Leita í fréttum mbl.is

Knús til ykkar!!

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mér þykir vænt um öll fallegu kommentið sem þið skrifið hjá mér, þau gefa mér endalaust mikið.  Það eru líka margir sem senda mér falleg mail, jú inná milli leynast leiðinleg mail sem ég reyni jafnóðum og ég fæ þau að gleyma þeim þó það sé stundum erfitt því sum þeirra eru mjög ljót og leiðinleg.  Ef einhver er að öfundast útí okkur og finnst við svakalega heppin þá væri ég alveg til í að skipta um hlutverk, ég vildi óska þess mest að Þuríður mín væri heilbrigð og ég þyrfti bara að pirrast yfir því hvað hún væri óþekk.  I wish!!  Ég er samt alltaf reddí í skipti.

Ég fæ mail frá fólki sem ég þekki mjög vel, gamlir skólafélagar sem ég var kanski ekkert á tjattinu við í gamla daga að senda mér falleg mail, gamlar vinkonur, fólk sem ég þekki bara alls ekkert og svo lengi mætti ég telja.  Þó ég svari kanski ekki öllum mailunum þá er kanski mesta ástæðan fyrir því að ég veit ekki hverju ég á að svara en þó ég svari "þér" ekki þá þykir mér samt vænt um fallega mailið sem "þú" varst að senda mér.  Stundum verð ég bara algjörlega tóm og veit ekki hverju ég eigi að svara?  Ótrúlegt en satt!!

Einsog t.d í dag fékk ég eitt af fallegustu mailum sem ég hef fengið og það var frá einni ókunnugri og vonandi er henni sama þó ég birti smávegis sem hún sendi mér.  Mér þótti rosalega vænt um þetta mail og það gaf mér ofsalega mikið að sjálfsögðu eru öll mail trúnaður þar að segja ég mun aldrei segja ykkur hver sendi mér þetta eða þess háttar.  Allavega hérna er smá sem hún sendi mér:

Það sem ég vil gera hér er að þakka þér!
-þú hefur kennt mér að elska skilyrðislaust
-þú hefur kennt mér að segja það..þessi 3 einföldu orð...hvar sem er
-þú hefur kennt mér þolinmæði
-þú hefur kennt mér að smámunir eins og mikið að gera í búðinni skiptir engu máli
-þú hefur kennt mér að hlusta meira á börinn mín
-þú hefur kennt mér að virða lífið
-þú hefur kennt mér að fjölskyldan er það sem skiptir öllu máli
-þú hefur kennt mér að kvarta ekki yfir litlu hlutum eins og kvefi
-þú hefur kennt mér að hægja á...
-þú hefur kennt mér að njóta tímans
-þú hefur kennt mér að njóta betur lífsins
-þú hefur kennt mér svo ótal margt sem er mikilvægara en svo annað ótal margt!
Takk Áslaug þú ert sú fallegasta sál sem ég hef kynnst um ævina!
Gangi ykkur vel og guð veri með ykkur alla tíð.
Vávh ég klökknaði við þetta, stór knús til þín eða bara til ykkar allra.  Ég er ekki vön að birta mail sem ég fæ send en mig langaði bara að birta þetta sem gaf mér ótrúlega mikið.
Ég veit líka alltaf þegar mér eða Þuríði minni líður illa fæ ég alltaf mail frá einni góðri vinkonu minni sem mér þykir geðveikt vænt um og alltaf get ég sent henni mail þegar mér líður illa og ég vill ekki skrifa eitthvað á síðuna mína heldur frekar bögga ég hana því ég veit að ég fæ alltaf eitthvað fallegt á móti þegar ég þarf virkilega á því að halda.  Stór knús og marga kossa til þessa vinkonu minnar, ég veit alveg að hún veit hver hún er þegar hún les þetta.   Það er ótrúlega dýrmætt að eiga góða að sem nenna að hlusta á mann eða lesa heilu ritgerðirnar eftir mann, ég veit líka alltaf að ég fæ símtal bestu frænku í heimi þegar hún veit statusinn á heimilinu.  Hún hringir nánast á hverjum degi í mig bara til að ath hvernig ég hafi það og að sjálfsögðu litla hetjan mín, ég get líka talað um allt við hana.  Þú getur ekki ímyndað þér frænka hvað mér þykir vænt um þessi símtöl og ég hlakka endalaust til 15.marsWink.
Ég get alveg talið upp endalaust af fólki sem eru yndislegir við okkur en læt þetta duga í bili því þeir eru miklu fleiri en vonandi verður engin móðgaður.Undecided
Annars var ákveðið í gærkveldi að senda mig í afslöppun til Dísu skvísu, þangað mun ég fara á föstudaginn og eyða helginni eða frammá mánudag.  Jiiihhhdúddamía engin börn eða karl sem fer með mér en hún elskulega systir mín ætlar að fara með mér og gera allt vitlaust hjá henni Dísu.  Æjhæjh!!W00t  Ég er ótrúlega spennt og það sem ég ætla helst að gera er bara ekkert ákveðið eheh, hlakka bara endalust til og fá kanski að sofa heilar þrjár nætur án þess að þurfa vaka yfir litla krulluhaus en það sjá víst bara aðrir um það.  Dóóhh!!  Fæ hálfgert samviskubit.
Meiri detail á morgun.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: katrín atladóttir

haha þú átt kannski bara eftir að sofa allan tímann og missa af því þegar oddný og þórdís gera allt vitlaust án þín

góða ferð og skemmtun og knúsu dísu frá mér! 

katrín atladóttir, 7.2.2007 kl. 16:15

2 identicon

Návæmlega Áslaug. Ég þekki þig ekki neitt en það sem þessi kona skrifaði í mailið til þín er eins og akkúrat talað út úr mínu hjarta. Á þessum stutta tíma sem ég hef lesið bloggið hjá þér, kveikt á kerti á síðunni og beðið fyrir ykkur þá hef ég um leið lært svo mikið að vera endalaust þakklát fyrir allt sem ég á og hef. Þið eruð hetjur í mínum augum. Gangi ykkur endalaust vel og eigðu góða helgi og njótu þess:) Kær kveðja Þórunn

Þórunn (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 16:33

3 identicon

Elsku Áslaug mín

Æ þú átt svo sannalega skilið að fara í smá dekur því þú hefur staðið þig eins og hetja

Ef ég ætti nóg af peningum myndi ég senda þig og Óskar á einhvert heilsuhæli með SPA og miklu dekri en njóttu nú helgarinnar og reyndu að slaka á því þú veist að þú verður að hafa mikla krafta til að ganga í gengnum þetta allt guð og allir englar verði með ykkur öllum

kveðja Ása

Ása Ásgrímsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 16:59

4 identicon

kæra Áslaug og fjölskylda ég commenta ekki oft á síðuna ykkar en hugsa þeim mun meira til ykkar og finn allveg ósaplega mikið til með ykkur og eins og ég hef sagt einhvertíman áður þá  hef ég yfir litlu að kvarta þó að min börn séu stundum óþekkk ( eru reyndar orðin unglingar )þó ég vaki fram eftir og hugsi um að unglingurinn minn sem er nýkominn með bílpróf komi heill heim þá sem betur fer birtist hún en skælbrosandi yfir skemmtilegri ferð og mamman getur lagst ánægð á koddan og haldið áfram að sofa  Þetta eru smá munir frá því sem þið eruð að ganga í gegnum.  Sendi ykkur óteljandi stórt knús og von um bjarta framtíð.  Góða ferð Áslaug hvert sem þú ert að fara og njóttu þess í botna að sofa. kær kveðja Boston ókunnug

boston (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:00

5 identicon

Ég segi bara ekki í lagi með sumt fólk. Skil ekki hvernig hægt sé að senda ljótt mail til ykkar, bara næ því ekki. Guð minn góður ekki taka þau inn á þig. Þetta er fólk sem er bara eitthvað að. Þið eruð bara alveg ótrúlega dugleg og ég tek ykkur til fyrirmyndar. Hugsa til ykkar á hverjum degi og reyni að senda ykkur auka krafta því ekki veitir af því. Og Áslaug hafðu það bara alveg rosalega gott um helgina og njóttu þess að hvíla þig og gera eitthvað skemmtilegt. Þú hefur gott af því. Maður þarf líka að endurhlaða batteríin svo þau verði ekki tóm. Fjölskyldan fær þig endurnærða til baka. Knús til ykkar allra. Þekki ykkur ekki neitt en finnst ég samt gera það. Bið bænir fyrir litlu snúllunni þinni. Kveðja Helga ókunnug.

Helga Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:14

6 identicon

Þér veitir örugglega ekki af, Áslaug, að endurnýja kraftana. Það er nauðsynlegt fyrir mann að fá fullan svefn af og til, ekki síst þegar menn glíma við stórverkefni eins og þú. Þú kemur tvíefld til baka. Það er sko alveg klárt mál að við getum örugglega öll lært eitthvað af ykkur og öðrum í svipaðri aðstöðu, og fyrir það ber að þakka. Takk fyrir mig. Guð og gæfan fylgi ykkur.

Álfheiður (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:49

7 identicon

Áslaug hafðu það gott hjá Dísu og láttu systu og Dísu dekra við þig.

Það sem er svo rétt við þennan fallega mail sem þú fékkst í er það að þú ert svo falleg sál og hann Óskar þinn líka og nærvera ykkar svo hlý góð og gefandi. 

Góða ferð ljúfan.

kv Unnur.

Unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 18:17

8 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Mikið er gaman að heyra að þú sért að fara í helgarfrí, átt það án efa inni. Vonandi nærðu að sofa vel og hlæja mikið.Svo vona ég bara að þú komir endurnærð tilbaka. Ég verð bara að segja það að mér finnst þið svo dugleg og sterk að ég dáist af hugrekki ykkar og hvað þið eruð að standa ykkur vel í þessari veikindabaráttu hjá litlu snúllunni ykkar. Þið eruð bara fallegar hetjur sem eigið allt það besta skilið. Mér þykir það mjög leitt að einhverjir skulu vera að senda leiðinda-mail á ykkur. Alveg með ólíkindum hvað sumt fólk leggst lágt.  Vona bara að þú eigir skemmtilega helgi framundan. Þið eruð í bænum mínum og sendi ykkur hlýja strauma. Guð veri með ykkur. Kveðja frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 18:51

9 identicon

Áslaug! það er harðbannað að fá samviskubit...og hananú! Njóttu þess að sofa og slappa af...þú átt það svo sannalega skilið ;-)

Kv. Sonja Akureyri 

Sonja Sif (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 19:11

10 identicon

Líst vel á að þú takir þér smá frí. Njóttu þess í botn og góða skemmtun.
Knús úr Breiðholtinu, Oddný

oddný (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 19:31

11 identicon

Fríið hljómar vel og sofðu bara og NJÓTTU ÞESS!!! Ég skal bara hafa samviskubit fyrir þig ef þér líður betur með það hehe ;)

Og ég skil bara engan veginn af hverju fólk hefur þessa þörf fyrir að senda ykkur leiðinlega meila!!!! Fyrr má nú vera öfundssýkin.

Knús til ykkar allra,
Súsanna

Súsanna (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 19:43

12 identicon

Sæl.  Ég er 2 barna móðir og þekki þig ekkert, en fylgist með þér hér á blogginu þínu.  Ég dáist að styrk þínum og bið góðan Guð að lækna litlu stúlkuna þína, sem er svo endalaust falleg.  Það hryggir mig svo mikið að vita til þess að fólk sé að senda þér niðurbrjótandi e-mail, svoleiðis fólk ætti að skammast sín og athuga hvaða viðhorf það sjálft hefur til lífsins!  Ég gæti trúað að þetta væri fólk sem aldrei hefur unnið úr erfiðleikum sínum, aldrei talað sig frá þeim eða reynt að vinna með þá, eins og þú ert að gera.  Fólk sem vinnur ekki úr erfiðleikum sínum situr eftir með sárt ennið og reynir að særa þá sem þeir komast í tæri við, í ómeðvitaðri von um að líða sjálfu betur.  Sjáflsagt eru fleiri ástæður líka, en þetta er alveg út í hött!  Ég segi bara GO ÁSLAUG!!

Bestu kveðjur, Kolbrún

Kolbrún (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 20:32

13 identicon

Fallegt mail fékkstu.Gott að eiga góða að.Kv.Halldór....Og þið sem sendið þessi ljótu mail til þessa fallegu og góðu fjölsk. farið aðeins að hugsa  eða vitið þið ekki hvað það er,og hættið þessu.Þið væruð örugglega ekki ánægð ef þið fenguð þessi mail.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 22:35

14 Smámynd: Matti sax

Sammála Halldóri. Rosalega getur sumt fólk verið annstyggilegt. Á það ekkert líf?  Njóttu þess að fá smá break og hlaða batteríin. kv.Matti

Matti sax, 7.2.2007 kl. 23:21

15 identicon

Það er yndislegt mailið sem þú fékkst, og er svo sannarlega rétt, barátta ykkar og skrifin þín kæra Áslaug hafa svo sannarlega hreyft við hjarta manns og huga, vonandi látið þið þessi leiðinlegu mail ekki hafa áhrif, þetta er mikil ósvífni í fólki að gera þetta og maður bara fattar ekki hvernig fólk getur þetta, nóg eruð þið elskurnar að takast á við að fólk skuli svo voga sér þetta, en nóg um það látið góðu mailin, commenti og góðar hugsanir og bænirnar bægja hinu frá elsku vinir, bið góðan guð að vaka yfir ykkur og vonandi getur þú elsku Áslaug hvílst um helgina kveðja Maria Ó (frænka á skaganum)

Maria Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 01:41

16 identicon

Góða skemmtun um helgina. Ég er bara ekki allveg að ná upp í nefið á mér að eitthvað fólk hafi rétt á því að sitja úti í bæ og dæma ykkur eða tala illa til ykkar. Mikið ofboðslega hlýtur svoleiðis fólki að líða illa og það eina sem að við getum gert er að vorkenna þeim.

 Ofboðslega fallegt bréf frá þessari konu. Lýsir vel hvernig fólk hugsar til ykkar.

Kveðja frá mömmu í Kaupmannahöfn sem er ekki sama :)

p.s. með samviskubitið, það fólk getur bara sofið seinna :) samviskubit er gersamelga og algjörlega óþarfi.

Guðrún (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 07:05

17 identicon

Já þetta er magnað, skrýtið að þurfa alltaf að ráðast á fólk sem kannski hefur annað og betra við orkuna að gera sem í þetta fer.

Skrýtið að ef einhver þarf á hjálp að halda og fær hana, hvernig sem hún er, þá þurfa þessar ljótu sálir alltaf að poppa upp.  Ekki öfunda ég ykkur í þessari stöðu sem þið eruð í. horfa uppá litlu stelpuna ykkar þjást og vita í raun ekki hvernig næstu dagar og vikur verða. Jú það er reyndar þannig að enginn veit þessa hluti, og hef ég sjálf staðið mig að því að halda að ég og mín fjölskylda sé næstum því ósnertanleg.

Þó svo að við þekkjumst ekkert, þá hefur þú opnað huga minn á mörgu leyti, og t.d að njóta hvers dags í botn, og líka að þakka endalaust fyrir það sem ég á, og heilsu barna minna.

það þarf oft ekki mikið að gerast að allt falli til jarðar, og þó svo ég sjálf eða fólkið mitt sé heilt í dag, þá getur ýmislegt komið upp.   Mikið vona ég að Þuríður nái heilsu, og að hennar dagar verði bærilegri. Þetta er falleg stelpa sem þið eigið, og mikil hetja. Skrýtið hvað lífið getur verið oft ósanngjarnt, þarna er barn sem kvelst og þarf sko að hafa fyrir hlutunum, en sumir fljóta í gegnum lífið án þess að þurfa lifta litla fingri.     Dagurinn minn byrjar alltaf á að lesa bloggið þitt, og ég er alltaf mikið hugsi á eftir.   Ég bið Guð að vernda ykkur, og hjálpa ykkur öllum í gegnum þessa tíma.  Kraftaverkin gerast oft, og ég vona að það verði einnig í ykkar tilfelli.

sunna (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 08:43

18 identicon

Alveg ótrúlegt hvernig sumt fólk er, hvað það fær út úr að leggja meira á ykkur, eins og þið hafið ekki þvílíkt nóg á ykkar herðum. Mér finnst þið algjörar hetjur og eigið svona þrjú falleg börn. Knús  &  kremjur bigtime!!!

Lilja Kópavogi

Lilja Kópavogi (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 09:06

19 identicon

Ath hvort þetta virki

Áslaug (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 10:57

20 identicon

Gaman að sjá þessi fallegu bréf sem þið fáið, en hinir sem senda eitthvað annað ættu að fara að hugsa sinn gang !!!

En góða ferð og hafið það rosalega gott, við hugsum til Óskars og krakkanna á meðan. Bið rosalega vel að heilsa Oddnýju :)

 Knús og kossar til ykkar

Svala (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 13:32

21 identicon

Sæl verið þið fallega fjölskylda. Ég er ykkur alveg ókunn en er farin að lesa bloggið ykkar daglega. Það sem þetta eru falleg börn sem þið eigið. Þið euð alveg stórkostlegar hetjur það er ekki hægt að segja annað, mikið vildi ég óska þess að litlu dúllunni ykkar yrði sent kraftaverk. Hún er svo mikið falleg. Gangi ykkur ofsalega vel. Þið eruð alveg frábært. Styrkur ykkar er svo mikill. Gangi ykkur alltaf sem allra best. sendi ykkur hlýja strauma. Kveðja Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 18:52

22 identicon

Vá hvað þetta er fallegt mail sem þú fékkst sent :)

Ég fékk alveg gæsahúð og varð bara klökk!

Ég þekki þig ekki neitt en ég fylgist með síðunni... þú gefur manni mjög mikið með skrifum þínum :)

Gangi ykkur sem allra best. Kv. Hanna.

Hanna (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband