5.12.2012 | 10:08
Skítt og erfitt!!
Maístjarnan mín er ekkert búin að vera of hress síðustu vikur. Hún er að krampa svo það er aðeins verið að "hræra" í lyfjunum hennar, hún er leið því hún er alltaf að skilja meir og meir veikindin sín sem fara orðið ofsalega illa í hana. Hún er pirruð því henni langar svo að segja okkur hvernig henni líður en getur engan veginn komið að réttum orðum og sagt okkur einsog er, henni líður ekki vel í skólanum svo það er barátta á hverjum degi að koma henni þangað því hún finnur að hún er ekki einsog hinir krakkarnir og það tekur á - já hún er bara ofsalega óhamingjusöm greyjið og það kremur mömmuhjartað mjög mikið.
Á föstudaginn náði ég í hana í skólann því hún var að krampa í skólanum, einsog ég ætlaði að vera sterk þegar ég myndi ná í hana þá virkaði það ekki alveg. Um leið og ég sá hana þá brotnaði hún niður og auðvidað brotnar mamman líkur niður, ég get engan veginn verið lengur sterka konan. Finnst þetta bara vera löngu komið gott af þessari veikindasúpu eða "bara" 8 ár af hennar 10 ára æfi.
Þegar ég náði í hana á föstudaginn í skólann þá fannst mér þessir skitnu hundrað þúsund kallar sem RSK er að rukka mig um vegna ofgreiðslna frá TR bara lítil kökusneið miða við veikindin hennar svo ég var hætt að pirra mig á þeim en ég var búin að vera dáltið leið útaf þeim. Reyndar ofsalega gott að geta verið leiðir útaf einhverjum "dauðum" hlutum en það er fljótt að breytast bara við að sjá líðan hjá barni manns. Þeir mega þá barasta vera á eftir mér næstu árin - barnið mitt er miklu mikilvægara en þetta eða börnin mín. Ef þeim líður vel þá líður mér vel en Maístjörnunni minni líður ekki vel og við vitum ekki afhverju? Jú hún kvartar undan "lötu" hendinni (hún kallar hana lata)eða þeirri sem er "lömuð" að henni finnst leiðinlegt að hafa svona hendi og fót en meira vitum við ekki því hún getur ekki sagt okkur það sem er verst í heimi.
Þetta er dáltið erfitt álag, konan er að fá mikla samdrætti svo ég er að reyna slaka á en það er frekar erfitt. En ég er bara rétt að verða hálfnuð með meðgönguna. Fór einmitt til ljósu á mánudaginn en ég var búin að vera dáltið stressuð fyrir þann tíma því ég hef fundið litlar sem engar hreyfingar og svo fann ljósan engan hjartslátt en hún sendi mig beinustu til í sónar en hafði samt engar áhyggjur sjálf - held aðallega til að láta okkur líða betur. Auðvidað var alltílagi, þessi flotti hjartsláttur og fylgjan bara framan á þess vegna hef ég ekki fundið neitt. Við fengum að kíkja í "pakkann" sem verður endanlega staðfest í 20 vikna sónarnum og þá segi ég frá.
Ég er að reyna gleðja Maístjörnuna mína með því að segja henni hvað er framundan, mikið til að hlakka til einsog bingóið sem hún heldur uppá barnaspítala viku fyrir jól og svo auðvidað jólin sjálf því hún er búin að vera extra spennt síðustu vikur en það hefur eitthvað minnkað.
Já þetta er erfitt og skítt!!
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Hetjurnar mínar. Sendi ykkur endalaust knús og kærleik til ykkar. Áslaug mín endilega farðu varlega elskan. Veit að það er erfitt en taktu bara einn dag i einu. Sendum fullt af styrk og stuðining til ykkar frá okkur á Selfossi.
Helga jóhanns (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 10:34
elsku þið öll, stundum verður maður alveg orðlaus ég hugsa til ykkar með hlýhug. kv gþ
gþ (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 12:00
Sendi ykkur batakveðjur. Það er fullkomlega eðlilegt að vera reiður og sár stundum og brotna niður, þegar svona mikið bjátar á er ekki alltaf hægt að halda andlitinu og það getur verið gott að gráta smá, losa um. Frábært hjá þér að tala um hlutina eins og þú ert að gera og ekki byrgja þá inni. Eriftt að horfa upp á barnið sitt þjást. Er sammála þér með það að það er ótrúlegt hvað efnislegir hlutir sem margir kvarta um verða litlir við hliðina á því þegar veikindi eru eða heilsan er að stríða manni. Þekki það af eigin reynslu eftir tvö bílslys og kannast við að missa stundum máttin í hægri hendi, það getur verið erfitt. Sendi ykkur styrk og knús
Eva Dögg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 12:17
Elsku Áslaug og fjölskylda.Erfitt að lesa um erfiðleika ,elsku litlu Þuriðar.Ekkert er sárara en að horfa á börnin sín þjást.Ég sendi ykkur mínar heitust bænir og strauma.Kær kveðja.
Halla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 13:05
Kæra Áslaug. Innilegar kveðjur til ykkar allra. Hugsa mikið til ykkar.
Þorgerður. (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 16:48
Sæl Áslaug.
Leitt að heyra að hún Þuríður sé ekki sátt við sig. Það er hins vegar spurning að prófa að fara með hana til sálfræðings ef hún er ekki að fá þannig aðstoð núþegar. Þetta eru hrikalegar birgðar sem eru lagðar á þetta litla skinn og ykkur öll í raun og því mjög mikilvægt að huga að huganum eins og að líkamanum og það hjá ykkur öllum. Gangi ykkur vel og vonandi fer hún og þig öll að detta í jólagírinn. Eigið það svo skilið að njóta þessa tíma eins og annarra í botn!.
Batakveðjur,
Valdís.
Valdís (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 21:52
Á engin orð, fékk bara tár í augun. Bið fyrir ykkur og sendi ykkur góða strauma. Batakveðjur, Kristín.
Kristín (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 11:13
sendi ykkur kærleiksknús og vona að litla hetjan fari að eiga betri tíma og þar með þið öll :) <3
Guðrún ( Boston ) (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 17:13
Guðrún unnur þórsdóttir, 7.12.2012 kl. 17:14
kossar og knús og kærleikskveðjur, bestu óskir um góða framtíð :)
Didda ókunn (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 17:34
Elsku áslaug og þið öll hin.
Já svo sannarlega er þetta erfitt og skítt og þá ertu mjög pen í lýsingum.
Mér finnst þessi krafa frá T
TRST alger,þvæla en maður heyrir af svona þvæla alltaf af og til, þ.e. Að fólk er krafið um endurgreiðslur svo um munar. Yfirleitt er skýringin sú að tekjur hækkuðu annars staðar, en ef það er ekki màlið þá er undarlegt að ráða ekki við marföldun á 160 þús x12 mán.
Ömulegt að stjarnan skuli vera orðin leið að fara í skólann, segir mikið um hennar líðan. Nú óskast eitt stk. Kraftaverk fyrir hana og í leiðinni ykkur öll.
Sendi extra RISAKNÚS í hús og bið fyrir öllum hópnum bæði fæddum og ófæddum. ;-)
Sólveig (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 23:44
Vona að hún fari að hressast og þið kæra fjölskylda eigið góð og gleðileg jól
Maja (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 09:34
TR er ansi undarlegt batteri. Ég skil oftast ekkert í þeirri stofnun. Vonandi nærðu að tjónka við þá en eins og þú segir sjálf þá er það aukaatriði í málinu. Blessað barnið, mikið er erfitt að lesa þetta. Það er líka svo erfitt að finna orðið svona vel vanmátt sinn og hafa engar leiðir ..elsku kellingin litla.
Jólaknús á ykkur öll og ég hlakka til að sjá nýjast meðliminn næsta vor. Hann velur sér flotta fjölskyldu að tilheyra :)
Ragnheiður , 11.12.2012 kl. 13:09
Áslaug mín, ég dáist einmitt af þér af því mér finnst þú svo sterk. Þetta er nú ekki lítið sem þið hafið gengið í gegnum á undanförnum árum. Erfið veikindi og fleira.
Og að brotna niður er ekkert til að skammast sín fyrir. Það er bara eðlilegt við þessar aðstæður.
Vona að þið hafið samt náð að njóta aðventunnar og að jólin verði yndileg hjá ykkur.
Sólveig Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.