Leita í fréttum mbl.is

Svona er Tryggingastofnun í dag!

Áður en þið lesið þessa færslu mína þá er ég ekki að biðja um vorkunn heldur bara að leyfa ykkur að sjá hvernig "Ísland er í dag" eða réttara sagt hvernig Tryggingastofnun er í dag og hvernig þeir geta leyft sér að koma fram við fólk.  Nei ég er ekki heldur sú eina sem þeir koma svon fram fyrir jólin, ekki sú fyrst og ekki sú síðasta.

Ég fékk skemmtilega tilkynningu í dag að ég skuldaði Tryggingastofnun 320.000kr vegna ofgreiddra bóta sem ég fæ með Maístjörnunni minni en grunngreiðslur af þeim eru ca 160.000kr á mánuði svo það ætti nú ekki að vera flókið að geta reiknað það á mánuði og þetta voru greiðslur sem ég fékk ofgreiddar árið 2010 já ég sagði 2010.   Það er nú ekki það eina heldur þarf ég að vera búin að borga þetta 21.desember næst komandi, rosalega skemmtileg jólagjöf eða þannig.

Ég hringdi í Tollstjórann í dag til að kanna þetta og fékk hundleiðinlega konu í símann sem var bara með hortugheit og leiðindi við mig og ég átti frekar erfitt með að fara ekki að grenja í símann enda leið mér ekkert svakalega vel að fá þessar fréttir.  Ég spurði hana hvernig ég ætti að geta borgað þetta, "jú þau væru með reikningsnúmer" sem ég gæti lagt inná, mikið rétt "við" fólkið sem fáum bætur frá Tryggingastofnun liggjum á seðlunum og ég þurfti bara að fara í annan rassvasan til að ná í þessa upphæð.  Hvernig er hægt að koma svona fram við fólk? Hvað þá korter í jól?  Hvernig er hægt að misreikna sig svona og hvers eigum við að gjalda fyrir fólk sem kann ekki að reikna.

Eftir símtalið við konuna hjá Tollstjóranum benti hún mér að tala bara við  lögfræðingin hjá þeim eða þegar ég næstum því farin að grenja og hann var svo miklu mannlegri enda heyrði hann væntanlega að ég hélt grátinum inni, ekki það að hann gat eitthvað gert fyrir mig en samt að gott að fá útskýringar og engin hortugheit.  Hann sagði mér að skoða allt sem ég hef fengið frá TR og fara vel yfir það sem og ég gerði og viti menn 8.mars'12 fékk ég bréf frá þeim og þá voru þeir búnir ð fara yfir allar greiðslur mínar síðan 2010 og 2011 og miða við það ætti ég tæpar 2000kr inni hjá þeim svo það benti EKKERT til þessara greiðslna nema bara korter í jól og ég NOTA BENE ég frétti þetta bara "óvart" í dag vegna annars máls sem ég var að ath hjá þeim.

Ég skil ekki svona vinnubrög og mun aldrei skilja þau - auðvidað væri ég frekar til í að fá 20.000/30.000kr minna á mánuði en að lenda í svona "skít" og afhverju henda þeir svona í mann korter í jól.  Ég er bara heppin að vera mjög skipulögð manneskja og vera búin með allar jólagjafirnar (nema Óskar eheh) því ég vil alltaf viljað eiga notanlega desember-mánuð og engar áhyggjur.  Piiiiffffhhh þar fór það og öll jólagleðin!!

Ég veit að það "lenda" margir í þessu, hvernig er hægt að koma svona fram við fólk?  Öryrkjar, fólk sem berst við alvarleg veikindi og svo lengi mætti telja.  Það er ekki einsog við höfum eitthvað val?

Svona er Tryggingastofnun í dag!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég sammála þér hef aldrei skilið afhverju er ekki fólk sem kann að reikna er ráðið til starfa hjá Tryggingarstofnun ,ég veit um mörg svona dæmi að fólk er að fá bakreikninga afþví að það voru mistök !!!!! tengdamóðir mín á níræðisaldri fær reglulega tóma vitleisu frá TR  eitthvað sem ég fæ ekki skilið , veit að þú vilt ekki samúð en ég er bara reið með þér arrrg . Að jákvæðu til hamingju með bumbubúann :) blessun fylgir barni hverju sögðu gömlu konurnar ....

Sigga Dagbjarts (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 20:30

2 identicon

Afhverju talaðir þú við Tollstjórann?

Spyr sú sem ekkert veit.

En ég er hjartanlega sammála, þetta er ömurleg jólagjöf. Skil ekki hvernig þeir geta misreiknað svona....þetta kallast ekki geimvísindi! :(

helga (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 13:29

3 identicon

Ef þú ert með bréf frá þeim síðan snemma á þessu ári sem segir að þú eigir inni, verða þeir að gefa betri skýringu en að þú hafir fengið ofgreitt, forsendur verða að liggja fyrir.  hef lent í þeim sjálf og veit að þeim verða líka á mistök.  Vonandi fæst á þessu skýring þér í hag, hlýjar kveðjur.... Halla Jökulsd.

Halla Jökulsd. (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 12:53

4 identicon

skammarlegt, ég áekki orð, geta þeir ekki afskrifað þetta, annað einser nú afskrifað ogstærri upphæðir, ég fæ kökk í hálsinn, guð veri með ykkur :) :)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 14:37

5 identicon

Ættir þú ekki að vera í góðum málum úr því þú ert með þetta bréf frá þeim um að þú ættir inni hjá þeim???

Dagný Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 00:02

6 identicon

Heil og sæl Áslaug Ósk; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Þarna; svaraði þér þó einn, þess 1 prósents ísl. lögfræðinga, sem í lagi má kalla - og virðast mannasiði kunna.

Hirðusemi þín; með þau gögn, sem hann benti þér á, ætti að nægja þér til, að geta staðið á þínum / og ykkar rétti - og; raunar, átt þú og þín fjölskylda, fullan rétt, á Milljóna Króna skaðabótum, sökum ósvífni og ódrengskapar, þessarrar Helv. krata stofnunar (Trygg ingastofnunar), Áslaug mín.

Megír þú; og þín góða fjölskylda, hafa fullan sigur, í þessu and styggðar máli, öllu.

Bið einnig kærlega; að heilsa foreldrum þínum - mínum gömlu og góðu sveitungum, Oddnýju móður þinni, og Hinrik föður þínum.

Óskar Helgi Helgason, frá Vestri- Móhúsum, Stokkseyri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 00:47

7 identicon

Já, TR er ekki allra. Ég á son með sykursýki týpu 1 og þegar hann varð 18 hætti ég að fá bætur frá TR. Ég sótti um viðbót, en fékk svör að þetta væri ekki lífshættulegur sjúkdómur. Svo molinn fór í örorkumat og fékk smá styrk. Maður er ekki öryrki með þennan sjúkdóm, en getur samt ekki gert hvað sem er!

Karen Malmquist (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband