaug

Gott að heyra að þið getið brugðið ykkur aðeins af bæ, nauðsynlegt fyrir ykkur öll, tilbreyting og "frí" fyrir börnin líka, þar sem ömmur eru englar í dulargervi og leyfa ýmislegt sem mömmur og pabbar leyfa ekki :)  Frétti af glimmer perlum í dótabúðinni Barnasmiðjunni í Grafarvoginum, svona fyrir glimmerbörn :)

gangi ykkur sem best, kveðja, Kristín

Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 23:05

10 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Tek undir með Sólveigu,með leyfi<3

Kærleikskveðjur..

Halldór Jóhannsson, 6.1.2011 kl. 23:09

11 identicon

Elsku Áslaug mín.....mikið ofsalega er sárt að lesa þetta. Skil bara ekki afhverju Maístjarnan fallega þarf að þjást svona mikið.....það er svo sárt og rangt. Og guð hvað ég vona að kósýdagarnir ykkar Óskars komi sem fyrst og að þeir verði yndislegir og að þið getið hvílt ykkur. Ég sendi þér orkustrauma og bænir um að Þuríði fari að líða betur. Þetta er fyrir löngu komið gott af vanlíðan hennar og hvíldarleysi ykkar hjóna. Ef ég þekkti ykkur myndi ég bjóða fram aðstoð mína á einhvern hátt.......hvað sem er. Bestu kveðjur og knús frá mér..........

Þóra (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 23:41

12 identicon

Þetta er ekki gott. Það er mikið sem er á ykkur lagt. Þið megið ekki fá samviskubit yfir því að sinna ykkur og þurfa að fá ykkar stundir og að þurfa að hvíla ykkur. Það er greinilegt að þið eigið góðar fjölskyldur og njóttið þess að leyfa ömmu og afa sinna perlunum ykkar.

Hugsa til ykkar með bænarkveðju.

Aldís (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 00:04

13 identicon

Maður fær kökk í hálsinn við að lesa þetta.  Ég bið fyrir því að allt fari vel og það verði hægt að hjálpa henni betur þegar niðurstöðurnar úr blóðprufunum koma, góðir hlutir gerast hægt.    Gott hjá ykkur Skara að hlaða batteríin, það er alveg nauðsynlegt.

Gangi ykkur vel - Helga

Helga (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 07:17

14 identicon

Mikið finnst mér það góð hugmynd hjá ykkur að skella ykkur í "hleðslu", geri ráð fyrir því að það sé nauðsynlegt fyrir alla aðila og þá kannski ekki síst fyrir Maístjörnuna, þar sem orkan sem þið hafið fyrir hana (og að sjálfsögðu hin þrjú líka) verður meiri á eftir ;o)

Bata- og kærleikskveðjur frá DK...

Begga

Begga Kn. (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 08:30

15 identicon

Hugsa til ykkar með ljós í hjarta, guð veri með ykkur og litlu Þuríði Örnu..

Bryndís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 09:12

16 identicon

Vá ég fæ svo stóran sting í hjartað að lesa þetta og væri svo til að gefa ykkur eitthvað af minni orku.  Líst samt mjög vel á að þið hjónin fáið smá tíma saman til að hlaða batteríin ykkar.  Það er erfitt að fara frá börnunum en þið getið gefið miklu meira af ykkur þegar þið komið til baka.

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 11:25

17 identicon

Ekki gott að heyra þetta um maístjörnuna þína.
En verra að heyra að þetta gæti verið út janúar.

Gott að eiga góða að og um að gera að nýta sér þá aðstoð sem býðst ykkur. Ekki veitir af þar sem þið eru ekki að fá ykkar svefn.

Guð veri með ykkur.

Kveðja Linda Birna.

Linda Birna (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 12:24

18 identicon

Vonandi batnar ástandið fljótt þegar sterarnir fara að hreinsast út hjá henni, bjúgurinn minnkar og skapið batnar. Sendi ykkur orkustrauma og vona að þið náið aðeins að hlaða batteríin. Gangi ykkur vel, kv Berglind G

Berglind G (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 13:10

19 identicon

Sendi ykkur góðar óskir og hugsa til Þuríðar. Sammála því að þið verðið að reyna allt til að fá smá pásu sjálf og safna kröftum fyrir Þuríði ykkar, vonandi hefst það.

Dísa (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 13:12

20 identicon

Æi hvað þetta er erfitt og guð hvað ég skil það vel að það sé auðvelt að brotna í þessari aðstöðu.   Vona að þið getið fengið smá hvíld því vissulega þurfið þið á því að halda.  Ég tendra ljós og bið guð um að gefa Þuríði betri daga.

með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 14:13

21 identicon

knús og kram á ykkur, vonandi náið þið hjónin að endurhlaða smá í þessu stutta fríi, ömmur eru englar....

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 17:09

22 identicon

Hugur minn er endalaust hjá ykkur, alla daga kæra fjölskylda

Þessir sterar fara yfireitt illa í alla sem þurfa á þeim að halda,

hvað þá börnum

Áslaug (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 19:27

23 identicon

Sæl Áslaug mín, þið verðið bara að hugsa um sjálf ykkur líka á þessum erfiðu tímum.  Það er bara mjög mikilvægt og ekkert til þess að hafa samviskubit yfir. Hún Þuríður og litlu börnin ykkar eiga líka bara eftir að græða á því að þið fáið að hvíla ykkur :)

Baráttukveðjur, Valdís

Valdís Jónsd. (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 20:36

24 identicon

Sigga (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 21:45

25 identicon

RISAKNÚS á mömmuhjartað,,, og sætu sætu Maístjörnuna...  Það ættu engir foreldrar að þurfa að ganga í gegnum að sjá börnin sín svona veik,, fæ bara sting í hjartað...

Karen Olsen (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 22:57

26 Smámynd: Adda Laufey

sorglegt að lesa um hetjuna þín.hugur minn er hjá ykkur hvern dag.tölvuknús.

Adda Laufey , 7.1.2011 kl. 23:14

27 identicon

Sendi kærleiks-baráttu og batnaðarknús til ykkar                             Ótrúlega sárt að lesa að kraftaverkakjellunni líði svona illa, trúi því að mömmuhjartað sé í molum. Vona svo innilega að bjúgurinn hjaðni með minnkun á steraskammtinum - nóg samt fyrir elsku Þuríði að hún þurfi ekki líka að líða fyrir það hvað bjúgurinn gerir við útlitið.                            Þið verðið áfram í bænum mínum.

Sigrún og co (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 00:59

28 identicon

Æi elsku dúllan, fjárans sterarnir að þurfa að hafa þessar aukaverkanir. Sendi alla mína sterkustu strauma um að þetta ástand fari að lagast. Frábært að þið hjónin ætlið að taka smá tíma fyrir ykkur, það er NAUÐSYNLEGT og ekki hafa samviskubit í guðanna bænum:)

Stórt knús til ykkar allra...

Kristín (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 11:43

29 identicon

STÓRT knús á ykkur !!!

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 12:33

30 identicon

Úff hvað þetta er erfiður tími hjá ykkur! Þú þarft ekki að hafa samviskubit yfir að fara frá börnunum þínum eina nótt, þið verðið að hugsa um ykkur sjálf til að halda sönsum. Bata og orkukveðjur til Þuríðar!

Eyja (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 12:38

31 identicon

Takk fyrir að leifa mér að fylgjast með ykkur =) er búin að gera það í mörg ár , þið eiðgið alveg yndilseg börn og börninn ykkar eiga yndislega og sterka foreldra =) vonandi að allt fari að ganga  vel hjá Maístjörnunni ykkar. bestu kveðjur frá Silju

Silja Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 12:56

32 identicon

 Guð blessi ykkur og styrki kæru hjón

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 14:13

33 identicon

Þið foreldrarnir eru þeir mikilvægustu í hennar lifi og það er rétt sem ykkur er sagt frá starfsfólki LSH að þið verðið að muna eftir ykkur. Hlúa að ykkur og hlaða orkuna! En skil það vel að það komi upp blendnar tilfinningar, það er bara ekki hægt að vera í 100prós afslöppun þegar barnið mans er veikt.

Bylgja (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 15:05

34 identicon

Vona svo innilega að þið komist frá til að sofa. Þetta er ekkert smá verkefni sem á ykkur er lagt. Til að getað verið til staðar þá verðið þið hvílast líka.

Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 17:23

35 identicon

Kæra fjölskylda. Mikið er á ykkur lagt, þetta virðist vera óbærilega erfitt og sárt og maður skilur ekki hvernig þið þraukið. En svo er það líka að þið eigið ekkert val. Þið verðið að halda áfram að styðja barnið ykkar sem er svona veikt og þarfnast ykkar sem aldrei fyrr. Guð gefi ykkur öllum styrk. Ég kveiki á kerti fyrir Þuríði litlu og vona það fari að birta til í lífi ykkar allra

Birna

Birna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband