Leita í fréttum mbl.is

Öskudagur í lífi Þuríðar minnar....

Að "berjast" við þroskahömlun getur verið oft á tíðum virkilega erfitt, ekki bara fyrir foreldrana heldur líka fyrir barnið sjálft. Einsog hjá Þuríði minni sem verður 11 ára í maí og er farin að átta sig á því að vera ekki einsog jafnaldrar hennar og það er farið að taka mjög svo sárt á.

Öskudagur er dagur sem hún bíður ROSAlega spennt eftir, klæddi sig í djöflabúninginn sinn í morgun og fór í skólann til hádegis. En eftir það fór gleðin - þá áttaði hún sig á því að hún átti engar vinkonur til að fara með til að syngja. "mamma ég hef engan til að fara með", ég veit ekki alveg hvor okkar táraðist meira. Hvað gat mamman gert? Systir hennar með sínum vinkonum að syngja og Theodór ætlaði með vinum sínum seinni partinn að syngja líka og auðvidað er sárt að horfa uppá systkinin sín með fullt af vinum og eiga enga sjálf hvað þá á svona degi......

Óskar ákvað þá að skella sér útí sjoppu kaupa fullt af nammi og dreifa á vinnufélagana sína og leyfa henni að syngja þar sem gladdi hana en auðvidað langar henni líka að vera með vinum (sem hún þekkir ekki) og gera eitthvað svona skemmtilegt - en í augnablikinu er hún í ÍSÍ að gleðja þar samstarfsfélaga Óskars með söng sínum og markmiðið var að fá meira nammi en systkinin sín :)

Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að spá í að láta hana skipta um skóla og fara í Klettaskóla - leyfa henni að upplifa að eiga vini og geta leitað til þeirra. Ég veit að þar mun hún blómstra en á næstu vikum ætlar hún að fara þangað í heimsókn og ath hvernig henni líki en hún er búin að fá grænt ljós að hún komist inn í skólann :) Ég vil nú samt líka taka það fram að skólafélagar hennar eru ALLS EKKI vondir við hana en bilið á milli þeirra stækkar alltaf með hverju árinu og þau verða bara erfiðari fyrir hana :/
556330_10151322080464611_28574703_n.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 13.2.2013 kl. 16:22

2 identicon

elsku stelpan,mikið er hún samt heppin að eiga ykkur fyrir foreldra...þið eruð frábær,það skilar sér líka í börnin ykkar

Ingileif Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 18:32

3 identicon

Æj það er svo erfitt á þessum aldri ef maður á enga vini, auðvitað langar henni að syngja með vinum, skil það, oft erfitt sérstaklega að eignast kannski vini ef maður er e-ð öðrvísi en aðrir, veik eða annað.

Hún er ótrúlega flott stelpan ykkar, ásamt öll hin börnin :) væri gaman að sjá mynd af þeim í búningum líka! ekkert smá flottur búningurinn hennar Þuríðar :) vonandi hafið þið það gott..

Kveðja Alda úr Norðlingaholtinu.

Alda ókunnug (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 19:32

4 identicon

Flott stelpa. Gangi ykkur allt í haginn.

Birna S. Jónsdóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 13:42

5 identicon

Það sýnist sjálfsagt sitt hverjum en ég held að það sé rétt ákvörðun að leyfa henni að skipta um skóla.  Við þurfum að finnast við tilheyra því samfélagi sem við lifum og störfum í ef við eigum að finna hamingjuna.  Það hlýtur að vera ömurlegt að finnast maður á einhvern hátt útundan eða minnimáttar.

Þið setjið alltaf hag barnanna ykkar í forgang og ég dáist að ykkur.

fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 19:26

6 identicon

Elsku öll fallegu duglegu.

Æi hvað ég skil mömmu hjartað og stjörnuhjartað yfir vinkonuleysinu. Mjög erfitt.

Mér finnst mjög gáfulegt af ykkur að Skoða annan skóla, enda eruð þið alltaf að gera eitthvað sem er mjög gott fyrir fjölskylduna.

KNÚS í hús.

Sólveig (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 21:44

7 identicon

Flott hjá ykkur

Þóra (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 15:12

8 identicon

Þið eruð náttúrulega bara bestu foreldrar sem hugsast getur.  Ég er alveg sammála ykkur að prófa að skipta um skóla.  Ég þekki til nokkurra barna í Klettaskóla og þau eru bara ánægð og stolt af skólanum sínum.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 20:02

9 identicon

Frábær ákvörðun hjá ykkur með skólann, er viss um að þetta verður mikið gæfuspor :)

kveðja, Kristín

Kristín S (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 20:41

10 identicon

Ég á sjálf barn í Klettaskóla sem áður var í almennum skóla. Besta ákvörðun sem ég hef tekið er að láta hana skipta yfir. Þvílíkur munur á barninu, bæði félagslega og andlega.

Móðir (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 15:38

11 identicon

flott elsku stelpan, knús og kram :)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 22:19

12 identicon

Ekkert smá flott í búningnum! Frábært hjá ykkur að skoða alla möguleika og finna út hvað er best fyrir yndislegu stelpuna ykkar. :o)

Edda Hlíf Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 13:41

13 identicon

Ég skrifaði ba ritgerð um uppeldi barna með fatlanir og þar kom fram að börnin blómstra miklu betur í sérskóla heldur en í hverfisskólum.

Það er hægt að líkja þessu við nágranna sem búa í sama stigagangi í mörg ár. Þó að þið hittist á hverjum degi og deilið húsi þá eigið þið ekki endilega samleið að öðru leiti.

Getur googlað "uppeldi fatlaðra barna" og ritgerðin mín ætti að vera fyrsta niðurstaðan ef þú hefur áhuga á því að lesa :)

Sigríður Ásta (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband