Leita í fréttum mbl.is

Aðstoð óskast!!

Eftir ca þrjár vikur (25.mars) mun Þuríður mín halda bingó á leikstofunni á barnaspítalanum (fjórða árið í röð) og við erum komnar með nóg af stórum páskaeggjum í bingóið en okkur vantar ennþá ca 25-30 páskaegg nr.2 svo allir krakkarnir sem taka þátt fái en ekki bara þeir sem fá bingó (en markmiðið í bingóinu er að allir krakkarnir fari glaðir heim:)). Langar þig og þínu fyrirtæki að gefa þessi egg í bingóið? Við mæðgur yrðum rosalega þakklátar fyrir það :)

Þetta bingó gefur Þuríði minni ofsalega mikið - finnst yndislega gaman að gleðja krakkana á spítalanum. Simmi Vill og Jói hafa komið og aðstoðað hana með bingóið, presturinn uppá spítala og Sveppi Krull og núna í ár erum við með einn í huga sem við ætlum að hafa samband við sem bæði þekkir Þuríði og hún hann :)

Ef þínu fyrirtæki langar að gefa þessi egg máttu hafa samband við mig í skilaboðum eða á aslaug@vefeldhus.is.

Þess má geta að þetta er orðið stærsti viðburðurinn á leikstofunni bæði fyrir páska og jól - þetta bingó er að sjálfsögðu að kostnaðarlausu fyrir inniliggjandi börn og þau sem eru mikið á dagdeild spítalans og systkini þeirra en AÐEINS fyrir þau.
B.k.
Áslaug Ósk og Þuríður Arna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég og strákarnir mínir erum til í að gefa 10 egg nr 2 :)

Hjördís Berglind Zebitz (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 20:17

2 identicon

Það vantar ekki kærleikinn hér á bæ..

Góðar óskir..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 21:16

3 identicon

sammála Halldóri Jóh :):):)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 22:32

4 identicon

Sæl Áslaug.

Ég heiti Ingibjörg Sigurðardóttir og á lítið Kaffihús og tjaldsvæði austur í Fljótshlíð sem heitir Kaffi Langbrók. Einhverra hluta vegna rakst ég á bloggið þitt um páskabingó dóttur þinnar og hugsunin um það hefur ekki látið mig í friði síðan. Þess vegna langar mig að aðstoða ykkur við litlu eggin ef ekki er búið að redda þeim nú þegar.

Vertu í sambandi ef ekki er búið að útvega eggin og ég skal kaupa þau og styrkja þetta góða málefni.

Kær kveðja til Þuríðar þinnar,

Ingibjörg Sigurðardóttir á Kaffi Langbrók.

Ingibjörg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 23:29

5 identicon

kærleiksknús :)

 kveðja að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 18:51

6 identicon

Ég dáist að ykkur mæðgum að sjá um þetta ár eftir ár.  Ef þú ert ekki komin með páskaeggin gætir þú prufað að gefa upp reikningsnúmer  hérna á síðunni, það er örugglega fullt af einstaklingum til í að leggja til aur fyrir þessu :)

Oddný Sigurbergsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband