Leita í fréttum mbl.is

Mesta þreytan er að leggjast yfir mig.

Ég held að á hafi aldrei verið jafn þreytt á ævinni, mesta spennufallið búið og það saug úr mér alla líkamlegu og andlegu orku.  Maístjarnan mín er líka þreyttari en venjulega þar sem það var verið að auka lyfjaskammtinn hennar og þreytan skellur strax á hjá henni.  Ég veit alveg hvað við þurfum á að halda ekki bara við mæðgurnar heldur við ÖLL fjölskyldan en ætla samt ekkert að orða það hér. ...bara nettur draumur!Kissing Reyndar væri ég líka til í kærustupara tíma, við erum búin að vera alltof ódugleg við að gera eitthvað saman síðasta ár einsog það hefði átt að vera öfugt.  Þess vegna er ég líka í breytta lífsstílnum mínum svo ég get látið ósk eiginmannsins uppfyllta og auðvidað mína líka(hún tengist ekkert mínum auka kg hehe ef þið misskilduð eitthvað eða jú þau þurfa bara að vera færrii svo ég muni fíla mig í "draumnum" okkarInLove).

Ég hlakka bara til að halda áfram að byggja um Maístjörnuna mín í vetur, hún getur, hún ætlar og hún skal. Æxlið hennar var búið að minnka síðan síðast en eru reyndar meiri skuggaupphleðslumyndun í æxlunum sem vanalega gera ekki góða hluti en læknarnir okkar trúa því að það sé vegna þess að það sé að þjappa sér saman og því ætla ég líka að trúa þanga til annað kemur í ljós en næstu rannsóknir verða í byrjun des eða alltaf á þriggja mánaðarfresti.

Væntanlega verða ofsalega þreyttir dagar framundan en mikið er ég samt orðin svakalega spennt að byrja í skólanum í vikunni, vonandi get ég einbeitt mér að því námi. (fjarnám)
Ofslaega þreytta og máttlausa Áslaug sem mætir að sjálfsögðu í ræktina rétt rúmlega sex í fyrramálið en ekki hvað?  Ef ég ætla að ná 10km á næsta ári þá er það bara harkan en ekkert "elsku amma".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið, mikið, mikið er ég glöð að lesa tvær síðustu færslur (ekki að þú sért þreytt) Passið að hugsa vel um ykkur öll.

Kristín ókunnuga (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 22:08

2 identicon

Já vonandi verður þessi netti draumur að veruleika hjá ykkur sem fyrst...

Hjú hélt að eiginmaðurinn vildi að þú værir 25 kg með skólatöskunni,hehhe...

Megi ykkur mæðgum ganga vel í þeirri vinnu..

Já reyndu að njóta námsins og gangi þér vel þar...

Dugnaðarforkur ertu endalaust..þú tæklar allt sem þú tekur þér fyrir hendur...

Góðar kveðjur...

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband