Leita í fréttum mbl.is

Bréf fá þessum "þarna" uppi

Kæra Áslaug.
Í dag mun ég taka að mér öll þín vandamál. Gjörðu svo vel að muna að ég þarfnast EKKI hjálpar þinnar. Ef svo myndi vilja til að lífið færði þér aðstæður sem þú getur ekki höndlað, EKKI reyna að stjórna þeim aðstæðum! Vertu svo væn að setja það í box, merkt L.Í.H.G. (Leggist í hendur guðs) Allt mun verða afgreitt, en á MÍNUM hraða, ekki þínum! Þegar fyrrnefndar aðstæður hafa einu sinni verið settar í boxið, EKKI þá halda í þær aðstæður með því að hafa áhyggjur af þeim. Í stað þess, einbeittu þér að öllu því dásamlega sem á sér stað í lífi þínu núna.

Þinn vinur
Þessi "þarna" uppi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið líst mér vel á þetta bréf til þín, Áslaug.  Nú ætla ég að panta eitt alveg eins og reyna að breyta því sem ég get breytt og leggja hitt í hendur hans "þarna uppi".  Gangi ykkur svo allt í haginn!

Huldís Þorfinnsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 22:03

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er magnað bréf og ég þurfti að lesa það þrisvar áður en ég skildi það til fulls.

Það sýnir mér hvað ég er föst í því að ÉG stjórni ÁVALT aðstæðum og atburðarrás í mínu lífi. Ég veit þó VISSULEGA betur  rökfræðilega séð, en viðbrögð undirmeðvitundarinnar eru SVO sterk.

Vegna erfiðra aðstæðna í minni fjölskyldi þá kom þetta bréf á hárréttum tíma.

KÆRAR ÞAKKIR KÆRA ÁSLAUG FYRIR ALLA ÞÁ KENNSLU OG HJÁLP SEM ÞÚ OG ÞÍN FJÖLSKYLDA HEFUR VEITT MÉR  Njótum stundarinnar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2011 kl. 22:13

3 identicon

Mikið vona ég að ykkur fari öllum að líða betur og sérstaklega Þuríði. Ég sendi alla mína bestu strauma til ykkar allra!

Takk fyrir a deila reynslu ykkar og minna okkur á hvað skiptir mestu máli!

Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 22:26

4 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 8.1.2011 kl. 22:53

5 identicon

Elsku fjölskylda, megi ykkur fara að líða betur þetta tekur á foreldrahjörtun að horfa upp á barnið sitt fárveikt.Takk fyrir að deila til okkar, öll mín vandamál verða hjóm er ég ber þau saman við ykkar, þið eruðHETJUR.

Margrét (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 23:33

6 identicon

Áslaug, þú ert alltaf sami snilldar penninn.  Þetta er frábært bréf, og óskandi að það væri alltaf hægt að fara eftir því.  Sendi ykkur svo allar mínar bestu óskir.

Jóhanna (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 00:37

7 identicon

Þetta er snilldarbréf.  Við hér á þessu heimili tölum einmitt stundum um "manninn á efri hæðinni" :o)  Hjartans óskir um að dagarnir ykkar verði eins góðir og best verði á kosið og aðstæður ykkar, heilsan hennar Þuríðar og andleg líðan ykkar allra batni dag frá degi héðan í frá.  Kærleikskveðjur, Guðbjörg.

Guðbjörg (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 11:17

8 identicon

Snilldarbréf. Það getur verið mjög erfitt að segja og kyngja "verði þinn vilji" en ekki minn.

Baráttukveðjur.

Anna (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 14:06

9 identicon

Já, þetta er magnað bréf.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 18:11

10 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 19:20

11 identicon

Snilldarbréf frá honum á efri hæðinni. Hlustaðu á kallinn og njóttu þess góða. Knús á litlu maistjörnuna og allar hinar sólirnar í lífi ykkar

Guðrú (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 21:50

12 identicon

 Þú ert snillingur.   Þetta  bréf  ættu allir að lesa. Fallegt, einfalt, ákveðið. 

Sendi ykkur góðar hugsanir yfir fjöllin.

KV gþ

gþ (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 22:48

13 identicon

Kolbrún (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 07:24

14 identicon

Fallegt bréf og ég er viss um að þið verðið bænheyrð...Guð blessi ykkur og sendi ykkur ljós og kærleika...

Bryndís (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 11:43

15 Smámynd: Adda Laufey

magnað bréf hjá þér.knús á ykkur öll =)

Adda Laufey , 10.1.2011 kl. 21:15

16 identicon

Kæra Áslaug, takk fyrir að senda mér aðgang að síðunni. Þó ég þekki ykkur ekki neitt þá hef ég fylgst með maistörnunni þinni í mörg ár. Glaðst þegar vel gengur og bölvað þegar illa gengur. En hún Þuríður er algjör hetja og ég bið fyrir henni á hverju kvöldi. Gangi ykkur öllum vel.

Katrín Eva (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 23:22

17 Smámynd: Sveinbjörg M.

Sæl.

Hef aldrei kvittað fyrr en mjög mikið fylgst með ykkur úr fjarlægð og hugsað mikið til ykkar.

Vildi bara senda RISAknús á hetju maístjörnuna og ykkur hörkuduglegu fjölskyldu sem margir mættu taka sig til fyrirmyndar! Það er ömurlegt til þess að vita að ástandið sé ekki nógu gott hjá stjörnunni miklu og vona að henni fari að líða betur.

Krossa putta og tær og sendi góðar hugsanir reglulega til ykkar

Kv. Sveinbjörg María (ókunnug - frænka Óskars og Sigrúnar Birtu hennar Helgu)

Sveinbjörg M., 11.1.2011 kl. 00:22

18 identicon

Gangi ykkur vel yndislega fallega fjölskylda ;o)

valdís (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 05:37

19 identicon

Knús á ykkur öll.

Linda (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 09:57

20 identicon

Fallegt bréf, hugsa oft til ykkar. Sendi ykkur ljós og kærleika.

Rakel (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 11:40

21 identicon

Guð blessi ykkur og styrki

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 12:16

22 identicon

Fallegt

Edda Björk (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 13:25

23 identicon

Mikið er þetta fallegt bréf  Kallinn á efri hæðinni á það til að gera hlutina á allt öðru tempói en við hér á neðri hæðinni vildum. Ég sendi ykkur baráttu- og batnaðarstrauma og megi ljósið lýsa ykkur og vísa ykkur veginn.  Áslaug þú er sko inspiration fyrir aðra foreldra og þá sem eiga um sárt að binda þessa stundina, vona að sem flestir lesi þetta bréf

Ellen (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 14:21

24 Smámynd: Elsa Nielsen

KNÚS!!

Elsa Nielsen, 12.1.2011 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband