Leita í fréttum mbl.is

Helgarfréttir... Og fullt af myndum :)

Við fjölskyldan erum búin að eiga ótrúlega góða daga.  Á fimmtudaginn skelltum við okkur til Eyja að heimsækja bróðir minn og fjölskyldu og það var  bara fullkomin ferð fyrir okkur öll.  Ég lét drauminn rætast og sprangaði í fyrsta sinn(ætla ekki að birta myndina af því hehe), Skari líka og Blómarósin mín sem var miklu miklu betri en foreldrarnir að spranga.  Annars voru við bara túristar og höfðu það kósý hjá bróðir mínum og fjölsk.
P8182044 [1024x768]
Flottu krakkarnir mínir stödd í Eyjum.

Eftir það var komið frá Eyjum var ferðinni haldið í menninguna þar nutum við okkur í botn nema Maístjarnan mín sem var ekki að fíla hávaðan og fjölmennið svo hún vildi bara hafa það kósý með afa Hinrik meðan við hin héldum áfram að njóta menningarinnar.  Hún kvartar dáltið undan hausverk einsog í morgun og er hún búin að gráta mikið og vill bara fara á spítalann þar sem henni líður best.  Já þetta er sárt og erfitt og leiðinlegt þegar hún getur ekki notið þess að vera með okkur þegar við erum að gera skemmtilega hluti.Frown 
P8182164 [1024x768]
Blómarósin mín í kvöldsólinni í Eyjum.
P8192220 [1024x768]
Sjarmatröllið mitt getur ekki verið venjulegur í myndatökum, yndislegastur!!W00t
P8192237 [1024x768]
Maístjarnan mín stödd í "Stafkirkju" í Eyjum, þar fór ég með bænirnar mínar í hljóði fyrir 8.sept, ótrúlega falleg lítil kirkja.  Ég elska að fara/skoða í kirkjur og fer ALLTAF með bænirnar mínar þar fyrir Maístjörnuna mína.
P8202508 [1024x768]
Krakkarnir (ég líka reyndar) trylltust úr kæti þegar þessi meistari mætti á svæðið enda í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni.Tounge
IMG_4844
Gull-drengurinn minn og Sjarmatröllið í stuði á Menningarnótt.
P8212632 [1024x768]
Við enduðum svo helgina á fótoltamóti þar sem Gull-drengnum mínum var boðið að keppa á 7.flokks móti en hann er í 8.flokki og á ár eftir þar, keppti við stráka sem eru alveg uppí þremur árum eldri en hann (hann er 5 ára).  Þið getið ekki ímyndað ykkur stollta foreldra horfa á hann rúlla yfir stóru strákana, hann er svo hrikalega snöggur (svona án gríns).  Hlusta á foreldrana úr öðrum liðum dáðst að drengnum, "hvaðan kemur þessi drengur?" heyrði ég eina segja.  Þjálfari úr öðru liði var gjörsamlega "ástfanginn" af honum, ég bíð bara eftir umboðsmennirnir komi til mín.Wink  Jiiii ég er svo stollt af honum að hálfa væri miklu meir en nóg en hann var varla búinn að ljúka þremur leikjum (hver leikur er 2x12mín) alveg búinn á því þegar hann spurði mig "hvenær er næsta æfing?"
P8212571 [1024x768]
Smá óskýr mynd en ég varð bara að birta hana en hérna er hann að fagna fyrra markinu sínu og hann kann sko að fagna.  Hann skoraði sem sagt tvö mörk (einu mörk liðsins) og það var bara einsog hann hefði unnið mótið svo glaður var hann.  Ég er STOLLTASTA mamman!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, en yndislegar myndir, gaman að sjá ykkur njótta ykkar.  Ég er viss um að Maístjarnan hafði það bara huggulegt hjá Hinriki afa.  Það er svo misjafn hvað börnin hafa gaman að en mínir strákar vilja alls ekki fara í svona mannfjölda eins og á Menningarnótt og ekki eru þeir að glíma við það sem Maístjarnan er að glíma við.

Ég bið líka alltaf fyrir Maístjörnunni þegar ég fer í kirkju.

Trú, von og kærleikur - Helga

Helga (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 11:24

2 identicon

Börnin ykkar,bara flottust!!!

kv.Maja

María Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 11:26

3 identicon

Áslaug.. Þú ert svo yndisleg! Fallega Þuríður og fallegu hin börnin gætu ekki átt betri foreldra! :)

Inga Ak. (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 13:25

4 identicon

Heil og sæl

Yndislegt að lesa þessa færslu, vissulega hefði ég viljað að hetjan ykkar hefði notið sín betur en hún hefur örugglega samt gert það á sinn hátt :) Og fótboltastrákurinn ykkar lét mig brosa út að eyrum, og rifja upp gamlan tíma, ég á nefnilega einn svona strák og í dag spilar hann með liðinu sem hann hélt með sem smástrákur og það er einmitt í Eyjum þar sem þið áttuð svo frábæran dag :)

 Knús til ykkar allra og sendi góða strauma fyrir stóra daginn í sept, gangi ykkur allt í haginn. :)

Guðný Heiðbjört (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 16:34

5 identicon

Snilldar drengur og efnilegur eins og öll hin börnin :)

kv. Ella

Ella (grænu deild) (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 20:31

6 identicon


Allra meina bót að skjótast til Eyja:)
Alltaf gaman og gott að skoða kirkjur og eiga sínar stundir þar..
Hafið þið farið í Flateyjarkirkjuna...gaman td að skoða myndirnar sem eru málaðar þar á veggi og loft,eru tær snilld...

Skil Maistjörnuna mjög vel....ekki langar mig að vera í þessari hálfgerðu geðveiki þar....en sendi henni góðar kveðjur

Maður verður að finna leiki með Gulldrengnumm STOLTA 4ja barna mamma ...En var Venger ekki búinn að gulltryggja kappann,hmhm..en um að gera vita hvað þessir umboðsmenn eru að pæla:)
Ljúfar kveðjur..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 00:22

7 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

flottar myndir af flottum krökkum

Guðrún unnur þórsdóttir, 23.8.2011 kl. 01:41

8 identicon

Elsku þið öll

Það ná engin orð að lýsa því hvað mér finnst þú og þið yndisleg.´

Mér fannst endalaust gott að lesa þessa færslu,  finna þessa gleði með helgina, trúfestuna í bæninni og alla þessa jákvæðni þó skuggi hvíli yfir vegna Maístjörnunnar.

Sendi ykkur öllum sem fyrr allt það mesta og besta sem til er í heiminum.

þess óskar ykkar einlægur aðdánandi Sólveig

Sólveig (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband