Leita í fréttum mbl.is

Dagur tvö í skóla...

Maístjarnan mín fór í skólann í gær, fyrsta sinn í tíu daga enda orðin frekar hress.  Farin að stjórna heimilinu einsog henni er líkt og þá er hún öll að koma tilbakaWink.  Í samráði við lækna okkar ákváðum við að fresta myndatökunum sem áttu að fara fram 6.desember fram til 10.janúar og fá að njóta jólamánaðarins í botn sem við ætlum svo sannaralega að gera.  Ekkert stress við niðurstöður eða þess háttar bara gleði og aftur gleði.

Minn elskulegi pabbi varð sextugur á föstudaginn síðastliðinn og tilefni þess skrapp Gull-drengurinn minn og Blómarósin mín á KR-fótboltaæfingu þar sem pabbi er mikill KR-ingur enda voru afmælisgjafirnar aðallega KR og aftur KR.  En við fengum áritaðan fótbolta frá Íslandsmeisturunum handa karlinum ásamt markmannshönskunum hans Hannesar sem voru að sjálfsögðu áritaðir og innrammaðir.  Oh mæ hvað karlinn var glaður!!  Maístjarnan mín gaf honum svo líka sér KR-gjöf en þau eru miklir vinir og finnst ofsalega notalegt að vera tvö saman í rólegheitunum(hún vill helst bara vera hjá honum), en hún átti innrammaða KR-mynd, áritaða af liðinu síðan 2007 og að sjálfsögðu fór myndin vel inní allt KR-"dótið". 
PB073080
Að sjálfsögðu fengu þau að smella einni af sér með fyrirliðanum Bjarna Guðjóns, þetta var að sjálfsögðu toppurinn hjá Gull-drengnum mínum að hitta þessar hetjur.  Hann er náttúrlega í sæluvímu á myndinni en ekki hvað?  Hann spilar með Fylkir í dag, næst ætlar hann að spila með Arsenal og enda svo í KR.W00t 
PB113104 [1024x768]
Afmæliskakan hans pabba var svo með mynd af þeim "hér að ofan" og Gull-drengurinn minn var svona líka sáttur með það.

Næstu vikur ætlum við að reyna hafa eins "pakkaðar" og við getum, hafa mikið til að hlakka til og gleyma okkur í jólaundirbúningi.  Maístjarnan mín er alveg með það á hreinu hvað hún mun fá í jólagjöf þar sem hún er búin að skrifa bréf til jólasveinsins og hann MUN láta það rætast er hún 100% viss en efst á lista eru lyklar af íbúðinni þar sem hún þráir sjálfstæði en flestir hennar jafnaldrar eru komnir með lykla og fara ein heim eftir skóla og auðvidað veit hún það.  Þegar hún er komin með lykla verður hún náttúrleg að fá síma svo hún geti hringt í mig þegar hún er ein heima segir húnWhistling.  Yndislegust!!  En ég skil hana ofsalega vel með sjálfstæðið, hún er alveg farin að finna að hún getur ekki og fær ekki allt sem er sjálfsagt hjá hennar jafnöldrum en hennar tími mun koma.  Auðvidað er þetta sárt og ekki bara hjá henni líka okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að fá fréttir úr ykkar húsi og að Stjarnan sé hress og glöð, já og auðvitað allir í hópnum.

Þið eruð öll duglegust og fallegust.

kær kveðja og knús frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 10:51

2 identicon

Frábært að hún er hressari :) gangi ykkur sem allra allra best

Maja (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 16:41

3 identicon

Mikið er gott að heyra að Maístjarnan sé öll að hressast og þið staðráðin í að njóta næstu mánuða.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 18:01

4 identicon

Mörg hjörtu til ykkar.

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 21:43

5 identicon

Líst vel á planið hjá ykkur  og trúi því að þið eigið eftir að njóta næstu vikna og jólanna í botn.

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 09:39

6 identicon

Frábært að heyra að skvísan sé að hressast aftur :-)

Njótið endilega jólaundirbúningsins og öllu sem honum tilheyrir :-)

Kv. frá DK ;o)

P.s. Innilega til hamingju með pabba þinn...

Begga Kn. (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 14:36

7 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 16.11.2011 kl. 15:38

8 identicon

Mikið er gott að heyra að hún sé hress og allt á uppleið , um að gera að njóta jólaföstuna  og allt tilstandið í kringjum það ,getum ekki beðið hér á bæ erum farin að telja niður , yngsta skvísan er farin að sjá til jólasveinana enda er nú ekki langt í hana Heklu , hún vil meina að þeir sé þar núna :)

Til hamingju með hann pabba þinn , flott mynd af þeim :)

kærleiksknús að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 23:54

9 identicon

Bara að hugsa til ykkar og vona að allir séu hressir í fallega hópnum.

Sólveig

Sólveig (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband