14.6.2012 | 12:38
Skilaboð til ykkar sem brutust inn til okkar.
Ég vona að ykkur líði vel á sálinni að vera eyðileggja líf annarra en ekki bara ykkar. Hvernig haldiði að fjölskyldum ykkar líði? Ég finn til með þeim. En ég finn EKKI til með ykkur, þið hafið VAL en ekki einsog Þuríður MÍN sem hefur barist við illkynja heilaæxli 75% af ævi sinni. Við viljum glöð skipta við YKKUR og við fáum YKKAR val
Eftir að þið höfðuð farið innum herbergisgluggann MINN, labbað á MÍNU rúmi, hent lyfjum Þuríðar MINNAR útum allt, farið í alla skápana MÍNA, rótað í öllum MÍNUM eignum og tekið "allt" sem við EIGUM og allt sem börnunum MÍNUM þykir væntum þá líður mér fáránlega illa.
Ég get ekki verið heima hjá mér EIN einsog mér fannst það notalegt, ég get ekki hugsað mér ef ég verð einhverntíman ein heima að fara í sturtu einsog mér fannst það líka notalegt. Þegar ég var nýbúin að fara útað hlaupa á morgnanna og skella mér í heitt og langt bað, það get ég ekki hugsað mér að gera. Ég get ekki setið á pallinum heima hjá mér með ipodinn í eyrunum því ég er svo hræddum að þið birtist á meðan ég hef það notalegt, ég gæti ekki hugsað mér að leggja mig á morgnanna ef ég væri ein heima. Ég er alltaf hræddum að þið birtist hérna heima hjá MÉR þar sem mér á að líða VEL en þið hafið tekið þetta ALLT frá mér. Allt mitt ÖRYGGI þar sem mér á að líða BEST. Ég vona að ykkur líði vel með það.
Ég get ekki sofnað á kvöldin því ég er svo hrædd við að loka augunum þar sem ég sé íbúðina mína bara í rúst eða einsog ég kom að henni og ef ég sofna þá fæ ég martraðir. Þegar ég kem á daginn ég verð ég að byrja á því að kíkja innum gluggann á útidyrahurðinni því ég er svo hræddum að þið séuð þarna inni. Mér líður illa að fara í fataskápinn MINN þar sem þið rótuðuð í honum, mér líður illa í fötunum MÍNUM, mér líður illa að sitja í sófanum MÍNUM því kanski voru þið í honum. Ég veit að þið fóruð í ísskápinn MINN og við það líður mér illa, ég veit líka að þið fóruð í hnífaparaskúffuna MÍNA þar tóku þið hnífa sem þið notuðuð við að brjóta upp bauk barnanna MINNA og taka pening sem ÞAU voru búin að vera safna sér inn.
Þið fóruð uppí skáp og tókuð veski stelpnanna minna, pening sem ÞÆR voru búnar að safna sér inn og voru ótrúlega montnar með það því þær ÆTLUÐU að kaupa sér eitthvað sem ÞEIM langaði í. Þið tókuð myndavélina hennar Þuríðar minnar sem var hennar HENNAR draumagjöf og hún skilur enganveginn í því afhverju hún fær hana ekki tilbaka, þið megið alveg skila okkur myndunum sem hún tók en okkur gæti ekki verið meira sama um myndavélina sjálfa.
Þið eruð gjörsamlega búnir að RÚSTA sálinni minni, einsog ég sagði hér að ofan þá gat ekki sofnað á kvöldin en með hjálp lækna stelpu minnar þá fékk ég lyf til að hjálpar mér til þess og það tókst í gærkveldi en hvursu lengi mun það endast, veit ég ekki???
Mér finnst þið vera allsstaðar, mér finnst þið vera fylgjast með okkur einsog þið voruð væntanlega að gera þegar við fórum útur húsi á föstudaginn.
Þið eruð búnir að rústa sálum stelpnanna minna, eldri stelpan mín sá að það var opið útá pall í gær "mamma afhverju er opið?". Ég spurði hana að sjálfsögðu hvort það mætti ekki vera opið, "nei" það mátti ekki og hún lokaði og læsti hurðinni því hún er svo hrædd að þið komið aftur. Við komum heim áðan og hún lokaði hurðininni og tók nokkrum sinnum í hurðahúninn "já mamma það er vel læst núna". Ég vona að ykkur líði vel með þetta.
Yngri stelpan mín (8ára) sem hefur þurft að þola margt í gegnum veikindi stóru systur, fer ekki ein út að hjóla því hún er svo hrædd að þið komið til hennar, hún þorði ekki í bekkjarafmæli í gær, hún þorir ekki uppá næstu hæð í blokkinni okkar, hún sefur ekki ein, ég þarf helst að halda í hendinna hennar þegar hún fer að sofa og sefur á milli okkar. Hún passar að allt sé vel lokað og læst og ég vona að þið séuð stolltir af ykkur, þið hafið eyðilagt öryggi dætra minna.
Við fjölskyldan vorum nýbyrjuð að bera út Moggann því okkur langaði svo að hafa eitthvað til að hlakka til og safna okkur fyrir utanlandsferð sem við gætum kanski farið næsta sumar, þetta á að vera OKKAR. En nei þið hafið tekið það af okkur - ég get ekki hugsað mér að vera "ein" á ferli kl fimm á morgnanna. Takk fyrir það!!
Já ég vona svo sannarlega að þið séuð stolltir af gjörðum ykkar, gjörsamlega trampa á okkur og eyðileggja svo margt fyrir okkur og ekki bara okkur heldur öllum hinum sem þið hafið brotist inn til. Ég hef heyrt í mörgum sem hafa verið í sömu stöðu og við og ein af þeim sem ég hef hitt en það eru 12 ár síðan það var brotist inn hennar og henni er ekki enþá farið að líða vel en hún flutti strax útur íbúðinni sinni og það hafa margir gert sem hafa lent í sama og við. Ég ætla EKKI að leyfa ykkur að hrekja mig útaf OKKAR heimili, ég ÆTLA að láta mér líða vel, ég ÆTLA mér að láta börnunum líða vel og finna öryggið sitt aftur. Það mun taka tíma en okkur MUN takast það.
Ég vona að ykkur líði vel með þetta, ég vona að ykkur líði vel hvað þið hafið eyðilagt mikið fyrir OKKUR.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afar öflug og sterk færsla um þína/ykkar reynslu - um leið er hún sterk yfirlýsing um ykkar leið út úr óttanum - ekki láta undan og hrekjst að heiman - þið eruð samhent og kærleiksrík fjölskylda.
Þú ert núna að skrifa um ferlið eftir innbrot - það hjálpar þér örugglega og það hjálpar líka öðru fólki með svipaða reynslu að lesa bloggið þitt - og jafnvel til að geta skifað um sína reynslu
Mínar bestu kveðjur !!
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.6.2012 kl. 13:26
Mikið ofboðslega finn ég til með ykkur. Ég man þegar þetta kom fyrir hjá foreldrum mínum, þó ég byggi ekki þar, þá leið manni samt illa yfir þessu. En þar sem ég veit hvernig fólk þið eruð, þá hef ég enga trú á öðru en að ykkur takist það sem þið ætlið ykkur en veit líka að það tekur tíma. Gangi ykkur vel í bataferlinu. STÓRT KNÚS!
Ásdís (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 14:29
Þetta eru nú meiri andsk.... aumingjarnir.
Já ég veit Áslaug af því ég hef heyrt það svo oft að það að farið sé inná heimili fólks til að róta og stela og oft líka eyðileggja, er MJÖG MIKIÐ ÁFALL fyrir þá sem fyrir því verða.
Bið Guð að gefa að þig finnið aftur frið í hreiðrinu ykkar og líði þar endalaust vel. Það tekur tíma en það tekst.
RISAKNÚS
Sólveig (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 16:02
Guðrún unnur þórsdóttir, 14.6.2012 kl. 17:43
Þetta eru alveg glataðar aðstæður að vera í en ég veit miða við allt sem þú hefur farið í gegnum að þú tæklar þetta og leyfir þessum aumingjum ekki að eyðileggja líf þitt.
Vonandi kemur friðurinn sem fyrst og þið getið notið eitthvað af sumrinu.
kv Díana Guðjóns
Díana Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 18:37
Öryggiskerfi gæti hjálpað til að líða betur inni, það er hægt að hafa kerfi á sem að það fer í gang ef að e-h hurðahúnn er opnaður. Svo er önnur stilling með hreyfiskynjurum og hurðarhúnum. Hægt að kveikja slökkva með fjarstýringu, hjálpaði mér eftir að brotist var inn heima hjá mér.
Gunna (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 19:27
Ömurlegt þegar einhverjum dettur í hug að brjótast inn á einkasvæði manns. Það versta er að það tekur langan tíma að jafna sig eftir slíkt. Hef reynslu af því, samt var ekki gramsað í öllu á mínu heimili. Fyrsta árið á eftir þorði maður ekki að hafa einu sinni glugga opin þegar við sváfum. Finn til með ykkur, gangi ykkur vel og vonandi fái þið allt dótið ykkar til baka.
Heiða (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 20:35
Þetta er ömurlegt, ohhh varð svo reið að lesa þetta! Er búið að finna þessa ræfla?
Linda Björk Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 22:23
Hæ Áslaug. Það var brotist inn hjá mér fyrir mörgum árum, og þetta er ömurlega glatað. En ég komst yfir þetta ótrúlega fljótt með því að hugsa, að þetta gerðist bara einu sinni á ævinni. En í mörg ár kíkti samt alltaf á gluggann sem ég skildi eftir opinn á sínum tíma og farið var inn um. Margir ráðlögðu mér að fá mér öryggiskerfi, en ég gat ekki hugsað mér það gagnvart strákunum mínum. Glatað að koma heim til sín og þurfa að byrja á að taka af öryggiskerfi ! En eg var viss um að þetta gerðist ekki aftur.....og þetta hefur ekki gerst aftur.....og þetta gerist ekki aftur ! Kær kveðja til ykkar. Edda
Arnheiður Edda Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 23:25
Kæra fjölskylda mikið ofboðslega finn ég til með ykkur! Þetta er hryllilegt! Gangi ykkur vel í ferlinu - stóóórt knús!
Dagbjört - ókunn (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 10:03
Ég var gjörsamlega orðlaus fyrst þegar ég las um þessa innrás á ykkur.
En ég tek undir með þeim sem hér hafa skrifað. Þið tæklið þetta eins og aðra erfiðleika í ykkar lífi. En það tekur tíma.
Vona að þið njótið helgarinnar og restinni af sumrinu, eins og ykkur einum er lagið.
Kær kveðja frá Sólveigu Jónsd.
Sólveig Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 10:39
Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.