12.7.2011 | 17:13
Til hamingju ég sjálf :)
Elsku ég sjálf, hjartanlegar hamingjuóskir með daginn. Ég er árinu eldri í dag en í gær, Maístjarnan mín á 9 ára skírnarafmæli og við hjónin eigum 8 ára brúðkaupsafmæli sem sagt stór dagur til að fagna. Ég var vakin upp með söng og pökkum og eitt af því sem mig langaði í var sippuband sem börnunum mínum fannst fáránlega fyndið, þrátt fyrir það gáfu þau mér það í afmælisgjöf. Afhverju bað ég um sippuband? Jú stefnan mín er að vera í mínu LANG-besta formi þegar ég verð 35 ára og það er nú bara á næsta ári. Ætli ég biðji ekki um lóðar í jólagjöf?
Ég byrjaði daginn á að fara útað hlaupa einsog flesta daga þar sem ég ætla að afsanna kenningu einkaþjálfarans míns að það þyngjast EKKI allir þegar hann fer í frí sem ég hef þegar gert, hlakka til að stíga á vigtina hjá honum, held reyndar að mín sé biluð því hún sýnir svo fáránlega góðar tölur. Í hádeginu skelltum við okkur fjölskyldan á Fabrikkuna og Gull-drengurinn minn tók afmælissönginn þar fyrir mig, já drengurinn minn er nú ekki mikið feiminn en á meðan Blómarósin mín sökk í sætið sitt og bað hann um að hætta. Svo var haldið beint í Erlu-ís og allir fengu að velja sér eitthvað gott en núna er ég að undirbúa kræsingar fyrir vel valið fólk, ég er nú ekki vön að halda eitthvað sérstaklega uppá afmælið mitt en langaði að breyta til þetta árið.
Sem sagt tvö ár í 10 ára brúðkaupsafmælið okkar og við Skari höfum talað um það síðan við giftum okkur að það væri gaman að fara til Vegas á þeim degi og láta Elvis gifta okkur "aftur" og það er aldrei að vita að það verði af því. Ykkur er öllum boðið en verðið samt að borga ferðakostnaðinn sjálf.
Hérna er ein af mér 6 ára á leiðinni í skólann í fyrsta sinn á Stokkseyri.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn þinn :)
Þú ert ótrúlega dugleg í þessu átaki þínu ... stendur þig þvílíkt vel !
Hjá hvaða einkaþjálfara ertu ?
Sara Björk (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 17:17
Elsku Áslaug
Innilega til hamingju með daginn þinn, njóttu í botn með fjölskyldu og vinum :-)
Ótrúlegt hvað dagar sem þú hefur nefnt að undanförnu hér á blogginu á við daga hjá mér og minni fjölskyldu. Bæði 1. apríl og 12. apríl eru afmælisdagar í fjölskyldu minni og svo á mamma mín afmæli í dag :-)
Verð að nefna hvað mér finnst þú vera dugleg...ég er alveg viss um að vigtin þín er ekki að plata....gangi þér vel áfram.
Kveðja - Helga
Helga (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 17:47
til hamingju með afmælið Áslaug mín .vonadi áttu góðan dag .knús og kram til ykkar allra
Guðrún unnur þórsdóttir, 12.7.2011 kl. 18:30
Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins:o) Þið hafið verið dugleg að nota þennan dag;o) Skemmtilegt að sjá þessa mynd af þér! Það væri gaman að vita hvort þú hafir eitthvað af góðu kjúklingaréttunum þínum í matinn handa þessum góðu útvöldu í kvöld! Góða skemmtun!
Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 18:46
Innilega til hamingju með afmælið :)
Tinna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 19:46
Til hamingju með daginn :)
Kolbrún Helga (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 19:49
Innilega til hamingju með daginn og allt þetta merkilega sem gerðist á þessum degi, vona að kvöldið verði jafn frábært og dagurinn er greinilega búinn að vera!
Lilja (ókunnug) (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 20:33
Innilega til hamingju með daginn, vonandi var hann frábær í alla staði :)
Linda (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 20:37
Takk allir :)
Heyrðu ég er hjá einkaþjálfara í Sporthúsinu sem heitir Skarphéðinn sem er mjög duglegur með svipuna á manni
Ásdís ég var með Mexíkanska kjúklingasúpu handa mínu uppáhalds
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 12.7.2011 kl. 20:48
Til hamingju með daginn þinn.
gþ (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 20:49
Innilega til hamingju með daginn! Og takk fyrir allt sem þú hefur deilt með okkur hinum. Þú ert alveg mögnuð, og eins öll fjölskyldan!
Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 21:25
Til hamingju með daginn flottasta :-)
bidda (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 22:40
Hamingjuóskir með afmælisdaginn þinn duglega og hugrakka kona, ánægð með þig að þú hugsaðir svolítið um sjálfan þig í dag, þú átt það svo sannalega skilið, kveðja á allt stjörnuliðið þitt.
Kristín ókunnuga (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 23:43
Til hamingju með daginn , enn gaman við hjóninn eigum 25 ára brúðkaupsdag í dag skemmtileg tilviljun,
kv Dagbjört
es. endilega hafðu samband út af leikföngunum
Dagbjört jakobsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 00:31
Innilegar hamingjuóskir með daginn Áslaug mín. Vona að þú og þínir hafi notið hans í botn!
Flott myndin af þér.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 00:32
Innilega til hamingju með afmælið, skírnarafmæli Þuríðar og brúðkaupsafmælið ykkar duglega kona :) Og það er sko alltaf ástæða til að halda upp á afmælin sín, þótt þau séu mis"merkileg" (tala nú ekki um þegar það eru þrjú afmæli á sama deginum vóts!!) - nota hvert tækifæri til að gera sér extra glaðan dag ;) og yndislegt af familíunni að vekja þig með pökkum og gleði og þú ótrúlega dugleg að fara út að hlaupa ! ekki málið fyrir svona dugnaðarfork eins og þig :)
Hafið það sem allra allra best og vonandi skellið þið ykkur til Las Vegas eftir 2 ár ;)
Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 02:02
Elsku duglega fallega Áslaug Ósk, sendi þér mínar mestu og bestu hamingjuóskir með afmælin öll.
Já ég var alveg búin að gleyma þessu með átakið, gef mér að það gangi vel þar sem þú ert á ferð, og vona líka svo sannarlega að svo sé, ekki BARA kílóin heldur ekki síður aukin orka og almennt betri heilsa.
Þú ert nefnilega aðal manneskjan í hetju og kraftaverkahópnum þá er ég ekki bara að tala um hjá félaginu hennar Þuríðar heldur í lífinu almennt.
Stórt knús í hús
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 09:38
Til lukku með daginn þinn í gær :)
Marta Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 11:45
Innilegar hamingjuóskir með daginn Áslaug . Vona að þú og þínir hafi notið hans í botn
Auður L (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 14:32
Til hamingju með daginn í gær:) Vona að þið hafið átt frábæran dag:) Þú ert svo dugleg, og gaman að heyra hvað vigtin er skemmtileg við þig:D
Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 20:20
Byrjaði að safna dollurum í fyrra,fyrir þig,ekki mig:)....
Hey vil fleiri Ameríska túrista til að gangi betur:):):)
Til lukku með allt saman:)
Halldór Jóhannsson, 13.7.2011 kl. 21:57
Síðbúnar hamingjuóskir flotta kona...:o)
Bergljót Hreinsdóttir, 20.7.2011 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.