Leita í fréttum mbl.is

Stuttar fréttir...

Það er mikil þreyta á heimilinu sérstaklega held ég hjá foreldrunum og jú hjá Maístjörnunni minni.  Dekrið sem ætluðum í þar síðustu helgi misheppnaðist aðeins þar sem við veiktumst bæði af magakveisunni sem börnin voru búin að vera með svo við eyddum sólarhring á hóteli með magakveisu, frekar leiðinlegt!  Okkar tími kemur!

Maístjarnan mín fékk krampa í morgun, lét mig vita rétt áður en hann kom sem var gott því þá gat ég haldið í hendina hennar sem mér finnst frekar mikilvægt að hún finni að ég er hjá henni.  Það á að minnka steraskammtinn hennar en það er samt alveg allavega mánuður í viðbót af þessum "viðbjóði" sem jú virkar en fer hrikalega illa í hana.  Maístjarnan mín er svo að byrja í sjúkraþjálfuninni sinni, við fengum inn hjá okkar uppáhalds á greingarstöðinni og hún gæti ekki verið hamingjusamari með það(og ekki við heldur).  Hún þarf nefnilega að byrja byggja sig upp frá grunni og þá viljum við líka vera hjá "okkar" fólki, þeir sem þekkja Maístjörnuna mína best og ná best til hennar.  Einsog ég hef OFT sagt áður þá erum við ótrúlega heppin með ALLT fólkið sem hefur raðast í kringum okkur, að sjálfsögðu hefði ég viljað geta sent hana bara beint í fimleikana sína en það er því miður ekki í boði fyrir veika kroppinn hennar.Frown Hún verður í staðin orðin flott fyrir þá næsta haust en ekki hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 8.2.2011 kl. 15:26

2 identicon

Þú ert yndisleg já endalaust yndisleg manneskja Áslaug.

Það á ekki af ykkur að ganga en ekki skrítið að þið fengjuð fj... pestina hún er bráðsmitandi.  En þá er hún frá.  Og miðað við allt sem þið standið í er ein pest og það í ykkar kroppum ekki mikið.

Sendi ykkur öllum fangið fullt af kærleikskveðjum og góðum óskum.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 15:35

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ef þið væruð ekki þreytt núna væruð þið ofurmenni, en ekki spennandi fólk.

Gott að heyra að sterarnir eru að virka þó þeir séu vippi. Frábært að daman er að byrja í sjúkraþjálfun - það flýtir batanum örugglega.

Já - YKKAR TÍMI KEMUR - og það fyrr en seinna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2011 kl. 16:13

4 identicon

Já, þau taka á þessi veikindi, sama hvernig þau eru.  Vonandi náið þið að hvíla ykkur eitthvað næstu daga.  Gott að heyra að hún gat látið vita áður en krampinn kom, örugglega betra að hún finni að hann sé að koma....fyrst hann er að koma á annað borð.  Líka gott að heyra að hún hafi komist inn hjá fókinu "sínu", alltaf leiðinlegt að þurfa að fara yfir alla söguna aftur og aftur.  Ég er viss um að hún verður dugleg að byggja sig upp hjá "sínu" fólki, hún er svo ákveðin og dugleg.

Gangi ykkur vel - Helga

Helga (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 16:18

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já það er ekki það gáfulegasta(skemmtilegasta) sem gert er að fá magakveisur á Dekurstund og verandi á hóteli líka..

Já ykkar tími mun koma,veri hann velkominn....

Þið eigið svo frábær börn sem vilja ekkert frekar fyrir bestu foreldra heims...

Jóhönnu Sig tími er samt liðinn,hehe:)

Blessuð Maístjarnan yndislega,bara góð að geta látið þig vita fyrir kast(köstin)og ekki síður fyrir mömmuhjartað..

Hún mun enn og aftur koma sínu fólki á óvart í Sjúkraþjálfuninni..

Já þið eruð heppin með ALLT ykkar góða fólk..

Maístjarnan trompar svo Fimleikanna í haust:)

Já við ísl..erum rík að eiga ALLT ÞETTA FRÁBÆRA FÓLK í heilsugeiranum sem vill allt fyrir alla gera..þó skurðarhnífurinn sé hátt ĺofti,og oftast á vitlausum stöðum..

Vona svo að Blómarósin sem og fjörkálfarnir séu atvikum hress..

Kærar kveðjur..

Halldór Jóhannsson, 8.2.2011 kl. 17:03

6 identicon

Eitt er gott, ad vita af thessu goda folki i heimbrigdiskerfinu. Enn og aftur, thid eigi bara thad besta skidli fyrir ykkur og bornin ykkar.

Thorgerdur (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 23:35

7 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 17:23

8 identicon

Gangi ykkur vel.

Guðný Elísabet Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 19:36

9 identicon

Ég var einmitt að hugsa um þetta neðan áðan meðan ég var að svæfa dóttur mína, "veikindalaust líf og svefn". Þetta er svo svakalegt sem þið eruð að ganga í gegn um. Það kemur að því að þið fáið líf sem er ekki uppfullt af þreytu og veikindum. Og slíkt líf er ómetanlegt og yndislegt. Ég er farin að finna lyktina að slíku lífi og það held ég að verði dásamlegt. Mikið vona ég að það fari að koma að þessu hjá ykkur. Leiðinlegt hvað það er erfitt hjá systrunum. Þær eru svo litlar.

Sigrún Þórisdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 21:36

10 identicon

Óska ykkur öllum alls hins besta. Vonandi fer þetta að fara upp á við.

knús á ykkur.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 08:04

11 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 09:45

12 identicon

Risakærleiksknús að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 18:47

13 identicon

Hugsa oft til ykkar þó ég skrifi ekki oft.......... Þuríður á sérstakan stað í hjarta mínu og margra, þó svo við þekkjum hana ekki. Þið eruð svo dugleg. Bestu baráttukveðjur, Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 22:30

14 identicon

Sendi ykkur mínar bestu kveðjur.

gþ (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 21:46

15 identicon

ORKUSTRAUMAR YFIR TIL YKKAR OG ÞAÐ FULLT AF ÞEIM!!! Nýtið þá nú vel til að hlaða upp batteríin ykkar ;o)

Kærar kveðjur frá einni í DK, sem hugsar mjög mikið til ykkar :-)

Begga Kn. (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 07:24

16 identicon

Elsku þið öll, ég hugsa stöðugt til ykkar í von um að allt sé í lagi, amk eftir atvikum.

Er ALLS EKKI að kalla eftir bloggi bara að senda ykkur kærleikskveðjur og knús frá Sólveigu.

Sólveig (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 09:33

17 identicon

Hún verður í staðin orðin flott fyrir þá næsta haust - Engin spurning :)

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 11:41

18 identicon

Hugsa oft til ykkar, vona að þetta sé allt að koma hjá Þuríði Örnu,sendi ykkur sterka strauma og baráttukveðju

Sigrún (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 21:40

19 identicon

Hæ! Vildi bara láta ykkur vita að ég hugsa mikið til ykkar. Baráttukveðjur!

Sissa (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 09:33

20 identicon

sama hér maður er með hugan hjá ykkur , sendi ykkur

ofurorkukrafraorkustrauma :)

Dagrún (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 13:04

21 identicon

Hugsa til ykkar daglega. T.d. var ég í Hagkaup fyrir stuttu og geng fram hjá rekka með úrvali af perlum, þá varð mér hugsað til Maístjörnunnar. Baráttukveðjur!!!

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 14:20

22 identicon

Bara að kvitta. Hugsa til ykkar fallega fjölskylda.

Berglind (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 22:13

23 identicon

Hugsa til ykkar og bið fyrir ykkur

Trú, von og kærleikur

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 10:18

24 identicon

Sendi hlýjar hugsanir til ykkar elsku fjölskylda.

dísa (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband