Leita í fréttum mbl.is

Kraftaverkið mitt - draumar rætast

Fallega og duglega kraftaverkið mitt fékk drauminn ræstan í síðustu viku eftir marga mánaða bið en þá fékk hún afhent sérútbúið hjól fyrir sig.  Vávh það var eintóm gleði þegar bílstjórinn frá Eirberg mætti á svæðið með hjólið, hlegið endalaust mikið og auðvidað tekinn einn hringur á því.  Það er víst ofsalega erfitt að fá þetta hjól í gegn hjá Tryggingastofnun en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta mun hjálpa henni mikið.  Hún getur haldið áfram að styrkjast og verið á töff hjóli í leiðinni en ekki vera á kanski 24 tommu hjóli með hjálpardekkjum og kanski einhverjir gert grín af henni.  Bara draumur í dós fyrir kraftaverkið mitt en hérna er ein mynd af henni við afhendingu hjólsins:
P1064587
Draumarnir hennar halda áfram að rætast þar sem hún er komin inn í sjúkraþjálfun á hestum 2x í viku og svo erum við líka búin að fá fyrir hana sjúkraþjálfun á skíðum en okkur finnst rosalega mikilvægt að hún fái sem fjölbreytnasta sjúkraþjálfun en þá ætlum við að skreppa norður á Akureyri eina helgi og hún fær að njóta sín á skíðum.  Svo það er aldrei að vita að fjölskyldan öll verði komin á skíði eftir ár??  Mér finnst allavega rosalega spennandi að fá að fylgja henni í þetta og sjá hvernig hún mun fíla þetta, skemmtilegir tímar framundan hjá henni.Tounge

Við erum líka farin að telja niður dagana í vorið/sumarið svo við getum ÖLL fjölskyldan skellt okkur í hjólreiðatúr en ekki með hana í vagni í afturdragi, þvílík forréttindi fyrir hana.

Núna er ég líka virkilega farin að þrá að fara í annan kafla í lífinu en ég VEIT það mun koma að þeim degi, reyndar hélt ég að það kæmi að þeim kafla í maí'10 þegar hún greindist aftur.  En OKKAR tími mun koma!!

Eigið góða helgi og takk kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 13.1.2012 kl. 12:12

2 identicon

Frábært

Jóhanna Ól (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 13:29

3 identicon

Yndislegt.....Góða helgi flotta fjölskylda.

Þorgerður (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 17:44

4 identicon

Elsku Áslaug og co. Yndislegt að lesa 2 síðustu færslur! Þetta verður greinilega dásemdar vor og sumar hjá fjölskyldunni. Hlakka til að lesa fleiri svona yndislegar fréttir :o) Stórt KNÚS!

Ásdís (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 21:27

5 identicon

Ohhh.....en gaman að sjá þessa mynd og vita að hjólið er loks komið í hús.  Dáist að því hvað þið eruð dugleg að finna til eitthvað nýtt og skemmtilegt fyrir Þuríði Örnu.....og njóta öll saman.

Góða helgi - Helga

Helga (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 21:32

6 Smámynd: Ragnheiður

frábært að sjá, hún er svo glöð :)

Ragnheiður , 13.1.2012 kl. 22:17

7 identicon

hæhæ , Mikið er gott að hún er búið að fá hjólið :)  , og yndislegt að lesa og sjá myndir af henni og ykkur , þið eru frábær :) sendi ykkur kærleiksstrauma til hennar og ykkar .

kveðja að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 23:09

8 identicon

Innilegar hamingjuóskir með þetta allt saman, maður fyllist gleði í hjartanu að þið fáið svona jákvæða tíma, sem vonandi verða bara fleiri og fleiri héðan í frá.

ragna (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 13:12

9 identicon

Gaman að sjá hana á hjólinu sínu , hún geislar þessi elska. Guð veri með ykkur.

Kristín (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 13:40

10 Smámynd: Adda Laufey

yndislegt.Til lukku með hjólið ི♥ྀ

Adda Laufey , 14.1.2012 kl. 22:08

11 identicon

jiminn einu hvað það er gaman að sjá mynd af henni svona ofboðslega ánægðri :)

sú er sæt og fín :)

Kveðja úr Norðlingaholtinun (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 02:21

12 identicon

Gaman að sjá hana svona glaða. Guð veri með ykkur.

Kristín (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 10:40

13 identicon

 Dásamleg lítil stúlka sem á allt gott skilið

Helga (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 10:47

14 identicon

Yndislegar fréttir bæði hérna fyrir ofan og fyrir neðan :) gott að heyra að þið getið átt æðislegar stundir saman í útivistinni.

kv. Ella á grænu :)

Ella (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 14:45

15 identicon

Dásamlegt, gangi ykkur sem allra allra best kæra fjölskylda.  Hugsa hlýlega til ykkar 

Maja (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 09:20

16 identicon

Bara gleði og gaman í ykkar húsi nú, yndislegast.

Gleðiknús í hús

frá Sólveigu.

Sólveig (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband