Leita í fréttum mbl.is

Dagurinn í dag.

Okkur langaði að prufa í morgun þegar Þuríður Arna mín vaknaði að senda hana í leikskólan, æjhi okkur langar svo að hún hittir önnur börn önnur en systkin sín.  Hún vaknaði svona alltílagi þannig við ákváðum að prufa en við vitum það líka núna að það gengur ekki í þessu ástandi sem hún er í.  Hún hafði að borða morgunmatinn sinn og svo lognaðist hún útaf og Skari náði í hana um ellevu en þá var hún að vakna greyjið og hefur nánast legið fyrir síðan.  Ég eldaði slátur handa stúlkunni sem hún borðaði með bestu list og horfir núna á uppáhaldið sitt Latabæ.  Æjhi svo sé ég núna en hún er að koma labbandi fram og biðja meira að borða en hún haltrar miklu meira en hún er vön að gera, ohh andskotans sem þýðir meiri lömun.Devil

Okkur fjölskyldunni var boðið á síðustu sýninguna hjá Skoppu og Skrítlu sem við að sjálfsögðu þáðum þótt við höfum farið á þær áður enda er þetta besta sýning fyrir börnin mín.  Þið hefðuð samt átt að sjá hvað Þuríður mín skemmti sér vel, það var þvílíkur hlátur sem kom frá henni og brosin æjhi það var svo gaman að sjá hana svona glaða þótt það var ekki langur tími en það gefur manni endalaust mikið.

Annars hef ég ofsalega lítið að segja í dag, statusinn á hetjunni minni er sá sami og síðustu daga og þegar maður horfir á hana svona verður maður gjörsamlega lamaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð geymi ykkur.

Ylfa (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 16:58

2 identicon

Æjæj. Þetta hlýtur að vera mjög sárt. Ég finn svo til með litlu snúllunni þinni. Það er samt svo æðislegt að hún skuli eiga góðar stundir þrátt fyrir allt. Þið eruð svo hörku-dugleg að ég dáist af ykkur. Þið eruð í bænum mínum og ég hugsa fallega og hlýlega til ykkar allra. Megi góður guð styrkja ykkur í þessari erfiðu baráttu. Þið eruð öll hugrakkar hetjur. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 17:04

3 identicon

Gangi ykkur vel á morgun elskurnar- hugur minn er hjá ykkur-

bestu kveðjur Þórdís tinna

Þórdís tinna (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 18:09

4 identicon

Ég sit hér við tölvuna og hugsa hlítt til ykkar.Maður verður svo vanmáttugur þegar heilsan brestur og getur ekkert gert og þvílík óréttlæti þegar börn eiga í hlut , ég get ekki séð fyrir mér  hvernig ég væri í ykkar sporum en guð einn veit hvaða hlutverk hann ættlar okkur í lífinu.Ég kveikji  alltaf á kertum þegar ég skoða síðuna og þá fyrir ykkur öll og þið eruð alltaf í bænunum mínum.Elsku Þura amma hugur minn er mikið hjá þér  og öllu fólkinu ykkar guð varðveiti ykkur og gefi ykkur styrk til að komast í gegnum þessa baráttu.Í mínum huga eruð þið algjörar hetjur.

Bestu kveðjur til ykkar allra Birgitta

Birgitta Guðnadóttir (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 18:54

5 Smámynd: Elsa Nielsen

KNÚÚÚÚÚÚS til ykkar!! Mbk Elsa

Elsa Nielsen, 6.2.2007 kl. 19:44

6 identicon

Megi góður Guð styrkja ykkur elsku fjölskylda og þið eruð algjörar hetjur.

Við hugsum hlýtt til ykkar allra.

Kkv. Martha

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 19:57

7 identicon

Sendum ykkur öllum risaknús frá Hjallabrautinni Þið eruð öll stórkostlegar hetjur Megi góður guð og aðrar góðar vættir styrkja ykkur í baráttunni!

Sólveig & fjölsk.

Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 20:54

8 identicon

Stórt knúúúúús til ykkar. Kv Halldór

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 21:07

9 identicon

Sæl elsku hetjufjölskylda, vildi bara láta vita að ég hugsa til ykkar og bið fyrir litlu snúllunni ykkar á hverjum degi, ég trúi því svo innilega að bænirnar hjálpi. Það er alveg frábært að sjá hvað þið virðist halda haus í gegnum þessa tíma. Haldiði áfram að vera svona óendanlega sterk. Guð veri með ykkur.

kveðja að norðan

PS (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 21:27

10 identicon

Ég er mamma. Ég óttast ekkert jafn mikið og að eitthvað komi fyrir börnin mín.

Þau eru öll heilbrigð. Hafa verið það síðan að þau fæddust. Stundum gleymi ég að vera þakklát fyrir það. Takk fyrir að minna mig á það. Þið eruð í bænum mínum. Meira get ég ekki gert.

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:21

11 identicon

þið eruð svo dugleg og miklar hetjur,við hugsum til ykkar á hverjum degi og þið minnið okkur á að vera þakklát fyrir að eiga heilbrigð börn.kveðja úr Vesturberginu

Brynja (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband