Leita í fréttum mbl.is

Rannsóknir à morgun

Við tilkynntum Maístjörnunni minni í morgun að hún væri að fara í rannsóknirnar sínar og hún trylltist af gleði og sagði strax "loksins er komið að því" og svo var það næsta "mà ég fara í nàttbuxunum mínum"?.  Þær eru ekki stórar óskirnar hennar!!

Við megum ekki segja henni frà sjúkrahúsaheimsôknunum hennar mörgum dögum fyrir þær því þà sefur barnið ekkert - er aðeins of spennt að hitta liðið uppà spítala sem er að sjàlfsögðu gott þvî þà vitum við að henni líður vel þarna og treystir fólkinu einsog við gerum.

Svo megum við foreldrarnir ekki gleyma að koma með samloku m/hangikjöti og salati og kókómjólk til hennar þegar hún er að vakna af svæfingunni því hún VERÐUR að borða um leið og hún vaknar.   Ég klikkaði einu sinni à því og hún vAr alls ekki sàtt. 

Ég veit að dagurinn à morgun verður góður - við förum allavega ekki af spítalanum fyrr en við fàum niðurstöðurnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki kíkt á bloggið þitt lengi en hef greinilega fengið einhver hugskeyti því þú ert nýbúin að setja færslu :) En ég sendi ykkur góða strauma fyrir morgundeginum og auðvitað verður dagurinn góður, annað kemur ekki til greina. Gott að lesa að maístjarnan þín er svona ánægð í nýja skólanum sínum.

Jóna (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 12:58

2 identicon

ég segi bara góðan dag á morgun og alla aðra daga.

Góðar kveðjur gþ

gþ (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 18:11

3 identicon

Ég verð með hugann hjá ykkur á morgun og vona ég auðvitað að þið fáið góðar fréttir eftir rannsóknirnar :)

Kær kveðja úr Trékyllisvíkinni.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 22:04

4 identicon

Gangi ykkur sem allra best, Guð veri með ykkur.

Bryndís (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 23:31

5 identicon

Hugur minn er hjá ykkur - Trú, Von og Kærleikur

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 07:18

6 identicon

Góðar óskir og  krossa putta.  Gangi Þuríði Örnu sem allra best.

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 12:37

7 identicon

Krossa fingur - vonandi fáið þið góðar fréttir

Maja (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 16:11

8 identicon

Elsku fallega duglega frábæra fjölskylda.

Mér finnst sjálfsagt að 10.09.2013 sé happadagurinn ykkar og bið Guð um það

RISAKNÚS í húsið ykkar og líka í húsin ykkar nánustu

Sólveig

Sólveig (IP-tala skráð) 10.9.2013 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband