Leita í fréttum mbl.is

Spítalaferð

Maístjarnan mín er búin að vera rosalega lasin síðustu daga, var eitthvað að byrja slappast í byrjun vikunnar og varð orðin svo mjög slöpp á föstudagsmorgun.  Kvartaði mikið undan maga- og hausverkjum.  Á föstudagskvöldinu byrjaði hún að gubba og gubbaði stanslaust í fimm klukkutíma, á sunnudagsmorgun (í dag) var hún ennþá gubbandi og var hætt að halda lyfjunum sínum niðri svo okkur var ekki lengur sama.  Ákváðum að sjálfsögðu að hafa samband við doktor Óla sem vildi fá hana strax uppá spítala en þá var Maístjarnan mín orðin hálf meðvitundarlaus, farin að þorna upp og svaf bara enda var ekkert sem fór ofan í hana.

Doktor Óli sendi hana í fullt af rannsóknum og þar sem engin sýking fannst hjá henni þá vildi hann senda hana í sneiðmyndatökur.  Hún er send í sneiðmyndatökur til að vera vissum það að æxlið sé ekki farið að þrýsta á neitt og þess vegna gæti hún verið að gubba svona mikið.  Sem betur fer var það ekki, myndirnar komu bara flott út og mamman gat farið að anda léttar.  Hún fékk flogalyfin sín í æð bæði í morgun og í kvöld, það var dældur í hana vökvi í dag og við fengum að fara heim í nótt en eigum að mæta aftur í fyrramálið væntanlega í meiri vökvun.  Hún hresstist reyndar ekkert við það og sefur bara eða liggur hálfmeðvitundarlaus hjá okkur.  Hún var bæði sprautuð í brunninn sinn sem hún kippir sér nú lítið við og svo þurfti að sprauta hana í hendina til að fá skuggaefni fyrir myndatökurnar, ég var búin að ræða við hana og segja þetta yrði kanski smá sárt en einsog læknirinn orðaði það "þá væri einsog hann var að bera á hana krem".  Hún kipptist ekki einu sinni við þegar stungan kom, starði bara á sprautuna.  Ótrúlega flott fallega stelpan mín, sem er reyndar orðin ónæm fyrir verkjum.

Ég er ótrúlega stollt af Maístjörnunni minni sem stendur sig rosalega vel, reyndar alltof mikið á hana lagt og mömmuhjartað búið að vera í molum allan helgina þar sem henni hefur liðið svo illa.  Reyndar hefur hún lítið sem ekkert talað í allan dag svo illa hefur henni liðið en ég vona svo sannarlega að hún verði fljót að jafna sig og verði farin að stjórna heimilinu ekki seinna en á morgun.

390904_2515224970177_1539791030_2613100_287121076_nFallega Maístjarnan mín á Barnaspítalanum í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já hún er ótrúlega flott stelpa,og það sem er á hana lagt er bara meir en nóg..en æðruleysið og dugnaðurinn í henni er einstakur...sem og ykkur öllum...

Já vonum að hún fari að stjórna heimilinu já ekki seinna en á morgun...

Kærleikskveðjur.

Halldór Jóhannsson, 6.11.2011 kl. 21:06

2 identicon

elsku stelpan, þetta er átakanlegt, vona að morgundagurinn komi með sól til ykkar.kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 21:19

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

elsku hetjan mín vonadi verður morgundagurinn betri knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 6.11.2011 kl. 21:35

4 identicon

Æi litla skinnið, duglega duglega fallega stúlka....já hún er sko hetja með sanni.  Allt of mikið á ykkur lagt og enn á ný stend ég með tár á kinn og finnst ég ekkert geta gert en langar að gera svo margt!

En ég bið guð um að gæta ykkar og vernda, tendra ljósin og bæn mín er fyrir ykkur duglega fjölskylda   Vona að morgundagurinn verði bjartur og ykkur betri.

Með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 21:39

5 identicon

Sendum okkar bestu og mestu bata & kærleikskveðjur til elsku hetjunnar og vonum að morgundagurinn verði henni strax betri

Knús á ykkur

Sigrún og co (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 22:16

6 identicon

Vona að hún sé að lagast og þetta hafi verið eitthvað sem hún hristir af sér. Gangi ykkur vel elskurnar, orkuknús

kv Sigga

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 08:59

7 identicon

æj elsku kerlingin ... :(

Vona að henni fari að líða betur og geti farið að stjórna heimilinu almennilega :)

Gangi ykkur vel og knús og kram til ykkar foreldranna líka og systkina, ekki auðveld staða sem þið eruð í.

Dugleg eruði!

Kv. úr Norðlingaholtinu.

Inga (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 16:27

8 Smámynd: Ragnheiður

Hjartans skottið, knús og batakveðjur á hana. Hún er svo dugleg. Knús á hrædda mömmuhjartað

Ragnheiður , 8.11.2011 kl. 06:16

9 identicon

Æ vona að henni batni fljótlega <3 knús á ykkur öll <3

Maja (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 10:20

10 identicon

Elsku Áslaug og þið öll.

Hörmung að heyra að þetta hafi verið svona erfitt með Stjörnuna, hef ekki kíkkað síðustu daga þannig að mér brá illa við.

Bið Guð að gefa að þetta sé liðið hjá og mömmuhjartað já og öll hin hjörtun séu farin að slá eðlilega aftur.  Og mér finnst eðlilegt að vona að svo sé úr því að allar rannsóknir sem gerðar voru komu vel út, Guði sé lof.

Sendi ykkur öllum stóra faðminn og knúsið.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband