Leita í fréttum mbl.is

Krampi.is

Ef við værum ekki nýbúin að fá góðar fréttir af rannsóknum Maístjörnu minnar þá hefði ég áhyggjur af henni núna.  En Maístjarnan mín fékk tvo stóra krampa í morgun með nokkra mínútna millibili og það var ofsalega erfitt að upplifa þá með henni.  Hún varð ofsalega hrædd og svo hvítnaði hún öll við krampann sem við höfum aldrei séð áður en já þeir tóku virkilega á.  Hún öskraði á okkur við fyrsta krampann, það var líka einsog hún væri ofsalega hissa að hún væri að krampa en svo við seinni krampann var ég aðeins farin að "stússast" þegar Theodór öskrar á mig að hún sé að fá annan en þá var Blómarósin mín komin til hennar og hélt utan um hana.  Þetta tekur ekki bara á Maístjörnuna mína þó svo það taki mest á hana líkamlega en þá tekur þetta ofsalega mikið andlega á okkur hin sérstaklega systkinin hennar, þau verða líka hrædd einsog við en sem betur fer kunna þau að "meðhöndla" systir sínar þegar þetta kemur fyrir.  Þau vita að þau þurfa "bara" að vera til staðar fyrir hana og leyfa henni að finna fyrir sér þrátt fyrir að vera svona ung en þá þekkja þau heldur ekkert annað. 

Að sjálfsögðu fór hún ekki í skólann í dag enda algjörlega búin á því svo hún hefur bara verið í dekri hjá mömmu sinni en bíður samt spennt eftir að við skreppum aðeins út og verslum eitt stk afmælisgjöf handa Gull-drengnum okkar (samt spenntust að kaupa blöðrurnar)sem er alveg að verða sex ára og á sér draum að fá töffarabuxur í afmælisgjöf.Tounge Hann er alveg með skoðanir á því hvernig þær eiga að líta út en þær eiga helst að vera svona "hangandi", ekki seinna vænna að byrja að vera í svoleiðis buxum.  Ég sé hann líka oft reyna toga buxurnar sínar neðar til að hafa þær hangandi yfir rassinn. Yndislegastur!!  Afmæliskakan hans á líka að vera með mynd af afa Hinrik (KR-ing) í FylkisbúningWhistling.

Annars er ég algjörlega búin á því og hlakka mikið til að eiga sólarhrings-kærustuparadekur með eiginmanninum við að gera ekki neitt nema slappa af, lööööngu komin tími til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau eru frábær systkini hetjunnar...

Töffarabuxur já..er það ekki bara Fylkis/KR/Arsenal búningur skeyttur saman í einar nú eða tvennar buxur mismunandi,já hangandi niður á hæl:)

Það verður gaman að sjá KR-inginn í Fylkisbúning..en hvað gerir hann ekki blessaður fyrir yndislegu barnabörnin sín :)

Já vona að það styttist í dekur fyrir ykkur tvö:)

Knús

Halldór Jóh (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 12:52

2 identicon

Góðar kveður til ykkar allra.. Njóttu tímans með kærastanum Áslaug mín.

Þorgeður. (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 13:21

3 identicon

Ferlegt að heyra af þessum ömurlegu krömpum:o( Þeir eru eitt það erfiðasta sem hægt er að upplifa sem aðstandandi. Vonandi fara þeir að stoppa sem allra fyrst. Hins vegar er yndislegt að heyra af Theódóri, sérstaklega af því hvernig kakan á að vera :o) Maður sér líka alveg af myndunum af honum að hann er alger grallari:o) Vonandi getið þið notið helgarinna, öll sömul.

Ásdís (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband