Leita í fréttum mbl.is

:(

Maístjarnan mín átti sinn versta dag í krömpum síðan ég veit ekki hvenær á föstudaginn, hún var krampandi allan daginn og það var hrikalega erfitt og sárt að horfa uppá það.  Hún var samt ótrúlega fljót að jafna sig eftir hvern krampann.  Við ákváðum samt að senda hana til ömmu Þuru yfir helgina sem er okkar stuðningsfjölskylda en Blómarósin fékk smá kvíðakast þegar hún vissi að hún yrði ekki með okkur um helgina þar sem hún var að krampa svo mikið "mamma, amma Þura verður að hugsa vel um Þuríði þegar hún fær krampa".  Það er seint hægt að segja að hún hugsi ekki vel um systir sína en við þurfum nú ekki að hafa áhyggjur af öðru en það yrði hugsað vel um hana í krömpunum. Sjö ára gamalt barn á samt ekki að þurfa hafa svona áhyggjur en hefur þær samt. En lyfjaskammturinn hennar var strax stækkaður rétt eftir hádegi á föstudag og vonandi mun það virka eitthvað ég er alveg með í maganum vegna allra þessara krampa sem ég skil engan veginn í.

Annars var blómarósin mín (7 ára) að keppa í dag og stóð sig svona líka vel en hérna er myndband af henni keppa á slá - þvílíkur snillingur hér á ferð.  Klikkið á linkinn hér fyrir neðan og sjáið snillinginn minn:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiðinlegt að heyra með Þuríði Örnu en ég er viss um að hún komist sem fyrst yfir þessa krampa, hún er svo mikil hetja.

Vá hvað Oddný Erla stendur sig vel í fimleikum, upprenanndi fimleikastjarna á ferð, var sjálf í fimleikum í 10 ár :)

Eva Dögg (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 23:40

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

flott hjá oddnýju knús til hetjunar mínnar og ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 11.2.2012 kl. 23:43

3 identicon

<3<3<3<3<3<3 hetjan mikla stendur sig eins og hetja þó margt bjáti á því miður hjá henni....já 7 ára á ekki þurfa að hafa áhyggjur af svona löguðu...

Ómetanlegar perlur sem þið eigið<3

Halldór Jóh (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 23:48

4 Smámynd: Ragnheiður

Æ ósköp er að heyra þetta með hana Þuríði, vonandi lagast þetta fljótt

Ég horfði á Oddnýju Erlu og táraðist af stolti yfir telpu sem þú hefur veitt okkur hlutdeild í að elska eins og hin börnin þín. Takk fyrir það :)

Kær kveðja til ykkar hjónanna

Ragnheiður , 12.2.2012 kl. 19:04

5 identicon

já þessi stelpa sem þið eigið er snillingur

Álfhildur (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 19:32

6 identicon

Ég bara þoli ekki að sjö ára barn þurfi að hafa áhyggjur. En það er ekki eins og hún sé spurð að því. Systkini krabbameinsbarna þurfa greinilega að þroskast hraðar. Vona að hún nái að gleyma sér í fimleikunum þessi ofurfimleikasnilli ;) Vona að elsku Þuríður okkar fari nú að hætta þessum krömpum. Áslaug og Óskar haldið vel utan um hvort annað.Sendi ykkur knús og kossa á sjálfan valentínusardaginn <3

Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 20:29

7 identicon

Úff eru kramparnir byrjaðir aftur. Vonandi lagast það fljótt. Blómarósin heldur betur flott í fimleikunum. En maður tárast bara yfir því að svona ungt barn þurfi að vera svona áhyggjufullt.

Börnin ykkar eru svo sannarlega ómetanlegar perlur.

Knús og batakveðjur til ykkar allra.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband