Leita í fréttum mbl.is

Hann á afmæli í dag.......

P7172419

Sjarmatröllið okkar hann Hinrik Örn er þriggja ára í dag, það er alltaf jafn ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og ég man vel eftir þeim degi sem þessi Sjarmur mætti á svæðið.  Mig hafði alltaf dreymt um að eignast "jóla"barn og við Óskar erum það heppinn að við getum nánast eignast börn eftir "pöntunum" svona án gríns.  En ég var skrifuð 3.desember og bjóst við því að ég myndi eignast hann fyrsta lagi 10.des þar sem ég var vön að ganga eina til tvær vikur með hin börnin mín.  En þessum dreng lá á að komast í heiminn og það viku fyrir tímann.  Ég man vel eftir deginum 24.nóv en þá var ég að ganga innum leikskólann hjá krökkunum þegar vatnið fór svo ég vissi ekki aveg ég ætti að fara inn eða ekki.  Hringdi að sjálfsögðu í nöfnu mína og frænku sem var skráð viku á undan mér og var ekki farin afstað sem bölvaði mér í sand og öskur.  Ég átti sem sagt Sjarmatröllið mitt um morguninn 25.nóvember og svo mætti litla frænka mín seinni part þann daginn(en það var ekkert að gerast hjá mömmunni þegar Sjarmurinn mætti á svæðið), frændsystkinin fá sem sagt að deila sama afmælisdeginu sem er alls ekki slæmt.
P7222872 [1280x768]
Þessi er tekin af honum í Nauthólsvíkinni 22.júlí'09.
P7181274 [1280x768]
Sundgarpurinn okkar júlí'10 en hann elskar að vera í sundlauginni að busla.  Að sjálfsögðu er hann farinn að æfa sund drengurinn.
PC245437 [1280x768]
Drengurinn nýkominn úr jólabaðinu'10
P2055975 [1280x768]
Febrúar'11 en honum finnst fátt skemmtilegra en að vera úti að leika sér.
P7140391 [1024x768]
Júlí'11 á rúntinum í kringum landið og að sjálfsögðu var nestis-stop.
P7150483 [1024x768]
Þegar við förum á Akureyri þá förum við ALLTAF í heimsókn í jólahúsið en hérna er drenguirnn í góðum fíling.
PB173172 [1024x768]
Afmæliskakan fyrir flottasta Strumpinn okkar.
PB183186 [1024x768]
Í afmælisveislunni sinni sem var haldin fyrir viku.  En í morgun var hann vakinn með pökkum og söng.  Já Sjarmatröllið okkar er þriggja ára, þessi drengur á mjög auðvelt með að bræða alla í kringum sig, hann er sá allra rólegasti sem við höfum kynnst, einsog ein á leikskólanum hans sagði við okkur "mig hlakkar bara til þegar ég fæ að skamma hann" Grin .  Hann er mikill dundari og finnst ofsalega gott að vera einn inní herbergi að dunda sér í dótinu sínu en honum finnst líka rosalega gaman að vera innan um fullt af krökkum og fíflast.  Hann er mikill mömmupungur og elskar að knúsast.

Elsku besti Hinrik Örn Sjarmurinn okkar, innilega hamingjuóskir með daginn.  Við elskum þig mest!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

til hamingju með afmælið elsku sjarmatröll

Guðrún unnur þórsdóttir, 25.11.2011 kl. 08:34

2 identicon

Til hamingju með hann, hann er alger rúsína! Kv. Ásdís

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 11:20

3 identicon

Til hamingju með þennan gullfallega dreng. Vona að dagurinn verði fullur af gleði og hlátri.

Skagakveðja, Helga

Helga Arnar (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 12:20

4 identicon

Innilega til hamingju með sjarmatröllið....ekkert smá sætur eins og öll systkini hans.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 12:41

5 identicon

Elsku þið öll

Sendi hjartans hamingjuóskir í hús, já það er engu logið um þennan litla mann hann er einhvernvegin þannig að mann langar að knúsa hann og það ekkert laust.

Yndislegt að heyra frá ykkur

Knús í hús.

Sólveig (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 13:09

6 identicon

Til hamingju með prinsinn :)

Ingibjörg Þórdís (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 13:55

7 identicon

Innilega til hamingju með prinsinn ykkar :)

Lilja (ókunnug) (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 16:32

8 identicon

 Til hamingju með hann:)
Já það er ekki öllum gefið að geta eignast börn og hvað þá "pantað" eftir árstíðum:):):):)...
Eigið góða helgi:)

Halldór Jóh (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband