Leita í fréttum mbl.is

Sumir dagar eru erfiðari en aðrir....

Sumir dagar eru erfiðari en aðrir, sérstaklega þeir dagar sem Maístjarnan mín er krampandi.  Það er nýbúið að stækka lyfjaskammtinn hennar þar sem hún er að krampa of mikið en sá lyfjaskammtur er greinilega ekki alveg farin að virka.  Hún var krampandi í gær og finnst mér sérstaklega erfitt þegar hún krampar innan um ókunnuga en við skelltum okkur aðeins í Hagkaup og í miðri búðarferðinni öskrar hún á mig því það var krampi á leiðinni og hleypur til mín en sem betur fer voru ekki margir í kringum okkkur.  Þó svo það sé alltaf erfitt þegar hún krampar en þá er erfiðast þegar við erum innan um fólk sem veit ekki hvað er að ske og hvernig það á að taka á hlutunum.  En einsog ég hef sagt við fólk sem sér um Maístjörnuna mína einsog í skólanum en þá er aldrei nein hætta í krömpunum, hún þarf bara að finna að við erum til staðar fyrir hana og höldum utan um hana í krömpunum.

Ég er ofsalega glöð að systkinin hennar öll kunna að höndla þessa hluti og taka utan um hana um leið og hún öskrar að það sé krampi á leiðinni og verða aldrei hrædd á meðan hann er.  Þau þekkja reyndar ekkert annað en mér finnst að sjálfsögðu mikilvægt að þau kunna hvað þau eiga að gera - eru alltaf róleg.   Strax eftir krampann í gær þá verður hún oft mjög völt en Blómarósin mín 8 ára en samt eiginlega að verða 15 ára tók hana bara að sér og leiddi hana restina af búðarferðinni, er kanski með of miklar ábyrgðartilfinningu gagnkvart systir sinni.

Ég hef alltaf áhyggjur þegar hún krampar sérstaklega ef það er stutt á milli krampadaga þótt ég viti að áhyggjurnar eru að ástæðulausu en hnúturinn fer aldrei.  Hún sýnir líka alltaf mikil lömunareinkenni á hægri hendinni og gleymir alveg að nota hendina þrátt fyrir að geta það alveg, samt kanski ekki alveg jafn mikið og þá vinstri en ég held hún sé mesti snillingur að gera ALLT bara með einni.  Maður þarf oft að minna hana á hægri hendina en hún segir oft að hún sé bara svo "löt" og geti ekki notað hana.

Hún er að fara í sína mánaðarsprautu uppá spítala á morgun og varð að sjálfsögðu að hringja í hana Gróu sína á leikstofunni (hún er ein af tveimur sem sjá um leikstofuna) til að ath hvort vinur henni Oliver trúður myndi ekki mæta á svæðið því þá varð smá tilhlökkun að fara í sprautuna því hún veit líka að krabbahjúkkan sín gefur henni líka alltaf verðlaun eftir hverja sprautu sem skemmir ekki fyrir.

Aaaaaaðeins 42 dagar til jóla og Maístjarnan er að farast úr spenning :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi virkar lyfið sem fyrst. Ég er með eina spurningu, hvernig myndirðu vilja að fólk brygðist við? Viltu að það staldri við og reyni að hjálpa eða að það gangi bara áfram?

myndi gjarnan vilja vita hvernig viðbrögð þið vilduð fá

ástarkveðja

Unnur (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 17:31

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 12.11.2012 kl. 18:29

3 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Ég er ekkert að biðja um nein sérstök viðbrögð - finnst bara vont þegar hún fær krampa innan um fólk sem veit ekki hvað er að ske og frekar erfitt að byrja útskýra fyrir fólki hvað er að ske þegar hún er krampandi og líður illa.  Ég þarf enga hjálp enda þarf ég bara að vera tilstaðar fyrir barnið mitt og leyfa henni að finna að ég er hjá henni og þá er erfitt að útskýra fyrir hinum og þessum hvað er að ske, ég vil helst fara þaðan sem við erum og leyfa henni að jafna sig annarsstaðar en stundum er það erfitt.

Jú í sumar var ég stödd innan um margmenni þegar Maístjarnan mín fékk krampa og þar kom kona og eldri dóttir - nei þær vissu ekkert hvað var að ske enda reyndi ég að forða okkur úr margmenninu með Maístjörnuna mína og hún spurði bara hreint út hvort/hvað hún gæti gert án þess að hún vissi hvað var að ske og auðvidað þótti mér vænt um það og brotnaði reyndar strax niður því mér leið illa vegna stjörnu minnar sem var krampandi en þá huggaði hún bara mig og bauð svo stelpunni minni bara að drekka.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 12.11.2012 kl. 18:30

4 identicon

Langaði bara að skilja eftir spor... les oft en veit orðið ekkert hvað ég get sagt.. langar að segja eitthvað voða gáfulegt sem gefur góða huggun en veit ekki hvað það ætti að vera.. knús að norðan...

Katrín ÖSp Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 19:22

5 identicon

Sendi ykkur góðar kveðjur.  Elsku litla Maístjarnan.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 12:01

6 identicon

Tendrum ljósin gott fólk - sýnum kærleik - biðjum bænir.  Já hún er sko heppin að eiga svona yndislega fjöldskyldu hún Þuríður. Vonum að allt fari að lagast og þið njótið fallega tímans sem er framundan, blessuð jólin :)

kærleikskveðja frá 4 barna mömmunni

4 barna mamman (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 08:58

7 identicon

Veit ekki hvað skal segja varðandi krampakastanna. Er eiginlega bara orðlaus vegna þeirra. En hugsa oft til ykkar.

Langar bara að senda ykkur kærleikskveðjur.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 09:08

8 identicon

Trú, von og kærleikur

Þetta á svo vel við ykkur - Helga

Helga (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 16:05

9 identicon

sammála öllum hér að ofan, stórt knúús til ykkar, njótið að jólast :)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband